Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 9 1 .OÍimI IPlPll Leó E. Löve: Afnám tekjuskatta — skattakerfi í hag unga fólksins Að undanförnu hafa skatt- borgarar verið önnum kafnir við hina árlegu skýrslugerð sina. Það er þvi ekki nema eðli- legt að skattamál séu ofarlega i hugum þeirra og þá umræðuefni um leið. Þegar rætt er um skattamál, kemur oftast að þvi, að fjallað er um skattsvikin, sem allir vita að stunduð eru i talsvert mikl- um mæli hér á landi. Allir eru jafn gramir vegna skattsvikar- anna, sem velta sinum eigin skattbyrðum yfir á samborgar- ana, en i stað þess,að sú gremja leiði til þess, að menn reyni að koma i veg fyrir skattsvikin, láta sumir leiðast inn á sömu braut og réttlæta fyrir sjálfum sér með þvi, að þetta geri allir hvort sem er. Ef kaupmaður kæmist að raun um að óviðkomandi aðilar kynnu á læsingu peningaskáps hans, er alveg öruggt, að hann myndi skipta um læsingu. Hon- um þætti það án efa ódýrari lausn, en að láta varðmann gæta skápsins dag og nótt. Þetta dæmi nefni ég vegna likingar við aðstöðu rikisvalds- ins á skattamálum. Hvers vegna er ekki breytt um skatta- kerfi þegar ljóst er, að-mikill fjöldi manna kann að notfæra sér veilur þess. Er það ekki ódýrara en að auka sifellt starfslið skattstofa og rann- sóknadeilda? Væri ekki betra fyrir rikisvaldið að breyta frek- ar um læsingu en auks stöðugt vörðinn?. Ég er sannfærður um, að finna má einfaldara skattkerfi og öruggara en nú er notazt við. Nægir þar að benda á stað- greiðslukerfi skatta, sem mikið hefur verið rætt um, en það kerfi yrði a.m.k. mun öruggara gagnvart skattsvikum en nú- verandi kerfi. En við ákvörðun á breyting- um i ofangreinda átt má það ekki gleymast, að skattakerfi eru ekki eingöngu tekjuöflunar- leiðir hins opinbera. Þau eru einnig sterkt stjórnmálalegt afl, afl sem nota má við stjórn á öllu þvi fjármagni, sem til er I land- inu. Gjörbreyting skattakerfisins Eftir þennan formála ætla ég að drepa örlitið á hugmynd að gjörbreytingu skattakerfisins. Hugmyndin er ekki min nema að litlu leyti, en ég vaknaði til umhugsunar um hana,þegar ég hafði hlýtt á erindi skattrann- sóknarstjóra fyrir nokkrum ár- um. í fáum orðum er hugmyndin eitthvað á þessa leið: Alla tekjuskatta ber að afnema, taka ber upp eignaskatta (einkum fasteignaskatta) i þeirra stað, hækka ákveðna neyzluskatta og nota siðan almanna trygginga- kerfið til þess að jafna metin þar sem þess gerist þörf. Þegar i upphafi legg ég áherzlu á það, að hugmynd þessi á einkum við um þéttbýli og alls ekki um skattlagningu fyrirtækja. Jafnframt tek ég fram, að hér er aðeins um hug- mynd að ræða, sem gæti útilok- azt þegar á reyndi. Ég ætla nú I fáum orðum að rökstyðja helztu þætti hug- myndarinnar, en það verður að hafa I huga, að ég hef ekki hugs- aö mér, að kerfi sem þetta myndi vera notað nema 10-20 ár I senn, með a.m.k. jafn löngu árabili á milli. Afnám tekjuskatta (þ.m.t. útsvara o. þ.h.) Þeir skattar, sem helzt er reynt að svíkjast undan, eru tekjubundnir skattar og gjöld. Það liggur i augum uppi, að vopn skattsvikara yrðu slegin úr höndum þeirra með þvi að af- nema skattana gjörsamlega. Þar að auki ætla ég að nefna þá röksemd, sem mér finnst einna veigamest: Unga fólkið i land- inu leggur ofurkapp á að eignast þak yfir höfuðið og byggja upp heimili. Af þessu leiðir, að bæði hjóna þurfa að leggja á sig mikla vinnu til þess að geta greitt háar upphæðir vegna Ibúðakaupa o.s.frv. En einmitt vegna hinna*miklu vinnu, verða skattarnir hærri eftir núverandi fyrirkomulagi og minna eftir til þess að leggja i heimilið. Með afnámi tekjuskatta gæti hver og einn unnið að vild og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þvi, að helmingur aukavinnunn- ar færi i skatta. Þar að auki þarf þjóðfélagið á mikilli vinnu að halda, og hvi þá að letja fólk til að vinna aukavinnu, eins og nú- verandi kerfi gerir? Að sjálfsögðu má ekki taka af tekjustofna án þess að finna aðra nýja. Þvi nefndi ég eigna- skatta hér að framan, auk neyzluskatta. Er ég tala um eignaskatta^á ég fyrst og fremst við fasteignaskatta. Fasteigna- skattar á ibúðarhúsnæði ná örugglega til allra, vegna þess, að einhvers staðar verða allir að búa. Flestir eiga eigin ibúðir og myndu þvi greiða skatta sina af eigin eignum. Innheimta slikra skatta yrði mjög auðveld, þvi að þar stendur fasteignin að veði ef greiðslufall verður. Þeir, sem ekki búa i eigin Ibúðum myndu greiða