Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur 20. janúar 1974.
TÍMINN
39
Þankar um
sláturgripa-
flutninga að
Selfossi
lliiii
■
BfTTTn
FUF í Kópavogi
Félagsfundur FUF i Kópavogi verður haldinn i
Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 24..
janúar kl. 20:30. Dagskrá: 1. Kosning i
kjörnefnd 2. Tilnefning 7 ungra manna til
kjörnefndar Framsóknarfélaganna i Kópa-
vogi. 3. önnur mál. Stjórnin.
Austur-Skaftfellingar
Arshátiö Framsóknarfélaganna i Austur-Skaftafellssýslu verður
haldin að Hótel Höfn laugardaginn 26. jan. og hefst kl. 20.30.
Nánar auglýst siðar.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Aðalfundur félagsins verður aö Hallveigarstöðum fimmtudaginn
24. janúar næst komandi kl. 20:30. Fundarefni: Venjuieg aðal-
fundarstörf. önnur mál. Fjölmennið.
V^Stjór
Framsóknarvist
Akveðið hefur verið, að okkar vinsælu spiiakvöld hefjist með
þriggja kvölda keppni. Mjög góð heildar verölaun og einnig
aukavinningar. Spilaö veröur I Súlnasal Hótel Sögu 21. febrúar,
21. marzog 4. apriljiánarauglýstsiöar. Vistarnefnd FR.
Félagsmólanómskeið
ó Akureyri 21.
til 26. janúar
Félag ungra framsóknarmanna á Akureyri efnir tii féiagsmála-
námskeiðs i Félagsheimilinu að Hafnarstræti 90 21. til 26. janúar
Haldnir verða sex fundir, er hefjast kl. 21, en kl. 14 á laugardag.
A pessu námskeiði verða tekin fyrir fundarsköp og fundarreglur
ræðumennska, framburður og notkun hljömburðartækja. Leið-
beinandi verður Kristinn Snæiand erindreki. Nánari upplýsingar
gefur Ingvar Baldursson simi 21196 á kvöldin og skrifstofa
Framsóknarflokksins Akureyri, stmi 21180. Allir velkomnir.
Keflvíkingar
Aðalfundur fuiltrúaráðs framsóknarfélaganna og húsfélagsins
Austurgötu 26, verður haldinn niánudaginn 21. janúar n k kl
20.30 i Framsóknarhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál. Stjórnin.
Þankar um sláturgripa-
flutninga að Selfossi
Haustið 1972 komst sá háttur á,
að farið var að flytja sláturgripi
úr Mýrdal út að Selfossi og slátra
þeim þar i sláturhúsi Sláturfélags
Suðurlands. Þetta ástand hélzt
fram yfir sauðfjárslátrun haustið
'73, að þvi undanteknu að i slátur
húsi Sláturfélagsins i Vik var
nautgripum slátrað i nokkra daga
fyrir þrýsting frá bændum, sem
ráðamönnum félagsins þótt ekki
stætt á að standa algjörlega á
móti, áöur en sauðfjárslátrun
hófst.
Aöur en þetta ástand skapaðist
hafði sá háttur verið á hafður i
báðum sláturhúsunum i Vik að
slátra þar vanmetagripum og
ungkálfum eftir þvi sem bændur
vildu losna við slika gripi. Var
það jafnan haft svo áð safna
saman nokkrum gripum. Gerði
það slátrun fjárhagsléga hag-
kvæmari. Ungkálfum var safnað
saman 2 til 4 i mánuði. Þessa
þjónustu sláturhúsanna voru
bændur yfirleitt mjög ánægðir
með.
Astæðan fyrir þvi, að þessi
starfsemi lagðist niður i Vik,
er af mörgum talin sú, að fyrir
ýmsar miður góðar ástæður varð
V.V.S. að leggja niður slátrum i
sinu húsi. Hafi þá ráðamenn S.S.
séð sér leik á borði að ná naut-
gripaslátrun úr Mýrdal i hús sitt á
Selfossi, þar sem nautgripum er
slátrað allt árið, þar sem tæpast
var i annað hús að venda fyrir
bændur, þar eð S.S. lokaði
sláturhúsi sinu i Vik strax að
lokinni haustslátrun. En keppi-
nautur þeirra V.V.S. dæmt úr
leik vegna fjárhagserfiðleika.
Nú mun einhverjum verða að
spyrja, hvort þetta umrædda
fyrirkomulag sé ekki harla gott,
bæði fyrir menn og skepnur. Skal
það nú tekið til nokkurrar yfir-
vegunar og umræðu.
