Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. febrúar 1974.
0 Tommy
„Gott félagslif er hefð i
Verzlunarskólanum”
Verzlunarskólinn hefur á und-
anförnum árum tekið fyrir tón-
list, sem hefur verið ofarlega i
hugum fólks, á hverjum tima.
Einn veturinn sungu þau lög úr
Oklahoma, annan vetur lög úr
rokkóperunni Jesus Christ Super-
star og svona mætti lengi telja.
Ég náði tali af Sigtryggi Jóns-
syni, en hann er forseti nemenda-
félagsins. Aðspurður sagði hann,
að félagslifið i skólanum hefði
verið mjög gott i vetur. Ahuginn
væri geysimikill og mikið sjálf-
boðastarf hefði verið unnið fyrir
nemendamótið.
— Segja má, að mikið og gott
félagslif sé hefð hjá Verzlunar-
skólanum, þvi um langt skeið
hefur áhugi og samstarf nemenda
veriðmjög mikið. Sagði Sigtrygg-
ur, að andinn i skólanum væri
einstakur og sennilega ætti
stjórnskipulagið mikinn þátt i
þvi. í skólanum er niu mana aðal-
stjórn og siðan eru fimm meðlim-
ir fyrir hvert svið félagslifsins og
á þann hátt virðist vera mjög
auðvelt að ná til allra bekkjar-
deilda. — Annars á kórinn lika
mikinnheiður i þessu máli. Hann
er I mörgum tilfellum uppsprett-
an. Sagði Sigtryggur, að
nemendur væru að fá bætta að-
stöðu fyrir félagslifið i kjallara
húss við Hellusund. Þar er hug-
myndin að verði fundarherbergi,
auk þess að starfsaðstaða mun
breytast til hins betra, með
tilkomu húsnæðisins. — Við
höfum þurft að biða óhemjulengi
eftir þvi, að faglærðir iðnaðar-
menn lykju sinum verkum i kjall-
aranum, svo við gætum byrjað að
mála og koma öllu i sæmilegt
horf.
— Hvers vegna völduð þið
Tommy til flutnings?
— Ég hef lengi gengið með
þessa hugmynd i maganum, —
eða kollinum, réttara sagt. Núna
er ég formaður og þvi er meira
mark tekið á minum hugmynd-
um. Sjálfum finnst mér óperan
vera afburðaskemmtileg ög vel
gerð, — og þó hún sé samin fyrir
nokkrum árum, þá er hún enn
geysivinsæl og til dæmis ætlar
hinn frægi leikstjóri Ken Russel
að kvikmynda hana bráðlega.
„Hugurinn hefur verið
hjá Tommy”
Kolbeinn Kristinsson syngur
aðalhlutverkið, Tommy. Hann er
ekki með öllu óvanur söngmaður,
þvi um tima söng hann með
hljómsveitinni Mods. Hann hafði
þetta að segja:
— — Ég hef haft sérstakt dálæti
á Tommy, allt frá þvi óperan kom
fyrst fram á sjónarsviðið. Það
hefur verið mjög gaman að vinna
að þessu verki og ég vona að
árangurinn verði i sæmilegu hlut-
falli við erfiðið. Æfingarnar hafa
ekki komið svo mikið niður á
skólanum sjálfum, heldur verða
bara önnur áhugamál að vikja.
Þvi er þó ekki að leyna, að hugur-
inn er oftast hjá Tommy.
Leikritið Leynimelur 13 er eftir
þá félaga, Emil Thoroddsen, Ind-
riða Waage og Harald A. Sigurðs-
son, en þeir kölluðu sig Þridrang.
Sá orðrómur var á kreiki hér i
borg, að fólk i húsnæðisvand-
ræðum ætti að fá rétt til þess að
koma sér fyrir hjá fólki, sem
hefði nóg húsrúm, — og var þessi
orðrómur uppsprettan að gerð
leiksins. Leikritið fjallar um það
ástand, sem skapast þegar
óvæntir gestir koma inn i hús, og
eru með skjöl upp á það, að hér
eigi þeir heima. Leikurinn er mis-
skilningur á misskilning ofan, en
ekki verður farið út i þá sálma
hér. Upprunalega er leikritið
þriggja tima verk, en i uppfærslu
Verzlunarskólanema tekur það
rúma tvo tima. Leikendur eru alls
18, þar af 5 börn. Aðalhlutverkin
eru.leikin af Úlfari Steindórssyni
og Sigurði Pétri Harðarsyni.
