Tíminn - 20.01.1974, Síða 16

Tíminn - 20.01.1974, Síða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. llstri Bensíit á 60 km hraöa og á 70 km hraöa eigir þú •toyota wCOROLLA Svo segir FDM, en þaö er félag danskra bifreiðaeigenda. Þetta samsvarar 5,5 og 5,9 lítra eyöslu á hundraöiö. Allt hár þarfnast hárnæringar. tBiminal sem ekki þarf að skola úr hárinu. Notiðterminal Quick — þaö er auðveldast. y Kristján Jóhannesson Heildverzlun Lauganesvegi 114 Reykjavik f/f Simi 3-23-99 MIKID SKAL TIL § SAMVINNUBANKINN Auglýsið í Tímanum Ræðumennska — Fundatækni Námskeið i ræðumennsku, fundarreglum, fundarstjórn og almennum félagsstörfum hefst miðvikudaginn 23. janúar kl. 7. siðdegis i Lindargötuskóla. Þátttaka tilkynnist i sima 2-14-30 milli kl. 1 og 4. Vélsleðaeigendur Óska eftir að kaupa lélegan Yamaha vélsleða, 20 eða 30 hestöfl. Má vera ógangfær. Guðjón Jónsson, simi um Kirkjuból, Norður-ísafjarðarsýslu. Tilraunastöðin á Keldum óskar eftir að ráða meinatækni eða að- stoðarmann með hliðstæða menntun eða reynslu. Nánari upplýsingar gefur for- stöðumaður i sima 17300. Vill hvetja Reykvíkinga til Akureyrarfarar til að sjá sýningu á Hananum Tíminn ræðir við David Scott, skozkan leikstjóra, sem sett hefur upp leikrit fsrir Leikfélag Akureyrar David Scott, leikstjúri, sem kom gagngert frá London til aö setja á sviö llanann háttprúöa. Viö hittum David Scott, leik- stjóra aö máli á heimili Jónasar Arnasonar, aiþingismanns, en þeir voru aö tala um leikrit Jónasar, Jörund, sem ef til vill á að fara aö sýna i Coventry á Kng- landi, eftir þvi sem Jónas upplýsli okkur, cn þar eru cinhverjir inenn, sem eru i vinfengi viö islendinga út af fiski. David Scott, leikstjóri var að koma að norðan, þar sem hann var að enda við að setja Hanann háttprúða, eftir Sean O’Casey á svið. Kvæntur islenzkri konu David Scott er annars leikari i London, ungur og með draumlynd augu og hann er kvæntur isienzkri leikkonu, Jóninu ólafsdóttur, sem ættuð er úr Keflavik, en hún fer með hlutverk i sýningunni fyrir norðan. — Ég er Skoti, segir David Scott ogþegarégvar fimmtán ára fór ég að vinna i banka. Eg vann i nokkur ár i bankanum, en áhuga- málið var leiklist, en ekki vaxta munur, eða bankamál. Loks kom að þvi, að bankastjórinn bað mig að velja milli peninganna og leik- listarinnar og ég valdi það siðar- nefnda og innritaðist i góðan leik- listarskóla i London, sem heitir The Central School of Speech and Drama og var þar i þrjú ár við nám. Meðal nemenda þar var Jónina ólafsdóttir, leikkona, sem nú er konan min. Auk hennar hafa fleiri islenzkir leikararstundað þarna nám.þar á meðal Rúrik Haraldsson og Guðrún Asmundsdóttir. Siðan hefi ég verið leikari og íeik nú aðallega i sjónvarp fyrir BBC og ennfremur sem ég leikrit og núna nýlega sýndi sjónvarpiö leikrit eftir mig. Hefur svipaðar skoðanir á leiklist og þeir fyrir norðan — Hvernig stóö á þvi að þú fórst til Akureyrar að setja upp leikrit? — Eins og áöur sagði, þá er ég giftur islenzkri konu. Ég komst þvi auövitað i kynni við islenzka leikara og leikhúsfólk á tslandi. Þeirra á meðal Arnar Jónsson og Magnús Jónsson og fleiri og það kom i ljós, að þelta fólk hafði svipaðar skoðanir i leiklist og stefnu leikhúsa og ég sjálfur. Ég hafði mikinn áhuga á að leikstýra og ég sendi þeim þetta leikrit, Hanann háttprúða til lestrar. beir gerðu sér litið fyrir og fengu Þorleif Hauksson til að þýða leikinn og er þýðing hans mjög vönduð, að mati dómbærra manna, þvi að það er ekki heiglum hent að þýöa irskt tal- mál. Það varð siðan úr, að ég kom til Islands og setti leikinn á svið hjá þeim fyrir norðan. Þaö tók sjö vikur, en nú verð égþvi miður, að fara, en konan verður áfram fyrir norðan og tekur þátt í sýningunni, Leikararnir smiða allt sjálfir og leika — Hvernig var að vinna með Leikfélagi Akureyrar? — Það er mjög skemmtilegt leikhús og ágætur vinnuhópur, ■semþarna hefur myndazt. Þetta er annars mjög takmarkaður æfingartimi, sem við höfðum og ekki sizt með tilliti til þess, að leikararnir smiða allt sjálfir, aö heita má. Þeir smiða og mála, þvi að annars væri ekki hægt að sýna, þvi það myndi kosta of mikið. En þetta er duglegt á áhugasamt fólk og leikurinn var frumsýndur við ágætar undir- tektir. — Nú sltilst manni, að leik- félagið á Akureyri, sé orðið at- vinnuleikhús? — Já það hefur fastráðið nokkra leikara, svo að nú er hægt að æfa lika á daginn, það er að segja þann hluta hópsins,sem er fastráðinn. Þetta breytir miklu, og þeir hafa gott fólk, sem ekki gefur i neinu eftir fólki i öðrum atvinnuleikhúsum, vandamálin eru einkum fámennið. Ég vildi þvi hvetja Reykvikinga til að skreppa norður og sjá Hanann háttvisa og ganga úr skugga um, aö þeir fari nokkurs á mis.sem heima sitia. — Nokkuð, sem þú villt segja lesendum að lokum? — Já, ég er afskaplega ánægður með þessa Islandsferð og vona að þetta verði ekki seinasta verk- efni mitt hér á landi. JG Leikskáldið Sean O'Casey, sem samdi Hanann háttprúða, Plóg og stjörnur og fleiri leikrit, sem hér hafa verið sýnd.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.