Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. febrúar 1974. TÍMINN 13 SENDITÆKI JT A ÞORSKINN HHJ/-hs-Rvik. Norska haf- rannsóknastofnunin hefur mörg undanfarin ár rannsakað göngur Lófóten-þorksins. Þessum rannsóknum verður fram haidið i vetur, en að þessu sinni beita Norðmenn nýstárlegum aðferð- um. Þeir hafa látið útbúa sérstök senditæki, sem fest eru á fiskana. Slðan er hægt að fylgjast með ferðum þeirra f móttökutækjum á landi. Þessar tilraunir eiga að fara fram f marzmánuði n.k. og munu taka eina viku að þessu sinni. Þessi senditæki eru eitt dæmið um þá tækni, sem nú er farið að nota i sambandi við fiski- rannsóknir. Þess er að vænta, að siðar meir verði hægt að nota senditæki við rannsóknir á öðrum fisktegundum. Vegna þessarar fréttar hafði blaðið samband við Ingvar Hallgrimsson, fiskifræðing. Hann sagðist hafa heyrt um slíkar merkingar á hvölum með mjög slæmum árangri, og hló við. Þannig var, að senditæki voru sett inn i nokkra hvali, en tæki þessi gáfu frá sér ákveðin hljóðmerki. Einhvern veginn munu hvalveiðimenn hafa heyrt um þetta, og þeir fengu sér mót- tökutæki og eltu uppi alla hvalina frá merkjum frá senditækjunum, og drápu þá. Að öðru leyti visaði Ingvar þessu til Jóns Jónssonar, forstöðumanns Hafrannsókna- stofnunarinnar. Jón sagði að þeir vissu um þennan möguleika, en hefðu ekki kost á þvi að gera tilraunir i þessu skyni, vegna þess, að þær væru áreiðanlega rokdýrar. Hann vissi til að tilraunir með slik senditæki i laxi hefðu verið gerðar i Banda- rikjunum, með misjöfnum árangri. Hann sagðist álita, að þessar tilraunir Norðmanna væru gerðar i samráði við Simrad-verk- smiðjurnar þar i landi. Ennfrem- ur sagði Jón, að samvinna landa á milli væri mjög góð, þegar um slikar rannsóknir væri að ræða, einkum þó og sér i lagi samvinna Islendinga og Norðmanna. Þeir myndu þvi fylgjast með fram- vindu þessara mála, en ef til vill yrði erfitt að framkvæma þetta hér. 1 Lófóten væru aðstæður allar betri, þar sem þorskurinn gengi þar á tiltölulega litlu þröngu svæði, en tæplega drægju þessi senditæki mjög langt. KEÐJUR Mjög hagstætt verð Flestar fólksbílastærðir SENDUM ÚT Á LAND SAMDÆGURS TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SfMI 42600 KÓPAVOGI Bolungavík: HÖRÐ TÍÐ OG LÉLEGAR GÆFTIR BE—Bolungavik. Fyrsta loðnan barst hingað til Bolungavikur 6. þ.m.og van það vélskipið Héðinn, sem landaði um 400 tonnum. Þrir bátar aðrir hafa einnig landað hér loðnu og voru þeir allir með full- fermi. Tiðarfar hefur verið mjög risjótt hér um slóðir og um- hleypingasamt það sem af ér þessum mánuði, erfitt til sjósókn- ar og afli þvi rýr. A föstudag var aflinn 4 til 8 lestir á bát, en siðan hefur verið landlega. Nú um þess- ar mundir eru gerðir út héðan 6 bátar með linu, fjórir þeirra 200 til 250 lesta og tveir smærri bátar. Niu bátar eru gerðir héðan út til rækjuveiða og hefur afli þeirra verið fremur litill siðan vertið hófst 17. jan, en haustvertiðin mátti heita góð. Nýr 11 tonna bátur bættist i flot- ann fyrir skemmstu, sem keyptur var frá Reykjavík. Einn 280 lesta bátur er gerður úr héðan til loðnuveiða á vegum Benedikts Bjarnasonar, og lét hann úr heimahöfn 22. jan. áleiðis til Reykjavikur, þar sem settur var i hann nýr dæluútbúnaður og fleira, sem slikar veiðar út- heimta. : Siðan á föstudag hefur verið hér stórhrið og mikið fannfergi. Vegurinn tii ísafjarðar er þvi lokaður, og mjólkurskortur i plássinu af þeim sökum. Gunnar Vagnsson: ATHUGASEAAD vegna fréttar um konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitarinnar íslands Dansk- islandsk fond A FUNDI stjórnar Dansk-islands fond i Kaupmannahöfn var ákveðið að verja enn samtals 47.700 dönskum krónum til að efla menningar- og visindatengsl Is- lands og Danmerkur. Af þessu fé verður 31.500 dönskum krónum varið til að styrkja Islenzka stú- denta i Danmörku. Svo virðist sem einhverjir hafi lagt rangan skilning i ákveðið at- riði i frétt i dagblaðinu „Timan- um” s.l. laugardag af þvi