Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 9
Miövifeudagur 13. febrúar 1974. TÍIMINN Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusfmi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. >-■■■ Loðnan og launin Loðnuvertiðin hefur farið mjög vel af staðið og er aflinn nú orðinn meira en helmingi meiri en hann var á sama tima i fyrra. Nú dregur hins vegar bliku á loft. Allmargar fiskimjöls- verksmiðjur hafa nú tilkynnt, að þær taki ekki við loðnu þar til samningar hafa náðst við verkalýðsfélögin um kaup og kjör, en verkfall hefur verið boðað frá 19. þ.m. Farið var fram á, að verkalýðsfélögin gæfu undanþágu til vinnslu á þeirri loðnu, er i þróm verk- smiðjanna væri 19. feb., ef verkfall skylli á. Þeirri beiðni var hafnað. Þannig hefur stöðvun loðnuvertiðarinnar raunverulega komið til framkvæmda á ýmsum stöðum á landinu viku áður en boðað verkfall getur hafizt. Á siðasta fundi verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda vöknuðu nýjar vonir um að takast mætti að semja á næstu dögum áður en til boðaðs verkfalls kæmi, en þá lagði samn- inganefnd ASÍ fram nýtt tilboð, er felur i sér sérstaka láglaunahækkun auk taxtabreytinga. Hafa atvinnurekendur nú tilboðið til athugunar og má búast við gagntilboði frá þeim. Það yrði þjóðinni og þjóðarbúinu til óskap- legs tjóns, ef allsherjarverkfall skylli á i land- inu i upphafi loðnuvertiðar, einmitt nú, þegar vænta má, að þjóðarbúið fái meiri verðmæti af þessum veiðum en nokkru sinni fyrr. Það tjón myndi koma niður á öllum stéttum þjóðfélags- ins i skarðari hlut hvers og eins. Geta þjóðar- búsins til að tryggja sem mestan kaupmátt launa mundi skerðast jafn mikið og þessu tjóni næmi. Það væri hryggilegt ólán, ef til slikrar stöðvunar þyrfti að koma nú, þegar afkoma manna er betri en nokkru sinni fyrr i sögu þjóðarinnar, kaupmáttur launa meiri en áður þrátt fyrir verðbólgu og miklar visitölubætur i vændum vegna verðlagshækkana.Atvinnu- ástandið i landinu getur ekki orðið launþegum hagstæðara en það er nú og þeir, sem mest á sig leggja,hafa vissulega miklar tekjur. Rikisstjórnin hefur lagt sig fram um að reyna að liðka fyrir samningum milli verka- lýðsfélaganna og atvinnurekenda. Hún hefur m.a. sett fram hugmyndir um verulega lækkun tekjuskatts gegn þvi að verkalýðs- hreyfingin meti hana til jafns við kaup- hækkanir. Á móti þeirri tekjurýrnun rikissjóðs verður að sjálfsögðu að koma tekjuöflun með óbeinum sköttum i staðinn og bundin þvi skilyrði að hún fari ekki beint inn i kaup- greiðslu visitöluna. Verkalýðshreyfingin getur ekki horft fram hjá þeim búsif jum, sem þjóðarbúið verður að taka á sig á þessu ári vegna mikilla verðhækkana erlendis á ýmsum helztu nauðsynjum okkar. Þyngst vegur þar oliuhækkunin, en reikna má með að hún ein þýði þriggja til fjögurra milljarða áfall fyrir þjóðarbúið, þ.e. að við verðum að greiða svo miklu hærra verð fyrir þá oliu, sem við notum á þessu ári, en við gerðum á siðasta ári. Ef loðnuvertiðin, það bjargráð, sem allir binda nú vonir við, að geti vegið upp á móti þeim utanaðkomandi áföllum, sem hér var drepið á, stöðvast, er það alveg vist, að kjör manna á Islandi munu fara versnandi, og skiptir þar engu máli, hve mörgum pró- sentum menn ná i krónutölu með allsherjar- verkfalli. Fram hjá þeim sannindum má enginn horfa i dag. —TK Forustugrein úr Dagens Nyheter, Stokkhólmi Fundur kommúnista flokka í V-Evrópu Rætt