Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 20
GHÐI
fyrir góéan mai
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Brezkur
togari
týndur
NTB-Bodö — Brezka togarans
„Gaul” frá Hull er nú leitaö
vestur af Norður-Noregi, einkurn
um 250 sjómilur • . úti i
hafi. Ekkert hefur heyrzt tii
togarans sfðan á föstudag.
„Gaul" er smfðaður 1966 og er
einn þcrra brezku togara, sem
bezt eru búnir tækjum, þcim alira
nýjustu á markaðnum. Um borð
er 27 manna áhöfn.
Norskar og brezkar herflug-
vélar leita skipsins, ásamt flug-
vélum og skipum norsku strand-
gæzlunnar og fiskiskipum á svæð-
inu. Veður á leitarsvæðinu var
slæmt um helgina, en batnaði i
fyrrinött og gær. í gærkvöldi var
svo fariö að hvessa talsvert aftur.
Fastur skipstjóri á „Gaul” er
nú heima i Hull í fri. Hann segist
treysta skipi og skipshöfn full-
komlega, og segir, að Gaul sé
mjög gott sjóskip. Allir skipverj-
ar eru frá Hull.
__
Avísana-
falsari
gripinn
OÓ-Reykjavfk — Stórvirkur
ávisnafalsari var haldtekinn I
Reykjavik s.l. föstudag. Var búiö
að leita að falsara þessum i
nokkrar vikur, áður en hann
náðist. Þótt illa gengi að ná i
manninn, gekk honum ágætlega
að selja ávisanir sinar og var
búinn að falsa úr hartnær tveim
heftum, cr hann var handtekinn.
I byrjun ianúar s.l. var
stolið tékkhefti frá starfsmanni á
Landakotsspitala. Ekki leið á
löngu þar til falsaðir tékkar úr
heftinu fóru að streyma inn frá
skemmtistöðum, vinbúöum og
matvöruverzlunum.
t janúarlok var enn stolið
tekkhefti og nú úr skápi starfs-
manns á Landspitalanum. Sama
sagan endurtók sig. Blöð úr
heftunum voru seld I sömu fyrir-
tækjum og úr hinu fyrra, og voru
númer eyðublaðanna og nafn út-
Solsjenitsyn tekinn á
heimili sínu í gær
NTB—Moskvu. —
Einkennis- og óein-
kennisklæddir lög-
reglumenn ruddust i
gær inn i ibúð nóbel-
skáldsins Alexanders
Solsjenitsyn i Moskvu
og færðu hann til yfir-
heyrslu. Það var
tengdamóðir skálds-
ins, sem tilkynnti
vestrænum frétta-
riturum i Moskvu um
atburðinn.
Atta lögreglumenn i
borgaralegum klæðnaði og
tveir einkennisklæddir rudd-
ust inn i ibúðina laust eftir
klukkan 14 að isl. tima i gær.
Þegar kona skáldsins fór til
dyra, gengu mennirnir
framhjá henni og tóku
Solsjenitsyn meö sér út.
Tveir menn voru eftir i ibúð-
inni I tuttugu minutur eftir það
og reyndu að komast inn i önn-
ur herbergi, þótt þeir hefðu
engin skilriki, sem heimiluðu
þeim húsleit. A sama tíma var
slmasambandið milli heimilis
tengdamóður skáldsins, frú
Svetlovu, og skrifstofu
Reuters i Moskvu rofiö. Marg-
ir vestrænir fréttamenn, sem
voru að ræða við fólk i simá,
uröu fyrir þvi sama, fljótlega
eftir að samtölin hófust.
Solsjenitsyn kom ekki á
skrifstofu rikissaksóknara
fyrra þriðjudag, eftir að hafa
veriö kallaður þangaö til yfir-
heyrslu i annað sinn. t fyrra
sinnið átti hann að koma
föstudaginn áður, en kona
hans neitaði að taka við stefn-
unni, vegna þess að á hana
vantaði skráningarnúmer. A
mánudag kom önnur stefna,
en þá neitaöi hann sjálfur að
taka við henni og birti i stað-
inn opinbera yfirlýsingu, þar
sem hann kvaðst ekki undir
nokkrum kringumstæðum láta
yfirvöld yfirheyra sig, vegna
þess að i Sovétrikjunum rikti
lögleysa.
