Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
MiOvikudagur 13. febrúar 1974.
Ræða
m
Asgeirs
Bjarnasonar
við setningu
Búnaðarþings
„Að fortíð skal hyggja,
er framtíð skal byggja"
A þessu ári minnumst viö ts-
lendingar 1100 ára byggðar i
landinu. Landnámsmennirnir
höfðu rúmt um sig og völdu land
að vild, en gáfu siðan skipverjum
sinum, vinum og skyldmennum,
sem siðar komu til landsins. A
þennan hátt myndaðist byggð og
búskapur i landinu. Bændastéttin
mun vera elzt allra stétta i land-
inu. Á hennar vegum var einnig
bæði útgerð og heimilisiðnaður.
Heimilin voru fjölmenn og þar
hafði hver og einn sinu hlutverki
að gegna. Heimilið var þá ekki
siður en nú „hornsteinn þjóð-
félagsins”. Bændastéttin réði þá
lögum og lofum i landinu og hefur
lengi gert.
Þjóðinni hefur fjölgað ört hin
siðari ár. Atvinnulifið hefur
breytzt og margþætt stéttaskipt-
ing orðið i landinu. Við höfum nú
sérfræðinga á flest öllum sviðum,
án þeirra getur nútima þjóðfélag
ekki verið samkeppnisfært i við-
skiptum við aðrar þjóðir.
„Að fortið skal hyggja, er
framtið skal byggja”. Við erum
alltaf að byggja upp atvinnulifið
og stækka og bæta landið. Það
hefur þá komið sér vel að rifja
upp liðna atburði, þegar stór og
heillarik spor eru stigin. Ég minni
á útfærslu landhelginnar i 50 mil-
ur og ég minni lika á stórfellda
ræktun landsins og allar þær
áætlanir, sem nú eru á döfinni i
þeim efnum og helgaðar eru 1100
ára byggð i landinu. Við eigum
marga staði hér á landi, þar sem
ræktun landsins hefur tekið stór-
felldum stakkaskiptum.
Gunnarsholt á Rangárvöllum
er glöggt dæmi þess, hvað hægt er
að gera við sandflákana. 1
Gunnarsholti eru grónir sandar
svo langt scm augað eygir.
Búsældin blasir þar við hvert sem
litið er. Ræktun, sauðfé, naut-
gripir og hross eru þar sem áður
voru gróðurlausir sandar. Tækni
landbúnaðarins er ekki lengur
bundin við jörðu. Nýja flugvél
landgræðslunnar kemur til með
að valda byltingu i gróðurlendi
landsins. Það er lika ánægjulegt
að sjá hvað Skógrækt rikisins hef-
ur áorkað á Hallormsstað. Það er
glöggt vitni þess hvað hægt er að
gera þar sem skilyrði eru fyrir
hendi.
Bændastéttin er fámenn, en hún
hefur öflugt félagskerfi, sem
reynist henni haldgott i lifsbar-
áttunni. Þar minni ég á hreppa-
búnaðarfélögin, búnaðarsam-
böndin, Búnaðarfélag Islands og
Stéttarsamband bænda. Félags-
skapur þessi er frjáls og byggður
upp neðan frá af fólki, sem á allt
sitt undir „sól og regni”.
Samvinnufélögin eru byggð upp
á svipaðan hátt, þau eru megin-
stoð bændanna i viðskiptamálum.
A þeirra vegum eru margvisleg
iönfyrirtæki, sem framleiða
vandaðar vörur.
Þessar sterku félagsheildir eru
byggðar upp af fólki dreifðu viðs
vegar um landið. Þær hafa verið
sverð og skjöldur þjóðarinnar i
lifsbaráttu liðinna ára.
Ég minni á þetta nú, þvi það eru
blikur á lofti i viðskiptaheimin-
um, sem vafalaust koma talsvert
við sögu hér á landi. Það er mikið
rætt um oliuvandamálið. Við er-
um talsvert háðir þessari nauð-
synjavöru i atvinnulifinu. Sjávar-
útvegur, iðnaður og landbúnaður
þurfa mikið af oliu auk þess er
upphitun húsa og framleiðsla raf-
magns háð oliu. Það er vitað, að
olian stórhækkar i verði. Hitt vit-
um við ekki eins gjörla, hvort við
fáum i framtiðinni það oliumagn,
sem við þurfum. Þegar er hafizt
handa um að nýta jarðhitann til
upphitunar i stærri stil en áður og
það er lika gert allt, sem auðið er
til þess að efla raforkuverin og
nota rafmagn i stærri stil en áður
til húsahitunar og iðnaðar.
Áburðarverksmiðjan i Gufu-
nesi framleiddi tæp 40,000 tonn af
áburði s.l. ár. Þetta er l'yrsta
heila árið, sem nýja verksmiðjan
starfar og reyndist hún vel, þótt
við byrjunarörðugleika væri að
etja. Áburður mun hækka i verði
eins og aðrar rekstrarvörur land-
búnaðarins, þá fer byggingarefni
ört hækkandi erlendis.