um breytt viðhorf og nýjar vinnuaðferðir Enrico Berlinguer, foringi italskra kommúnista og Georges Marchais, foringi franskra kommúnista. MIKILVÆGAR breytingar eru að verða á afstöðu komm- únistaflokka i Vestur-Evrópu. Sameiginleg viðleitni komm- únistaflokkanna á Italiu, i Frakklandi og á Spáni hefir ráðið mestu um þessa fram- vindu. Breytingarnar miða i höfuð- dráttum að aukinni samvinnu. Á það við um samvinnu kommúnistaflokka innbyrðis i Vestur-Evrópu, einkum innan Efnahagsbandalagsins, en þar er stefnt að þvi að breyta sam- vinnu Evrópurikja innan frá. Einnig er stefnt að aukinni samvinnu kommúnistaflokk- anna og annarra vinstri flokka innan hvers rikis um sig. Kommúnistaflokkarnir hafa viða verið einangraðir um nokkurra ára skeið, og er ætl- unin að rjúfa þá einangrun. Þetta er ekki nýtt af nálinni, og auk þess hvergi nærri mótuð stefna, mikið varð þó ágengt á fundi i Brússel fyrir nokkru, þar sem fulltrúar tutt- ugu kommúnistaflokka i V- Evrópu(allra nema kommún- istaflokks Noregs) komu saman til þess að ræða sam- eiginleg vandamál. Fimm svipuð þing kommúnista- flokka i Vestur-Evrópu hafa áður verið háð á undangengn- um árum. Hið fyrsta þeirra var háð i Róm árið 1959. ÞINGIÐ i Brussel var með nokkuð öðrum hætti en fyrri þing kommúnistaflokka, bæði að þvi er tekur til orðalags og aðferða i rökdeilum. Mesta at- hygli vakti, að hin hefðbundnu slagorð voru naumast viðhöfð. Ekki má þó skilja þetta svo, að brostið hafi á ákefð, snerpu og hörku i deilum i Briissel. Hitt var ljóst, að ágreiningur- inn kom fram eins og hann var i raun og án allra leikbragða. Hann snerist um mismunandi viðhorf i efnahags- og stjórn- málum i heimalöndum hinna einstöku flokka. I grein i franska blaðinu Le Monde um fundinn segir meðal annars, að þar hafi greinilega komið fram „meiri einlægni og ljósari viðurkenning sanninda en venjulegt má teljast á alþjóðlegum fundum komm- únista.” Stjórnmálayfir- lýsingin, sem samþykkt var i fundarlok, ber þessa greinileg merki. Þar kom fram fullkomin eining i sumum at- riðum, en verulegur ágreiningur i öðrum. ÞINGIÐ i Brussel kom sér þvi saman um að sýna um- heiminum breytilega mynd, sem vitanlega er mótuð af þeim mismunandi aðstæðum, sem að baki býr. Þetta þarf engum að koma á óvart. Fulltr-úar ólöglegra kommún- istaflokka i einræðisrikjum Vestur-Evrópu tóku þátt i þingstörfum. Þar voru leiðtogar fámennra kommún- istaflokka, sem mega sin litils sem einskis i sinu heimalandi. Þarna voru einnig leiðtogar tveggja fjölmennustu kommúnistaflokkanna i Vestur-Evrópu, eða kommún- istaflokks Italíu og kommún- istaflokks Frakklands, en þeir hafa um margra ára skeið gegnt umfangsmiklu hlutverki i stjórnmálum landa sinna. Að lokum voru þarna fulltrúar kommúnistaflokka gömlu Efnahagsbandalagsrikjanna, fulltrúar kommúnistaflokka nýju aðildarrikjanna og fulltrúar kommúnistaflokka i tsþeim rikjum, sem ekki eru aðilar -að Efnahagsbanda- laginu. __________ AHERZLAN á aukið sam- starf var hinn rauði þráður i umræðum og samþykktum þingsins i Brussel. Þetta staf- aði fyrst og fremst af þvi, að kommúnistaflokkar ítaliu, Frakklands og Spánar gegndu þarna forustuhlutverkum. Stjórnmálastarf þeirra miðast einmitt einkum við samvinnu kommúnistaflokka i álfunni allri og samvinnu hvers flokks viðskyld öfl innan heimalands sins. Afstaða italskra kommún- ista til málefna álfunnar veldur þarna miklu. 