Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 13. febrúar 1974. una i landi,af þvi að hann ætlaði að hitta hana — að ekki sé minnzt á hrósið, sem hann hafði fengið hjá skipstjór- anum. Engu að síður var hann sannfærður um, að aðvör- unin og hvatningin voru vel meintar. Ekkert myndi gleðja Jónas meira en að sjá vin sinn komast áfram og græða peninga — en engu að síður myndi Jónas vera haldinn öfund allan tímann. Innst inni gerði hann sér Ijóst, að ef á reyndi, myndi Jónas vera reiðubúinn að fórna hverju sem væri hans vegna, jafnframt því sem hann gerði sér Ijóst, að Jónas væri hvenær sem væri tilbúinn að gera honum einhvern grikk. En svo varð honum hugsað til ungu stúlkunnar og möguleikanna á því að sjá hana daginn eftir, ef hann fengi leyfi í landi. Hann fann aftur, er fingur hennar luktust um þumalfingur hans, og unaðurinn hríslaðist um hann, meðan hann leit til rökkvaðrar strandarinnar og mánaglitrandi Asama-Sama-f jallanna. Svo kallaði Briem á hann, því að honum fannst veðrið hafa gengið nægilega niður til þess að taka baujuna um borð. Starf ið tók klukkutíma, frá því að vindan var sett af stað og þangað til baujan sveiflaðist inn fyrir borð- stokkin, rennblaut í rafljósinu, án veifu og luktar Málningin hafði skrapazt af og hún hafði dælazt. Raun- verulega glötuð dóttir hafsins, sem svo sannarlega átti skilið kveðju Briems á þessa leið: — Jæja, svo að þú ert komin , bannsett...... XI. Japanskur harmleikur Omurlegir dagar renna upp í hvers manns líf i — eins konar örlagadagar, sem umturna öllum áformum og öll framtiðin kemur til með að snúast um. Morguninn eftir, þann fimmtánda júlí, var Eiríkur, sem ekki hafði hugmynd um ráðabrugg forlaganna gagnvart honum, kominn til starfa síns, áður en vottaði fyrir fyrstu dagsskímunni. Það var smávegis öldurót og Briem, sem var farinn að þekkja Japanshafið og duttl- unga þess, tók þá ákvörðun að reyna að Ijúka verkinu af þá um daginn. Væri heppnin honum hliðholl, væri það hægt. Hann kallaði þess vegna fyrir sig þá Johansen og Eirík, og þeir komu sem fljótast. Eiríkur var nú að ganga f rá f immtu bauju til notkunar á ný. I glampanum frá raf Ijósunum gekk hann vandlega úr skugga um, að allt væri í lagi við útbúnað hennar. Jo- hansen fór yfir krökurnar, kaðlana og keðjurnar. Jónas var aftur á og leit yfir lóðunartækið, en Gröndal skip- stjóri stóð uppi i brúnni og beið eftir fyrstu dagsskim- unni til þess að finna nákvæmlega rétta staðinn fyrir baujuna. Klukkustundu eftir dagmál var baujan komin á sinn stað, hálfri klukkustundu siðar var krakan komin til botns og slæðingin hófst. Þeir höfðu heppnina með sér. Klukkan rúmlega niu var búið að finna strenginn og klukkan tíu var hann kominn upp að skut. Tíu mínútum síðar var hann tengdur við próf unartækin, og tæknif ræð- ingarnir náðu sambandi við japönsku f lotastöðina lengst úti við sjóndeildarhring í vestri. Þá var komið að Jóni Þórðarsyni. Enda strengsins var dröslað til hans niður á símaþilfarið, þar sem hann skeytti hann við endann á nýja strengnum í afturlestinni. Þessu erfiða og vandasama verki var lokið klukkan tíu mínútur yfir ellefu, og þegar í stað sneri skipið við og sigldi í áttina til lands. Baujan og endinn úr landi voru dregin um borð, og síð- an var þeim enda dröslað til Jóns Þórðarsonar, sem sat og beið hans eins og egypzkt steingoð. Hann skar nýja strenginn í sundur og tengdi hann við endann úr landi, og þegar hann klukkustundu síðar reis á fætur og þurrkaði af höndunum á buxunum, var verkinu lokið. Fimm mínútum fyrir þrjú sökk strengurinn til botns, og síðan var hrópað þrefalt húrra fyrir Danakóngi og Japanskeisara. Allir fengu