Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 21 J—UJ 1 km 3km Hafisinn séður I bergmálsmæki frá HMS Dreadnougth. Menn eru þvi vananstir aö bergmálsmælar séu notaðir til aö mæla sjávardýpi, en hérnaer mæiirinn iátinnmælabeint upp af kafbátnum. Lfnuritið er tekið á 89 gráðum noröur breiddar og 06 gráöum austur lengdar. Efst til hægri á myndinni er lagnaöaris, sem er nægjanlega þunnur til þess að kafbáturinn geti brotiö sér leiö upp á yfirborö sjávarins. Rætt við Þorbjörn Karlsson prófessor, sem sat alþjóðafund vísindamanna í Leningrad í desember, en fundurinn undirbýr rannsóknarstarfið Stórkostlegar rannsóknir að hefjast ó Norður-íshafinu Norður af tslandi er Noröur-ts- hafiö, dularfull fijótandi áifa. Kaldur blár sjór, meö jakahrögii, siðan isbreiða, sem flýtur á haf- inu. Þetta hafíssvæöi er venjuleg- ast taliö vera um 5 milljón fer- kflómetrar og er umkringt öörum hafsvæöum og löndum. Þekking manna á þessu kalda hafsvæði var ekki stór I sniðum. Mest var hún reist af landkönnuö um, sem fóru glæfraferðir um noröurslóöir, og má nefna menn eins og Sviann Nordenskjöld, sem sigldi frá Skandinavlu, noröan viö Síberiu til Keringssund, milli Sovétrikjanna og Alaska. (1878—79.) Smám saman urðu menn djari'- tækari. Perry og Amundsscn, fóru dirfskufulla leiöangra noröur I höf og áriö 1909, reisti Perry fána á noröurpólnum. Ilinar dirfskufullu feröir land- könnuöanna vöktu heimsathygli, svipaö og geimferöir gera nú, — en þetta cr liöíii saga og auönirn- ar miklu hafa dregizt hægt út úr sviösljósinu — og frá hundasleð- um og traustbyggöum seglskút- um hverfa leiðangursmenn yfir I kafbáta og flugvélar og siöast en ekki sizt hefur úrvinnslan horfiö inn á skrifborð I háskólum og öör- um hljóölátum stofnunum. Visindasamstarf um rannsóknir i N-íshafi Nú hefur hins vegar vaknaö nýr áhugi á Norðurhöfum og stór- veldin tvö, Bandarikin og Rússar hafa undirbúið stórfelldar rann- sóknaáætlanir og það sama hefur alþjóða veðurfræðistofnunin gert og nýlega var haldinn fundur, þar sem þingað var um rannsóknir i Norðurhöfum og um möguleika á samvinnu um þessar rannsóknir. Island átti fulltrúa á þessum fundi, en það var borbjörn Karls- son, prófessor, sem kunnur er af störfum sinum að öldufræði og hann átti þátt i undirbúningi að tveim alþjóðaráðstefnum um haf- Is, sem hér hafa verið haldnar. Var Þorbirni Karlssyni, boðið að sitja þennan fund, sem haldinn var i Leningrad nú fyrir skömmu. Sagðist honum frá á þessa leið: POLEX og AIDJES- áætlanir stórveldanna — Rússar hafa gert og skipu- lagt mjög miklar rannsóknir á hafis I Norðurishafi. Þeir hafa gert sérstaka áætlun, sem þeir nefna POLEX (Pólar experi- ment). begar þeir komu fram með þessa áætlun fyrir tveim eða þremur árum, kom i ljós, að Bandarikjamenn voru með aðra áætlun, sem þeir nefna AIDJEX. Þessi áætlun Bandarikjamanna var næstum þvi eins stór i sniðurn og hjá Rússunum og komu þeir sér strax saman um að reyna að sameina þessar tvær áætlanir um rannsóknir á Norður-Ishafinu, og núna á siðasta ári komst aiþjóða veðurfræðistofnunin lika i spilið en þeir eru með miklar ráðagerð- ir um einskonar nýtt alþjóðlegt veðurathugunarkerfi, sem ná á til allraf' jarðarinnar. Að visu má segja, að þeir séu þegar með al- þjóðlegt kerfi, en þarna var um að ræða samræmdari og þéttari mælingar en fyrir voru, og gerð- ar voru dagsdaglega. Þetta nefna þeir GART-áætlunina og á hún að taka til starfa árið 1975 eða ’76. Alþjóðaveðurfræðistofn- unin verður með Alþj.