Leikhúsið Fjalakötturinn sýndi
Leynimelinn fyrst 1943 og þá lék
Haraldur Á. Sigurðsson aðalhlut-
verkið. Leikritið hefur notið mik-
illa vinsælda og verið sviðsett
viðs vegar um landið.
„Þetta er bullandi
farsi”
Jón Hjartarson er fastráðinn
leikari hjá Leikfélagi Reykjavik-
ur. Hann er leikstjóri hjá Verzl-
unarskólanemum i leikritinu
Leynimelur 13.
____iTÍMTNN_________________________ 15
VERÐUR HÓLASKÓLI TIL-
BÚINN NÆSTA HAUST?
Hætt við útboð verksins — Kunningjabragur á útboði verksins
Var Duióað semja við verktakann, áður en málið kom fyrir borgarstjórn?
— Það er mikil vinna og tals-
vert nám, sem liggur að baki
svona skólaleikhúsi. Nemendur
minir hafa verið duglegir og
stundað starf sitt af kostgæfni, en
mér finnst ranglátt að skólinn
skuli ekki standa meira með okk-
ur en raun ber vitni.
Sagði Jón, að sér fyndist það
furðulegt, að nemendur, sem
leggja á sig mikla vinnu og mikið
erfiði innan félagslifsins i skólan-
um, —þeir nytu þess á engan hátt
á skjölum skólans við burtför.
— T.d. hefur leikritið verið i
æfingu fulla tvo mánuði og nú
siðast á næturnar upp i Austur-
bæjarbiói. Nemendur komast
ekki hjá þvi, að þetta bitni beint
eða óbeint á námi þeirra við skól-
ann.
Hafið þið breytt eitthvað út frá
Iðnó-uppfærslunni?
— Við tökum raunar annan pól i
hæðina. t Iðnó reyndu þeir að
heimfæra leikritið upp á nútim-
ann, en við leggjum aftur á móti
aðaláherzluna á tiðarandann,
eins og hann var þá, sagði Jón að
lokum.
„Vildi ekki vera hans
manngerð”
Kristófer K. Madsen er leikinn af
Úlfari Steindórssyni. Þetta er
frumraun Úlfars á leiksviði, en
hann hefur áður komið fram á
skemmtikvöldum i skólanum.
Hann hafði þetta að segja:
— Þetta er mjög skemmtileg
reynsla og þótt leikritið taki allan
fritimann frá mér, þá er þeim
tima ekki illa varið. Ég mun lita
allt öðrum augum á leikhús eftir
kynni min af undirbúningi svona
verks. Ég hafði aldrei gert mér
grein fyrir, hve óskapleg vinna
liggur að baki einu leikriti.
Kristófer K. Madsen er finn og
„pempiulegur,” en samt
skemmtileg persóna og mér likar
bara vel við hann. En ekki vildi ég
vera hans manngerð I raunveru-
leikanum.
0 Loðnuaflinn
tekið við loðnu til frystingar, þ.e.
suðvestanlands.
Blaðið hafði i gær samband við
nokkra útgerðarmenn, og voru
þeir mjög óhressir yfir þeirri
mismunun, sem þeir telja eiga
sér stað við móttöku loðnu til
frystingar á Suðvesturhorninu,
einkum i Faxaflóahöfnunum.
einnig töldu þeir, að verk-
smiðjurnar, sem aðeins taka við
úrgangsloðnu frystihúsanna,
greiddu fyrir þá loðnu verð, sem
taka á gildi 21. febrúar og er 40
aurum lægra á hvertkiló en nú-
gildandi verð. Kemur þetta niður
á útgerðinni og sjómönnum, en
ekki tókst að fá þetta staðfest i
gær.
Hins vegar sagði Jónas Jóns-
son, formaður Sildar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar hf i
Reykjavik, i viðtali i fyrradag, að
þeir myndu halda áfram að taka
viö úrgangsloðnu frá frystihúsun-
um, með sérstökum skilyrðum
um áhættu, sem frystihúsin
þyrftu að taka, i hverju svo sem
sú áhætta er fólgin.