Framkvæmdastjóri sænsku
akademiunnar, Karl Ragnár
Gierow, sagði I gær um hand-
töku Solsjenitsyns, að þetta
væri hörmungarfregn. Hann
sagði, að fréttin væri enn
nokkuð óljós, en vonaði, að
skáldið væri aðeins i yfir-
heyrslu, en ekki i varðhaldi.
Sem kunnugt er veitti sænska
akademian Solsjenitsyn bók-
menntaverðlaun Nóbels árið
1970, en hann kom ekki til
Stokkhólms til að taka við
þeim, af ótta viö að fá ekki að
snúa aftur til Sovétrikjanna.
t Zurich sagði svissneskur
lögfræðingur skáldsins, að
handtakan myndi ekki koma i
veg fyrir úgáfu bóka hans á
Vesturlöndum Hann kvaðst
alltaf hafa óttazt að sovézk
yfirvöld tækju til þess ráðs að
handtaka Solsjentisyn.
— öll símtöl
um málið
slitin
jafnharðan
Solsjentitsyn. t varðhaldi
eða yfirheyrslu?
gefanda með ýmsu móti, en ekki
leyndi sér, að sami maður hafði
skrifað allar ávisanirnar.
Loks hafðist upp á falsaranum
núna fyrir helgina. Var hann úr-
skurðaður i allt að 20 daga gæzlu-
varðhald, og játaði hann þá sekt
sina.
Aldrei skrifaði hann stórar
upphæðir i einu, en samanlagt
hefur hann náð út um 80 þúsund
krónum með aðstoö stolnu heft-
anna.
Augljós spellvirki
— ef loðnustofninn er takmarkaður og
köstum er sleppt til að nó aðeins
í frystingarhæfa loðnu
-hs-Rvik. — Mér er nær að halda
að loðna, sem sleppt er, fljóti ekki
upp, þannig að mjög erfitt er aö
fylgjast mcð þvi, hvort eitthvað
er gert að þvi að sleppa niður
köstum, þar sem hlutfall hrygnu
og hængs er óhagstætt til
frystingar, sagði Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur I
viðtali við blaðið i gær. Hann
sagöist hafa heyrt, að þetta væri
gert, svo unnt væri að fara meö
loðnuna til frystingar á
Suðvesturlandi, en eins og
kunnugt er taka bræðslurnar á
þessu svæði eingönguviö úr-
gangsloönu frá frystihúsunum
þessa dagana.
Hjálmar sagðist hafa heyrt, að
einn bátur hefði þurft að kasta 5-6
sinnum, áður en „viðunandi”
árangur náðist, áður en hann fékk
kast, þar sem meiri hluti aflans
var hrygna og þvi hæfur til
frystingar.
Hjálmar sagði, að ekki yrði
fullyrt, hve mikið af þeirri loðnu
sem þurrkuð hefur verið að skips
hlið og siðan sleppt, lifði áfram
en eins og áður sagði, telur hann
að hún fljóti ekki upp, heldur
sökkvi til botns. Afleiðingarnar
geta orðið alvarlegar, ef oft er
kastað á sömu torfuna og henni
siðan sleppt þvi loðnan er
viðkvæm fyrir hnjaski.
— Segja má, að nú sé það mikið
af loðnu, að stofninn þoli mætavel
þær veiðar, sem á honum hafa
verið stundaðar, sagði Hjálmar,
en óliklegt er að svo verði um alla
framtið. Ef á daginn kemur, að
loðnan þolir illa að vera veidd i
nót, skoðuð og sleppt aftur, sem
er reyndar min persónulega
skoðun, og ef framhald verður á
slikum veiðum, er augljóst, hvi
lik spellvirki er hægt að vinna,
þegar hrygningarstofninn er tak-
markaður. Auk þess yrði geysi-
legum verðmætum þannig á glæ
kastað að þarflausu, þar sem nú
eru vélar til þess að flokka
loðnuna.