1 upphafi voru þeir gersamlega and- snúnir allri samvinnu innan Efnahagsbandalagsins. Hin siðari ár hefir orðið á þessu veruleg breyting og afstaða þeirra til samstarfs innan Efnahagsbandalagsins orðið jákvæðari með timanum. Ekki ber að skilja þetta svo, að italskir kommúnistar séu orðnir alveg ánægðir með Efnahagsbandalagið og uppbyggingu þess. En þeir viðurkenna, að Efnahags- bandalagið sé staðreynd, sem ekki verði framhjá gengið. Bandalagið hefir verið við lýði i fimmtán ár og á þessum tima hafa myndazt þúsundir ýmiss konar efnahagstengsla milli hinna einstöku aðildarrikja. Þetta hefir vitaskuld i för með sér, að baráttu vinstrimanna gegn valdi og áhrifum auðvalds og alþjóðlegra auðhringa verður fyrst og fremst að heyja innan Efnahagsbandalagsins. ÞETTA kom hvað skýrast i ljós hjá itölsku fulltrúunum i Brussel. Þeir kváðu ekki unnt að móta „Evrópu vinnandi stétta” nema fyrir atbeina samþjóðlegra samtaka, „sem taka að sér að leysa þann vanda, sem hin einstöku riki hafa ekki reynzt fær um að leysa.” Á þinginu i Brussel mættu Italirnir harðastri andstöðu frá fulltrúum þeirra flokka, semeru ákafast andsnúnir Efnahagsbandalaginu yfir- leitt, þar á meðal lulltrúum sænska kommún- istaflokksins og finnska kommúnistaflokksins. Merkilegast virðist einmitt i þessu efni, að tveir fjölmenn- ustu kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu, Kommúnista- flokkur Italiu og Kommún- istaflokkur Frakklands, berj- ast ekki framar fyrir slitum efnahagssamvinnu innan Vestur-Evrópu. Þeir virðast þvert á móti lita svo á, að þessi samvinna geti orðið til þess að létta núverandi oki risaveldanna af Vestur- Evrópu þegar fram liða stundir, ef takast má að endurnýja samvinnuna, breyta henni á ýmsa leið og draga úr valdi auðmagnsins. NOKKUR munur er á afstöðu italskra og franskra kommúnista i þessu efni. ttalirnir leggja jafna áherzlu á frelsun Evrópu undan áhrifum Bandarikjanna og Sovétrikj- anna, en baráttu Frakkanna gegn áhrifamætti risaveld- anna er fyrst og fremst beint i vestur. Þessi ágreiningur gefur til kynna nokkuð af þeim mót- sögnum og flækjum, sem kommúnistahreyfingin i Evrópu á við að striða. Þegar betur er að gáð kemur þó i ljós, að franskir kommúnistar hafa frá striðslokum snúizt á sveif með itölskum kommún- istum ihverju málinu af öðru. Þetta hefir gerzt hægt og hægt og tfðast tekið svona fimm til tiu ár. ÞINGIÐ i Briissél lagði einnig áherzlu á aukna samvinnu innan hinna einstöku þjóðrikja. Italskir kommúnistar voru þareinnig i fararbroddi og skýrðu og boð- uðu „breiðar samfylkingar.” sem kommúnistar Vestur- Evrópu yrðu að taka þátt i, þar sem þeir gætu ekki með öðru móti öðlazt áhrif og völd i heimalönduj sinum. ltalskir kommúnistar segja félags-, efnahags- og stjórn- málauppbyggingu Vestur- Evrópu svo samanslungna og margþætta, að hvorki sé mögulegt né eftirsóknarvert fyrir kommúnista að standa einir sér. Vegna þessa beri kommúnistum að leita sam- komulags við aðra flokka og samvinnu við þá, fyrst og fremst flokka sósialista og jafnaðarmanna, en einnig samtök kaþólsku kirkjunnar, þar sem það á við, eins og til dæmis á ttaliu og Spáni. ÞESSI viðhorf ltala hafa um skeið þar i landi gengið undir nafninu „hin sögulega mála- miðlun.” Kommúnistar i Frakklandi starfa i náinni samvinnu við sósialistaflokk Mitterrands samkvæmt stefnuskránni. sem sett var fram i þingkósningunum 1972. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.