Tíminn - 13.02.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. febrúar 1974.
TÍMINN
5
V.V.V.V/.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.VVpV.V.V.W.V.VV.'.'
REYKJAVÍKURMÓTIÐ
— Bragi Kristjánsson skýrir skákirnar
| í sjöttu umferð var hart barizt
i eins og i fimm fyrstu. Athygli
| áhorfenda beindist aðallega að
i skák Guðmundar og Bronsteins.
| Guðmundur hafði hvitt og þvi
i gerðu ýmsir sér vonir um sigur,
| sérstaklega þar sem Bronstein
i hafði ekki sýnt góða taflmennsku
! I mótinu til þessa. Bronstein gaf
þó engin færi á sér, en var
greinilega ánægður með jafntefli.
Fórnaði hann drottningunni fyrir
hrók og biskup og stóð ef til vill
örlitið betur að vigi, þegar jafn-
tefli var samið eftir 30 leiki.
Forintos sótti hart að Ögaard
frá byrjun, en einhvern veginn
hélt Norðmaðurinn jafntefli.
Hvitt: Forintos
Svart: ögaard
Grunfelds vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Bg5
Re4 5. Bh4 c5 6. e3 Rxc3 7. bxc3
Bg7 8. cxd5 Dxd5 9. Rf3 cxd4 10.
cxd4 Rc6 11. Be2e5 12. dxe5 Da5 +
13. Dd2 Dxd2+ 14. Kxd2 Rxe5
15. Rd4 Rc6 16. Bb5 Bd7 17.
Habl Rxd4 18. exd4 Bxb5 19.
Hhel+ Kf8 20. Hxb5 Bxd4 21. Kd3
Bb6 22. Bf6 Hg8 23. Hd5 g5 24.
Be7+ Kg7 25. Hxg5+ Kh6 26. Hf5
Hxg2 27. Hxf7 Kg6 28. Hf3 Hc8 29.
He2 Hg4 30. Hg3 Kf5 31. f4 h5 32.
Bg5 Hxg3 33. hxg3 Kg4 34. Bh4
Hg8 35. He7 Bd8 36. Hxb7 Bxh4 37.
gxh4 Kxh4 38. f5 Kg5 39. Ke4
He8+ 40. Kf3 Kxf5 41. Hxa7
jafntefli.
Kristján og Magnús tefldu
byrjunina rólega, en þegar taflið
opnaðist, varð skákin mjög
spennandi. Kristján sótti af
snerpu og kom Magnúsi i
klemmu. í timaþröng sást
Kristjáni yfir einfalda vinnings-
leið og lék slákinni niður i tap.
Skákin fór i bið en er vonlitil hjá
Kristjáni.
Jón fékk verri stöðu út úr
byrjuninni gegn Tringov, en á
þýöingarmiklu augnabliki i
skákinni brast Búlgarann kjark
til að leika besta leiknum.
Tringov valdi leið, sem virtist
öruggari, en Jón fann snjalla
vörn, sem snéri skákinni við. I
biðstöðunni getur- Jón unnið peð
og á góðar vinningshorfur.
Friðrik og Freysteinn tefldu
mikla baráttuskák. Sóttu þeir
hvor á sinum væng. Friðrik
fórnaði skiptamun, en Freysteinn
lenti i miklu timahraki og missti
algjörlega tökin á skákinni. Besta
vörn hefði þó varla gefið þeim
siðarnefnda von um meira en
jafntefli. t biðstöðunni á Friðrik
auðunnið tafl.
Hvitt: Friðrik
Svart: Freysteinn
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 o-
o 5. Bg2 d6 6. o-o Rc6 7. Rc3 Bg4 8.
h3 Bxf3 9. Bxf3 Rd7 10. e3 e5 11.
d5 Re7 12. e4 f5 13. Kg2 h6 14. Hbl
a5 15. a3 Rf6 16. Bd2 Kh7 17. De2
1)6 18. Dd3 f4 19. b4 axb4 20. axb4
g5 21. c5 bxc5 22. bxc5 dxc5 23.
Dc4 h5 24. Be2 Rg6 25. Hb7 Dc8 26.
Hb5 Re8 27. Bxh5 Rd6 28. Dxc5
Rxb5 29. Rxb5 Ha2 30. Hdl fxg3
31. fxg3 Da6 32. Be2 Db6 33. Dxb6
xcb6 34. d6 g4 35. hxg4 Bh6 36. g5
Bxg5 37. Bxg5 Hxe2+ 38. Kh3 Hff2
39. d7 Hh2+ 40. Kg4 Kxe4+ 41.
Kf5 og svartur lék biðleik.
Ciocaltea fórnaði tveimur peð-
um i byrjuninni gegn Júliusi. Sá
slðarnefndi lenti I miklum
þrengingum og lék illilega af sér.