-veðurfræðistofnunin vildi að POLEX áætlunin yrði felld með einhverjum hætti inn i þeirra áætlun. Þessi alþjóðaveðurfræði- stofnun kallaði saman i desem- bermánuði 1973 nokkra menn til fundar i Leningrad, til þess að reyna að gera áætlun um það hvernig POLEX tilraun gæti fall- ið inn i þeirra tilraunir, eða and- rúmsloftstilraunir og veðurfræði- tilraunir þeirra. Meða! annars Bretar hafa sent kjarnorkuknúna kafbáta undir heimskautaisinn. Myndin sýnir HMS Dreadnougth á noröurpólnum, en kafbáturinn kom þar úr kafi 3. marz 1971. Charles Swithinbank skýröi frá slfkri ferö i erindi á hafisráöstefnunni, sem haldin var I Reykjavfk- áriö 1971, en erindi hans vakti mikla athygli. Bandarikjamenn hafa fariö sams konar feröir og uröu reyndar fyrstir á noröurpólinn i kjarnnrkukaf- báti, en hafa hins vegar ekki birt opinberar upplýsingar um sllkar ferðir og hafa hlotiö nokkurt ámæli fyrir þaö. Kjarnorkukafbátar og aörir kafbátar veröa notaöir I hinum umfangsmiklu rannsóknum á N-lshafinu, sem fjallað er um i viðtalinu viö prófessor Þorbjörn Karlsson. buðu þeir mér að koma á þennan fund, liklega vegna starfa minna að hafismálurn og alþjóðasam- starfi um þau á vegum háskólans og Rannsóknarráðs rikisins og fleiri aðila. Ráðstefnuna i Lenin- Steingrimur Hermannsson alþingismaður undirritaöi sam- vinnusamning um rannsóknir á- tshafinu. grad sóttu 15 fulltrúar frá vest- rænum löndum og allmargir Rússar. Erlendu fulltrúarnir á fundinum voru frá USA, Canada, Noregi, Sviss (alþjóða veður- fræðistofnunin) og Þýzkalandi, auk min, fulltrúa Islands. Þelta voru flest þekktir sér- fræðingar i hafisfræði og veður- fræði. Nokkrir þessara manna hafa komið til Islands og voru á hafisráðstefnunni 1971, svo eitt- hvað sé nefnt. Viku fundur i Leningrad — FRAM-sund Þarna var haldinn viku fundur og gerð skýrsla yfir það, hvað út úr þessum fundi kom, og gerðar áætlanir um athuganir og mæl- ingar i Norðurhöfum, en það sem mér fannst persönulega athyglis- verðast fyrir islenzka hagsmuni, var hvað þeir virtust leggja mikla áherzlu á að kanna isinn og- öll skilyrði i hafinu norður af íslandi og við austurströnd Grænlands, en það er á þessu svæði, sem haf- isinn streymir út úr N-tshafinu, eða milli Grænlands og Sval- barða. Það sem þarna skeður (i ishafinu) er mjög flókið samspil milli sjávar og lofts, og það, hversu mikill is streymir út úr is- hafinu, segir mikið um það hvernig veðrið verður siðar. Segja má þó, að mjög litið sé vit- að um veðurfar á þessum slóðum og hegðun hafiss og hafstrauma. Vegna þessa er lögð sérstök á- herzla á þetta svæði og mun það geta komið i góðar þarfir á tslandi siðar meir — það er að segja, ef einhver ákveðin kenning verður staðfest. Til fróðleiks og gamans má geta þess, að Rússar hafa gefið „sundinu” milli Græn- lands og Svalbarða sérstakt nafn og nefna það FRAM-sund, eftir hinu fræga skipi Nansens. Fram- sund er norður af íslandi. Voru menn almennt mjög ánægðir með þessa nafngift og einnig sammála um nauðsyn þess að leggja sérstaka áherzlu á rannsóknir á þessu svæði. ísland hefur undirritað samning um POLEX-áætlunina — Hver eru viðhorf tslands til POLEX? — A ferð til Rússlands siðast- liöið vor, undirritaði Steingrimur Hermannsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs rikisins sérstakan samning um rannsóknir og POLEX áætl- unina, en Steingrimur er mikill á- hugamaður um þessar rannsókn- ir, sem kunnugt er og alþjóða- samstarfi um hafisrannsóknir yfirleitt. Það kom auðvitað i ljós á þessum fundi, að aðalþjóðirnar i þessum rannsóknum á norðurhöf- um hljóta að verða stóru þjóðirn- ar, Rússar og Bandarikjamenn. Framlag annarra þjóða verður skiljanlega minna. — Hvaða lönd munu taka þátt i rannsóknunum og skipulagi þeirra? Fleiri þjóðir munu bætast i hópinn — Það er auk hinna fyrr- nefndu. Kanada, en Kanadamenn