Siðan niðurskurður á sauðfé
vegna mæðiveiki fór fram haustið
1952 hefur Mýrdalurinn verið eitt
af þeim álltof fáu svæöum Iands-
ins, sem enginn grunur hefur
legiö á, að smitandi búfjársjúk-
dómar gætu leynzt. Varnar-
girðingum hefur verið haldið við
beggja vegna Mýrdalsins, að
vestan við Jökulsá á Sólheima-
sandi, en austan frá jökli að hafi á
sandinum austan Hafurseyjar.
Af hálfu þeirra, er forystu hafa
um búfjárveikivarnir hefur það
helzt verið að heyra, að þeir litu á
Mýrdalinn að þvi leyti sem ginn-
heilagan stað, sem sjálfsagt sé að
forðast, að nokkuð óhreint megi
nærri koma. Meira að segja er nú
orðið svo komið, að búið er að
banna að tæknifrjóvga sauðfé i
Mýrdal og austan Mýrdalssands
með sæði fluttú frá Laugardal i
Flóa.
Hvernig kemur það saman að
leggja svo mikið kapp á að
vernda heilbrigði búfjár i Mýrdal
og það, sem hefur verið að gerast
nú á annað ár?
Þegar farið var að flytja slátur-
gripi að Selfossi var notaður til
þeirra flutninga bill sem sagt er
aðS.S. eigi og staðsettur er á Sel-
fossi. Bill þessi er notaður til að
aka á sláturgripum af öllu Suður-
landi milli Hellisheiðar og
Mýrdalssands.
Nú er það á allra vitorði að
sums staðar á þessu svæði er
garnaveiki orðin svo að segja
landlæg þó hún haldist i skefjum
með sifelldum bólusetningum.
Þar sem garnaveiki hefur verið
talin mjög smitandi og jafnvel
talið liklegt að stundum hafi hún
borizt bæja á milli á fótum
manna, hljóta allir að sjá hve
opin leið er að veikin geti borizt
milli staða með umræddum bil.
Er það álit flestra bænda hér i
Mýrdal að allógætilega hafi verið
farið gagnvart búfjárveiki-
vörnum sveitarinnar, að sækja
þangað gripi á sama bil og flutt
er á af garnaveikisvæðum, og það
jafnóhreinum eins og hann hefur
stundum verið, þegar hann hefur
komið eftir gripum. T.d. . er
hleri, sem notaður er til að reka
eða teyma gripi á bilinn, en rennt
undir bilpallinn i akstri oft meira
og minna ataður mykju. Þá eru
pallar bilsins og milligerðir ekki
ávallt alltof þrifalegir.
Þegar gripir eru teknir á bilinn
er það eölilegast að bændur eða
aðrir heimamenn aðstoði bil-
stjórann og hjálparmenn hans að
koma gripum á bilinn og ganga
þá venjulega eftir hlera þeim, er
áður getur, og allt á pall bilsins.
Hafi nú garnaveikisjúkir gripir
verið fluttir á bilnum degi áður,
eða gripir, sem náð hafi að bera
saur sjúkra dýra i bilinn, sýnist
okkur bændum að ekki sé um
annað en timaspursmál að ræða
hvenær óhöpp geti af hlotizt.
Þetta er ekki sizt alvarlegt þar
sem hættan steðjar ekki einasta
að Mýrdalnum heldur er alls ekki
hægt að segja um hvert tjón gæti
af hlotizt .
Undanfarin ár hefur verið tölu-
vert um það, að nautgripir hafi
verið seldir úr Mýrdal i sveitir
austan Mýrdalssands og verður
svo trúlega enn um sinn, ef ekki
kemur til hindrun á þvi, og öllum
er Ijóst, að vel getur svo farið, að
við tilkomu hringvegar skapist
búfjárflutn. eða annar sam-
gangur búfjár milli Austur- og
Vestur-Skaftafellssýslu.
Sjá þvi allir, er sjá vilja, hversu
djarft er teflt, með sláturgripa-
flutningum úr Mýrdal að Selfossi.
Þá er og önnur litt fögur hlið á
þessu máli, sem marga hefur
undrað, að Dýraverndarfélög
skuli hafa látið orðalaustivið erum
allmargir, sem teljum það stappa
nærri misþyrmingum) flytja
gamlar og stundum beinaveikar
kýr ásamt nýfædd'um kálíum
til slátrunar jafnlanga leiö eftir
meira og minna slæmum og
holóttum vegum. Er þó langt frá
að hallað sér á þá menn, sem með
bilinn eru, þvi að þeir gera sitt
bezta.
