Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 13. febrúar 1974. Almenningi er gefinn kost- ur á að sjá skemmtiatriði nemenda i Austurbæjarbíói um næstu helgi. Akveðin er miðnætursýning á laugar- dagskvöld, en ekki er enn bú- ið að finna hentugan tima fyrir aðra sýningu. Er fólki bent á, að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. og var þar nær samfleytt i ellefu ár. Um langan tima spilaði hann með föður sinum i sextett Jóns Sigurðssonar, en hóf siðan að spila meðhljómsveitinni Náttúru. Þegar Glaumbær brann missti Sigurður forláta Hammond orgel i brunanum og sá sér þvi ekki fært að halda áfram i danstónlist. 1 Vestmannaeyjum hefur Sigurður stjórnað kórum og eins hefur hann kennt á Selfossi. Þjóðleikhúsið hefur notið starfs- krafta hans. 1 Elliheimilinu var hann söngstjóri og hann skrifaði tónlist við leikrit Agnars Þórðar- sonar, Lausnargjaldið. Þá samdi Sigurður tónlist við Fótatak Ninu Bjarkar, sem sett var á svið i Iðnó, og i leikritinu Loki þó, æfði hann söngvana og spilaði undir. Siguröur stjórnaði og kórsöngn- um i Hárinu. Hann er nú fast- ráðinn i Sinfóniuhljómsveit Is- lands. Verzlunarskólakórinn saman- stendur af 50nemendum. Þar eru ellefu bassar, ellefu tenórar, fjórtán i altrödd og fjórtán sópranar. 22 strákar og 28 stelpur. — Sóttu margir um kórinn i haust? — Eitthvað um 120 krakkar og úr þeim hóp mátti ég aðeins velja 50. Það var óskaplega leiðinlegt verk, þvi i öllum þessum stóra hóp voru aðeins þrir eða fjórir, sem ekki komu til greina. Áhug- inn á söng er mjög mikill hér i skólanum og á margan hátt er skólinn likari Tónlistarskóla en Verzlunarskóla. Krakkarnir hafa mætt sérstaklega vel á allar æfingar og þetta hefur gengið ofsalega vel, — enda syngja þau alveg eins og englar. Hvernig leizt þér á Tommy- hugmyndina? — Fyrst i stað leizt mér engan veginn á uppástunguna, en þegar ég var búinn að velta henni fram og aftur i kollinum um nokkurt skeið, þá breyttist viðhorfið, — ég hafði heldur enga betri hugmynd. Æfingar á Tommy hófust i byrj- un nóvember, i desember var gert hlé vegna prófa og jólahalds, en strax eftir áramótin hófust æfingar af kappi og núna siðustu vikurnar hafa þær verið mjög tiðar. Tvær útgáfur eru til af óperunni, frumútgáfa Who og til- tölulega nýverið kom sinfónisk útsetning frá London Philhar- monic Orchestra. Sigurður Rúnar fékk báðar þessar plötur til áheyrnar i haust. — Ég settist niður og hlustaði, hlustaði lengi, vikum saman. Þá fyrst gat ég farið að vinna sjálfur. Ég hef reynt að fara minar eigin leiðir i útsetningum og ég held, að mérhafi bara tekizt sæmilega vel upp. t byrjun vissi ég ekki hvað ég gat boðið krökkunum mikið, en sá ótti minn reyndist ástæðulaus, — þau ráða við ótrúlega mikið. í laginu Hawker er t.d. ellefu radda útsetning. Laglinan er sungin af sextett sem er þriggja radda. Bassarnir syngja pákur og básúnur, en stelpurnar syngja aðallega trompeta. Frh. á bls. 15 Úlfar Steingrimsson aðalleikari, og leikstjórinn Jón Hjartarson. Sigurður Rúnar, stjórnandi kórs- ins. Kolbeinn Kristinsson syngur Toraray. Helga Möller syngur mömmuna. Við erum stödd i Austurbaejar- biói og komið er langt yfir mið- nætti. A sviðinu stendur fönguleg- ur hópur ungs fólks i rauðum