Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 8
8 ÍTÍMINN Miðvikudagur 13. febrúar 1974. 1111 mÍIwIB111 f 11 wwl Haldið verði áfram raf- væðingu dreifbýlisins Steingrimur Hermannsson mælti i gær fyrir þingsályktunar- tillögu þeirri, er hann flytur ásamt 10 öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins um raf- væðingu þeirra býla i landinu, sem eftir verða, er þriggja ára áætlun núverandi rikisstjórnar um rafvæðingu dreifbýlisins lýk- ur. Gerir tillagan ráð fyrir að 130 býli fái rafmagn frá samveitum af þeim 158, sem enn eru raforku- laus. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta vinna og leggja Tekjur félaga auknar Tveir sýslumenn, sem sæti eiga á Alþingi þeir Friðjón Þórðarson og Björn Fr. Björnsson, hafa lagt fram á Aiþingi þingsályktunartil- lögu um aukna tekjustofna sýslu- félaga. Er tillagan um áskorun á rikisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til að auka tekjur sýslufélaga, svo að þeim veröi gert kleift að sinna lögboðnu hlut- verki og aðkaiiandi viðfangsefn- um. t greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: „Samkvæmt lögum eru sýslu- félögum falin margþætt verkefni. 192. gr. sveitarstjórnarlaga segir m.a. að hlutverk þeirra sé að ann- ast: a) Eftirlit með fjárreiðum allra hreppa innan sýslufélagsins, endurskoðun og úrskurðun árs- reikninga þeirra, svo og alira fyrirtækja, sem rekin eru á vegum hreppanna. b) Umsjón með þvi, að hrepps- nefndirnar starfi yfirleitt i sveitarstjórnarmálum sam- kvæmt gildandi lögum og reglugerðum. c) Setningu reglugerða um notk- un afrétta, fjallskil, fjárheimt- ur og smalanir heimalanda á haustum til fjallskila og á vor- um til rúnings, svo og að prentaðar séu eigi sjaldnar en 10. hvert ár skráf yfir fjár- mörk, og einnig hestamörk, þar sem þess þykir þörf. d) Umsjón og stjórn vegamála samkvæmt vegalögum og sýsluvegasamþykktum. ,e) Afskipti af forðagæslu skv. búfjárræktarlögum, eftirlit skv. lögum um hundahald og varnir gegn sullaveiki og úr- skurðun og greiðslu reikninga skv. lögum um eyðingu refa og minka. f) Setningu byggingarsamþykkta fyrir sýsluna skv. lögum. g) Álitsgerðir um mál, er varða einstaka hreppa eða sýsluna, enda skal engu sliku máli til lykta ráðið, fyrr en álitsgeröar sýslunefndar hefur verið leitað. h) Tilnefningu þriggja hrepp- stjóraefna, þegar skipa skal hreppstjóra. i) Stjórn allra sveitarstjórnar- mála, er varða sýsluna i heild, svo og tillögur um hvað eina, sem verða má sýslunni til gagns eða til að afstýra bjargarskorti eða hallæri. j) önnur þau störf, er lög og reglugerðir mæla fyrir um. Með hliðsjón af þessu má ljóst vera, að hlutverk sýslufélaga er æriö fjölþætt og mikilvægt. Verkefnin eru nánast óteljandi og ótæmandi. Sýslusjóðir hafa á tram á Alþingi haustið 1974, tveggja ára áætlun um áfram- haldandi rafvæðingu dreifbýlisins Skal gert ráð fyrir þvi, að fram- kvæmdir samkvæmt þeirri áætl- un hefjist vorið 1975. Við gerð þessarar áætlúnar skal m.a. leggja áherzlu á eftir- greind atriði: 1. Meðalfjarlægð á milli býla skal aukin i a.m.k. 6 km. og sam- svarandi kostnað. 2. Fjarlægari býli innan sveitar- félags skulu látin njóta meðal- fjarlægöar. 