Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. Sumarbústaðaland Tveir til þrir hektarar lands óskast til kaups eða langtimaleigu. Stangaveiði- möguleikar æskilegir. Helzt innan þriggja tima aksturs frá Reykjavik. Tilboð merkt- Landver 1675 sendist blaðinu fyrir 1. febrúar n.k,- HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins Mmmm Brdðabirgðaumsóknir framkvæmdaaðila í byggingariðnaðinum Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið, að frá og með 1. janúar 1974 skuli öllum þeim framkvæmdaaðilum, er byggja ibúðir i' fjöldaframleiðslu, gefast kostur á að senda Húsnæðismálastofnuninni bráða- birgðaumsóknir um lán úr Byggingasjóði rikisins til smiði þeirra. Skal komudagur slikra umsókna siðan skoðast komudagur byggingarlánsumsókna einstakra ibúða- kaupenda i viðkomandi húsum. Bráðabirgðaumsóknir þær, sem hér um ræðir, öðlast þvi aðeins þann rétt, sem hér er greindur, að þeim fylgi nauðsynleg gögn, skv. skilmálum, er settir hafa verið. Nánari upplýsingar um þetta mál verða gefnar i stofnuninni. Reykjavik, 20.12. 1973. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77. SÍMI22453 Óskýranlegar tilviljanir án skynsamlegra skýringa Ég ætla að byrja á ósköp venjulegu tilviki, sem getur verið eins konar samnefnari þess sem greinin fjallar um. Vorið 1972 fór Sunday Times þess á leit við mig, að ég skrifaði um heimsmeistaraeinvigið i skák milli Spasskis og Fischers, sem fram skyldi fara i Reykjavik. Ég hef iðkað skák sem tómstunda- gaman siðan á stúdentsárum minum, en fannst ég þó hvergi nærri nógu góður til að fjalla um heimsmeistaraeinvígi. Auk þess vildi ég gjarnan vita svolitið meira um Island, en þangað hafði ég aðeins komið til að skipta um flugvél einhverntima á striðs- árunum. Nú, ég ákvað að bæta eitthvað úr vanþekkingu minni á hvoru tveggja og dag einn i mai fór ég á Bókasafn Lundúna i St. James Square til að leita að bókum um þessi óliku efni. £g velti þvi fyrir mér augnablik, hvort ég ætti að byrja á skákinpi og taka svo Is- land eða öfugt. Endirinn varð sá, að ég byrjaði á skákinni, þar sem þær bækur voru nær mér i svip- inn. Þetta voru 20-30 bækur og sú fyrsta sem ég las titilinn á, var stærðar skrudda, sem hét ,"Skák á Islandi og islenzkar bókmennt- ir” eftir Willard Fiske. Hún var gefin út 1905 i Flórens. Bókasafnsatvik Tilviljanir af þessu tagi, sem varða bókasöfn, bækur, tilvitnan- ir, leiðbeiningar i bókum, eða ein- stök orð, eru svo algengar, að menn venjast þeim næstum. Hér koma fleiri dæmi: tirdráttur úr bréfi frá skáld- konunni Rebeccu West, ekki dag- settu, en mótteknu 6. desember 1972: Hún fór til Chatham House (stofnun sem fer með alþjóðleg málefni) til að ganga úr s'kugga um ákveðið atvik, sem Fritsche, einn af hinum ákærðu við Nurn- bergréttarhöldin hafði sagt frá: — Ég fietti upp i spjaldskránni undir Niirnberg-réttarhöldunum og uppgötvaði mér til skelfingar. að skýrslur frá þeim eru i þannig formi, að safnfræðingar eiga næstum ómögulegt með að not- færa sér þær. Eftir að hafa leitað i nokkrar klukkustundir, fór ég til eins af bókavörðunum og sagði, að ég gæti alls ekki fundið það sem ég ieitaði að, þar sem það gæti verið i hvaða bindi sem væri og þarna var um margar