Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 11
Miövikudagur 13. febrúar 1974.
TÍMINN
11
Ásgeir Bjarnason setur búnaðarþing,
Tímamynd GE
endurskoðun. Eftir að Búnaðar-
þing i fyrra hafði lagt fram breyt-
ingará frumvarpinu og það sam-
þykkt svo breytt með 22 atkvæð-
um gegn 1, var það lagt fram á
Alþingi i april 1973, en ekki tekið
til umræðu þá.
Megin kjarninn i frumvari til
jarðalaga er sá „að tryggja, að
nýting lands utan skipulagðra
þéttbýlissvæða sé eðlileg og hag-
kvæm frá þjóðhagslegu sjónar-
miði og að eignarráð á landi og
búseta á jörðum sé i samræmi við
hagsmuni sveitarfélaga og
þeirra, sem landbúnað stunda.”
Það hefur lengi staðið i lögum, að
sveitarstjórn þess sveitarfélags,
þar sem eignin er, eigi forkaups-
rétt, þegar um sölu er að ræða, þó
með vissum undantekningum.
Forkaupsréttarákvæði þetta helzt
að sjálfsögðu i hinu nýja frum-
varpi til jarðalaga. Til þess að
gera ákvæði þetta virkara en oft
hefur reynzt, þá er aðstaða
sveitarstjórna gerð auðveldari
samkvæmt frumvarpinu á eftir-
farandi hátt:
1. Ábúðartimi leiguliða, áður en
hann öðlast forkaupsrétt á und-
an sveitarstjórn er lengdur úr
þremur árum eins og hann er
nú i tiu ár.
2. Svarfrestur sveitarstjórna er
lengdur.
3. Ab gefa sveitarfélögum kost á
láni úr Jarðasjóði rikisins.
4. Að sveitarstjórnir geta krafizt
mats dómkvaddra manna, ef
söluverð fasteignar þykir óeðli-
lega hátt.
5. Eiga byggðarráðin að koma
þeim til aðstoðar.
Sýslunefnd og búnaðarsam-
band hlutaðeigandi sýslu tilnefna
hvort sinn mann i byggðaráði og
landbúnaðarráðherra þann þriðja
án tilnefningar og skulu byggða-
ráðsmenn vera búsettir á starfs-
svæði sinu. Með byggðaráðunum
er vald héraðanna aukið, aðal-
verkefni þeirra er að:
1. Fylgjast með og taka
ákvarðanir varðandi eigenda-
skipti og aðrar ráðstafanir
fasteigna.
2. Gera tillögur um úthlutun
landssvæða til ræktunar, bygg-
ingar sumarbústaða og al-
mennra útilifsnota, þar sem
þörf er talin fyrir land i þessu
skyni.
3. Stuðla að skipulagi dreifbýlis
m.a. með ábendingum og til-
lögugerð til sveitarstjórna. Nú
er i lögum Landnáms rikisins
að þvi sé skylt að sjá um skipu-
lag i sveitum, svo hér er gengið
skemmra en nú er i lögum.
Á það vil ég minna, að með
Byggðaráðum er ekki verið að
fjölga nefndum eða ráðum, þvi að
jafnmargar nefndir munu sam-
timis verða lagðar niður. Það eru
landnámsnefndirnar sem nú eru i
hverjuhéraði og landnámsstjórn.
Byggðarráðin taka við sumum
verkefnum, sem þessir aðilar
hafa haft. Valdið er þvi að nokkru
fært heim i byggðirnar frá þvi
sem verið hefur. Aðalatriði i okk-
ar jarðamálum er það, að þjóðin
hafi gagn af landinu, bæði til
landbúnaðar og til útivistar þeim,
er i þéttbýli búa. En lendi jarðir i
braski eða eignist örfáir menn
smám saman jarðirnar, þá verða
þærhvorki vel nýttar til búskapar
néútivistar fyrir almenning. Bezt
verður þessu fyrirkomið með þvi,
að sem flestir bændur eigi ábýli
sitt, en þeim sem taka jörð á leigu
séu tryggð sem hagkvæmust
leigukjör. Það hefur löngum verið
talinn einn helzti styrkur bænda-
stéttarinnar i réttindabaráttunni
að hafaeignarráð á landi. Þróun
þessara mála i seinni tið hefur
ekki verið bændastéttinni nógu
hagstæð, einkum að þvi er varðar
hlunnindajarðir. Það er ósk min
og von, að jarðalagafrumvarpið,
þegar að lögum verður, bæti að-
stöðu bænda og sveitarfélaga i
þessum efnum og tryggi þjóðinni
hagkvæma búvöruframleiðslu i
framtiðinni. Ég dreg i efa að
nokkur ágreiningur kunni að vera
um einstök atriði á meðal bænda
um jarðalagafrumvarpið, en ég
er sannfærður um að þorri bænda
óskar þess að frumvarpið verði
að lögum á Alþingi þvi, er nú situr,
i megin atriðum óbreytt eins og
Búnaðarþing afgreiddi það.