tilefni að staða konsertmeistara við Sinfóniuhljómsveit Islands hefur verið auglýst laus til umsóknar. Hér er um að ræða orðalag það, sem blaðamaður „Timans” lagði undirrituðum i munn sem svar við þeirri spurningu hans, hvort erfitt myndi reynast að fá nægi- lega hæfan mann i stað Björns Ólafssonar, Svarið við spurning- unni, með orðalagi blaðamanns- ins, var eftirfarandi, og sýnist rétt að birta það i heild til skilningsléttis á þvi, sem á eftir fer: „Við höfum satt að segja ekki reynslu af þvi, hvernig gengur að fá konsertmeistara. Við höfum ekki, svo ég muni a.m.k. sótt kon- sertmeistara út fyrir landstein- ana, ekki i þessa sveit. Já, það gæti komið til greina að ráða er- lendan mann i þessa stöðu, mikil ósköpVið getum engu um þetta spáð. Við vitum ekkert um hverj- ir munu sækja um stöðuna. Það geta að sjálfsögðu komið umsóknir hér innanlands frá.” Það sem hér er sagt um ,,...reynslu af þvi, hvernig gengur að fá konsertmeist- ara....”, á vitanlega að skiljast svo, að við höfum enga reynslu af að auglýsa eftir konsertmeistara og vitum ekki hvort við munum fá margar, nokkrar eða e.t.v. alls engar umsóknir. Reyndar kemur þessi skilningur glögglega fram i svarinu, og ætti þvi alls engum vangaveltum að geta valdið hvað haft er i huga i upphafssetning- unni. Hafi einhver lagt þá furðulegu merkingu i hina tilvitnuðu setn- ingu, að við vitum ekki hvernig ganga muni að „fá konsertmeist- ara” þar eð á það hafi ekki reynt siðan leyfi Björns Ólafssonar frá starfi hófst, þá er það mikill mis- skilningur. Allan þann tima hefur Jón Sen verið settur konsert- meistari og gegnt stöðunni með mikilli prýði. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnar Vagnsson. Norrænir kvikmynda gerðarmenn þinga SP-Reykjavík — Skandinaviskir kvikmyndagerðarmenn koma saman i Helsinki á næstunni til að bera saman bækur sinar, en aðal- lega verður rætt um dreifingu á kvikmyndum. Þátttakendur frá Islandi verða tveir, þeir Magnús Jónsson, kvikmyndagerðarmað- ur leikhússtjóri við L.A., og Ólaf- ur Ragnarsson hjá Sjónvarpinu. Það eru félög kvikmyndagerðar- manna á Norðurlöndum, sem að þessari ráðstefnu standa, en inn- an þeirra vébanda eru einnig starfsmenn sjónvarpsstöðva I löndunum. Magnús Jónsson sagði, er við hringdum i hann i gær, að dreifi- kerfin væru mjög erfið og þung i vöfum, auk þess sem svo mikið væri tekið I dreifingarkostnað, að kvikmyndagerðarmönnum þætti þetta orðið illviðunandi og vildu finna einhverja leið til að breyta þessu. Hefur komið til mála ein- hvers konar eigið dreifingarkerfi, sem reyndar er eitthvað komið i framkvæmd sums staðar á Norðurlöndunum. Ekki kvaðst Magnús vilja segja neitt um, hvort ráðstefna þessi yrði mikiívæg, enda væri hann litt kunnugur samvinnu kvikmynda- gerðarmanna á Norðurlöndum. Magnús sagði, að segja mætti, að þessi ráðstefna væri upphafið að verulegum tengslum milli Isl. kvikmyndagerðarmanna og starfsbræðra þeirra á Norður- löndum. Siðasta kvikmynd Magnúsar var „240 Fiskar fyrir kú”. Við spurðum hann, hvort hann hefði eitthvað i huga núna. — Já, blessaður vertu, það vantar ekki verkefnin, ef maður kæmi bara auga á einhver fjármögnunar- möguleika, sagði Magnús. — Alla vega er of snemmt að segja nokk- uð um næsta verkefni. Atvinna — Borgarnes Verzlunarstarf: Mann vantar til afgreiðslustarfa i byggingavöruverzlun. Kjötiðnaður: Kjötiðnaðarmann vantar til starfa i kjötiðnaðarstöð félagsins i Borgarnesi. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi — Simi 93-7200. Skrifstofur félagsins verðalokaðar frá kl. 2 e.h. fimmtudaginn 14. þ.m. vegna útfarar stjórnarformanns Eimskipafélagsins, hr. Einars Baidvins Guðmundssonar, hæstaréttarlögmanns. H.F. Eimskipafélag islands. Starf skólastjóra Starf skólastjóra við Samvinnuskólann að Bifröst er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. marz 1974. Starfið veitist frá 1. júli 1974. Skriflegar umsóknir með greinargerð um nám, próf og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.