Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 37 SEVAN MUN LIFA Stöðuvatnið Sevan er gimsteinn Armeníu. Rithöfundurinn Maxim Gorki líkti þvi einu sinni við hluta af himninum, sem hefði fallið til jarðar. Sevan er fjallavatn i tvö þúsund metra hæð. Síðan i lok fjórða áratugsins hefur vatni úr Sevan verið veitt á akra, og notað i iðnaði. Gengið hefur á þær birgðir, sem safnazt höfðu saman um þúsundir ár. Yfirborð vatnsins lækkaði. Rétt eftir 1960 hófust visindamenn og verkfræðingar handa um að bjarga Sevan. örlög stöðuvatnsins voru mönnum áhyggjuefni i Moskvu. Siberíu og Mið-Asiu, á sama hátt og Ameniumönnum er ekki sama um framtið Bækal-vatns og Kaspiahafs, Volgu og Amú- Darja, Lénu og Néman. Og lausnin var fundin. Ákveðið var að breyta farvegi árinnar Arpa i nágrannalýðveldinu Azer- bædsjan, þannig að hún rynni i Sevan. Fyrir tuttugu og fimm þúsund árum breýttist hásléttan fyrir til- verknað jarðskjálfta og eldgosa i fjallgarð með djúpum dölum. Storknað hraun umkringdi einn þessara dala og smátt og smátt fylltist hann af vatni. Þannig myndaðist þetta vatn, og er yfirborð þess næstum 1500 ferkilómetrar. 1 Sevan eru 58 milljarðar rúmmetra af kristals- tæru vatni. Lengd stöðuvatnsins er 75 km, og breiddin er 40 km. Vlsindamenn telja, að vatnið hlýði lögmálum hafsins. Þrátt fyrir mikil frost, sem fara allt niður i 40 stig á Celsius, leggur vatnið sjaldan vegna hitamagns og öldugangs, sem verður mikill á veturna. Sevan hefur valdið visinda- mönnum miklum heilabrotum. Á hverju ári rann meira en milljarður rúmmetra af vatni i Sevan, en eina áin, sem rennur úr þvi, Rasdan, flútti aðeins 60 mill- jón rúmmetra. Hvert fór af- gangurinn? Að lokum uppgötvuðu jarðfræðingar annan farveg Ras- dan, og var sá neðanjarðar, en leiö hans er enn óþekkt. Og undir Ararat-dalnum uppgötvaðist nýtt Sevan — geysistórt neðanjarðar- stöðuvatn, sem inniheldur 30-40 milljarða rúmmetra af vatni. Ef til vill rennur leynifarvegur Ras- dan þangað. Þessar uppgötvanir voru gerð- ar á sama tima og æ fleiri raddir urðu uppi um óhjákvæmilega eyðiieggingu fjallavatnsins. Vatn úr Sevan rann eftir farvegi Ras- dan, um 100 km leið niður i Ara- rat-dalinn, og þetta vatn var not- að i 6 raforkuver og til áveitu á skræiþurra akra. Vatnið úr Sevan veitti lif 70.000 hektörum af nýj- um vinökrum og görðum. En þetta var of mikið álag á Se- van. Yfirborðið lækkaði. Litil klettaeyja með klaustri frá ni- undu öld breyttist i skaga. Forn- leifafræðingar fundu þar heilar byggðir með búsáhöldum, reið- tygjum og vögnum, auk auðugra grafhýsa frá bronsöld. Eftir þvi sem minnkaði i vatn- inu, komu alvarlegar afleiðingar betur i Ijós: eðlilegt atferli dýra- og jurtalifs raskaðist. Stöðuvatn- inu til hjálpar komu ekki aðeins visindamenn, heldur einnig orku- fræðingar, áætlanasérfræðingar og byggingamenn. Með samein- uðu átaki leystu þeir vandamálið. Raforkuver, sem fengu orku frá Azerbædsjan (gas) og Úkrainu (kol) sáu fyrir orkuþörfum Armeniumanna, ásamt samein- uðu orkukerfi fyrir öll þrjú Kákasus-lýðveldin. Og þegar tek- in verður i notkun fyrsta kjarn- orkurafstöð i Kákasus, skapast skilyrði fyrir áframhaldandi þró- un orkufreks iðnaðar. Þannig var dregið úr sóun á vatni frá Sevan. En þetta var ekki nóg til að leysa vandann. Ná- grannarikið Azerbædsjan bauðst til að láta i té vatn árinnar Arpa til þess að hækka yfirborð stöðu- vatnsins. Arpa verður 29. áin, sem fellur i Sevan. Hún gefur um það bil 300 milljónir rúmmetra af vatni árlega. Áin rennur i 48 km fjarlægð frá Sevan, en á milli þeirra er Vardenissk-fjallgarður- inn, sem er 3000 m á hæð. Heppilegast var talið að breyta farvegi árinnar með neðan- jarðargöngum. Yfirmaður bygg- ingarfyrirtækisins, sem þessi vinna var falin, Levon Mnatsa- kanof, segir svo frá: — Ég efast um að nokkurt ann- að fjallahérað sé eins flókið og margbreytilegt að jarðfræðilegri byggingu og þetta. Basaltið er óheyrilega hart, og i þvi brotnuðu jafnvel öflugustu borvélar. En við höfum þó haldið útreiknuðum meðalhraða við framkvæmdirn- ar. 1 1938 m hæð frá sjávarmáli hefur þegar verið myndað inn- gangsop jarðgangnanna. Þar verður 50 m há