Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.01.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 20. janúar 1974. TÍMINN 13 Starfsliðið mikils virði — Hvað vinna margir hjá byggingavörudeild SIS? — Við erum nú 19 manns i þessari deild. Það er nokkur fjölgun, því að við vorum lengi með 15-16 manns, ef ekki er talið fólk, sem er i afleysingum á sumr in, en með tilkomu teppadeildar- innar i haust, höfum við orðið að fjölga um þrjá starfsmenn. Og fyrirsjáanlegt er að við verðum að bæta við manni á skrifstofuna mjög fljótlega, vegna þess að þetta er orðið æði umfangsmikið og annasamt. Við höfum verið þrjú á skrifstofunni, en 12 og 13 i afgreiðslunum. Ég vil taka það mjög skýrt fram, og leggja á það áherzlu að svona rekstur gengur ekki, nema með mjög góðu starfsfólki. Við höfum verið heppnir með fólk, og það er áhugasamt. Þetta fólk hef- ur verið hér mislengi, sumir allt að þrjá áratugi, en aðrir skemur. Það er auðvitað fyrst og fremst starfsfólkið, sem staðið hefur á bak við þessa miklu sölu. Starfs- fólk okkar hefur orðið mikla vöruþekkingu, sem það miðlar auðvitað viðskiptavinunum eftir beztu getu. Eins og fram hefur komið, er- um við með þrjár undirdeildir. Þessum deildum stjórna sölu- stjórar. Það er Gunnlaugur Stephensen, sem er i búðinni hérna á fyrstu hæðinni. óli Björn Kærnested, sem er i teppadeild- inni, og Alexander Sigsteinsson, sem er með útivörurnar. — Nú er innflutningsdeildin hluti af Sambandinu (SIS) og byggingavörudeildin hluti af hinu fyrrnefnda. Hvernig er stöðu þessarar rekstrareiningar hátt- að? — Byggingavörudeildin hefur sérstakan fjárhag og er rekin sem slik. Okkar yfirmaður er Hjalti Pálsson, og við erum hluti af innflutningsdeildinni. Það sem við störfum að, er einn liður i við- tæku starfi. Það hefur ef til vill ekki komið nægjanlega skýrt fram hér, að okkar starf er i beinu framhaldi af viðleitni Sambandsins til þess að tryggja samvinnumönnum að- gang að byggingavörum, og stuðla með þeim hætti að fram- kvæmdum i landinu, segir Markús Stefánsson að lokum. óli Björn Kærnesled og Alfhildur IIjörleifsdóttír f gólfteppadeildinni. Þar er að finna glæsilegt úrval af teppuin og mottum, gólfdiik og veggfóðri. GÍFURLEGAR VERÐHÆKKANIR Á BYGGINGAREFNI Á ÞESSU ÁRI segir Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutningsdeildar SÍS Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar StS, er þjóðkunnur af störfum siii- um. Hjalti er æösti maður byggingavörudeildar SÍS, og hittum við hann að máli á skrif- stofu hans i Sambandshúsinu. lijalti á um þessar mundir tutt- ugu og fimm ára starfsafmæli hjá Sambandinu, og við báðum hann að segja lcsendum nokkuð frá sjálfum sér og störfum lians fyrir Samvinnuhryefinguna. Rætt við Hjalta Pálsson framkvæmda- stjóra — Ég fæddist árið 1922 á Hól- um i Hjaltadal, en foreldrar minir voru Páll Zophaniasson og Guðrún Hannesdóttir frá Deildartungu. Við fluttumzt svo til Reykja- vikur skömmu fyrir 1930, og ég ólst þvi upp hér að mestu. Var þó i sveit á sumrin, eða i vega- vinnu, þegar hún fékkst. Ég stundaði nám i gagnfræða- skóla, en fór siðan norður að Hólum og var tvo vetur i Hóla- skóla. Þaðan fór ég til Ameriku, þar sem ég lærði verkfræði, og lauk þar námi frá háskólanum i Iowa-riki; Iowa State College. Ég vann siðan erlendis, þar til um áramót, og kom heim á Þoriáksmessu árið 1947. 