og fjólubláum kyrtlum, það er kór Verzlunarskóla tslands. Fyrir framan hópinn stendur stjórn- Undirleikarar: f.v. Kari Sig- hvatsson, Sigurður Arnason, ólafur Garðarsson og Gunnar Ringsted. Pétur Hjaltested syngur pabb- ann. Tfmamynd: Gunnar. audinn, klæddur i gallabuxur og lopapcysu, heldur á tónsprota i hægri hönd.....Stopp, stopp, ekki svona hratt Kalli,....já, sjáðu sko, við höfum ckki æft þetta með hon- um áður....nú keyrum við i gegn- um þetta frá byrjun....Pétur, þú ferð að þessum mikrófón, 1,2,3,4...Óli þú átt ekki að biða eftir beatinu, Kalli gcfðu mér g. Og Kalli eða Karl Sighvatsson pianóleikari lætur g-nótuna hljóma og kórinn hefur upp raust sina. Stundum þarf að stoppa og þá baðar stjórnandinn út öllum öngum, leiðréttir, — og siðan er byrjað á nýjan leik. Einstaka sinnum þarf að æfa sama lagið oft, en það eru allir þolinmóðir og áhugasamir, og fyrr en varir smella raddirnar saman og stjórnandinn segir stoltur: Bravó. Það er Karl Sighvatsson sem situr við pianóið, Sigurður Árna- son er með bassann, Gunnar Ringsted spilar á gitar og Ólafur Garðarson lemur trommur. Nemendamót Verzlunarskóla Islands verður haldið miðviku- daginn 13. febrúar. Kór skólans mun flytja poppóperuna Tommy og leikritið Leynimelur 13 verður sýnt. Á eftir skemmtiatriðum i A u s t u r b æ j a r b i ó i, munu nemendur og gestir þeirra stiga dans i nýja Sigtúni og þar kemur fram i fyrsta skipti, hljómsveitin Islandia. Poppóperan Tommy er samin af Pete Townshend gitarleikara brezku hljómsveitarinnar WHO, og vakti hún mikla hrifningu þeg- ar I byrjun. Tommy er nafn á heyrnarlausum, blindum og mál- lausum dreng, sem orðið hefur fyrir taugaáfalli. Sagan segir frá samskiptum hans við foreldra sina, leit þeirra að lækningu drengnum til handa og hvernig þeim tekst að fá hann heilbrigð- an. Er Tommy er orðinn alheill Nemendur Verzlunarskólans flytja: stofnar hann samtök til hjálpar þeim, sem eiga við sömu vandamál og hann átti við að striða. En eins og hjá svo mörg- um foringjum mannkynsögunn- ar, þá varð aginn i búðum hans of mikill og hópurinn sneri við Þessari siðu, sem hér hef- ur göngu sína, er ekki ætlað- ur neinn fyrirfram ákveðinn rammi. Akveðið hefur verið, aö hún verði I blaðinu einu sinni I hverjum hálfum mánuði. Það væri ákaflega vel þegið, að lesendur mót- uðu þessa siðu mcð mér, gæfu mér holl ráö og/eða góðar hugmyndir til úr- vinnslu. öll sllk samvinna ætti að gefa góða raun, ef hugur fylgdi máli. 1 stuttu máli cr hægt að segja, að þessi siða eigi að vera vett- vangur ungs fólks með ólik áhugamál. Og með þetta markmið i huga, leggjum við á brattann. — Gsal. honum baki. Tommy lendir aftur I sömu sporum. Þetta er saga óperunnar i stór- um dráttum. Á hitt ber að lita, að sagan er ekki merkileg bókmenntalegt efni, — enda sennilega ekki samin meö það fyrir augum. Tónlistin er númer eitt og það er hún sem hefur haldið lifinu i Tommy, allt til þessa dags. „Krakkarnir ráða við ótrúlega mikið” Sigurður Rúnar Jónsson er söngstjóri kórsins, en hann er kunnur athafnamaður i tónlistar- lifi hér á landi. Hugur hans lá snemma inn á tónlistarbrautina, átta ára hóf hann nám i fiðluleik við Tónlistarskólann i Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.