Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- iýsingasfmi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan iands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. L---- Hornsteinn utanríkisstefnu í ræðu, sem Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, flutti um stjórnmálaviðhorfið á fundi Framsóknarfélaganna i Reykjavik 7. þ.m. ræddi hann m.a. um utanrikis- og varnarmál. Ólafur Jóhannesson lagði þá áherzlu á, að það væri röng túlkun á málefnasamningi rikis- stjórnarinnar, að varnarliðið skyldi skilyrðis- laust og hvernig sem á stæði, hverfa á brott á kjörtimabilinu. Um þetta sagði forsætisráð- herra m.a.: ,,Það segir ekki i þessum málefnasamningi, eins og sumir hafa viljað lesa, að varnarliðið skuli hverfa á kjörtimabilinu. Það segir, að það skuli stefnt að þvi. Það er ekki út i bláinn, að þetta orðalag er notað. Það er notað til þess að það sé hægt að sveigja sig til nokkuð eftir kringumstæðum og miðað við það, sem áður er sagt, að varnarliðið eigi að fara á brott i áföngum. Ef þetta hefði átt að vera alveg skilyrðislaust þá hefði það verið sagt alveg skilyrðislaust. Þá hefði það verið sagt alveg hreint og klárt: Varnarliðið skal fara á kjörtimabilinu. — En það var ekki sagt, og þannig er ekki réttmætt að lesa eða skilja þetta ákvæði”. Forsætisráðherra skýrði höfuðatriði þeirra draga, sem lögð hafa verið fram i rikisstjórn- inni sem umræðugrundvöllur og sagði siðan: „Þessar hugmyndir þýðir auðvitað ekkert að setja fram sem úrslitakosti. Hvorki gagnvart okkar samstarfsflokkum i ríkisstjórn né gagn- vart Bandarikjamönnum. Við verðum að vera við þvi búnir, að þurfa að sveigja eitthvað til, bæði gagnvart okkar samstarfsmönnum til þess að ná samkomulagi um það, hvernig til- lögurnar verði lagðar fyrir og eins gagnvart okkar viðsemjendum, ef við ætlum að leysa þetta mál með samningum. Ég tel það mikið atriði og mikilvægt,að það sé hægt að leysa þessi mál með friðsamlegum samningum við Bandarikjamenn, þannig að báðir geti verið sáttir að kalla við þá lausn, sem fengin yrði. Ég álit að við íslendingar eigum að ástunda góða sambúð við allar þjóðir, en það er min sannfæring, að það verði að vera hornsteinn i okkar utanrikisstefnu að hafa góða samvinnu við Bandarikjamenn”. Þá ræddi ráðherrann nokkuð um þær leiðir, sem unnt væri að fara til samningsgerðar við Bandarikjastjórn: „Varnarsamningurinn er þannig úr garði gerður, að ef til vill mætti að verulegu leyti ná skv. honum sjálfum þvi markmiði, sem stefnt er að. Þar segir nefnilega skýrum orðum i 4. grein varnarsamningsins, að það sé háð sam- þykki islenzkra stjórnvalda, hve fjölmennt varnarlið skuli vera hér á landi. Við getum þess vegna eftir þeirri leið haft það dálitið i hendi okkar að ná fram þvi markmiði, sem stefnt er að i málefnasamningnum,jafnvel þó ekki kæmi til uppsagnar á þessum samningi. Þetta mál er mikið vandamál á margan hátt og ekki ástæða til að gera litið úr þvi. Það er lika kannski fyrst og fremst tilfinningamál. En ég tel nauðsynlegt að lita á þetta mál fyrst og fremst með skynsemi og rökhyggju og láta það ráða ferðinni en ekki tilfinningarnar”. Þá sagðist ráðherrann ekki vilja blekkja nokkurn mann, og sagði það óraunsætt að gera ráð fyrir að varnarliðið