brennivínstár, og ,,Girling forseti'' sigldi af stað til þess að sækja merkibaujurnar. Klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm,þegar þær voru komnar um borð, og skipið lagðist fyrir akkerum eina sjómílu frá landi, beint framundan símakofanúm. Gröndal skipstjóri var i Ijómandi skapi. Það var svo sem Briem, sem hafði haft yfirstjórn verksins með höndum, en engu að siður myndi hann sjálf ur fá mestan heiðurinn. Rétt áður en lokaskeytingin átti sér stað, hafði hann haft samband við umboðsskrifstofuna í Ton- kin og spurzt fyrir um frekari verkefni, og svarið var: — Hef spurzt fyrir í Kaupmannahöfn, vænti svars á morgun. Svarið myndi berast til símakofans á ströndinni, og til þess að aðvara mannskapinn þar, sendi Gröndal bát í land. Hann minntist loforðs síns við Eirík og sagði við hann, að hann gæti farið með. — En leyf ið er aðeins í tólf sundir, sagði skipstjórinn. Ég sendi bát í land um fimm-leytið í fyrramálið eftir simskeytinu frá Kaupmannahöfn, og ef þér verðið þá ekki á ströndinni, siglum við án yðar. — Gott og vel, skipstjóri, sagði Eiríkur. Meðan báturinn seig niður eftir skipshliðinni, fékk Eiríkur aldeilis að finna fyrir kerskni félaga sinna. — Á hvaða hóteli ætlar þú að búa? spurði einn. — Hann ætlar að setjast að í Paradis hinna sönnu elsk- enda, útskýrði annar, og þannig héldu þeir áfram. HI/EUl G E I R I D R E K I K U B B U R vÞöngulhaus.' Þöngulhaus, V'Viö eigumV Skilurðu Ekki skella \ mamma þin erj annrikt, j ekki hvað við hurðinni, þegaij að kalla. yÞöngulhaus/ erumaðfara?/ þú ferð, " ' ~rr Jú, en ég ætla að fara með ykkur mmh Miðvikudagur 13. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 13.30 Með sínu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garðinum”eftir Jón Björns- son. Margrét Helga Jóhannsdóttir les sögulok (8). 17.30 Framburðarkennsla i spænsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. Sva 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Orð af orði. Gerður óskarsdóttir stýrir umræðum um stöðu fatl- aöra innan skólakerfisins. Viðræðendur: B.ryndis Vig- lundsdóttir, Guðni Jónsson og Sylvia Guðmundsdóttir kennarar. 19.45 Húsnæðis- og bygginga- mál. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka: Svarf- dælingakvöld. 21.30 Útvarpssagan: „Tristan og tsól” eftir Joseph Bédier. Kristin Anna Þórarinsdóttir les (4). 22.00 Fréttir.22.15 Veðurfregn- ir. Lestur Passiusálma (3). 22.25 Kvöldsagan: „Skáld pislarvættisins” eftir Sverri Kristjánsson. Höfundur les (2). 22.45 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 13. febrúar 18.00 Maggi nærsýni. Teikni- mynd. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.05 Skippi. Astralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Gluggar. Breskur fræðslumyndaflokkur. Þýð- andi og þulur Gylfi Gröndal. 18.50 Gitarskólinn Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 2. þáttur. Kennari Eyþór Þor- láksson. 19.20 lllé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 I.if og fjör i læknadeild. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Læknisfræði og geimkönnun Kohoutek fer frá sólu og geimflaug hjá Júpiter. ts i gufuhvolfinu. Náttúruvernd I fenjalandi. Umsjónarmað- ur örnólfur Thorlacius. 21.25 iþróttir Sjónvarpsupp- taka frá frjálsiþróttamóti, sem fram fór siðastliðinn laugardag. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 21.55 Nótt veiðimannsins. (The Night of the Hunter). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1955, byggð á sögu eftir Davis Grubb. Leikstjóri Charles Laughton. Aðal- hlutverk Robert Mitchum, Shelley Winters og Lillian Gish. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.