Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 5 F Jón Oskar: liggja. Hins vegar ber saga min það með sér, að á þeim tima datt mér ekki i hug að láta islenzkan mann falbjóða landið, þótt i grin- sögu væri. Skúrbúinn verður jafn- vel óstyrkur i rómnum, þegar það rennur upp fyrir honum, hvað aðkomumaðurinn vildi fá fyrir snúð sinn. Árið 1944 kom saga þessi á prent. Þá var þjóðhátiðarár á ts- landi. Þjóðin hafði slitið sig að 1944—1975 Fyrir þrjátiu árum skrifaði ég smásögu sem ég nefndi „ísland selt”. Eg lét söguna gerast að jól- um, liklega til að afmarka betur stöðu söguhetjunnar. Það var fátækur maður, sem bjó i skúr, hins vegar vildi hann hafa jóla- legt hjá sér og hafði nýlokið við að þrifa skúrinn, þegar óboðinn gest bar að garði. Það var dularfullur náungi og ekki uppnæmur fyrir jólahelginni, en vildi nokkuð ræða viðskipti, jafnvel kenna táiækum skúrmanninum,hvernig hann ætti að koma ár sinni fyrir borð. Þar kom, að gesturinn bauö skúrbóndanum sjálfblekung, sem hann taldi hið mesta þarfaþing, til dæmis var gott að skrifa á víxla með honum, og fleiri náttúr- ur hafði hann ágætar, svo sem þá, að allt.sem skrifað var með hon- um, verkaði sannfærandi á fólk. Gyllti aðkomumaður þessi mjög fyrir skúrbóndanum, að hann gæti orðið rikur og komizt i betri húsakynni, ef hann ætti við sig kaupskap. Þá gaf hann honum hugsjón sem leit út alveg eins og hún væri ekta, þótt hún væri raunar gervihugsjón en hún hljóð aði þannig, að allir skyldu vera frjálsir og sjálfbjarga á Islandi, sem skyldi raunar vera mið- punktur heimsins, en auk þess: Lifi vestrænt lýðræði. Maðurinn i skúrnum hlustaði með vaxandi athygli á komumann og freistað- ist að lokum til að eiga kaup við hann og undirritaði samning. Hafði hann þá selt Island. Árið 1943, þegar saga þessi var skrifuð, var siðari heimsstyrjöld- inni ekki lokið. Bandarikjamenn og Rússar voru samherjar og vin- ir. Engin ástæða virtist á þeim tima að gera sér i hugarlund, að erlent riki mundi ásælast landið eða sækjast eftir itökum hér, að loknu striði, enda höfðu Bandarikjamenn heitið þvi að fara héðan. Mér er þó nær að halda, að fleiri en ég hafi alið með sér nokkurn kviða um það, hvað fyrir islenzkri þjóð kynni að fullu undan yfirráðum Dana. Nú erárið 1974. Enn er þjóðhátiðarár á Islandi. Þjóðin minnist ellefu hundruð ára búsetu á landi sinu. Hvað gerist árið 1974? Flettum upp i Morgunblaðinu 16. jan. s.l. Þarna er mynd af þrettán mönn- um. Og fyrir neðan myndina stendur, að þeir gangist fyrir undirskriftasöfnun til að skora á islenzku rikisstjórnina og Alþingi Islendinga að leyfa bandariskum her að vera áfram i landinu Merkilegt að engin kona er i hópnum. Að sjálfsögðu munu karlarnir ekki telja, að þeir séu að falbjóða landið erlendu riki um óvissa framtið eða til frambúðar, eða þar til viðkomandi kærir sig ekki um itök-hér lengur, heldur ,að standa vörð um öryggi og sjálf- stæði islenzku þjóðarinnar”, eins og það er orðað hjá þeim. En árið 1943, þegar ég skrifaði sögu mina, eða þjóðhátiðarárið 1944, þegar saga min var fyrst prentuð, held ég, að flestir íslendingar hefðu talið þetta að bjóða landið erlendu riki og ekki tekið mark á fögru orðalagi um sjálfstæði þjóðarinn- ar. Það hefði á þeim tima þótt einkennilega gróf rökleysa. Og samt eru þarna að verki lærðir menn. Það vakti athygli mina, þegar ég sá þessa undarlegu frétt i Morgunblaðinu, að þeir menn, sem hafa tekið sig saman um að reka erindi ameriskra herstöðva á Islandi, þeir eru af hærri stétt- um i mannfélaginu. Nánar tiltek- ið eru þarna tveir framkvæmda- stjórar, þrir prófessorar, einn viðskiptafræðingur, einn eðlis- fræðingur, einn stjörnufræðingur, einn héraðsdómslögmaður, einn með BA-próf, einn skrifstofu- stjóri, einn hæstaréttarlögmaður, og á myndina vantar einn jarð- vegsfræðing. Þetta eru engir skúrmenn. Þeir falla hins vegar óþægilega vel inn i söguna af manninum i skúrnum sem seldi landið til að komast i góð húsa- kynni. Ég sé fyrir mér manninn i pólska dróttarvélin URSUS dróttarvélarnar verða aftur til afgreiðslu í marz Allar vélar úr fyrri sendingum eru seldar Leitið upplýsinga og kynnist fjölþættum útbúnaði URSUS dráttarvélanna. VCIAIiIC Skeifunni 8 * Reykjavík * Sími 8-66-80 skúrnum.sem nú er kominn i góð húsakynni, hann titrar ekki leng- ur og skelfur