Nú hefur endurtekið sig sama
sagan og haustið 1972. Þegar
haustslátrun var lokið hefur
sláturhús Sláturfélags Suður-
lands i Vik verið lokað, en fram
að þessu hefur verið tekið á móti
gripum oftast 2svar i mánuði i
húsi „Sláturhússins Vik h.f.” og
hefur það verið vel séð af
bændum. Nú er blika framundan
með að slikt geti haldizt eftir ára-
mótin. Bæði sláturhúsin i Vik
hafa undanfarin ár verið á svo-
nefndum undanþágu-leyfum, og
munu slik sláturleyfi renna út við
hver áramót og einhver tregða er
talin á að skjótt sé hægt að bregða
viö að íramlengja þau. Það er
hlutur, sem við bændur getum
ekki skilið, að nokkur fyrirstaða
geti verið á þvi að afgreiða slik
leyfi, að slátra nokkrum tugum
ungkálfa og einstaka vanmeta-
grip yfir vetrarmánuðina i
húsum, sem búið var að leyfa
sauðfjárslátrun i að haustinu. Þvi
er það krafa flestra hugsandi
bænda, að ráðamenn „Slátur-
hússins Vik h.f.” geri viðeigandi
ráðstafanir að fá leyfi til
slátrunar nautgripa i vetur og
taki sliðan á móti gripum a.m.k.i
tvisvar i mánuði. Þvi varla trúum
við á þá, er með slikar leyfisveit-
ingar hafa að gera, að þeir vilji
stuðla að þvi, að slikt sýkingar-
hættuástand haldist, sem rikt hef-
ur að undanförnu með gripa-
flutningum úr Mýrdal i sláturhús-
ið á Selfossi.
Við litum flestir svo á, að það
eigi að vera þyngra á metunum
að afstýra þeirri hættu, en ein-
hverjir vankantar á fullkomleika
sláturhúsanna i Vik.
15. des. 1973
Einar H. Einarsson
0 Róðstefna
viðleitni stjórnenda til að gera
hlutverki sinu betri skil, og um-
fram allt, i hverju stjórnunar-
tækni i atvinnurekstrinum væri á-
bótavant. Sagði Sveinn, að komin
væri upp þörf á að rannnsaka
þessi mál og veita einstaklingi,
sem hefði reynslu i rekstri fyrir-
tækja, styrk til slikra rannsókna.
Að lokum sagði Jón Sigurðsson,
að Stjórnunarfélag tslands ráð-
gerði að halda ráðstefnu i april að
Munaðarnesi i Borgarfirði og
fjallaði hún um ..áhrif opinberra
aðgerða á atvinnulifið". Ætlunin
er. að timinn fram að ráðstefn-
unni verði notaður til undirbún-
ings. Verða haldnir fimm undir-
búningsfundir, og koma á fundina
sérfróðir menn og flytja erindi
um helztu opinberu hagstjórnar-
tækin, við hvaða skilyrði þau séu
notuð og hvaða áhrif beiting
þeirra hafi. Sagði Jón, að 30
manns hefðu þegar tilkynnt þátt-
töku en á fundinum væri rúm fyr-
ir 60 manns. kr
0 Tilvil janir
varðveittu leyndarmál striðsins.
Lykilorðaðgerðarinnar i heild var
Overlord, lykilorð aðgerða flot-
ans Neptun og standsvæðin tvö i
Normandi hétu Utah og Omaha
og gervihafnir þær, sem koma
átti upp þar utan við, gengu undir
nafninu Mulberry.
Þann 3. mai kom fyrsta lykil-
orðið fyrir i lausn krossgátu Daily
Telegraph. Það var UTAH. 23.
maí kom OMAHA. 31. mai kom
Mulberry og þau siðustu og
mikilvægustu NEPTINE og
OVERLORD komu bæði fyrir 2.
júni, fjórum dögum fyrir D-dag.
Brezka gagnnjósnadeildin var
sett til að athuga þetta mál.
Kennari einn i Surrey bjó til
krossgáturnar og hafði gert
siðustu tuttugu árin. Hann hafði
ekki minnstu hugmynd um að
þessi orð væri hernaðarlega
mikilvæg og gat enga skýringu
gefið á hvers vegna hann hefði
valið lið einmitt þau.
ÞýttSB
© Karl
hans, heldur einnig einbeitingar-
hæfileika hans, úthald, vand-
virkni, — og sjálfsmeðaumkun.
Siðast talda atriðið sýndi, að hann
var mjög óöruggur.
Nokkrum dögum siðar var
hann aftur kallaður inn til sál-
fræðingsins, og i þetta skipti átti
að reyna að grafast fyrir um,
hvað hafði breytt honum svona
mikið á hálfu öðru ári. Þessar
prófraunir höfðuðu aðallega til
hugmyndaflugsins. Hann átti að
segja frá þvi, hvað eða hver hon-
um dytti i hug, þegar hann virti
fyrir sér mismundandi myndfieti
(Rorschach-tilraunin), og hann
átti að búa til sögur um myndir,
sem sálfræðingurinn sýndi hon-
um.