fjöld sin með hærri húsa- leigu, þvi að húseigendur þyrftu að standa skil á eignaskatti sin- um. Hér kann einhver að staldra við og benda á, að stórar fjöl- skyldur þurfi stórar fbúðir, þyrftu þar af leiðandi að greiða háa skatta auk þungrar fram- færslu. Vissulega er þetta rétt, en hér verður að hafa i huga, að almannatryggingakerfinu er einmitt ætlað að bæta slikt i nú- verandi kerfi og myndi vera lát- ið gera enn meira i umræddu kerfi. Það er vert að benda á þjóð- hagslega mikilvægt atriði i sambandi við fasteignaskatta. Það yrði ugglaust stighækkandi skattlagning, sem stæði i sam- bandi við fjölskyldustærð. Litlar fjölskyldur i stóru húsnæði fengju þá mun hærri skatt fyrir eignina en stór fjölskylda i samskonar ibúð. Þetta myndi hafa áhrif i þá átt, að húsnæði það, sem til er i landinu nýttist betur, eftir að fólk sæi sér hag af að búa i hæfi- lega stóru húsnæði, gagnstætt þvi sem nú er, þegar fólk sér mikinn hag af að eiga dýrar eignir sem standast ágang verð- bólgualdanna. Það fengist með þessu móti mun betri nýting þess fjármagns, sem liggur bundið I steinsteypu. Eignaskattar yrðu, auk fast- eignaskatta, lagðir á bila og verðbréf — nema spariskirteini rikissjóðs. Þau yrðu eftir sem áður skattfrjáls, og kemur þá sá fjárfestingarmöguleiki i stað þess að fjárfesta i fasteignum. Um leið minnkar þensla i efna- hagslifinu, hlutfall framboðs og eftirspurnar eftir fram- kvæmdafé gæti e.t.v. orðið jafnt. En nú kann einhver að spyrja hvað gera skuli, þegar menn eiga litlar ibúðir, hafa miklar tekjurog kaupa ekki spariskir- teini eða leggja i banka, skatt- frjálst. Þar koma til neyzlu- skattar — alls kyns óbeinir skattar. Um þá hefur mikið ver- ið rætt og ritað, en mér kemur i hug, að þá megi e.t.v. leggja á eftir flokkun á vörum, ýmist i „nauðsynjavörur” eða „lúxus- vörur”. Þá yrði ugglaust að skatt- leggja ferðalög, og um leið og ferðalög eru nefnd má ekki lita fram hjá þvi, að mikil hætta 'kynni að verða á þvi, að svarta- markaðsbrask, t.d. með gjald- eyri vegna hærra vöruverðs hér, ykist. Þetta er þó enginn vegur að segja fyrir um, og ræði ég þvi ekki frekar um það. Þar með hefur dæmið gengið upp i stórum dráttum, annað hvort greiða menn skatta I ein- hverju formi, eða þeir leggja fé sitt inn I bankakerfi rikisins, þar sem hafa má stjórn á fjármagni þvi, sem til er i landinu. Skipting tekna milli rikis og, sveitarfélaga er hins vegar framkvæmdaatriði, sem ekki verður fjallað um hér. Þessi orð min og hugmyndir eru hvergi nærri fullmótaðar, eins og fyrr greindi. Vera kann, að útilokað sé að framkvæma slika breytingu — og erfitt að breyta um kerfi aftur að 10-20 árum liðnum. Eins er það vist, að stjórn- málamennirnir kunna að vera hræddir við að taka ákvörðun i framangreinda átt, þvi að þegar höggvið er nærri fasteignum manna, eða eignum yfirleitt, virðist oft erfitt að taka hlut- lausa afstöðu. Hins vegar vona ég, að tillegg mitt og annarra leikmanna á þessu sviði komi til með að veita stjórnvöldum nokkurt aðhald um þessi mál, svo og gæti það gerzt, að á slikum hugmyndum yrði nýtt skattkerfi byggt að einhverju leyti. Barnastúkan Svava hefur starf á ný A SUNNUDAGINN var hóf barnastúkan Svava störf sln á ný með fundi i Templarahöllinni, en að undanförnu hefur nokkurt hlé orðið á starfsemi hennar. A sunnudaginn kemur verður fundur, sem hefst kiukkan tvö, og verða þá tekin i stúkuna mörg börn, sem óskað hafa eftir að ger- ast félagar hennar. Standa vonir til, að hópurinn fari stækkandi með hverjum degi vegna mik- illar útbreiðslustarfsemi. Forsvarsmenn stúkunnar vænta þess, að fólk, sem sjálft var i stúkunni á barnsaldri, hvetji til þess að börn þess og barnabörn gangi i hana, en annars eru að sjálfsögðu allir jafnvelkomnir á meðan húsrúm leyfir, jafnt gamlir sem ungir, er kunna að vilja kynna sér starfsemina og félagsskapinn. Stúkunni Svövu veitir forstöðu kennari, mikill hæfileikamaður, sem annazt hefur börn um tuttutu ára skeið. Allir fylgjast með Tímanum •fBMiiRiatiMiaiaaaiMaiiiiitvaitMMiiiiiaaMatMitiisiativMiiaaiMgaiittaí • MMMMMM............................................. Sendum gegn póstkröfu hvert sem er Smokingar - Skyrtur • Peysur ■ Leðurjakkar - Stakar buxur - Allar gerðir af gallabuxum og jökkum Föt með og án vestis Stuttir og síðir kjólar - Stutt og síð pils - Kápur - Jakkar - Buxur - Blússur • Peysur - Bolir úr velúr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.