fullar hillur að ræða. f þvi að ég vandræðast þarna við hann, dró ég einhverra hluta vegna eitt bindið út úr hillunni og fór að blaða i þvi. Það reyndist ekki að- eins vera bindið, sem ég leitaði að, heldur byrjaði ég að lesa ná kvæmlega á þeim stað( þar sem það var, sem ég þurfti að nota. Athyglisvert er, að þar sem kerfisbundin leit klukkustundum saman bar engan árangur, þá skyldi augnabliks hugdetta bera fullan árangur. Sumir eru svo vanir slikum tilviljunum i sam- bandi við bækur, að þeir tala um „bókasafnsengla”. Trúlofunarslit Hér kemur eitt dæmi, sem tek- ið er úr skýrslum RERU, sem er rannsóknarstofnun um trúar- bragðareynslu i Oxford: — Arið 1963 varð dóttir min fyr- ir þvi i annað sinn, að slitnaði upp úr trúlofun hennar. Hvað sem ég reyndi, tókst mér ekki að hugga hana. Ég fór fram i eldhús tii að sækja eitthvað að drekka og ósk- aði þess með sjálfri mér, að ég gæti fundið upp á einhverju til að stöðva grátinn. Venjulega á ég af- ar erfitt með að koma réttu orðunum að hlutunum, þegar mest á reynir. Meðan ég stóð og beið eftir að vatnið syði, var eins og hvislað að mér orðunum : ,,Það er eins vist og sólin sezt, að hún kemur upp aftur” I augnablikinu velti ég þessu ekki fyrir mér, en siðar gerði ég mér grein fyrir orðunum. Ég fór inn með kaffi- boila til dóttur minnar og um leið og ég rétti henni hann, endurtók ég orðin. Hún róaðist og ég fór að sofa. Ári siðar gifti hún sig og brúð- kaupsveizlan var haldin á göml- um herragarði, sem ég hafði tekið á leigu i tilefni dagsins. Þegar taka átti brúðarmyndirnar, urð- um við sammála um, að ekki var nógu bjart á tröppunum svo við gengum út i garðinn, þar sem voru breiðar tröppur upp að öðr- um dyrum. Og yfir dyrunum, þar sem hin hamingjusömu brúðhjón stóðu, voru grafin i steininn orð- in: Það er ejns vist og sólin sezt, að hún kemur upp aftur. Húsblessun Ég ætla að ljúka þessum kafla með frásögn af eigin reynslu og þá voru fjórir aðrir vitni að: 1 júni 1961 fluttum við hjónin i nýtt hús, sem við höfðum reist okkur sem sumarbústað i smá- bænum Alpbach i Týról i Austur- riki. 1 Alpbach eru kaþólskar sið- venjur mjög sterkar og þó að við værum ekki kaþólsk, féllumst við á að prestur staðarins blessaði húsið, til að brjóta ekki i bága við venjur þarna. Morguninn, sem athöfnin átti að fara fram, eyddi ég timanum með þvi að lesa ævisögu Alexanders Fieming eft- ir André Maurois. A einum stað ræðir höfundur um ýsóp Bibliunn- ar, jurt, sem Hebrear notuðu við hreinsunarhátiðir sinar, jurt, sem Hebrear notuðu við hreinsunar- hátiðir sinar og hún inniheldur penicillium. Hann vitnar i 51. sálm, 9. vers: Hreinsa mig af synd með ýsóp, svo ég verði hreinn. Einmitt þegar ég var að lesa þetta, kallaði kona min til min og sagði, að presturinn væri kominn. Ég lagði bókamerki i bókina og fór til þeirra. Þar voru einnig komnir nokkrir nágrannar. Eftir tilheyrandi vinglas framkvæmdi presturinn blessunina. Hann end- aði á þvi að steinka veggina með vigðu vatni og las jafnframt 9. vers 51. sálms: Hreinsa mig af synd með ýsóp, svo ég verði hreinn. Eftir á sýndi ég gestinim hvar bókamerkið var , þar sem ég hafi Svart verður bjart með OSRAM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.