3. Býli, sem i gildandi áætlun sýslu verði undanförnum árum látið stórfé af hendi r.akna, m.a. til mennta- mála, heilbrigðismála og at- vinnumála. Þeir hafa viða verið aöilar að skólum af ýmsi tagi, bókasöfnum, byggðasöfnum og héraðsskjalasöfnum, elliheimil- um, sjúkrahúsum, læknisbústöð- um og hafnarframkvæmdum. Svo mætti lengi telja. Þá hafa mörg sýslufélög reynt af fremsta megni að styðja við og styrkja margs konar menningar- og liknarstarf- semi i héraði, svo sem störf iþrótta- og ungmennafélaga og kvennasamtaka, björgunar- og sjúkrahjálp. Framlög hafa verið veitt til náttúruverndarmála, skógræktarog gróðurverndar. Þá hafa greiðslur verið inntar af henditil jarðhitaleitar og til þess að hraða framkvæmdum i raf- orkumálum, svo að dæmi séu nefnd. Tvö eða fleiri sýslufélög hafa iðulega unnið saman að ýmsum málum. Nefna má t.d. samstarf i byggingarmálum, skólamálum og orkumálum, sem vel hefur gefist og fer vaxandi. 1101. gr. sveitarstjórnarlaga er fjallað um tekjustofna sýslu- félaga. Segir þar, að sýslunefnd skuli á aðalfundi semja áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðs fyr- ir yfirstandandi ár. Siðan segir: „Þvi, sem á vantar, að tekjur sýslusjóðs hrökkvi fyrir útgjöld- um hans, skal jafnaö niður á hreppana” eftir vissum reglum. Miðað við þetta orðalag virðist gert ráö fyrir, að sýslusjóðir njóti annarra, verulegra tekjustofna. Svo hefur þó ekki verið. Sýslu- sjóðsgjaldið, þ.e.hið niðurjafnaða gjald á hreppana, er hið eina fjár- magn að heita má, sem sýslufélög hafa yfir að ráða. Þar sem um slika niðurjöfnun gjalda er að ræða á fámenna og fátæka hreppa, má geta nærri, að álög- um verður aö stilla i hóf, svo sem unnt er. Niðurstaðan verður þvi sú, að sýslusjóðir hafa yfirleitt mjög litið fé til ráðstöfunar fram yfir brýnustu útgjöld. Það er að sjálfsögðu með öllu fráleitt, þvi að mörgum þörfum málum mætti án efa þoka áleiðis með auknum fjárráöum sýslusjóða, sbr. fram- anritað. Að dómi flutningsmanna kæmi vel til álita, að sýslufélög fengju greiddan einhvern hluta af sölu- skatti til sinna þarfa. Einnig mætti benda á Byggðasjóð, en hlutverk hans er að stuðla að jafnvægi I byggð landsins, svo sem alkunnugt er. Fulljóst má vera af framan- sögðu, að hina mestu nauðsyn ber til að efla sýslusjóðina og auka tekjustofna þeirra. Það er tvimælalaust i flokki hinna allra mikilvægustu byggðamála.” hafa verið skilin eftir vegna fjarlægðar, þrátt fyrir það að meðalfjarlægð innan sveitar- félagsins hefði orðið innan við 3 km. skulu tengd samveitunni i fyrsta áfanga hinnar nýju áætl- unar, sé þess óskað. Jafnframt skal leggja fram til- lögur um viðunandi lausn á raf- orkumálum þeirra býla, sem ekki hafa verið tengd samveitu að áætlanatimabilinu loknu, og um jöfnuð á raforkuverði.” 1 framsöguræðu Steingrims kom þetta m.a. fram: Samkvæmt tillögum að þriggja ára áætlun um lúkningu sveitarafvæðingar, sem lagðar voru fram á Alþingi i nóvember 1971, voru þá 930 býli án raforku frá samveitu. Var gert ráð fyrir þvi, að við lok áætlunartimabils- ins haustið 1974 hafi 765 af þessum býlum verið tengd. Heildar- kostnaður við þessar fram- kvæmdir var samkvæmt tillögum þessum áætlaður samtals kr. 291.244.000.00. Kostnaðurinn er nú áætlaður um 400 millj. kr. 1 þessum sömu tillögum eru upplýsingar um 158 býli, sem ekki var gert ráð fyrir að yrðu tengd samveitum á framkvæmdatima- bilinu. 