Hvltt: Ciocaltea
Svart: Július
Sikileyjar vörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. o-o
Bg7 5. Hel e5 6. b4 Rxb4 7. c3 Rc6
8. d4 cxd4 9. xcd4 Rxd4 10. Rxd4
exd4 11. Rd2 Re7 12. Ba3 o-o 13.
Bd6 Db6 14. Bxe7 He8 15. Rc4
Dxb5 16. Rd6 De5 17. Rxe8 Dxe7
18. Rxg7 Kxg7 19. Dxd4+ og hvit-
ur vann.
iúmeninn Ciocaltea teflir
njög skemmtilega.
Smyslov vann Ingvar i fallega
uppbyggðri skák. Ingvar tefldi
skákinni ekki óeðlilega, en fann
enga vörn við sókn Rússans.
Hvitt: Smyslov
Svart: Ingvar
llollensk vörn
1. d4 f5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. e3 - -
(óvenjuleg leið gegn hollenskri
vörn. Venjulega er leikið g3, Bg2
o.s.frv. ) 4. - - Be7 (Betra er að
leika strax 4. - - d5 til að geta
leikið 5. - - Bd6. Byrjanabækur
gefa eftirfarandi leið 4. - - d5 5.
Rf3 c6 6. Bd3 Bd6 7. b3 o-o 8. Bb2
Re4 9. Dc2Rbd7 10. o-o-o- a5 11. h3
með jöfnum möguleikum) 5. Bd3
d5 6. Dc2 c6 7. 1)3 o-o 8. Bb2 a6.
(Betra hefði verið að leika Rbd7,
Re4 og a5, sbr. skýringu við 4. leik
svarts.) 9. Rf3 Bd7 10. Re5 Be8 11.
Re2 Bb4 12. Bc3 Bd6. (Sennilega
hefði verið betra að leika 12. - -
Bxc3 + .) 13. f3 Rdb7 14. Rf4 De7
15. h4 Bc7 16. o-o-o Rxe5 17. dxe5
Rd7 18. cxd5 cxd5 19. Db2 Rc5 20.
Be2 a5 21. Kbl Bd7 22. h5 b5 23.
Bd4 Hfc8 24. h6 g6 25. g4 - - (Loka-
atlagan, sem hvitur hefur undir-
búið svo vel. Svartur getur enga
björg sér veitt. 25. - - fxg4 26. Hdgl
gxf3 27. Dxf3 Re4. (Eftir 27. - - Be8
28. Bxd5 exd5 29. Rxg6 Bxg6 30.
Hxg6+ hxg6 31. h7+ Dxh7 32.
Hxh7 Kxh7 33. Dh2+ Kg8 34. Dh6
vinnur hvitur) 28. Bxe4 dxe4 29.
Rxg6 hxg6 30. Hxg6+ Kh8 31. h7
og svartur gafst þvi hann á enga
vörn við 32. Dg2og 33. Hg8+ Hxg8
34. hxg8 D mát.
Jón Kristinsson hugsar um
næsta leik i vinningsstöðu
gegn Tringov.
Ingvar
Smyslov
Benóný mætti ekki i skákina við
Velimirovic og tapaði. Er þetta
þriðja skákin, sem Benóný gefur
á þennan hátt og er hann þvi úr
leik I þessu . móti samkvæmt
alþjóðaskákreglum. Framkoma
hans vekur furðu allra. Hann seg-
ir, að sér hafi verið misboðið með
þvi að annar dró um töfluröð fyrir
hann. Með vitaverðri framkomu
sinni hefur Benóný tekið
vinningana af þeim, sem þegar
höfðu unnið hann, en það er sál-
fræðilega erfitt fyrir þá. Einnig
hefur hann tekið sæti af Sævari
Bjarnasyni, ungum og efnilegum
skákmanni, sem i þessu móti
hefði getað aflað sér dýrmætrar
reynslu. Auk þess verður nú mjög
erfitt að gera sér grein fyrir
stöðunni i mótinu, þvi einn
keppandi situr hjá i hverri um-
ferð.
S.l. mánudagskvöld voru
tefldar biðskákir úr 5. og 6.
umferð. Magnús lék af sér i fyrsta
leiknum eftir bið og tapaði fyrir
Forintos.
Ogaard vann Friðrik örugg-
lega, enda var biðstaðan vonlaus
fyrir Friðrik.
Ciocaltea lenti i timahraki gegn
Velimirovic og missti
drottninguna i jafnteflisstöðu.
Jón tefldi lengi vonlausa stöðu
gegn Kristjáni, en tókst ekki að
bjarga skákinni.
Freysteinn gaf biðskákina við
Friðrik án þess að tefla frekar.
Magnús vann örugglega
skákina við Kristján.
Skák Jóns og Tringovs fór aftur
i bið. Jón hefur peð yfir i
drottningaendatafli og góðar
vinningshorfur.