1. janú- ar 1948 fór ég að vinna hjá Sambandinu, og er þvi búinn að vinna hér i rösk 25 ár. Til starfa hjá SÍS Fyrsta starf mitt hér var að vera fulltrúi hjá framkvæmda- stjóra véladeildar, sem þá var Agnar Tryggvason. Það var ég liðugt ár. en þá fékk Sambandið umboð fyrir Fergusondráttar- vélarnar, sem ég hafði lengi verið mjög hrifinn af. Var þá stofnað nýtt fyrirtæki, sem hlaut nafnið Dráttarvélar hf., og varð ég framkvæmdastjóri þess. Dráttarvélar eru þvi einnig 25 ára um þessar mundir. Framkvæmdastjóri innflutningsdeildar SÍS Nú þarna var ég starfandi til haustsins 1952, er ég var ráðinn framkvæmdastjóri véladeildar SIS, og þar var ég þar til um vorið 1967, en þá fór ég i inn- flutningsdeildina. Helgi Þor- steinsson féll þá frá, en hann var búinn að veita innflutnings- deildinni forstöðu i tvo áratugi, en hafði áður verið fram- kvæmdastjóri skrifstofu SIS i New York um alllangt skeið. — Hvert er verkefni innflutningsdeildar SfS? — Innflutningsdeildin sér um innkaup og innflutning á öllum vörum öðrum en bilum, raftækjum og landbúnaðarvél- um. Innflutningsdeildinni er skipt niður i fóðurvörudeiid, búsáhaldadeild, vefnaðarvöru- deild, byggingarvörudeild, sem reyndar er skipt i innkaupa- og söludeildir, sérstaka deild, sem annast innkaup fyrir kaupfélög- in hér i Reykjavik, og svo siðast, en ekki sizt, erum við með stóra birgðastöð hér i Reykjavik, sem er liklega stærsta deildin, en það er matvörudreifingin. Byggöin hefur færzt til á landinu Af þessum deildum ætluðum við aðeins að ræða um byggingarvörurnar. Svo sem fram hefur komið, hefur það um langt skeið verið viðfangsefni Sambandsins að útvega byggingarvörur. Hér áður fyrr var þetta árstiðabundið. Kaupin voru gerð og vörurnar urðu að berast til landsins — til hinna ýmsu staða — á vorin. Þetta var stór viðskiptaliður, en eftir að byggðin fór að færast til, er Reykjavik og Suðvesturlandið orðið miklu stærri notandi byggingarefnis, og það var þvi ekki um annað að ræða en að hasla sér völl hér, með þvi að stofna til smásölu á byggingar- efni. Þetta hafði forveri minn i starfi, Helgi Þorsteinsson, gert, og smásalan var til húsa vestur á Granda, og i kjallara i verzlun Sambandsins i Austurstræti, en fyrir þrem árum festi Sam- bandið kaup á húseigninni Suðuriandsbraut 32, og þar er byggingarvörudeildin nú með verzlun, og enn fremur eru Dráttarvélar h.f. þar til húsa, en þetta kemur nú greinilega fram annars staðar i blaðinu. Þarna er aðstaðan nokkuð góð, eftir þvi sem gerist, en hins vegar er okkur ljóst, að við verðum i náinni framtið að taka upp aðra afgreiðsluþjónustu á byggingarefni. Við höfum þegar gert okkur grein fyrir þvi, og sniðum þá Iljalli Pálsson framkvæmda- stjóri innflutningsdcildar SlS. Hjalti hefur skipað trúnaðar- stöður innan sam vinnuhreyf- ingarinnar um langt skeið, og lengst af hefur hann verið fram- kvæmdastjóri i ýmsum deildum og fyrirtækjum SÍS. Hjalti á 25 ára starfsafmæli há Samband- inu um þcssar mundir. Kona lians er Ingigerður Karlsdóltir Karlssonar skipstjóra i Keykja- vik. Ingigerður var með fyrstu flugfreyjum hér á landi. mjög eftir sænskum og finnsk- um aðferðum, en eins og mál- um er nú háttað, verður það aö biða um sinn. Þar er þó við- fangsefni, sem ekki má biða alltof lengi. 1 stuttu máli sagt, er þetta aukin vélvæðing við móttöku á vörunum og afgreiðslu á þeim. Handavinnan — burðurinn — verður að hverfa. Það er undir- stöðuatriði, að einingarnar séu þannig, að tekið sé á móti vör- unum með lyfturum, og að af- greiðslan geti gengið fyrir sig, án þess að verið sé að telja þetta og tina til með ærinni fyrirhöfn. öll afgreiðsla þarf að fara frám innanhúss, i skemmu, þannig að bilarnir aki inn og taki vörurnar, og siðan sé gert upp þeim megin, sem út er ekið. Þara myndum við hafa ýmsa vöruflokka, sem við erum ekki með nú, glugga, hurðir, eldhús- innréttingar og fl. — Hver eru helztu vandamál- in núna i byggingarvörusölu? — Vandamálin eru ekki i söl- unni. Þau eru komin i innkaup- in. Verðlag á byggingarvörum hefur