eru mjög virkir i þessu rann- sóknastarfi. Það var enginn Pani á þessum fundi i Leningrad, en vafalaust verða þeir með siðar, Englendingar starfrækja rann- sóknastöð i Englandi, en sambúð Breta og Rússa hefur ekki verið alltof góð, vegna þess að Bretar visuðu hópi Rússa úr landi, vegna njósnamáls. Bretar voru ekki á fundinum, en verða eflaust með siðar, þegar sambúðin batnar. Norðmenn verða með, en liklega ekki Finnar. Þeirra áhugi beinist meira að Eystrasalti, af skiljan- legum ástæðum. — Hvað með Japani? — Japanir eru mjög virkir i þessum rannsóknum og á al- þjóðaráðstefnunni hér, fluttu þeir mjög athyglisverð erindi. Vona ég að þeir taki þátt i þessu sam- starfi lika, þegar þar að kemur. — 1 hverju er þessi rannsókna- áætlun Rússa og Bandarikja- manna einkum fólgin? Mannaðar stöðvar norður af Alaska — Það sem t.d. Bandarikja- menn eru að gera, er að þeir eru með starfandi fjórar eða fimm stöðvar á isnum i N-tshafinu og fylgjast mjög náið með öllum breytingúm, sem verða á isnum og hvernig hann rekur um ishafið. Þarna á vissum svæðum, er talið að ishettan fari i hring á 8—10 ár- um, fyrir norðan Norður- Ameriku og það eru aðrir minni hringstraumar fyrir norðan Siberiu. Þeir eru að kanna þetta, og svo mæla þeir auövitað veður lika og reyna að finna sambandið milli issins og veðurfarsins. Hvaða áhrif hafa til dæmis vindar á isrekið á þessum slóðum o.s.frv. Við vitum auðvitað að isinn rekur bæöi undan vindi og straumum. Vindurinn hefur liklega meiri á- hrif á hafisbreiðu, heldur en ein- staka jaka. — En Rússarnir. Gera þeir það sama? — Já, nema það er miklu við- tækara en hjá Bandarikjamönn- um, sem eru aðeins með tak- markað svæði norður af Alaska. Aætlun Sovétmanna viðtækari Rússarnir ætluðu að vera með allt N-lshafið. Þeir ætluðu að vera með fjölmargar sjálfvirkar stöðvar, sem þeir settu niður á is- inn, til að mæla rek og vinda, hita og úrkomu og auk þess ráðgerðu þeir að vera með nokkrar mann- aðar stöðvar Auk þess verða þeir með rannsóknaskip og baujur á opnu hafi. Norðmenn hafa verið Þorbjörn Karlsson prófessor. Hann sotti fund vísindamanna, sem ræddu um viðtækar rannsóknir á N-lshafinu. með einhverjar baujur lika til rannsókna. — En Island? — Það er óljóst ennþá. Þó mætti hugsa sér að rannsóknir yrðu framkvæmdar á skipum, en mest er þó vert, að geta látið i té þá aðstöðu, sem er hér vegna legu landsins. Það er ráðgert að gera rannsóknir úr lofti i flugvélum og mælingar frá gervitunglum. Nú og út úr þessu öllu á að koma aukin vitneskja, sem hag- nýta má til að gera langtimaspár um veðurfar á norðurslóðum og hafisaspár, t.d. við Island. Það vonum við að minnsta kosti. — Hvernig verður úrvinnslu háttað úr þeim gögnum, sem fást við rannsóknirnar? Verður sett á laggirnar sérstök stofnun til þess? Sérstök stofnun til geymslu gagna? Alþjóða- fundur haldinn á íslandi — Það er ekki afráðið ennþá. Það kom fram hugmynd um sér- staka stofnun til að geyma gögn- in, svo þau væru öll á einum stað, en úrvinnslan yrði siðan i höndum háskólastofnana og annarra vis- indastofnana, sem tækju einstök verkefni að sér. Það eru dærni um svipaðar heimsgagnastofnanir, eins og til dæmis um sjókort. Það kom lika fram, að til þess að unnt væri að ganga endanlega frá þessu rann- sóknasamstarfi, þá yrði að halda annan fund og þá á þessu ári. Það var rætt um það hvar halda ætti þennan fund. Bandarikjamenn buðust til að halda hann i Bouider i Colorado, en þar hafa þeir há- loftathugunarstöð. Gallinn á þvi yrði hins vegar sá, að þá kæmu svo fáir Rússar, þvi að það eru vissir erfiðleikar á þvi. Hins veg- ar var talsverður áhugi á þvi að við gætum haldið þennan fund á