Tíminn - 15.02.1974, Side 4

Tíminn - 15.02.1974, Side 4
4 TÍMINN Föstudagur 15. febrúar 1974. Getur barn dáið af ástleysi? Frances nokkur Williams, læknir i Los Angeles, trúir þvi statt og stöðugt,að börn geti dáið af ástleysi. Hann hefur þvi fengið hóp sjálfboðaliða, sem koma á dagvistunarstofnanir og barnaheimili i þeim tilgangi einum að sýna börnum, sem enga eiga að, ástúð og um- hyggju. Annars má geta þess, að það er visindalega sannað, að börn, sem ekki njóta nægilegrar ástúðuar, geta orðið andlega vanheil, eða vanþroska. Williams læknir starfar við Los Angeles County Hospital, og þegar starfslið sjúkrahússins fór að veita þvi eftirtekt, að börn, sem lögð voru inn á sjúkrahúsið til lækninga, náðu sér ekki eins fljótt og búast hefði mátt við, og engar likamlegar orsakir virtust liggja til grund- vallar, þá var sett auglýsing i LA Times, þar sem beðið var um „mæður” til sjálfboðaliðs- starfa við sjúkrahúsið. Um 200 sjálfboðaliðar á aldrinum frá 20 til 70 ára buðu fram aðstoð sina. Úr þessum hópi voru svo valdar allmargar konur, úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins, en allar höfðu þær það sameiginlegf að búa yfir mikilli móðurtilfinn- ingu og löngun til þess að geta veitt henni útrás. Starf þeirra verður mjög fjöfbreytt, allt frá þvi að reyna að telja litinn veikan dreng á að borða matinn sinn til þess að svæfa óánægt smábarn. Störf kvennanna eiga ekki að einskorðast við sjúkra- húsið, þegar fram i sækir, heldur eiga þær einnig að vera reiðubúnar, að veita mæðrum aðstoð og upplýsingar, eftir að börnin eru aftur komin heim til sin, og sömuleiðis er ætlunin, að þessir sjálfboðaliðar reyni að hafa eftirlit með þvi, að börnum sé ekki misboðið eða misþyrmt, eða þau vanrækt á heimilunum. Frú Ir-ene Welch, sem er ein af „mæðrunum” á sjúkrahúsinu, segir, að þetta starf hafi vpitt henni ótrúlega hamingju. Fjöl- skylda hennar sjálfrar kemst vel af, og hún segist aldrei hafa komizt i snertingu við það lif, sem fjölskyldur sumra af börn- unum, sem hún hefur annazt, hafa orðið að lifa, bæði hvað við segist ekki hafa verið viss um i upphafi, hvort hún gæti orðið að liði, en segist nú sjá, að svo sé, enda sé þörfin ótrúlega mikil. — Það er dásamlegt að sjá glampann i litlu augunum, sem áður virtust algjörlega sljó: slikt gefurlifinu mikið gildi. Hér „mæðrunum” með litil börn, og svo sjáum við litla hönd leita skjóls i annarri stærri. Snertingin ein getur veitt þessum vesalingum ótrúlegan styrk. Rækjurnar eru mótfallnar ástalífi á í Englandi Visindamenn hafa lagt sig alla fram um að fá rækjur, sem upp- runnar eru við Filippseyjar, til þess að auka kyn sitt i hafinu umhverfis England. Þegar þetta hefur tekizt er ekki ástæða til þess að óttast skort á rækjum i Bretlandi, þvi að magnið ætti að verða nægilegt. John Foster, sem er forstöðumaður fiskitil- raunastöðvar landbúnaðar^ ráðuneytisins i Conway I Carnarvonshire segir: — Það væri hægt að selja rækjur fyrir milljónir punda árlega, ef okkur tækist að rækta þessa tegund hér en þvi miður hefur það ekki tekizt enn. Rækjurnar eru á móti öllu „ástalifi”, þegar þær eru komnar frá sinum uppruna- legu heimkynnum og til fiski- ræktarstöðvarinnar i Conway. Það er engin leið að fá þær til að fjölga sér. ★ Sjálfsmorð í frönskum fangelsum Alls voru framin 42 sjálfsmorð i fangelsum i Frakklandi árið 1973, og er það 5 sjálfsmorðum fleira en árið áður, að þvi er stendur i blaðinu Le Monde. Ekki hafa komið staðfestingar um öll þessi morð af hálfu fang- elsisyfirvaldanna. Le Monde hetur mjog úeilú a langeisis- mál I Frakklandi. Skýrir það nú frá því, að i fyrsta skipti I sög- unni hafi kona framið sjálfs- morð I fangelsi. Hét hún Georg- ette Amar-Gillet, og gleypti hún eitur I september sl. I kvenna- fangelsinu i Fleury-Merogis. Flestir þeirra fanga, er frömdu sjálfsmorð, voru mjög ungir. Einn var til dæmis aðeins 15 ára, annar 17, sjö voru 18 til 20 ára og tuttugu og fimm að auki voru innan við þrítugt. Flestir þeirra, sem sjálfsmorð frömdu, eða 63.31% biðu dóms, en 10 af þessum 42, sem sviptu sig lifi, voru útlendingar. Fíll með kunnáttu í málum Gestir i dýragarðinum i Jerevan i Rússlandi urðu vitni að einkennilegu prófi i málum. Nefnd dýratemjara prófaði Afrikufilinn Vova. Hann fram- kvæmdri glæsilegan fjölda skip- ana, sem gefnar voru á þýzku, rússnesku, ensku og armenisku. Vova kom til Jerevan frá London fyrir tiltölulega stuttu og skildi i fyrstu ekki neitt i rússnesku eða armenisku. Fljótlega kom i ljós, að fillinn hafði sérstaka hæfileika til tungumálanáms, og eftir tvo mánuði skildi hann ýmsar skipanir á báðum nýju málun- um. Einnig lærði Vova þýzku, þegar hann var lánaður til sýn- inga i Austur-Þýzkalandi. „Kattaslagur" Robert Filin, fergugur Astraliubúi, var nýlega dæmdur til hálfs mánaðar fangelsis- vistar fyrir að gera tilraun til að kála heimiliskettinum eftir heiftarlegt rifrildi við konuna. Siðarvar öðrum hálfum mánuði bætt við vegna likamsárásar á konuna. Þeir eru greinilega miklir kattavinir i Ástraliu!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.