Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 20. janúar 1974. A. Conan Doyle: Doktor Lana (Dularfulli læknirinn) 4 Eruö þér tilbúin að sverja aö skriftin sé ófölsuö?” Ungfrú Morton: „Já.” Verjandi: „Herra dómari. Ég er fús til að kalla á sex vitni, sem geta staöfest, að þetta bréf sé með rithönd dr. Lana ófalsaðri.” Dómarinn: ,,Þau vitni verðið þér að leiða fram á morgun.” Parlock Carr, sækjandi máls- ins: „Til bráðabirgða krefjumst við þess, herra dómari, að fá i hendur þetta sendibréf, svo unnt sé að fá vitni um, hvort það sé stæling á rithönd mannsins, sem viö vitum að ekki er á lifi. Ég þarf ekki að benda á, að þessi fregn, sem öllum kom á óvart getur ver- iö einfalt kænskubragð, sem vinir ákærða hafa fundið upp til að villa um fyrir réttvisinni. Ég vil benda á þá staðreynd, aö hin unga dama hefur samkvæmt eigin frásögn, haft þetta bréf handa i millum, bæði viö likskoðunina og lög- reglurannsóknina. Hún vill láta okkur trúa þvi, að hún hafði lát- ið bæði þau atvik hafa sinn gang, afskiptalaust, þó hún heföi vitnis- burð I hendi sér, sem stöðvað mundi hafa slfkar aðgerðir.” Verjandi: „Getiö þér úrskýrt þetta ósamræmi, ungfrú Morton?” Ungfrú Morton: „Þaö var ósk dr. Lana, að leyndarmál hans væri ekki gert heyrum kunnugt.” Parlock Carr: „Hvers vegna hafiö þér þá gert það opinbert?” Ungfrú Morton: „Til að frelsa bróöur minn.” Ánægjusuða fór um dómssal- inn, en dómarinn heimtaði jafn- skjótt kyrrð og þögn. Dómari: „Nú er röðin komin að yður, hr. Humphrey, aö bregða birtu yfir hver þessi maður er, sem margir af vinum og sjúkling- um dr. Lana þykjast fullvissir um að sé læknirinn sjálfur. Einn meðdómendanna: „Hefur nokkur maður látið i ljós efa um að svo væri?” Parcock Carr: „Ekki svo aö ég viti til.” Verjandi: „Við vonumst eftir að geta upplýst máliö.” Dómarinn: „Réttarhöldunum i máli þessu er þvi frestað til morguns.” Þessar nýju horfur i mál- rekstrinum vöktu æsta eftir- væntingu meðal áheyrenda og allrar alþýðu manna. Blöðin gátu ekkert ákveðið sagt um málið, þar sem það var ennþá óupplýst með öllu. Spurningin, sem mest var rædd var um það, hvort frá- sögn ungfrú Morton gæti verið rétt, eða hvort hér væri um að ræða dirfskufullt bragð hennar til að frelsa bróður sinn. Nú var öll afstaðan oröin slik, að hinn týndi læknir, — væri hann annars á lifi —, hlaut nú að gerast ábyrgur fyrir dauða hins ókunna manns, sem liktist honum svo mjög og fundinn var i stofu hans. Bréfið, sem ungfrú Morton neit- aði að leggja fram, haföi kannski að geyma játningu hans. Væri því þannig háttað, átti hún aðeins um þá hörmulegu kosti að velja, að frelsa bróður sinn með þvi að fórna unnusta sinum, er áður hafði verið. Næsta dag var réttarsalurinn troðfullur, og eftirvæntingarsuða heyröist meðal mannfjöldans, er Humphrey gekk i salinn og talaði hljótt við sækjanda. Var sýnilegt að verjandi var æstur i skapi og átti erfitt með að stilla sig. Nokk- úr orö i flýti fóru á milli þeirra, og svipur Parlocks Carr bar vott um mikla undrun. Verjandi sneri sér að dómaranum og lýsti þvi yfir, að sækjandi samþykkti, að hin unga dama, er áður haföi borið vitni, mundi ekki verða kölluð til vitnis aftur. Dómarinn: „Þaö viröist svo hr. Humphrey, aö þér hafið skilizt við þetta mál á mjög ófullnægjandi hátt.” Verjandi: „Vera má, aö næsta vitni geti nokkuð bætt um þaö.” Dómarinn: „Kallið þá á þetta vitni yðar.” Verjandi: „Ég kalla þá á doktor Lana sem vitni.” Hinn dugmikli verjandi hafði vist