Smám saman fór myndin af
hinni raunverulegu orsök að
skólaþreytu Karls að skýrast.
Hún var i mjög sterku samhengi
við foreldra hans. Faðir hans var
verkfræðingur, og bæði hann og
móðir hans höfðu bundið miklar
vonir við Karl og hans framtið.
Hann átti að ljúka stúdentsprófi
og halda svo áfram námi i
háskóla. Hann átti að byrja eins
vel og mögulegt var, og þess
vegna nægði þeim ekki, að ein-
kunnir hans væru meðalgóðar,
sem samsvaraði þó hans greind-
arvisitölu. Sérstaklega vildi móö-
irin að hann yrði efstur i bekkn-
um, og þess vegna var honum
haldið meira að heimanáminu en
eðlilegt getur talizt. Hann var
sérstaklega lélegur i reikningi, og
þess vegna höfðu foreldrarnir upp
á eigin spýtur fengið stúdent til að
koma og hjálpa honum tvisvar i
viku.
Þrýstingurinn af foreldranna
hálfu hafði ekki verið svo mikill
fyrstu árin, þvi þau héldu að hann
myndi taka sig á með timanum.
En Karl gat ekki komiz.t hjá þvi
að heyra athugasemdir eins og
þessar: Þetta eru mjög góðar ein-
kunnir drengur minn — og næsta
ár verða þær ennþá betri. — Er
það ekki?
Hann varð aldrei var við inni-
lega gleði foreldranna vegna
frammistöðu hans, þótt hann
reyndi að gera sitt bezta. Þess i
stað fékk hann aukahjálp.
Afleiðingarnar urðu þær, aö
hann missti algjörlega áhugann á
skólanáminu. Hann gat hvort eð
var ekki leyst það á fullnægjandi
hátt, hvernig sem hann reyndi.
Skólasálfræðingurinn var i
raun mjög lengi að gera foreldr-
um Karls, skiljanlegt, hvernig
greind hans var raunverulega
háttað. Það var fyrst eftir að
læknirinn nefndi, aö þetta atriði
gæti verið bein orsök skóla-
þreytunnar, að það rann upp fyrir
þeim ljós. Foreldrarnir voru i
fyrstu mjög slegnir, þvi það var
sannfæring þeirra að þau væru aö
gera það bezta fyrir drenginn. En
þau sáu lljótlega, að þau höfðu
farið algjörlega rangt að. Þau
höfðu ætlazt til að Karl fram-
kvæmdi hluti, sem þau höfðu ekki
verið fær um að gera sjálf.
Nú fór allt að ganga betur. For-
eldrarnir litu einkunnabókina
ekki eins gagnrýnum augum og
hættu að neyða Karl til að læra
seint og snemma. A móti kom, að
þau upplifðu það eftir skamma
hrfð, að Karl kom til þeirra og bað
þau af eigin hvötum að hjálpa sér
með heimaverkefnin. Hann byrj-
aði smám saman, að visu hægt i
fyrstunni, aö fylgjast með i skól-
anum. Um vorið náði hann prófi
og gat haldið áfram i öðrum bekk
gagnfræðaskólans. Foreldrar
hans voru mjög ánægðir, þótt ein-
kunnir hans væru með þeim
lægstu i bekknum. Þegar hann
svo tók gagnfræðapróf siðast liðið
vor, var hann með þeim hæstu,
þrátt fyrir slæma stærðfræðiein-
kunn.
I Danmörku eru 122 skrifstofur
skólasállræðinga, og mikilvægi
þeirra eykst stöðugt, vegna auk-
ins fjölda skólaþreyttra barna,
sem er aftur afleiðing af lengingu
skólaskyldunnar.
Sálfræðingarnir sjá fyrir aukið
vinnuálag á nemendur og taka
þvi með þökkum stuðningi af for-
eldranna hálfu. Og þá fyrst og
fremst að foreldrarnir snúi sér til
þeirra, þegar þeir verða varir við
að börnin eiga við erfiðleika að
striða á eirin eða annan hátt. Það
á þó aðeins að gerast, eftir að þeir
hafa haft samráð viö bekkjar-
kennarann.
Uað mikilvægasta er að ná
sambandi við börnin sem fyrst.
Uvi lengra sem liður, þvi minni
möguleikar eru á að árangur ná-
ist við meðferð.
<Þýtt kr-)
Sem nýr
Plymouth
Duster
Argerö 1972 til sýnis og sölu á
mánudag hjá Stillingu h.f.,
Skeifunni 11.
Ekinn 7500 milur.