verði horfið af landinu á kjörtimabilinu. —TK ERLENT YFIRLIT Kissinger semur við Panama Það boðar bætta sambúð amerísku ríkjanna Kissinger KISSINGER utanrikisráð- herra Bandarikjanna hefur i mörg horn að lita um þessar mundir. Aðalverkefni hans er að vinna að sáttum milli Israels og Arabarikjanna. En mörg verkefni önnur tefja hann frá þessu sáttastarfi. Nú i vikunni þurfti hann að stjórna fundi helztu oliu- neyzlurikja, sem Nixon hafði boðað til, og rétt áður þurfti hann að fara til Panama til þess að undirrita stefnuyfir- lýsingu um efni nýs samnings um Panamaskurðinn milli Panama og Bandarikjanna. Af mörgum ástæðum verður að telja þessa stefnuyfir- lýsingu hina merkustu og er ekki óliklegt, að hún geti orðið upphaf bættrar sambúðar Bandarikjanna og latnesku Amerikurikjanna. ÞAÐ VORU Frakkar, sem áttu hugmyndina um gerð Panamaskurðarins, en fyrir- ætlanir þeirra og fram- kvæmdir fóru út um þúfur vegna fjárskorts. Þá komu Bandarikin i spilið, og hófu samningsgerð um skurðinn viö Columbia, en Panama var þá fylki i Columbia. Af ýmsum ástæðum, likaði Bandarikja- stjórn ekki að semja við Columbia og ýtti hún þvi undir skilnaðarhreyfingu i Panama. Þessi hreyfing hóf uppreisn gegn stjórn Columbia og veitti Bandarikjastjórn henni liðveizlu og beið Columbia þvi lægri hlut i þessum átökum. Theodore Roosevelt var þá forseti og hældi hann sér siðar af þvi, að hann hefði ákveðið þessa ihlutun einsamall meðan þingið hafði verið að deila um, hvað gera skyldi. I framhaldi af þessu var Panama lýst sjálfstætt riki 3. nóvember 1903 og var fyrsta verk þess að gera samning við Bandarikin um Panama- skurðinn. Þessi samningur var formlega undirritaður 26. febr. 1904. I ár eru þvi liðin 70 ár frá undirritun hans og 50 ár frá opnun Panamaskurðarins, en hann var formlega tekinn i notkun 15. ágúst 1914. Samkvæmt samningnum frá 1904 fengu Bandarikin yfir- ráðarétt yfir 8 milna breiðu belti sitt hvoru megin skurð arins og er stjórn þess að nær öllu leyti i höndum Bandarikj- anna. 1 staðinn fær Panama vissa leigu og hefur hún verið smáhækkuð. 1 samningnum er ekki aðeins tekið fram, að hann sé óuppsegjanlegur, heldur að hann sé til eilifðar. Ollu ákveðnar gátu Banda- rikin ekki samningslega tryggt yfirráðarétt sinn. MARGAR ASTÆÐUR valda þvi, að Panamariki hefur átt erfitt uppdráttar. Mikill hluti landsins er vaxinn þéttum frumskógi og má heita, að enn sé ekki nema helmingur þess byggður, en það er um 29 þús. fermllur að flatarmáli. Ibúar eru um 1.5 millj. Leigan af skurðinum og vinna við hann, hefur verið meðal helztu tekjuliða landsins. Stjórnarfar hefur verið mjög óstöðugt og byltingar tiðar. Um alllangt skeið létu Panamabúar sér nægja, að heimta hærri leigu af Bandarikjamönnum, en siðustu áratugina hefur sú krafa mjög færzt i aukana, að Panama fái full yfirráð yfir skurðinum. Johnson forseti hugðist koma til móts við þessar kröfur og tilkynnti hann i árslok 1964 að viðræður yrðu hafnar við Panama um þær. Árið 1967 hafði náðst samkomulag milli viðræðu- nefndanna um þrjá samninga, er skyldu leysa samninginn frá 1904 af hólmi. Samkvæmt þeim skyldi Panama fá full yfirráð yfir skurðinum og svæðum meðfram honum, en stjórn skurðsins sjálfs skyldi vera áfram i höndum niu