Arið, sem leið, var mikið fram-
kvæmdaár i landbúnaði, einkum i
byggingum. Stofnlánadeild land-
búnaðarins lánaði 508,6 millj.
króna s.l. ár og voru lántakendur
1.436. Stofnlánadeildin tók upp
nýjan lánaflokk, bústofnslán til
byrjenda i búskap. Lánsupphæð
er skattamat búfjár, veð er tekið i
bústofni og jörð eða hrepps-
ábyrgð. Lánstimi er 6 ár með
8,5% vöxtum. Fjármagn til bú-
stofnslána var tekið að láni hjá
Lifeyrissjóði bænda, en hann lán-
ar Stofnlánadeild einnig kr.
100.000,-. i viðbótarlán út á hvert
ibúðarhús i sveitum. Stofnlána-
deild landbúnaðarins er
þýðingarmikil fyrir uppbyggingu
i landbúnaði. Þess vegna þarf að
standa vel að þvi að byggja hana
upp fjárhagslega, svo hún geti
sinnt hlutverki sinu. Afurðalán og
rekstrarlán landbúnaðarins hafa
hækkað og eru nú sambærileg við
það, sem er i sjávarútvegi.
Stéttarsamband bænda hefur nú
sem fyrr staðið vel á verði um að
gæta hagsmuna bænda. Verðlag á
búvörum hefur verið bændum
hagstætt og eru þeir nær þvi en
áður að ná launum sinum út úr
verðlaginu.
Landbúnaðarlöggjöfin hefur
verið i endurskoðun, og hefur það
haft sitt að segja fyrir afkomu
bænda og landbúnaðinn. Vil ég
þar til nefna jarðræktar og bú-
fjárræktarlögin sem hvor tveggja
hafa sin áhrif. Ég þakka land-
búnaðarráðherra fyrir forystu i
þessum málum.
Fyrir Alþingi liggja nú mjög
þýðingarmikil landbúnaðarmál
eins og frumvarp til jarðalaga,
áburðarlaga og graskögglaverk-
smiðja. Mér finnst rétt að nota
þetta tækifæri til þess að rifja það
upp, hverjir það voru sem vildu
láta athuga þessi mál og töldu það
þjóðarnauðsyn. Austfirðingarnir
á Búnaðarþingi 1971 fluttu tillögu
um- það, að sköpuð yrði aðstaða
fyrir sveitarfélög til kaupa á
hlunnindajörðum, sem bændur
yrðu að yfirgefa einhverra hluta
vegna. Búnaðarþingsfulltrúarnir
Guðmundur Jónasson og Magnús
Sigurðsson . fluttu tillögu um
eignarhald á jörðum.
Stjórn Búnaðarfélags Islands
flutti tillögu um forkaupsrétt
sveitarfélaga að jörðum, og
siðast en ekki sizt barst Búnaðar-
þingi erindi frá Búnaðarsam-
bandi Suður-Þingeyinga, og
hljóðaði það svo:
„Búnaðarsamband Suður-
Þingeyinga beinir þvi til
Búnaðarþings 1971 að taka til
meðferðar, á hvern hátt bezt
megi tryggja með löggjöf aðstöðu
sveitarfélaga, til þess að kaupa
eða koma i sjálfsábúð byggileg-
um jörðum með viðráðanlegum
kjörum. 1 þessu sambandi verði
athugað, hvort ekki sé hægt að
tryggja ábúendum jarða kaupa-
rétt á þeim jarðeignum, sem ein-
staklingar eiga, án þess að búa
sjálfir á jörðunum”.
Siðan var samþykkt af
Búnaðarþingi að fara þess á leit
við landbúnaðarráðherra, að
hann skipaði 3ja manna nefnd,
einn eftir tilnefningu Búnaðar-
félags íslands, annan eftir til-
nefningu Stéttarsambands bænda
og þriðja án tilnefningar til aö
endurskoða eftirtalin lög:
1. Um kauprétt á jörðum.
2. Ábúðarlög. .
3. Lög um ættarjarðir, óðalsjarð-
ir og erfðaábúð.
4. Lög um jarðeignasjóð rikisins.
Við endurskoðun þeirra verði
þess vandlega gætt, að öll aðstaða
sveitarfélaga og einstaklinga bú-
settra innan þeirra til að ná og
halda eignar- og umráðarétti á
öllu landi innan sveitarfélagsins,
veröi vel tryggð. Þetta var það,
semBúnaðarþing 1971 fól nef-nd-
inni og landbúnaðarráðherra tók
fram i bréfi þvi, er hann ritaði
nefndarmönnum um leið og þeir
voru skipaðir 18. ágúst sama ár.
Frumvörp þau, sem nú liggja
fyrir Alþingi, það eru frumvörp
um jarðalög og ábúðarlög, voru
sýnd á Búnaðarþingi 1972 og tekin
þar til athugunar þá, og á
Búnaðarþingi 1973 voru þau yfir-
farin af sérstakri nefnd. Stéttar-
sambandsfundur bænda hafði
einnig sagt álit sitt á frumvörpum
þessum, og margir aðrir voru til-
kvaddir á meðan mál þessi voru i
A setningarfundinum i gær.
— Timamynd: GE.