stifla. Bráðlega fær heilsuhælið Dsérmúk, sem er i nágrenninu, ágæta gjöf frá þeim sem byggja jarögöngin: tilkomu- mikla vatnsþró. Eftir rúmt ár mun Arpa falla i Sevan og færa þvi 9 rúmmetra af vatni á sekúndu. Þess vegna heyrast ekki lengur áhyggjufull orð um eyðileggingu Sevan-vatns. Nú er talað um endurfæðingu þess. Hinn skólaþreytti Karl og félagar hans Með lengingu skóla- skyldunnar er búizt við auknum fjölda skóla- þreyttra barna. Þessi grein er dæmi um það, hvernig skólasálfræð- ingar meðhöndla þannig tilfelli— og hver orsökin fyrir skólaþreytunni gæti verið. Þessi frásögn er af ósköp venjulegum dreng og foreldrum, sem þótti óendanlega vænt um hann. Hann var vingjarnlegur og lvnti vel við leikfélaga sina og kennara. Foreldrar hans gerðu allt til að hjálpa honum og styrkja hann. Samt sem áður varð hann tilfelli fyrir skólasálfræðinginn. og það krafðist mikils tima að finna hina eiginlegu orsök fyrir þvi, að þessi drengur, sem áður var svo röskur og glaður, varð allt i einu þvermóðskufullur og þrjózkur og gat ekki einbeitt sér, hvorki að skólalærdóminum né nokkru öðru. Honum var hjálpað, og hann náði meira að segja mjög góðu gagnfræðaprófi. Hans tiífelli var þeirrar tegundar, sem ósjaldan kemur til meðferðar skólasál- fræðinga. Þetta dæmi sýnir á augljósan hátt, hversu djúpt maður þarf aö grafa til að finna hina eiginlegú orsök fyrir þvi, að barn missir fótfestuna og gjör- breytist. Karl byrjaði i skóla sjö ára gamall, og var mjög hrifinn af þvi. Hann hafði lifandi áhuga á hinum ýmsu greinum, og fyrstu fjögur árin gekk honum álika vel og flestum jafnöldrum hans. •Jafnframt þvi var Karl vinsæll, þvi hann var léttur i lund og upp- fullur af skritnum uppátækjum. I fimmta bekk fór að bera á breyt- ingu á honum. Hann var ekki eins ánægður og áður, og skólanámið fór að vefjast meira fyrir honum en það hafði áður gert. Hann hafði alltaf átt i einhverjum erfiðleik- um með reikninginn, en nú fór frammistaða hans einnig versn- andi i öörum greinum. Þó ekki meira en svo, að samkvæmt aðal- einkunninni komst hann áfram, upp i fyrsta bekk gagnfræða- skóla. En frá þeim degi fór lika allt að ganga á afturfótunum. Áhugi Karls á lærdómsbókunum minnkaði stöðugt hann hætti al- gjörlega að læra heima og tók ekki lengur eftir i timum. Hann varð einrænn og dulur og lynti ekki eins vel og áður við skólafé- laga sina. Uppátæki hans voru einnig úr sögunni. Við og við skrópaði hann i timum. Bekkjarkennarinn vakti máls á þessu við fyrri kennara bekkjar- ins, og þeir voru sammála um, að það yrði að finna orsökina fyrir breyttri hegðun Karls, i stað þess að hegna honum eða láta hann sitja eftir. Þaö var hringt i for- eldrana, og þeir sögðust heldur ekki, skilja, hvað komið hefði fyr- ir drenginn þeirra. Hann var ön- ugur og þrár, og þaö var orðinn fastur liður, að foreldrarnir þurftu að dekstra hann á hverjum morgni til að fara i skólann. Og — það sem vest var — það var ekki nokkur lifsins leið að fá hann til að sinna heimavinnunni. — Það er sama hvað við ger- um, sagði móðir hans. Við höfum reynt að lesa með honum lær- dómsbækurnar, en hann situr bara og horfir tómlega út i loftið. Við höfum reynt að lokka hann með loforðum og gjöfum, og við höfum læst hann inni i herberginu sinu með skólabókunum, en ekk- ert dugar. Að lokum fór bekkjarkennarinn heim til foreldranna til að ræða við þau um málið. Bæði faðirinn og móðirin komu mjög vel fyrir. Það var enginn vali á þvi, að þeim þótti mjög vænt um son sinn og vildu gera allt til að hjálpa honum. Niðurstöður samræðn- anna urðu þær, að skólasálfræð- ingurinn var settur inn i málið. Karl var auk þess sendur i læknis skoðun hjá skólalækninum, og úr- skurður hans var sá, að drengur- inn væri likamlega heilbrigður. Skömmu siðar var Karl beðinn um að koma til samtals við skóla- sálfræðinginn. Hann var spurður um ailt milli himins og jarðar, sem ekkert virtist snerta skóla- vinnuna, en sagði sálfræðingnum samt sem áður heilmikið um við- horf Karls til skólans. Auk þess var hann látinn leysa mörg verk- efni og svara fjölda spurninga sem sýndu ekki aðeins gáfnafar Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.