Búnaðarfélag Islands,
Búnaðarsamböndin, tilrauna og
rannsóknarstarfsemin og bænda-
skólarnir hafa þýðingarmiklu
hlutverki að gegna fyrir land-
búnaðinn. Verkefni þeirra eru
fjölþætt og vandasöm. Óska ég
þeim góðs gengis i störfum sin-
um.
Búnaðarþing er nú að hefja
störf sin, og hafa þvi borizt nokk-
ur mál en þeim á vafalaust eftir
að fjölga. Meðal þeirra mála sem
fyrir liggja eru: Miliiþinga-
nefndarálit um rekstrargrundvöll
ræktunarsambanda og lög um
ræktunar- og húsagerðar sam-
þykktir i sveitum. Ennfremur til-
laga um bann við útflutning á fol-
öldum og ótömdum hrossum og
erindi frá Sambandi norðlenzkra
kvenna um verðlagningu á
heimaunninni ullarvöru m.a.
Fleirimál eru á leiðinni.
Ég óska þess að gifta megi
fylgja störfum Búnaðarþings, og
að þvi megi auðnast nú sem oft
áður, að leysa vandamál land-
búnaðarins.
Að endingu þakka ég með-
stjórnendum minum, búnaðar-
málastjóra, ráðunautum og öðru
starfsfólki Búnaðarfélags Islands
vel unnin störf og gott samstarf.
56. Búnaðarþing er sett.
Hólmanes, hinn nýi skuttogari, við bryggju á Eskifirði
HÓLAAANES SU. 1
NÝR SKUTTOGARI TIL HRAÐ-
FRYSTIHÚSANNA Á REYÐAR-
FIRÐI OG ESKIFIRÐI
Kaupfélag Héraðsbúa og Hraðfrystihús Eskifjarðar sameinuðust
um togarakaup til að tryggja húsunum hrúefni
t siðustu viku kom til landsins
nýr skuttogari, sem smiðaður var
á Spáni. Skipið er 451 tonn að
stærð og heitir Hóimanes, SU 1.
Hólmanesið er sameign Kaup-
félags Héraðsbúa og Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar, en þessir aðilar
sameinuðust um skipakaupin, og
mun skipið leggja upp afia hjá
hraðfrystihúsunum á Reyðarfirði
og á Eskifirði.
Mjög margt manna fagnaði
komu skipsins til landsins og var
boöið til hófs á föstudagskvöldið i
matsal Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar, og var þar margt manna sam-
an komið.
A laugardagmorgun buðu eig-
endur börnum á Eskifirði og
öðrum borguruum i skemmti-
siglingu út á fjörðinn og um há-
degisbilið sigldi skipið fánum
prýtt yfir til Reyðarfjaröar.
Skipstjóri á Hólmanesi er
Sigurður Magnússon, og i stuttu
samtali við blaðið sagðist hann
hefja veiðar innan skamms, en
fyrst þyrfti að gera ýmsar smá-
vægilegar lagfæringar og breyt-
ingar á skipinu. Verða til dæmis
sett i skipið hjálparspil, eða
grandarspil, en Sigurður skip-
stjóri kvaðst vera mjög ánægður
með frágang allan ög smiðina á
skipinu.
Togaraútgerð á sér langa og
merka sögu á Eskifirði og Reyða-
firði, og skuttogarar Austfirðinga
hafa aflað mjög vel.
Heimferðin gekk vel. Skipið
sigldi i reynsluferð með 14 hnúta
hraða, og á heimleiðinni gekk það
11.5 hnúta.
15 manna skipshöfn er á
Hólmanesi, og eru skipverjar all-
ir frá Eskifirði og Reyðarfirði.
Nánar verður sagt frá skipinu
siðar hér i blaðinu. JG
Sigurður Magnússon skipstjóri
Eigendur Hólmaness buðu skólabörnum og nokkrum fleiri gestum tii skemmtisigiingar út á fjörðinn. A
myndinni sést Trausti Björnsson skólastjóri og kona hans Siguriina Kristjánsdóttir, ásamt nokkrum
börnum.