Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 13. febrúar 1974. .: •. '■ . Keisaraynjan í sjúkraheimsókn t Hér sjáið þið mynd, sem nýlega var tekin af keisaraynjunni Farah Diba i Iran, þar sem hún er i heimsókn á barnaspitala. Keisaraynjan fer alltaf öðru hvoru i slikar heimsóknir. Hún gengur þá gjarna um sjúkra- •húsin og ræðir við sjúklinga og tekur einnig starfsliðið tali og fær upplýsingar um helztu vandamál, sem það á við að striða hverju sinni. Þetta hefur orðið til þess að auka mjög á vinsældir Farah Dibu. / A að nota tjaldið fræga fyrir ferðamenn? ttalskur f jármálamaður, Rudolfo Putigani i Milanó, hefúr snúið sér til Sameinuðu þjóðanna riieð fyrirspurn um það, hvort hann geti fengið til kaups tjaldið fræga, sem stendur við merkisteininn nr. 101 á þjóðveginum milli Kairó og Suez. Þar hafa farið fram margir frægir fundir og verið gerðir samningar til að stöðva ófriðinn fyrir botni Miðjarðar- hafsins. I svarinu, sem honum barst, er sagt, að þó að það kæmi til mála að selja honum tjaldið.þá væri hætt við,að það gæti dregizt eitthvað, að til þess kæmi.að salan færi fram, þvi að fyrst yrði það að standa þarna, þangað til að lokið væri öllum samningum, sem til greina kæmi að hægt væri að ræða þarna, þvi að fyrirkomulagið á samningaviðræðunum þarna hefði verið vel undirbúið og samninga- og friðarstarfið hefur gengið nokkuð vel á þessum stað, en þvi væri ekki nærri lokið enn. — Það má þvi búast við, að Rudolfo Putigani verði ekki búinn að koma upp fyrirhugaðri tjaldbúð fyrir ferðamannatimann i vor. Skítt með peningana Caroline Kennedy, sem er ný- lega orðin sextán ára, er nú i fyrsta sinn á ævinni ,,á föstu,” eins og það er vist kallað. Pilt- urinn, sem Caroline ver tómstundunum með, er nitján ára og heitir John Francis Dodge. Eins og eftirnafnið gefur glöggleg til kynna, er drengur- inn ekki á flæðiskeri staddur, þvi að Dodge-bilaverk- smiðjurnar, sem fjölskylda hans á vænan hlut i, gefa af sér umtalsverða peningaupphæð árlega. Flestar verðandi tengdamæður væru eflaust himiniifandi yfir þeirri heppni dætra sinna að krækja i milljónera. en af skiljanleeum ástæðum skipta peningarnir engu máli, þegar slikt fólk á i hlut. Og i augum Jackie Onassis er Dodge hinn ungi ósköp venjulegur ameriskur millj- óneri. Þegar hún var spurð álits á piltinum, sagði hún að- eins, að hann væri laglegur og af góðu fólki kominn og dóttir hennar hefði áreiðanlega getað valið verr. 'A/ DENNI DÆMALAUSI Vllustaöu núna þe6ar ég lýsi inn i svefnherbergi Wilsons

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.