Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. Byggingavöruverzlun SÍS Suðurlandsbraut 32 Texti: Jónas Guðmundsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Ein mesta munaðarvara á ís- landi eru byggingavörur, þær koma næst á eftir fæði og klæðum. I.engi framan af byggðu menn hús sin úr jarðefnum, torfi og grjóti og reftu yfir með rekaviði, og ef undanskildir eru hinir stærri sögualdarbæir, bjó þjóðin lengst af við vond hús. Nútimamaðurinn lætur sér hins vegar ekki duga torf, grjót, og sprek, sem rak á fjörur. Hans munaður og nauðsynjar eru sótt- ar i vöruhús, sem aftur eru birgð upp af fjölmörgum verksmiðjum, sem ná umhverfis þessa jörð. Allt þetta er til, sem þig kann að van- haga um, fáum áratugum eftir allsleysi og úrræðaleysi á sviðum byggingalistarinnar. Byggingavörudeild |SÍS. Ein elzta verzlun, er selur mönnum byggingaefni er Sam- band islenzkra samvinnufélaga, en Sambandið hefur frá fyrstu tið flutt þær vörur inn fyrir kaupfélögin og fyrir samvinnu- menn um allt land. 1 upphafi var þetta tiltölulega einfaldur munaður: timbur og bárujárn, og svo að sjálfsögðu saumur. Þessi efni komu i heilum förmum á hin- ar ýmsu hafnir. Nú á timum rek- ur Sambandið hins vegar fjöl- breytilega og mjög vinsæla byggingavörudeild, sem er innan innflutningsdeildar SIS. Timinn kynnir að þessu sinni byggingavörudeild StS og átti samtal við Markús Stefánsson deildarstjóra, er veitir þessu fyr- irtæki forstöðu. Sagðist Markúsi frá á þessa leið: Markús Stefánsson, deildarstjóri byggingavörudeildar Sambandsins. Markús lauk tveggjá vetra námi f héraðsskólanum á Laugarvatni, en hefur slðan árið 1955 veriö starfsmaður Sambandsins. Markús er kvæntur Huldu Jónsdóttur, og ciga þau fimrn börn. Rætt við Markús Stef- ánsson — Byggingavörudeild SIS er tviskipt. Það er deild 44 og deild 45. Deild 44 sér um öll.viðskipti við útlönd. Pantar allar beinar pantanir fyrir kaupfélögin og Sambandið, semur um öll viðskipti við útlönd, og svo er hins vegar deild 45, sem hefur allan lagerinn hér i Reykjavik fyrir kaupfélögin, og er jafnframt sölu- deild. Þessi deild selur allar vörur, sem hér eru seldar frá birgða- geymslu og hefur smásölu á byggingavörunum i Reykjavik. Við erum sem sé söludeild fyrir byggingavörudeild SIS. Báðar þessar deildir heyra undir innflutningsdeild Sam- bandsins, en þar er Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri. Deiidarstjóri deildar 44 er Haukur Jósefsson. Að baki þessu skipulagi er nokkuð löng þróunarsaga. Fyrir nokkrum árum var þetta ein deild (44), en siðar þótti heppilegra að skipta þessu niður i tvær deildir, eina fyrir innkaup og viðskiptin við útlönd og aðra fyrir sölu á þessari vörutegund, eða vöru- flokki. Gömul viðskiptagrein SÍS Þetta er mjög gömul viðskipta- grein innan Sambandsins, og hefst liklega um sama leyti og Sambandið byrjar innflutning á vörum, enda eru byggingavörur næstar matvörum af þeim nauð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.