frammi fyrir þeirri hugsun að verzla með land for- feðra sinna og barna sinna, enda hefur hann fyrir löngu gert samn- ing um landið og er kominn i góð húsakynni, jafnvel orðinn rikur. Og nú vill hann beinlinis berjast fyrir óboðna jólagestinn með sjálfblekung hans að vopni, ásamt hugsjóninni sem hann þá af honum að gjöf, þvi einn aðal- forsvarsmaður undirskrifta- söfnunar fyrir ameriska herinn, kennari i Háskóla íslands, hann segir svo i ræðu, prentaðri i Morgunblaðinu 24. janúar: „Við höfum sannfæringu i þessu máli. Þótt á móti blási stundum, verðum við að berjast til þrautar”. Hvað sagði aðkomumaðurinn i sögunni frá 1943 um sjálfblekung- inn: „Það sem skrifað er með honum verkar sannfærandi á lesandann.” Þannig heldur likingin áfram, svo undarlegt sem það er. Og það, sem vekur athygli mina á þeim kappræðum sem nú standa yfir um her eða ekki her á íslandi, er einmitt, hversu snauð að rökum eru skrif þeirra manna, sem vilja hafa her á Islandi og bókstaflega biðja um, að hér verði áfram ameriskur her, og þó virðast orð þeirra verka sannfærandi á margt fólk, ef satt er að undirskriftasmölum fyrir herinn gangi eins vel og af er látið, rétt eins og þar sé að verki sjálfblekungurinn úr sögu minni. Það er þá einnig greinilegur vott- ur þeirrar hugarfarsbreytingar, sem orðið hefur með þjóðinni,sið- an saga min var skrifuð, eða á þeim tima sem íslendingar hafa vanizt við að lifa i sambýli við er- lendan her i landi sinu og lita jafnvel herinn sömu augum og Stapajón leit sækúna i Atburðun- um á Stapa eftir Jón Dan, en Stapajón taldi heimilinu þvi að- eins borgið, að þessi óviðjafnan- lega mjólkurkýr væri til staðar. Fyrir nokkru heimtaði einmitt maður nokkur i Rikisútvarpinu, að Islendingar mjólkuðu frekleg- ar mjólkurkúna óviðjafnanlegu á Keflavikurflugvelli. Annar var að skrifa um það fyrir nokkrum dög- um, að Islendingar ættu sjálfir að koma sér upp her, og vitnaði i stjórnarskrána. Þetta er að minnsta kosti nokkuð góð aðferð til að hræða þjóðina, svo að hún kjósi að hafa ameriska herinn áfram, þvi sjá: ef Islendingar láta herinn fara, þá verða þeir sjálfir að koma sér upp her og kosta hann, þvi aðrar smáþjóðir hafa her o.s.frv. Hér sannast hið fornkveðna, að ekki er öll vitleys- an eins. En það er af Stapajóni að segja, að i sögulok virðist hann hafa komizt að raun um.að kýr sú, af annarlegu bergi brotin, sem hann hafði talið hina einu sönnu liftryggingu heimilisins, var ekki ómissandi, þegar i harðbakkann sló, og ekki verður annað fundið en mun geðfelldari bragur sé kominn á heimilið þegar venjuleg islenzk kýr er orðin blessun fólksins, enda er sú islenzka kýr ekki lengur umhirðulaus og litils- virt, svo sem verið hafði, meðan heimilisfólkið dýrkaði aðkomu- beljuna. Saga min, „ísland selt”, sem fyrst var prentuð á þjóðhátiðar- ári 1944, hefði betur á engan hátt orðið að veruleika. En á þvi ári, þegar Islendingar vilja minnast ellefu hundruð ára búsetu i land- inu, þá risa upp menn.sem vilja gera sögu mina um galdra- sjálfblekung og landsöluvixil að veruleika meira en orðið er. Mér finnst vera nóg komið og vænti þess að þjóðin hafi orð þeirra manna að engu, sem reka erindi útlendra hermanna á ís- landi þjóðhátiðarárið 1974. Jón Óskar. Milljónaferð til London fyrir aðeins kr. 16.500,00 í febrúarmánuði iðar stórborgin af lífi og fjöri. Þess vegna býður British Airways vikudvöl í London -frá sunnudegi til sunnudags- á sér- stöku verði. Innifalið í verðinu: Flug- ferðir, gisting í 7 nætur, og morgun- verður. Brottfarar-tími flugsins, frá Reykjavík er eftir hádegi á sunnudög- um. Ferðalangar fá ókeypis afsláttarbók, sem veitir þeim rétt á 10% afslætti í fjölmörgum verzlunum, veitingahúsum, og skemmtistöðum, auk ókeypis aðgangskorts í næturklúbbum og diskótekum. í London verða hátíða- skrúðgöngur með fjörugu fólki, klæddu búningum löngu liðinna daga, sérstök tízkusýning á nútíma hönnun og efn- um Lundúnatízkunnar. Þá má ekki gleyma Dickens Festivalinu í Southwark -kvikmyndir, upplestrar, sérsýningar, o.fl. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Þessi einstaka ferð er sannkölluð milljónaferð, en verðið er frá kr. 16.500.00. Upplýsingar og farseölar hjá feröaskrifstofunum. British airways JZMtl \bull be ingoodhands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.