Heildaraflinn frá byrjun
þessarar vertiðar var um kl. 18 i
gær orðinn um 213 þús. lestir og
fer þvi að nálgast helming
heildaraflans á allri vertiðinni i
fyrra, en hann var um 440 þús.
lestir. Þann 10. febrúar i fyrra
var aflinn orðinn rúmar 87 þús.
lestir, en viku siðar, þann 17., var
heildaraflinn orðinn 112 þús. lest-
ir.
Frá þvi kl. 18 i fyrradag og til
miðnættis tilkynntu eftirtalin skip
um afla: Venus 170, Hamravik
120, Helga Guðmundsdóttir 300,
Bára 100, Sigurbjörg KR 50, Haf-
berg 100, Kap II 35, Jóhannes
Gunnar 30, Skagaröst 55, Ólafur
Tryggvason 15, Hiimir KE 130,
Fifill 350, Sigurbergur GK 180,
Tungufell 240, Bergur 90, Vonin
120, Guðrún 100, Arsæll 140, Kóp-
ur 100, Haraldur 90.
Frá miðnætti og fram til kl. 18 i
gær tilkynntu svo þessi skip um
afla: Sæunn 120, Halkion 280,
Steinunn SF 75, Þorbjörn II 70,
Albert 120, Sigurvon 65, Gullberg
105, Pétur Jónsson 350, Heimir
420, Kap II 45, Ásborg 70,
Höfrungur II 60, Hafrún ÍS 60,
Bjarnarey 50, Álftafell 250, Sæ-
berg 250, Grimseyingur 100, Bald-
ur 50, Oddgeir 140, Ljósfari 230,
Hrönn 50, Ottó Wathne 80, Dag-
fari 200, Ólafur Magnússon 160,
Járngerður 160, Vonin 60, Ársæll
Sigurðsson 90 Kap II 20, ísleifur
LV 80, Venus 20, Steinunn RE 120.
BYGGINGAFRAMKVÆMDIR
og búseta fólks i Breiðholti III
ættu ekki að koma borgaryfir-
völdum á óvart, þótt svo virðist
stundum. Þetta hverfi var á sin-
um tima skipulagt sem heild, og
þá jafnframt gert ráð fyrir opin-
berum stofnunum, svo sem skól-
um, þar á meðai skóla i norður-
bluta hverfisins, sem ráðgert er,
að kallaður verði Hólaskóli.
Þótt nægur timi hafi verið til
undirbúnings að byggingu þessa
skóla, er borgarfulltrúum til-
kynnt nú, að þar • sem hluti
húsnæðisins þurfi að vera tilbúinn
næsta haust, ef börnin i hverfinu
eigi að fá skólavist næsta vetur,
verði að hverfa frá þeirri
viðteknu reglu að bjóða
framkvæmdir við bygginguna út,
og i stað þess gerð tillaga um að
semja við ákveðinn bygginga-
meistara um verkið.
— Þótt ég viti þessi vinnubrögð
harðlega, mun ég ekki leggjast
gegn afgreiðslu málsins, og geri
það með velferð barnanna i Hóla-
hverfi i huga og það, að þau geti
vonandi hafið eðlilega skólagöngu
næsta haust. Þannig komst
Kristján Benediktsson borgar-
fulltrúi að orði, er flausturslega
afgreiðslu I haldsmeirihlutans á
málum þessum bar á góma I borg
arstjórn Reykjavikur sl. fimmtu-
dag.
Ataldi Kristján harðlega,
hvernig að þessum málum hefði
verið staðið, og væri þetta þó eng-
an veginn einsdæmi um furðuleg
vinnubrögð meirihlutans i
sambandi við samninga við verk-
taka. Allt sl. ár hefði i borgar-
stjórn og borgarráði verið rætt
um þörfina á þessum skóla, en nú,
á siðustu stundu, væri gripið til
þess ráðs að leita samninga við
ákveðinn verktaka, I stað þess að
bjóða verkið út, sem sé eina eðli-
lega leiðin.
Þessi vinnubrögð kvað Kristján
vera til skammar og sagði, að það
liti sannarlega út fyrir, að það
væri ákveðin meining meirihlut-
ans að hliðra sér við að bjóða verk
út, en gauka þeim i staðinn að
ákveðnum aðilum, sem halda
mætti að væru i náðinni hjá
ihaldinu. — Það er ljóst, sagði
Kristján, að ágreiningur er hjá
ihaldinu um það, hvert starfssvið
Innkaupastofnunar borgarinnar
skuli vera, og hefur einn fulltrúi
þess i borgarstjórn stungið upp á
þvi, að Innkaupastofnunin verði
lögð niður. Ef til vill er það
óskadraumur fulltrúa hinnar
frjálsu samkeppni að útiloka
samkeppnina. Þá hefði ihaldið
frjálsar hendur til að semja við
þá aðila, sem eru i náðinni hjá þvi
hverju sinni. Það er skylda borg-
arstjóra að gera hreint fyrir sin-
um dyrum i þessum efnum.
