Tíminn - 20.01.1974, Page 26

Tíminn - 20.01.1974, Page 26
„SVO AÐ ÞIÐ ERUÐ FRA EYJUNNI, SEM BOBBY FISHER GERÐI FRÆGA" Hilmar Viktorsson skrifar um Bandaríkjaför íslenzka landsliðsins í körfuknattleik A feröalaginu um Bandarikin fengu islenzku landsliöspiltarnir aö skoöa mörg iþróttamannvirki. A þessari mynd sést greinarhöfundur ánýjum knattspyrnuvelii. Eflaust halda margir, að íslenzka landsliðið í körfu- knattleik haf i staðið sig illa í nýafstaðinni Bandaríkja ferð. Má hver sem vill dæma um árangurinn. Þrír fyrstu leikirnir gefa að vísu tilefni til þess, að menn dæmi hart, því að þá var tapið stórkostlegt. Mótherjana þekkja fáir hér heima, en þessi þrjú háskólalið, Maryland, Duke og Wake Forest eru í hópi þeirra beztu í USA. Maryland-liðið er um þessar mundir mjög sterkt og tapaði til dæmis með aðeins eins stigs mun á útivelli fyrir UCLA-háskólan- um, en lið hans hefur sigrað i bandarisku háskólakeppninni sl. 8 ár. Leikirnir, sem UCLA hefur unnið i röð á heimavelli nálgast óðum töluna hundrað. Þessum leik var sjónvarpað um öll Bandarikin. Nokkrir áhangendur Mary- lands-liðsins komu til okkar eftir leikinn og létu i ljósi hrifningu yf- ir að við skyldum ekki hreinlega gefast upp, þvi að munurinn var það mikill á liðunum. Jafnframt reyndu þeir að afsaka óiþrótta- mannslega framkomu þjálfara Marylands, og sögðu að i höfði hans rúmaðist ekkert nema körfubolti. Hann lét fimm beztu menn liðsins leika svo til allan leikinn gegn okkur. Nokkrir af leikmönnum Marylands eru i Ólympiuliði USA. Til gamans má geta þess, að faðir bakvarðar að nafi Lucas i Maryland-liðinu fylgir syninum hvert sem er i USA aðeins til að sjá hann leika. Hvarvetna voru móttökurnar frábærar þar sem við komum. Duke-háskólinn tók bezt á móti okkur, ef Luther er undanskilinn. Þar bjuggum við á fyrsta flokks móteli með litsjónvarpi og fleiri þægindum á herbergjunum. Að- stoðarþjálfari Duke, Paul að nafni, átti aðeins að aka okkur til og frá leiknum við Duke, en ein- hverra hluta vegna var hann með okkur allan timann, sem við dvöldumst þar. Paul fór með okk- ur meðal annars á fótboltaleik. l Nokkrir fsl. leikmenn slappa af milli leikja. Prógramiö var óvenju þungt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.