Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 2
2' TÍMINN Miövikudagur 13. febrúar 1974. Miðvikudagur 13. febrúar 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Gættu þess að vera ekki of fljótfær, þannig að þú þurfir að vinna allt upp eftir þig. Þá er fljótfærni i ástamálum ekki siður varhugaverð, og þar verður þú að stiga hvert skref gætilega, .ef ekki á að fara illa fyrir þér. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Ferðalög eru á margan hátt hagstæð, og þá ekki aðeins skemmtiferðalög, heldur ferðalög vegna starfs, en þetta er mjög ofarlega i huga þinum núna. Það er að vonum, og þú skalt nota kvöldið til að velta þessu fyrir þér. Hrúturinn (21. marz- april) Þú skalt ekki taka of mikið tillit til ráðlegginga kunningja þinna og samstarfsmanna. Nú er ekki veriðaðhalda þvifram, að þetta sé ekki sagt við þig af góðum huga, — en það er harla óvíst, að ráðleggingarnar reynist þér hagstæðar. Nautið (20. april—20. mai) Fjármálin virðast harla hagstæð i dag, og ekki útlit fyrir annað en yfirleitt séu breytingar til batnaðar á döfinni. Reyndu að skipuleggja sem bezt dagleg störf þin, af þvi að þá hefurðu ef til vill möguleika á frii. Tviburarnir (21. mai—20. júní) Það litur út fyrir, að þessi dagur reyni talsvert á taugarnar, sérstaklega hvað varðar kunningja þina eða vini. Farðu varlega i peningamálunum þvi að það litur út fyrir, að nokkur hætta sé á tapi, ef þú hættir á eitthvað. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það kunna að verða einhverjar breytingar á högum þinum, og liklega ekki á þann hátt, sem þú hefur búizt við, svo að þú skalt vera búinn undir alls konar sviptingar i dag, og varast að láta koma þér úr jafnvægi. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú skalt varast að láta utanaðkomandi fólk vita of mikið um heimilislif þitt eða hagi þina yfir- leitt. Þó skyldir þú umfram allt ekki hætta að umgangást kunningjana, eða láta tortryggnina ná of sterkum tökum á þér. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Unga og ólofaða fólkinu verður þessi dagur eftir- minnilegur, þvi að hann er undir rómantiskum áhrifum. Það litur helzt út fyrir, að þú munir komast i kynni við einhverja persónu, sem þig hefur lengi langað til að kynnast. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það litur út fyrir, að þessi dagur verði ekkert sérlega skemmtilegur og jafnvel nánast leiðin- legur, nema þú gætir þin alveg sérstaklega. Það eru nefnilega ýmsar blikur á lofti og má búast við sviptingum sem geta orðið alvarlegar. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þetta er einn af þessum dögum, þegar þú færð að gera þér ljóst, hversu gott það er að eiga trausta og góða vini, og þú ættir að umgangast þá eftir fremsta megni, þvi að ef þú þarft ekki að leita til þeirra i dag, verður það bráðlega. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þetta verður að likindum annasamur dagur hjá þér. Þú hefur ekki staðið þig eins vel og skyldi undanfarið, enda færðu að kenna á þvi nú, — og það er ekkert annað en dugnaður og samvizku- semi, sem gildir héðan af. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þessi dagur getur orðið skemmtilegur með ýms- um hætti, a.m.k. erútlit fyrir, að þú kynnist nýju fólki. Það er undir þér sjálfum komið, hvort þau kynni verða ánægjuleg. Þú ættir að halda kyrru fyrir heima i kvöld af sérstökum ástæðum. Verkstjórar — Verkamenn Okkur vantar verkstjóra og verkamenn, vana röralögnum, strax. Brún h.f. Suðurlandsbraut 10, Simi 84825. IriiÍÍliI Málsverður fyrir ísbirni Landfari góður. Ég brá mér fyrir skömmu suð- ur i Sædýrasafn til þess að lita þar á hin nýju hibýli isbjarnanna, sem frá hefur verið skýrt i blöð- /ÍSbÍLALEIGAN V&IEYSIR CAR RENTAL «24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI BÍLALEIGA CAR RENTAL » 21190 21188 BILALEIGA Car rental C^P>41660&42902 f opio ’ 1 Virka daga kl. 6-10 e.h. | Laugardaga kl. 10-4 e.h. Ó<.BILLINN BÍLASAIA HVERFISGÖTU 18-simi 14411 SAMVIRKI Barmahlíð 4ASimi 15-4-60 Framleiðslu samvinnufélag RAFVIRKJA annast allar almennar raflagnir og viðgerðir um. Þótti mér þau öli hin glæsi- legustu, en ég verð þó að viður- kenna, að mér flaug i hug, á með- an ég horfði niður i gryfjuna þeirra, að sennilega yrði næsta stórfrétt af þessum hibýlum um einhverja mannveru, sem fyrir mistök hefði lent i gini bjarnanna. Steinsteyptur veggur er um- hverfis bjarnargryfjuna, en hann er næstum þvi óhugnanlega lág- ur. Fyrir innan hann er ofurlitil sylla, sem vel gæti verið, að ein- hver stöðvaðist á, ef hann steypt- ist inn fyrir, en þó er ég anzi hrædd um, að isbirnirnir fengju góðan málsverð þann daginn, þvi ekki sé ég, hvernig hægt væri i fljótu bragði að ná manneskju upp úr gryfjunni aftur. Gaman væri að heyra um það, hvort ekki er von á rimlagirðingu, eða einhverju öryggisneti um- hverfis gryfjuna á næstunni. Svo langar mig til þess að spyrja annarrar spurningar, sem forsvarsmenn Sædýrasafnsins vildu ef til vill svara. Vera kann, að hún stafi af fáfræði i dýrafræði en hvers vegna eru isbirnirnir orðnir svona blakkir á litinn? Lit- ill dregnur, sem var i Sædýra- safninu með foreldrum sinum, heyrðist segja: — Þetta eru áreiðanlega ekki isbirnirnir. Mennirnir eru búnir að skipta um og fá sér skógarbirni i staðinn. Hvað er rétt i þessu? — Effbjé m FJIA FLUGFELAGINU Flugfélag íslands, h.f. óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk. 1. Mann i vöruafgreiðslu. 2. Afgreiðslustúlku i farþegaafgreiðslu. Umsóknarfrestur til 18. febrúar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum félagsins. 3. Hlaðmenn til starfa við hleðslu flugvéla. Upplýsingar hjá Ara Jóhannessyni, verk- stjóra, Reykjavikurflugvelli. Upplýsingar ekki veittar i sima. FLUCFELAGISLANDS Hef opnað bifreiðaverkstæði í BRAUTARHOLTI 4 undir nafninu BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ EKILL Sími 2-83-40 Annast viðgerðir á folksvagenbifreiðum Karl Pálsson Fjármálaráðuneytið. TILKYNNING TIL LAUNASKATTSGREIÐENDA Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 4. ársfjórðung 1973, sé hann ekki greiddur i siðasta iagi 15. febrúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.