1 kvöld (miðvikudag) verður 8.
umferð tefld. Þá tefla Forintos-
Ingvar, Kristján-Freysteinn,
Tringov-ögaard, Jón-Magnús,
Friðrik-Velimirovic, Smyslov-
Július, Guðmundur-CiocaUea.
Bronstein situr hjá.
I
Benóný Benediktsson
hætt keppni.
hefur
VAV.W.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.W.V.V.W
WATSON GEFUR
DÝRASPÍTALA
Mark Watson afhenti á
mánudaginn gjafabréf fyrir
dýraspitalanum umtalaða.
Reykjavlkurborg, Samtök
sveitarfélaga á Reykjanesi,
Hestamannafélagið Fákur,
Hundavinafélagið, Dýra-
verndunarfélag Reykjavikur
og Samband dýraverndunar-
félaga á íslandi standa
saman að rekstri spitalans, en
i gjafabréfi Watsons felst
húsið sjálft og útbúnaður
ýmis. Hann mun einnig sjá um
að ráða hingað dýra-
hjúkrunarkonu til eins árs.
Reykjavikurborg mun út-
vega lóð undir húsið, sem er
einingahús og er þegar komið
til landsins. Þvi hefur verið
ætlaður staður nálægt hest-
húsum Fáks.
Starfsfólk Blóma og Ávaxta I hinni nýinnréttuðu verzlun. F.v.: Kristín
Magnúsdóttir, Stefán Hermanns, Bryndis Sveinsdóttir, Hans
Wiedbusch og Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri.
BÚIÐ AÐ
FRYSTA
UM
5 ÞÚS.
TONN AF
LOÐNU
-hs-Rvik. Nú mun vera búið að
frysta tæpiega 5.000 tonn af loðnu
frá þvi loðnuvertiðin hófst, skv.
uppiýsingum, sem blaðið fékk hjá
s j á v a r a f u r ða d e i ld S.I.S.,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og isienzku umboðssölunni i gær.
Langmest hafa frystihús á veg-
um S.H. fryst eða 3.300 tonn, énda
eru langflest frystihús á þeirra
snærum. Alis eru I þeim sam-
tökum 75 frystihús um allt land,
en rúmlega helmingur þeirra
mun frysta loðnu að sögn
Guðmundar H. Garðarssonar,
blaðafulltrúa S.H.
S.l. S. —frystihúsin munu vera
búin að frysta um 1.100 tonn og
frystihús á vegum íslenzku um-
boðssölur.nar, sem eru 10, nálægt
500 tonnum.
Sala á
loðnulýsi
— verðið hagstætt
—hs—Rvik. Framleiðsla á loðnu-
lýsi á siðustu vertið var rúmlega
20.000 tonn, og um siðustu
mánaðamót höfðu verið seld
18.200 tonn af framleiðslu yfir-
standandi loðnuvertiðar. Um ára-
mótin var búið að selja 14.900
tonn.
Verð á loðnulýsi hefur verið
hagstætt, eða allt að 500 dalir fyr-
ir tonnið, og salan gengið mjög
vel. Utflutningsverðmæti fyrir-
framsölunnar er um 700 milljónir
króna, og helztu markaðir fyrir
loðnulýsi eru nú i Hollandi og
Noregi.
Arið 1973 voru flutt út 19.766
tonn af loðnulýsi, 1972 12.532 tonn,
og áriö 1971 voru flutt út 4.338
tonn.
og dvextir
45 ára
— breytingar
og eigendaskipti
SB-Reykjavik — „Látið blómin
tala” er kjörorð, sem flestir
munu kannast við, en undir þvi
hefur verzlunin Blóm og Avextir
auglýst vöru sina. Nú hafa verið
gerðar miklar breytingar og
endurbætur á verzluninni i
Hafnarstræti og auk þess hefur
hún skipt um eiganda.
Þær Ólafia Einarsdóttir frá
Hofi og Asta Jónsdóttir stofnuðu
verzlunina árið 1929 og var þaö
fyrsta blómaverzlun sinnar teg-
undar og seldi innlenda blóma-
framleiðslu. Arið 1942 keypti
Hendrik Berndsen verzlunina, og
sá um rekstur hennar til dauða-
dags, 1966. Þá tók fjölskylda hans
við rekstrinum og voru Blóm og
Ávextir I umsjá hennar nú til sl.
áramóta, en þá keypti Hendrik
Berndsen, dóttursonur fyrrver-
andi eiganda. hana.
Ásamt ýmsum breytingum og
nýjungum mánefna, að opið er til
kl. 18 bæði laugardaga og sunnu-
daga. Asamt blómum I úrvali er á
boðstólnum gjafavörur, svo sem
sænskar kristalvörur og gler-
vörur frá þekktum sænskum
framleiðendum.
Blóm og Avextir sjá um
skreytingar ýmiss konar til nota
við öll tækifæri. Þar sem
verzlunin er aði]i að alþjóðasam-
tökum blónrtaseljenda, er
viðskiptavinum hennar kleift að
senda blóm um allan heim.