Hjálmar sagði að lokum, að
enda þótt gotloðnan dræpist lik-
lega mest öll að hrygningu
lokinni, hefði þó sá hluti
hennar, sem ekki hefði verið
veiddur, óáreittur getað lagt sitt
af mörkum til að viöhalda
stofninum hingað til.
Gífurlegt öngþveiti
í Vestur-Þýzkalandi
engar lestir, enginn póstur, en nóg sorp
NTB-Bonn. — Willy Brandt
kanslari fór þess á leit i gær við
verkamenn i verkfalli og vinnu-
veitendur þeirra, að þeir sýndu
ábyrgðartilfinningu. Jafnframt
ollu ný verkföll stöðugt meiri
ringlureið i landinu.
Stjórnin hefur lagt fram nýtt
launatilboð, sem hljóðar upp á
10.5% hækkun, en stjórnir stéttar-
félaganna visuðu þvi á bug á
mánudag. Krafizt er 15% launa-
hækkunar.
Verkamenn við járnbrautirnar
bættust i gær i hóp verkfalls-
manna. Alls eru um 200 þúsund
rikisstarfsmenn i verkfalli, og
starfa þeir við samgöngur og
hreinsun, svo eitthvað sé nefnt. I
gærbættust 50 þúsund manns við.
Allar opinberar samgöngur
lömuðust svo til algjörlega,
póstur er ekki borinn út, og sorpið
hleðst upp i borgunum. Aukinn
fjöldi manna fóru á eigin bilum
til vinnu, og olli það geysilegu
öngþveiti i umferðinni.
Aðeins i Hamborg og Bremen
gekk umferðin eðlilega, þar sem
samgöngutæki i Hamborg eru
rekin af einkaaðilum, og i Brem-
en komust borgaryfirvöld aö sér-
samningum við starfsmennina og
veittu þeim 12% launahækkun.
Sérfræðingar eru þeirrar
skoðunar, að rikisstjórnin og
verkfallsmenn muni á endanum
koma sér saman um álika launa-
hækkun alls staðar.
Verkfallið í Bretlandi:
Tilboð kaupsýslu-
mannanna hafnað
NTB-London. — Vonin um að leystist á næstunni varð að engu i
námaverkfallið I Bretlandi gær, þegar stjórn félags náma-
Sóttafundu
—hs—Rvik. Sáttafundur var
boðaður kl. 16 i gær i deilunni um
kaup og kjör sjómanna á báta-
flotanum, en hálfum öðrum tima
slðar voru viðræður enn ckki
hafnar.
Krislján Ragnarsson, for-
maðúr L.I.U. sagði þá i viðtali við
blaðið, að‘ þeir hefðu séð sátta-
semjara bregða aðeins fyrir, en
ekki hefðu þeir enn séð neitt til
viðsemjenda sinna, sem eru und-
ir- og yfirmenn á bátaflotanum.
Sagði hann, að þeir væru orðnir
alvanir slikri bið á sáttafundum.
Nú liður óðum að þeim tima, er
verkföil hafa verið boðuð, en lik-
lega fara sjómenn i verkfall um
leið og landverkamenn, ef af
verður, en mjög mikil hreyfing er
nú i þessum málum öllum.
verkamanna visaöi á bug ser-
stakri greiðslu frá hópi ónafn-
greindra kaupsýslumanna.
Akvörðun stjórnarinnar var
einróma samþykkt eftir sér-
stakan fund i London. Tilboðið frá
kaupsýslumönnum á sér enga
hliðstæðu i sögu Bretlands. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
buðu kaupsýslumennirnir verk-
fallsmönnum rúmlega 80 þúsund
sterlingspund daglega i þrjár
vikur, ef þeir vildu taka upp
vinnu. Heath forsætisráðherra
var tortrygginn gagnvart tilboð-
inu og kvaðst ekki hafa hugmynd
um, hverjir stæðu þar að baki.