— Ég harma þá siendurteknu
viðleitni að sniðganga eðlilegan
framgangsmáta i sambandi við
útboð bygginga á vegum borgar-
innar, sagði Kristján að lokum,
en sifellt er verið að koma sér hjá
þvi að bjóða út verk, en semja
þess T stað við ákveðna aðila.
Miklar umræður urðu
um málið, og tóku fjölmargir
borgarfulltrúar til máls.
Alfreð Þorsteinsson, sem er
fulltrúi Framsóknarflokksins i
Fræðsluráði Reykjavikur, minnti
á það, að hann hefði flutt tillögu i
fræðsluráði fyrir tæpum fjórum
mánuðum, þar sem lögð hefði
verið sérstök áherzla á að hraða
hönnun Hólaskóla i þvi skyni, að
útboð gæti farið fram hið fyrsta,
en greinilegt væri, að borgar-
stjórnarmeirihlutinn hefði ekkert
mark tekið á þessari viðvörun.
Guðmundur G. Þórarinsson
benti á það, er hann ræddi um
skipulagsmál yfirleitt og seina-
ganginn á þeim, hvernig vita-
hringur skipulagsins hefði lokazt
af þessum sökum. Skipulagið lægi
alltof seint fyrir. t nýju hverfun-
um, sem nú væri verið að úthluta
lóðum i, hefði skipulagið ekki
verið samþykkt fyrr en i ársbyrj-
un, en engu að siður væru gatna-
gerð, holræsagerð og malbikun
þessara hverfa á fjárhagsáætlun
þessa árs. Fyrirhyggjan væri
slik, að svo væri ráðizt i að húrra
framkvæmdum einhvern veginn
af, þegar allt væri komið i
eindaga.
Sigurjón Pétursson lýsti sig
sammála þvi, sem kom fram i
ræðu Kristjáns Benediktssonar,
og átaldi mjög seinlætið i þessum
málum, svo og val verktaka. Þó
hefði málið litið verr út i upphafi,
þegar hugmyndin hefði verið sú
að láta umræddan verktaka gera
heildartilboð i verkið, þótt horfið
O Áta
verður, sagði Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur, er
við ræddum við hann. Hjálmar
kvaðst einnig telja fremur ólik-
legt að það væru rækjuseiði, sem
væru I maga loðnunnar, þótt ekk-
ert gæti hann fullyrt um það, og
eins- virtist sér trúlegt, að þessi
umrædda loðna með átu i maga
hefði veiðzt á einhverju tak-
mörkuðu svæði.
Getur dregið úr
frystingu
Reynist nú hins vegar veruleg
brögð að átu i loðnunni, getur það
dregið þann dilk á eftir sér, að
frysting verði minni en ella.
Fyrirvari mun þó enginn um
þetta atriði i samningum við hina
japönsku kaupendur. En jafn-
varasamt er fyrir báða aðila,
seljendur og kaupendur, að eiga
yfir höfði sér, að skemmd komi
fram i loðnunni, og getur þess
vegna hugsazt, að hik komi á
menn við frystinguna, enda hefur
þess þegar gætt sums staðar.
0 Sambandslaust
Daviðsson, fréttaritari Timans á
Akureyri, i gær. Vinna liggur að
mestu niðri vegna rafmagnsleys-
isins og húsin kólna, þvi þótt flest-
ir hafi oliukyndingu, gengur hún
fyrir rafmagni.
Unnið er dag og nótt að þvi að
hreinsa götur. 1 gær var bleytu-
hrið á Akureyri og fært orðið um
aðalgöturnar. Nægileg mjólk er i
bænum, þvi brotizt var á bilum
með mjóik úr Svarfaðardal á
mánudag og i fyrrinótt.