hækkað, t.d. á timbri, sem verið hafði nokkuð stöðugt um skeið. Það rauk upp á siðasta ári, og hefur nú um það bii þre- faidast, eða allt að þvi. Við er- um búnir að kaupa allt það timbur, sem við ætlum að kaupa á þessu ári, og erum búnir að timasetja afgreiðslu á þvi út um allt land.bæði lil kaupfélaganna og eins til okkar á lagerinn i Reykjavik. Við kaupum þetta frá Finnlandi, Sviþjóð, Rúss- landi, og ef til vill eitthvað frá Póllandi lika (litið magn). Arið 1973 kostaði þetla magn af timbri um 135 milljónir króna, en núna má gizka á,að þetta timbur kosti um 470 miiljónir króna Þetta setur okkur I vanda, og verður mikið vandamál að fjármagna þessar - hækkanir. Svipaðar tölur má nefna um verð á stáli, þakjárni, spónaplötum og öðru. Þetta hefur allt hækkað upp úr öllu valdi. Það er dálitið misjalnt hversu mikið þetta hækkar, en ef við tökum sem dæmi timbur, stál, þakjárn, girðingareíni og stál- plötur, þá var ársþörfin jafn- virði 293 milljóna. Nú mun sama vörumagn. sem við erum búnir að kaupa, kosta um 740 milljónir króna (áætlun). Þarna eru tekn- ir út sex liðir til skoðunar. Þetta verður eitt helzta vandamálið hjá okkur, hjá kaupfélögunum, og þá ekki sizt þeim, sem kaupa af okkur þessar vörur. Hvernig á að útvega fé til að greiða þess- ar vörur með? Ilvaðan eiga þess ir peningar að koma? Það er hægt að velta þvi fyrir sér, hvað gerist i iðnaði, þegar til dæmis olia hefur fjórfaldazt i verð. Þar vantar þjóðina gifurlegt fjár- magn, til að mæta aðeins oliu- hækkuninni. Sama er að segja um veiðarfærin, þau hafa hækk- að upp úr öllu valdi — það er að segja, ef þau eru á annað borð fáanleg. Svo kemur byggingar- efnið, og svipaða sögu verður að segja um fóðurvörur og allar okkar nauðsynjar. Það er þvi ekki aðeins á byggingarvörum sem þjóðin verður að taka við verðhækkunum á þessu ári. Það er þvi mikið vandamál fyrir bankana og stjórnmálamennina að gera fólki kleift að reisa þak yfir höfuðið á sér. Segja má, að fram til þessa hali verið ágæt fyrirgreiðsla til húsbygginga, að minnsta kosti miðað við þarf- ir, en nú verður meira að koma til. Mun veröa dregiö úr framkvæmdum? — Má gera ráð l'yrr að það dragi úr húsbyggingum? - Það er búið að úthlula lóð- um undir hús líklega mest- megnis til ungs fólks. Ég man nú ekki hversu margar þær eru á Reykjavikursvæðinu. liklega þó á fjórða hundrað. Margir eru hálfnaðir með hús sin, eða eru með hálfköruð hús, og aðrir eru rétt komnir upp úr jörðinni. Sömu sögu er að segja úti á landi. Þar er viða fólk, sém er með hús i byggingu og fólk, sem þarf að byggja, þar sem húsnæðisskortur er tilfinnanleg- ur. Fyrst er þvi að linna ein- hverjar leiðir til að fá vörurnar hingað til lands, og siðan er sá vandi, að gera fólki kleift að kaupa þessar vörur. Hafa kaupfélögin getað veitt fólki, sem stendur i hús- byggingum vörulán? Kaupfélögin og hús- byggjendur Það er ekkert launungar mál, að kaupfélögin úti á landi hala aðstoðað iólkið á sinum svæðum, eftir beztu getu, þegar það helur staðið i húsbygging- um. Þau hafa t.d. lánað efni þar til lánveitingar komu og siðan lánað, þegar endarnir hafa ekki náð saman. Það má segja að þetta sé eðlilegt, þar sem þetta fólk er félagsbundið i kaupfélög- unum og hefur lagt sitt af mörk- um, og mun gera það áfram. En það þarf þó að gera slikt mögu- legt, ef ekki á að koma til samdráttar. Þótt þessar upphæðir séu háar, held ég að byggingar- framkvæmdir minnki ekki, að minnsta kosti ekki á þessu ári. Það heíur komið fram i samtöl- um við menn, að þeir ætla ekki að hætta við framkvæmdir, seg- ir Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar SIS að lokum. — JG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.