1 þessari tillögu er gert ráð fyr- ir þvi, að meðalfjarlægð verði hækkuð i 6 km og kostnaður verði samsvarandi. Miðað við 600.000 kr. kostnað við 3 km linu má ætla að þessi kostnaður hefði orðið um 1.1 millj. kr. á verðlagi ársins 1971. Samkv. nýlegum upplýsing- um hefur kostnaður viö sveita- rafvæðingu hækkað um nálægt þvi 60% frá haustinu 1971. Miðað við það yrði kostnaður við 6 km linu um 1,8 milljónir kr. Rekstrarkostnaður disilstöðva mun margfaldast á næstu árum meö hækkuðu oliuverði og ekki siður oliuhitun húsa. Það er þvi þjóðhagslega ákaflega mikils virði að losna við rekstur sem flestra disilstöðva og koma á raf- magnshitun, þar sem jarðhitinn er ekki til staðar. Auk þess er vert að hafa i huga, að verðmæti bújarða hefur stórhækkað. Þær bera þvi meiri rafvæðingarkostn- að en áður var talið. 1 2. lið tillögunnar er lögð áhersla á, að fjarlægari býli innan sveitarfélags verði látin njóta meðalfjarlægðar. Slikt hef- ur ekki verið gert i öllum tilfellum til þessa Mörg dæmi eru um hiö gagnstæða. Býli með fjarlægö og kostnað yfir viðurkennt meðaltal hafa iðulega verið skilin eftir við rafvæðingu sveitarfélagsins, þrátt fyrir þá staðreynd, að meðalfjarlægð hefði orðið innan við hámark að þeim meðtöldum. Oft hefur verið um aö ræða ein- hver bestu býli viökomandi sveit- ar. Að ofangreindum ástæöum er nú svo ástatt með allmörg býli, að þau hafa ekki verið tengd sam- veitu við rafvæðingu viðkomandi sveitarfélags. Enn alvarlegra er að sum þessara býla eiga nú á hættu að veröa ekki tengd, ef litiö er á fjarlægð til þeirra sérstak- lega. Nauðsynlegt er að leiðrétta siik mistök með þvi að láta þessi býli njóta meðalfjarlægðarinnar innan sveitarfélagsins i heild. Liklega verða um 20—25 býli utan samveitna. Sum þessara býla eru mjög fjarlæg og það litil, að vafasamt er, að þau beri þann mikla kostnað, sem yrði samfara tengingu þeirra við samveitu. Meðalkostnaður fyrir þessi býli yrði liklega um 2.370.000 kr. nú. Hins vegar er sjálfsagt að kanna, hvort ekki megi tengja þessi býli samveitu siðar eða að hið opin- bera jafni á einhvern máta orku- kostnað hjá slikum býlum, t.d. með rekstri disilstöðva og með raforkuverði, sem yrði sambæri- legt við það, sem er hjá samveit- um. Fullorðinsfræðsla Magnús Torfi Ólafsson svaraði i gær fyrirspurn frá Stefáni Gunnlaugssyni um undirbúning fullorðipsfræðslu. Nefnd hefur unnið að undir- búningi frumvarps um full- orðinsfræðslu. Hún er nú að leggja siðustu hönd á tillögur til frumvarps um þetta efni, og hefur ágreiningur innan nefndarinnar verið jafnaður. Kvaðst MTÓ gera sér vonir um, að frumvarp um þetta efni gæti komið til álita þessa þings. Varamenn Þrir varaþingmenn hafa tekið sæti á Alþingi, Sigurður Magnússon i stað Magnúsar Kjartanssonar, Asberg Sigurðsson i stað Matthiasar Bjarnasonar og Halldór S. Magnússon i stað Karvels Pálmasonar. Iðnfræðsla og tæknimenntun Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra svaraði i gær fyrirspurn frá Þórarni Þórarinssyni um nýskipan iðnfræðslu og tæknimenntun- ar. Greindi MTó frá störfum þriggja nefnda, sem vinna að undirbúningi tillagna um nýskipan og kerfisbreytingar þessara mála. Af máli ráð- herrans mátti greina, að nefndirnar muni leggja til all- róttækar breytingar á þessum þætti fræðslumála hér á landi. Er meðal annars til athugun- ar, hvort ekki sé heppilegt að sameina Tækniskóla Islands og verkfræði- og raunvisinda- deild Háskóla Islands, og endurskipuleggja og aðlaga tækninám á framhaldsskóla- stigi slfkri breytingu. Færeyskar fiskiskipa- einingar til athugunar Það kom fram, er Lúðvík Jósefsson svaraði fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni i gær, að til athugunar er nú hjá iðnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytunum að stuöla að þvi, aö smiðaðir verði hjá