manna stjórnar, sem væri skipuð fimm Bandarikjamönnum og fjórum Panamamönnum. Þá skyldu Bandarikin fá rétt til að gera nýjan fullkomnari skurð. Bandaríkin skyldu áfram annast hervarnir við skurðinn. Þegar til kom, vildi stjórn Panama ekki fallast á þessa nýju samninga og dróst þv! undirritun þeirra til 1970, þegar stjórn Panama lýsti endanlega yfir þvi, að hún myndi ekki undirrita samningana og krafðist nýrra viðræðna við Bandaríkin um þessi mál. Viðræður hófust skömmu siðar, en miðaðiilengi vel lítið áleiðis. ARIÐ 1968 var mjög róstu - samt i stjórnmálum Panama. Þá fóru fram forseta- kosningar, en úrslit þeirra voru umdeild, þvi að frá- farandi forseti var talinn hafa haft brögð i tafli. Eftir mikið þref og þras, var frambjóð- andi stjórnarandstöðunnar, Arnulfo Arias, úrskurðaður löglega kjörinn, en ætt hans hafði lengi verið valdamikil i Panama. Hann sat þó ekki nema i 11 daga i forsetasæti, en þá steypti herinn honum úr stóli. Aðalleiðtogi byltingar- innar var Omar Torrijos Herrera hershöfðingi, sem siðan hefur verið hinn „sterki maður” eða einræðisherra i Panama. Hann hefur mjög eindregið tekið upp kröfuna um full yfirráð Panama yfir skuröinum og svæðunum með- fram honum og leitað sér stuðnings annarra Ameriku- rikja i þessum efnum. Yfirleitt •hafa latnesku Amerikurikin staðið með Torrijos i þessari deilu. Fyrir atbeina hans og vegna stuðnings annarra latneskra Amerlkuríkja, var kvaddur saman i Panama i marzmánuði siðastl. sér- stakur fundur i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem þetta mál var tekið á dagskrá. Þar hlaut eindreginn stuðning ályktun, sem hvatti Banda- rikin og Panama til að ljúka samningum sem fyrst á þann veg, að Panama fengi full yfirráð yfir landi sinu. Af fimmtán fulltrúum, sem áttu sæti I ráðinu, greiddu þrettán atkvæði með henni. Fulltrúi Bretlands sat hjá. Fulltrúi Bandarikjanna greiddi einn atkvæði á móti, og beitti neitunarvaldi til að fella ályktunina. Rök hans fyrir beitingu neitunarvaldsins voru þau, að blærinn á alykt- uninni væri óvinveittur Bandarikjunum. Eftir að Kissinger varð utanrikisráðherra á siðastl. ári, komst nýr skriður á viðræður Bandarikjanna og Panama um þessi mál. Þær hafa nú leitt til þess, að undir- ritað hefur verið, eins og segir I upphafi þessarar greinar, yfirlýsing um nýjan samning milli Bandarikjanna og Panama um Panamaskurð- inn. Samkvæmt yfirlýsingunni skal hinn nýi samningur tryggja full stjórnarfarsleg yfirráð Panama yfir hinu umdeilda svæði. Hinn nýi samningur skal jafnframt gilda til ákveðins tima, og fellur eilifðarákvæðið, sem hefur verið Panama-mönnum mestur þyrnir i augum, þannig niður. Eftir er svo að forma sjálfan samninginn og að ná samkomulagi um ýms sérákvæði hans, eins og t.d. gildistimann, en þrátt fyrir það er samkomulagið um þessa yfirlýsingu, eigi að siður talið þýðingarmikið spor til bættrar sambúðar Bandarikj- anna og Panama, og gott fyrirheit um, að gerður verði nýr samningur, sem báðir geti unað við. Ef vel gengur, er það likleg niðurstaða, að gerður verði nýr fullkomnari skurður, án skipastiga, og myndi hann ekki aðeins veröa mikil samgöngubót, heldur mikill stuðningur við efnahag Panama. þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.