Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 15. febrúar 1974. Föstudagur 15. febrúar 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú skalt kappkosta að gera samstarfsmönnum þinum allt það gott, sem þér er mögulega unnt I dag. Það kann að koma þér rækilega til góða, þó að siðar veröi. Hitt er annað mál, að þessa dag- ana máttu ekki ofreýna þig. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Þú ættir að vera farinn að gera þér ljóst, hversu mikilvægar góðar stundir eru hjá fjölskyldunni, og þér er þetta sérstaklega mikilvægt i dag. Þessvegna skaltu forðast öll deilumál, og láta hvers konar illindi liggja milli hluta. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þetta er svolitið einkennilegur dagur, og ásta- málin athyglisverð. Það er rétt eins og eitthvað nýtt sé á döfinni i þeim efnum, og þú skalt fylgj- ast vel með þvi, þar sem það kemur til með að skipta þig afar miklu máli. Nautið (20. april—20. mai) I dag skaltu vera sérstaklega varkár I samskipt- um þinum við fjölskyldu þina, sérstaklega undir kvöldið, og reyndu alls ekki að þvinga fram ein- hver málefni, hversu mikið, sem þér finnst til um þau, ef fjölskyldan er á móti þeim. Tviburarnir (21. maí—20. júní) Fjármálin og hvað eina I sambandi við þau eru öllu ofar i dag, og þú þarft að gera eitthvað sér- stakt átak til að bæta fyrir trassaskap i þeim efnum. Gerðu þitt til þess að sambandið við vini og kunningja haldist sem bezt. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það er einhver hugarfarsbreyting að verða hjá þér, svo að þú skalt vera vel vakandi fyrir öllu, sem fram fer i kringum þig. Nýjar hugmyndir eru alltaf að skjóta upp kollinum, og þú skalt ekki halda, aö það sé hægt aö framkvæma þær fyrirhafnarlaust. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú skalt fara með varúð að öllu I dag, þvi að þetta er svolitið einkennilegur dagur, sem þú átt -þó auðvelt með að snúa þér i hag, ef þú áttar þig á hlutunum. Varastu að taka neikvæða afstöðu til áhugamála annarra. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það er ekki allt sem sýnist, og þú ættir sannar- lega að gá betur að hlutunum I dag, þvi að þú gætir hagnazt og það þó tálsvert, ef þú varast alla fljótfærni, sérstaklega i fjármálum, sem snerta ákveðið mál. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það litur út fyrir, að það gæti einhverrar óþolin- mæði hjá þér i garð annarra og þá sérstaklega þinna nánustu. Reyndu að hafa stjórn á skapi þinu og lofa brosinu að hafa yfirhöndina, og þá lagast þetta óefað með kvöldinu. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Gamall vinur þinn gæti orðið þér að ómetanlegu liði, ef þú aðeins hirðir um að leita til hans og ljá orðum hans eyra. Kvöldið hefur einhverja óvænta smágleði að færa þér, sem þráttfyrir allt kemur þér á óvart. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú átt að umgangast annaö fólk meira i dag en þú hefur gert upp á siðkastið, og taka þátt i störf- um annarra og áhugamálum. Það mun færa þér bæöi ánægju og hagnað. Þú færð einhverjar fréttir, sem þér falla harla vel I geð. Steingeitin (22. des.—19. jan.) A döfinni eru ný tækifæri, en þér ber að fagna, hvort sem þú byrjar að gera þér það ljóst i dag eða siöar. Hafir þú I huga að bæta stöðu þina eða álit, ættir þú að hafa samband við þá vini þína, sem geta haft áhrif á yfirmenn þina. Verð fjarverandi til 18. maí Björn Guðbrandsson, læknir. Auglýsið í Tímanum Ókeypis auglýsing Landfari sæll. Hvernig er háttað reglum um auglýsingar I útvarpinu? Ég heyrði fyrir skömmu sunginn Tröllasönginn sem margir kann- ast við úr sjónvarpsauglýsingum frá Útvegsbankanum. Þetta er lag, sem ku vera til á plötu, og syngur það Guðbergur Auðunsson. . Er viðurkvæmilegt að láta syngja þennan auglýsingasöng i útvarpinu i hinum ýmsu þáttum þess, á meöan aðrir verða að greiða auglýsingar I þeirri sömu stofnun fullu verði? Tröllasöng- urinn er ekki svo slæmur, þvi hann boðar sparnað og samhald- semi, en verið getur, að til séu þeir, sem ekki trúa á boðskapinn um, að rétt sé að leggja peninga i banka, en hvað um það- Þarna fær þessi stóra stofnun ókeypis auglýsingu, og Slikt ætti ekki að liða.” — Trölli. Hlutverk okkar? Ileiðara Visis 4. febr. sl., sem ber yfirskriftina „Norska skoðunin”, er eftirlifandi klausa: „Liklegast er talið, að árás á Noreg yrði samhliða aðgerðum um alla Evrópu a.m.k., þar með gætu Norðmenn ekki vænzt skjótrar aðstoðar bandalagsrikjanna I Evrópu. Hver þjóð hefði nóg að gera við varnir á sinu svæði. Aðstoðin við Noreg gæti fyrst og fremst komið frá Banda- rikjunum. tsland er mikilvægur áningarstaður á leiðinni milli Bandarikjanna og Norður-Evrópu. Það gildir jafnt um flug sem siglingar þótt ýmsar gerðir flutninga-flugvéla; komist i einum áfanga yfir Atlantshafið. A ófriðartima væri Island nauðsynleg herbækistöð að baki norsku viglinunni. Hér væri meiri friður til að skipa liði og skipuleggja hergagnaflutninga heldur en við sjálfa viglinuna. Og héðan væri tiltölulega auðvelt að halda úti lofthernaði gegn fram- rás Rauða hersins á Norður- löndum. Norðmenn telja slikar hugleiðingar enga óra”. Þar sem leiðarinn ber yfir- skriftina „Norska skoðunin”, verður að telja, að Norðmenn ætli okkur það hlutverk, sem að framan greinir. Við eigum sem sagt, að lána okkar land sem árásarstöð gegn annarri þjóð, sem máske hefur ekkert gert á okkar hluta, og halda menn að sú þjóð, sem fyrir árásinni verður, svari ekki i sömu mynt, og gerði þá allt sem hægt væri til að eyði- leggja árásarstöðina? Er það þetta, sem samtökin „Varið land” vill kalla yfir okkur? G Skólavörðustig 2 — Simi 1-2:1-34 Verðstaðrey ndi r! 650x16 negldur kr.4290.- 750x16 negldur kr.4990.- SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæöið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50«06. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 22520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. RAFLAGNIR s amvirki framleiðslusamvinnufélag RAFVTRKJA framleiðslusam BARMAHLlÐ 4 sími 15-4-60 BARMAHLlÐ 4 sími 15-4-60 annast ALLAR raflagnir OG viðgerðir I -n,[ ANNAST allar RAFLAGNIR og VIÐGERÐIR Fyrirferöarlítil mjög fullkomin HLEÐSLUTÆKI sem er handhægt aö hafa í bílskúrnum eöa verkfærageymslunni til viðhalds rafgeyminum. ARMULA 7 - SIMI 84450 Þrjátíu til fjörutíu fermetra ÞURRT geymslupláss fyrir gömul blöð óskast til leigu. Upplýsingar í síma 26-500. Hef opnað bifreiðaverkstæði í BRAUTARHOLTI 4 undir nafninu BIFREIÐAVERKSTÆÐID EKILL Sími 2-83-40 Annasf viðgerðir á folksvagenbifreiðum Karl Pálsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.