innlendri skipasmiðastöð 2-3 fiskibátar eftir færeyskri teikningu, en skip skv. þeirri teikningu hafa reynzt mjög vel i Færeyjum einkum við linuveiðar og úti- legurekstur, og er talið, að um talsverðar framfarir sé þar að ræða I gerð fiskiskipa. Talið er þó heppilegt að breyta þessum teikningum nokkuð með tilliti til islenzkra aðstæðna, en úti- legurekstur fiskibáta hefur farið mjög minnkandi hér- lendis. Söluskattur af bókum 38 milljónir '72 Það kom fram, er mennta- málaráðherra svaraði fyrir- spurn frá Halldóri Blöndal um úthlutun viðbótarritlauna til rithöfunda, að söluskattur af frumsömdum islenzkum bók- um nam 21.7 milljórium króna árið 1972, en samtals 38,3 milljónum króna, ef með eru taldar þýddar bækur. Halldór Blöndal sagði, að margir hefðu ómaklega orðiö útundan viö úthlutun viðbótarritlauna og nefndi hann allmörg nöfn i þvi sambandi. Varamaður í bankaráð Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans, var á fundi i Sam- einuðu Alþingi kjörinn vara- maður i bankaráð Búnaðar- bankans. Helgi F. Seljan, sem var varamaður i bankaráð- inu, varð aðalmaður, er Guð- mundur Hjartarson sagði af sér störfum i bankaráöinu. Fyrirspurnir Eftirfarandi fyrirspurnir hafa verið lagðar fram: Tii fjármálaráðherra um fjölgun starfsmanna I stjórnarráðinu. Frá Gylfa Þ. Gislasyni. Hve margir voru a) Fast- ráðnir, b) lausráðnir starfs- menn i hverju einstöku ráðu- neyti a) 1. júli 1971 og b) 1. janúar 1974? Til viðskiptaráðherra um fuilvinnslu iðnaðarvara. Frá Pétri Péturssyni. Hvaða ráðum hyggst ráð- herra eða rikisstjórn beita til að koma i veg fyrir, að hálf- unnið hráefni sé flutt úr landi til fullvinnslu iðnaðarvara i öðru landi, þar sem laun eru lægri en hér og ýmsar aðstæð- ur hagstæðari? Hér er átt við iðnaðarvörur, sem annars væri hægt að fullvinna hér á landi. Til dómsmálaráðherra um skipulagningu björgunar- mála. Frá Halldóri S. Magnússyni. Hvað liður störfum nefndar, sem skipuð var 1. desember 1972 til þess að skipuleggja björgunarmál i landinu sam- kvæmt þingsályktun frá 18. mai 1972? Til landbúnaðarráöherra um rikisjarðir. Frá Pálma Jónssyni. 1. Hvað voru rikisjarðir margar við siðustu áramót? 2. Hve margar þeirra voru þá I lögformlegri ábúö? 3. Hvaða aðilar hafa haft afnot af öðrum jarðeignum rikis- ins árið 1973 og með hvaða kjörum? 12 HEIÐURSLISTA- MENN FÁ 250 ÞÚSUNDKR.HVER listamenn skyldu hljóta heiðurs- laun á þessu ári, og upphæðin til hvers þeirra hækkaði úr 175 þúsund krónum i 250 þúsund krónur. Menntamálanetndir beggja þingdeilda lögðu fram á Alþingi i gær tillögu til þingsályktunar um heiðurslaun listamanna. 1 fjár- lögum fyrir áriö 1974 er ákveðið að veita 3 milljónir króna til heiöurslauna listamanna, sam- kvæmt ákvörðun Alþingis. A siðasta ári var heiðurslaunum, að ákvörðun Alþingis, skipt milli 12 listamanna, 175 þúsund krónur til hvers. Menntamálanefndirnar lögðu til, að þeir hinir sömu 12 Þessi tillaga var tekin fyrir til umræðu og afgreiðslu á fundi Sameinaðs þings i gær. Mælti Hannibal Valdimarsson fyrir til- lögunni. Var tillagan samþykkt þar með samhljóða atkvæðum. Listamennirnir, sem heiðurs- laun hljóta, eru þessir 1. Ásmundur Sveinsson 2. Brynjólfur Jóhannesson 3. Finnur Jónsson 4. Guðmundur Böðvarsson 5. Guðmundur G. Hagalín 6. Gunnar Gunnarsson 7. Halldór Laxness 8. Kristmann Guðmundsson 9. Páll Isólfsson 10. Rikharður Jónsson 11. Tómas Guðmundsson 12. Þórbergur Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.