— Það er búin að vera hér
bleytustórhrið með hávaðaroki
siðan á mánudag, sagði Jóhann
Þorvaldsson fréttaritari Timans
á Siglufirði. Allar rafleiðslur bil-
uðu á mánudagskvöld frá Skeið-
fossvirkjun. Við vorum þó ekki
rafmagnslaus nema stutta stund,
þvi vararafstöðin var tekin i notk-
un. I nótt varð rafmagnslaust i
Ölafsfirði, eins mun hafa verið
rafmagnslaust i Fljótunum, þvi
allar linur frá Skeiðfossvirkjun
biluðu.
Það er kominn geysimikill
snjór hér. Kennsla féll niður i
barnaskólanum seinni partinn i
dag, enda er vonzkuveður. Allir
vegir eru tepptir. Eins er um
flugsamgöngur. En Drangur er
væntanlegur hingað á morgun.
Hann kemur tvisvar i viku frá
Akureyri, m.a. með mjólk. Hann
er eina samgöngutaugin, sem
ekki bilar á svona tið.
— Astandið hér er ekki veru-
iega slæmt, sagði Þormóður
Jónsson, fréttaritari okkar á
hefði verið siðar að þvi, sem nú
er.
— Það er einhver kunningja-
bragur á þessum viðskiptum,
sagði Sigurjón.
Borgarstjóri reyndi að halda
uppi vörnum, en viðurkenndi
óhóflegan seinagang á þessum,
og ýmsum öðrum fram-
kvæmdum. Nefndi hann til
veikindi arkitekts sem aðalorsök
þess, að hönnun Hólaskóla hefði
dregizt úr hömlu.
Húsavik, i simtali i gær. Það
gerði norðaustanstórhrið á
laugardag, en ekkert varð að i þvi
veðri. A mánudagsmorgun slot-
aði nokkuð, en herti aftur i gær-
kvöldi og var mjög hvasst i nótt.
Veður var hlýtt og mikil ising, svo
sleit niður loftlinu i bænum. Af
þeim sökum er sums staðar raf-
magnslaust, þó hefur meiri hluti
bæjarins rafmagn. Skólarnir eru
báðir rafmagnslausir.
Nú er aftur farið að frysta og
mikil hrið. Hægt er að aka um
aðalgötuna og eitthvað af hliðar-
götum, en vel er fært gangandi
fólki um allan bæinn.
A mánudag átti að fljúga hing-
að. En það stóðst á endum, að
þegar búið var að ryðja flugvöll-
inn, var farið að hriða aftur. Ekki
er vitað svo gjörla, hvað er fært út
frá Húsavik, enda svo blint, að
menn fara ekkert. Ófært er milli
Akureyrar og Húsavikur. Á
mánudag var reynt að ryðja á
Svalbarðsströndinni, en bar litinn
árangur, þvi alltaf fennti á ný.
Siðustu fréttir. I gærkvöldi hafði
Guðjón Petersen hjá Almanna-
vörnum samband við blaðið og
skýrði frá þvi, að hann hefði náð
sambandi við Isafjörð. Allt er i
lagi i bænum og rafmagn komst á
i Hnifsdal um þrjúleytið aðfara-
nótt þriðjudags.
0 Íþróttir
væntanlega láta i sér heyra,
en hann syngur lag, sem er á
hljómplötunni með landsliðs-
hópnum. Lag Ómars heitir
Valli varamaður, en lagið,
sem islenzka liðið syngur,
heitir Áfram island.
Strax á eftir söngnum mun
landsliðið 1964 leika gegn 2.
dildar úrvalinu, og mun sá
leikur taka 2x20 min. Siðan fá
dómarar enn eitt tækifæri til
að leggja hina ósigrandi
iþróttafréttamenn að velli.
iþróttafréttamenn munu
flagga leynivopni, en i fyrri
leikjum sinum hafa þeir alltaf
komið með frábær leynivopn
— fyrst Ómar Ragnarsson og
siðan Helga Danielsson, en
þessir snjöllu leikmenn leika
að sjálfsögðu með gegn
dómurunum. Leikurinn mun
taka 2x10 min., ef úthald dóm-
aranna endist svo lengi.
Fjáröflunarleikkvöldinu
mun svo ljúka með leik is-
landsmeistara FH og HM-liðs-
ins. Geir Hallsteinsson mun
leika með landsliðinu gegn
FH, en FH-liðið fær að leika
með sina landsliðsmenn.
Tekst landsliðinu að sigra
FH?