tslandi. Þetta liggur vel fyrir. Við erum nálægt ishafinu og mitt á milli austurs og vesturs. — Hvað myndu margir taka þátt i slikum fundi? — Það yrðu svona tuttugu manns. — Ég tók þeirri hugmynd vel að halda fundinn hér á landi og hef komið henni á framfæri, eða rætt hana við Magnús Magnús- son, prófessor, deildarforseta raunvisindadeildar háskólans, sem tók i sama streng. Við getum haldið þennan lund hér á landi. Kafbátar undir isþakið? — Ilvað með skip? Verða not- aðir kjarnorkukafbátar við rann- sóknir undir isnum? — Já. Kanadamenn eru að fá- einn eða tvo litla kafbáta, sem notaðir verða til rannsókna undir isbreiðunni. Ennfremur hafa Bretar til dæmis gert mikið að slikum kafbátarannsóknum undir heimskaulaisinn, já og auðvitað Bandarikjamenn lika. Banda- rikjamenn hafa ekki birt neitt af sinum niðurstöðum. Bandariskir visindamenn eru margir hverjir mjög sárir út i þá, sem ráða þess- um málum þar vestra, að ekki skuli vera leyft að birta þetta opinberlega. A ráðstefnunni, sem haldin var hérna árið 1971, var einmitt hérna Breti, sem sagði frá einni ferð til norðurpólsins og birti myndir. Þeir fóru á ■ kjarnorkukafbáti undir isnum og komu upp á norð- urpólnum. — Hvenær má gera ráð fyrir að rannsóknirnar hefjist af fullum krafti? — Það eru sennilega tvö ár þangað til. — Hvenær myndi einhvers árangurs verða að vænta af þessu rannsóknastarfi? Niðurstöður 1980? — Það er nú ekki gott að segja. Það tekur nokkur ár að vinna úr þessu. Þetta eru mjög dýrar og umfangsmiklar rannsóknir og munu taka talsverðan tima. Það er varla að vænta þess að nokkrar niðurstöður verði birtar af þessu fyrr en árið 1980, eða þar um bil, þótt auövitað geti verið, að eitt og annað verði orðið ljóst áður. — Hvað með fræga landkönn- uði. Er það úr sögunni, að ein- stakir menn afli fjár og fari i leið- angra með gamla laginu, hunda- sleðum og tilheyrandi og afli sér heimsfræðgar? Landkönnuðir og íshafsmenn nútimans. —Jól á Suður-pólnum sex ár i röð. - Þessir gömlu ishafsmenn til- heyra liðinni tið. Það er alveg bú- ið. Nú er búið að vélvæða þetta al- veg og engar upplýsingar fást lengur, nema með samstarfi stofnana og einstakra visinda- manna. Til marks um það, hve þetta er breytt, er að einn, sem þátt tók i íundinum i Leningrad, fór beint þaðan tii Astraliu og sið- an með flugvél á suðurpólinn, þar sem hann dvaldi við rannsóknir yfir jólin. Þessi maður er veður- fræðingurog stjórnar einhverjum rannsóknum þar, sem gera verð- ur um þetta leyti árs, en það er hásumar á suðurpólnum núna, þarna dvelur hann i fjórar vikur, en heldur siðan heim til Banda- rikjanna, þar sem hann starlar. Þessi maður heitir Weller og þetta eru sjöttu jólin, sem hann hefur eytt á suðurpólnum við rannsóknir. Aður var það aðal- keppikeflið að verða fyrstur til að komast á einhverja ákveðna staði, en nú hefur vélvæðingin gjörbreytt aðstæðum og hægt er að setja upp stöðvar, svo að segja hvar sem er — bara ef fjármagn er fyrir hendi. Olian kyndir undir Er eitthvað sérstakt, sem veld- ur þvi, að nú er.mikill áhugi á að kanna nörðurhöf og heimskauta- svæðið? - Það er ekki minnsti vafi á þvi, að eitt af þvi, sem veldur þessum skyndilega áhuga, er orkuvandamálið, eða oliuskortur- inn I heiminum. Ýmislegt bendir til þess, að augu manna beinist nú i noröur, vegna oliunnar, segir Þorbjörn Karlsson, prófessor að lokum. — JG Rússar og Bandaríkjamenn, ásamt fleiri þjóðum, munu hafa samstarf um stórfelldar íshafsrannsóknir á norðurhveli jarðar Það voru Rússar, sem skýrðu sundið eftir hinu / fræga skipi Nansens og hefur nafnið hlotið góðar undirtektir meðal vísindamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.