mörg snjallyrði sagt um sina daga, en þó hafði hann aldrei vak- ið aðra eins undrun og með þess- um orðum. Mannfjöldinn varð blátt áfram lamaður af undrun, þegar maðurinn, sem allir hugðu dauðan, kom nú i ljós bráðlifandi inni i vitnastúkunni. Þeir, sem höfðu þekkt hann áður, sáu að hann var fölur og tekinn, og djúp- ar hrukkur sáust á andliti hans. En þrátt fyrir það, hve illa hann leit út, var engan sektarsvip á honum aö sjá, hann bauð góðan þokka nú eins og áöur. Um leið og dr. Lana hneigði sig fyrir dómaranum, spurði hann, hvort sér leyföist aö taka til máls. Slfkt leyfi var auðfengið ásamt venjulegri ábendingu um að allt sem hann segði mætti nota gegn honum eöa málstað hans. „Ég óska ekki eftir aö dylja neitt, heldur mun ég skýra full- komlega rétt frá þvi er gerðist nóttina fyrir hinn 21. júni. Hefði ég vitað að grunur félli á saklaus- an mann og tiltæki mitt yrði svo átakanleg harmsök þeim, er ég ann mest á jörðu hér, mundi ég fyrr hafa gefið mig fram. En at- vik ollu þvi, aö ég vissi þetta ekki fyrr, hvernig ástatt var. Ég hafði óskað þess, að óhamingjusamur maður mætti hverfa þeim, er hann höfðu þekkt áður, en ég hafði ekki séð fyrir, að aðrir mundu þurfa að liða fyrir það. Leyfið mér þvi að bæta fyrir þessa vanhyggju mina svo sem mér er unnt.. Hver sá er þekkir sögu argen- tinska lýðveldisins, þekkir lika ætt með nafninu Lana. Faðir minn var af göfugum, spænskum ættum, og haföi verið i flestum tignarstöðum þar i landi. Hann mundi hafa orðiö forseti ef hann hefði ekki beðið bana i uppreisn- inni við San Juan. Það sýndist, að lifið brosti við mér og tvibura- bróður minum, Ernst, en algert eignahrun varð orsök þess, að við neyddumst til að vinna sjálfir fyr- ir okkar daglegu þörfum. Ég bið yður aö afsaka, herra dómari, ef yður finnst þessi æviatriöi óvið- komandi málefni þvi, er hér ligg- ur fyrir, en þau eru nauðsynlegur undirbúningur þess, sem á eftir fer. Eins og ég sagði áður átti ég tviburabróður, Ernst að nafni. Við vorum svo likir, að varla mátti greina nokkurn mun okkar jafnvel þótt við værum saman. Allt útlit okkar var nákvæmlega hið sama. Þegar við urðum eldri, var likingin ekki jafn nákvæm, þvi svipbrigðin voru ekki hin sömu. En væri andlitssvipur okk- ar i kyrrð og rósemi, þá var munurinn vart sjáanlegur. Það sæmir ekki að tala með litilsvirðingu um látinn mann, sem að auki var bróðir minn. Það verða þeir aö gera, sem þekktu hann bezt, ef þeim sýnist svo. Ég segi aðeins, vegna þess, að ég verð aö segja það, að frá fyrstu barnæsku stóð mér hreint og beint ógn af honum. Til þess hafði ég lika gildar ástæður að hafa ýmigust á honum, þvi að mann- orð mitt var oftlega svivirt hans vegna. Þar sem viö vorum svo likir varð ég oft að gjalda fyrir margvislegt athæfi hans. Loks heppnaðist honum að koma sökinni á mig fyrir óvenju lúalega sök, er hann var sjálfur valdur að. Ég var tilneyddur að yfirgefa Argentinu og leita mér atvinnu i Evrópu. Ég hafði nóg fé til að geta lokið við læknisnám i Glasgow og hóf siðan læknisstörf i Bishops Crossing i öruggri von um að vera alveg laus við bróður minn. I nokkur ár reyndist þetta svo, en loks varð hann þess visari, hvar ég var niður kominn. Maður einn frá Liverpool, sem var á ferð i Argentinu, kom honum á slóð mina. Ernst hafði nú sóað öllum fjármunum sinum, og áleit nú, að rétt væri að krefja mig um fjár- styrk. Þar sem honum var kunn- ugt um viðbjóð þann, er ég hafði á honum, bjóst hann við, og það með réttu, að ég mundi verða glaður við að geta keypt hann þannig af höndum mér. Ég fékk bréf frá bróður minum þess efnis, að hann mundi koma. Það boðaði örlagarikt timamót i lifi minu, og koma hans mundi valda einni persónu, sem mér var mest annt um, sorg og kannski óhamingju á einhvern hátt. Ég gerði þvi ráðstafanir til þess, að hvað illt, sem i vændum væri, kæmi niður á mér einum. Þetta var ástæðan fyrir þeirri breytni minni, sem ýmsir dæmdu mig harölega fyrir. (Hér leit dr. Lana til fangans.) Einasta ástæðan til þessarar breytni var að vernda þá, sem ég unni, frá allri snert- ingu við bróður minn, og frá þeim hneykslum, sem ég óttaðist að leiða mundi af komu hans. Bróðir minn kom sjálfur kvöld eitt. skömmu eftir að ég hafði / Það er of löng leið fyrir einn m ann 1—* Sjáöu þetta, Luck^. Sprengjan Ég skai ri fl.júga' fyrir þig i keppninniy mann, Geiri. Ég læt skrá mig á morgun dugði ekki á flaugina. ■ Hvell-Geiri ætlar að - - . fljúga henni,- Þú hefur misst mikið' blóö, Hammer. Betra . að hvila sig vel.^^- m WWlWilB Sunnudagur 20. janúar 8.00 Morgunandakl. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög B'anda- riskir listamenn flytja atriði úr söngleiknum „Sögu úr vesturbænum” eftir Leon- ard Bernstein. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) 11.00 Messa I Dómkirkjunni. Prestur: Séra Óskar J. Þor- láksson. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Hugleiðingar um Hindú- isma. Séra Rögnvaldur Finnbogason flytur þriðja erindi sitt Atavarar og al- þýðutrú. 14.00 Gestkoma úr strjálbýl- inu.Jónas Jónasson fagnar gestum frá Búðardal. 14.50 Miðdegistónleikar: 16.15 Kristallar — popp frá ýmsum hliðum. Umsjónar- menn: Sigurður Sighvats- son og Magnús Þ. Þórðar- son. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 útvarpssaga barnanna: „Biesi” cftir Þorstein Matthíasson. Höfundur les (6). 17.30' Sunnudagslögin. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. I.eikhúsið og við.Helga Hjörvar og Hilde Helgason sjá um þáttinn. 19.35 „Sjaldan lætur sá betur, sem cftir hermir”.Umsjón- armaður: Jón B. Gunn- laugsson. 19.50 Sónata í F-dúr op. 99 eft- ir Brahms.Milos Miejnik og Viasta Dolezal-Rus leika á selló og pianó. Frá júgóslavneska útvarpinu, 20.15 „Upp með lifið — enga vitleysu” Vilborg Dag- bjartsdóttir les stuttar sög- ur eftir Margréti Friðjóns- dóttur. 20.45 Frá leiksviði. a. Hermann Prey syngur óperuariur eftir Leoncavallo Bizet og Verdi. b. Útvarps- hljómsveitin i Berlin leikur danssýningarlög úr „Faust” eftir Gounod, Ferenc Fricsay stj. 21.15 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum. 21.45 Um átrúnað. Anna Sig- urðardóttir talar um Heim- dall og töluna niu i Eddun- um. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 21. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. landsm. bl ), 9.00 og 10.00. Morgunleik- fimikl. 7.20: Valdimar örn- ólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianó- leikari (alla virka daga vik- unnar). Morgunbæn kl. 7.55: Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon les framhald sögunnar „Villtur vegar” eftir Odd- mund Ljone i þýðingu Þor- láks Jónssonar (14). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 8.30. Létt lög á milli liða. Búnaðar- þáttur kl. 10.25: Tilrauna- menn og ráðunautar tala um fóður og fóðrun i vetur. Morgunpopp kl. 10.40: Cat Stevens syngur. Tónlistar- saga kl. 11.00: Atli Heimir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.