Tíminn - 15.02.1974, Síða 19

Tíminn - 15.02.1974, Síða 19
Föstudagur 15. febrúar 19^74. TÍMINN 19 Umsjón og ábyrgð: Samband ungra framsóknarmanna. Ritstjórar og ábyrgðarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ölafur Ragnar Grimsson, Pétur Einarsson. Hernám Tímans Það hefur valdið Framsóknarmönnum viða um land sárum vonbrigðum siðustu vikur og mánuði, hvernig aðalmálgagn Framsóknarflokksins — Timinn — hefur þotið áfram með vaxandi hraða eftir þeirri óheillabraut sem núverandi ráða- menn blaðsins mörkuðu sér fyrir rúmu ári. í grein, sem birtist á SUF-siðunni, sem er að öllu leyti á vegum SUF-stjórnarinnar, i nóvem- bermánuði — eftir að blaðstjórn Timans hafði með fjórum atkvæðum gegn þremur neitað að birta hana i Timanum sjálfum — var það rakið með 22 skýrum dæmum, hvernig þessi óheillaferð hafði þróazt fram til þess tima. Sýndi sú grein glögglega, með hverjum hætti málgagninu var beitt i innanflokksátökunum, og þá ritskoðunar- stefnu, sem virðist ráðamönnum blaðsins ekki sið ur töm en kollegum þeirra i Kreml. Ekki er ætlunin hér að rekja öll þau mörgu dæmi, sem siðan hafa bætzt við um mistnotkun á 'Timanum. Það verður vafalaust gert siðar. Hins vegar verður ekki lengur hjá því komizt að benda á þann þátt þessara mala, sem snýr að þvi baráttumáli, sem nú ber hæst i isienzkum stjórnmálum — þ.e. framkvæmdinni á skýlausu fyrirheiti málefnasamnings stjórnarflokkanna um að herinn fari úr landinu fyrir lok kjörtima- bilsins. Fyrsta alvarlega hneykslið varðandi skrif Tim- ans um herstöðvarmálið var forystugrein sú, sem Tómas Karlsson ritaði i blaðið 1. desember siðastliðinn. Sú forystugrein vakti réttilega svo mikla almenna reiði meðal flokksmanna, að bú- ast hefði mátt við einhverjum ráðstöfunum af hálfu flokksforystunnar, bæði til þess að leiðrétta þá forystugrein, og eins til að koma i veg fyrir, að slik afglöp yrðu endurtekin.Ekkertslikt var gert. Þvert á móti hefur Tíminn siðan sifellt fjar- lægzt meir og meir það eðlilega hlutverk sitt að vera skeleggt málgagn flokks og rikisstjórnar, sem hefur það sem eitt af meginstefnuatriðum sinum að koma hernum úr landi. Þessi þróun er að skálfsögðu sök þeirra manna, sem blaðinu ráða. Það þyrfti þvi ef til vill fáa að undra, að einn af ritstjórum blaðsins, Tómas Karlsson, skyldi vera i fararbroddi þeirra 32 „170-menninga”, sem skoruðu opinberlega — og það m.a. með fimm dálka frétt á forsiðu Timans — á ráðherra flokksins að svikja þá stefnu, sem flokksþing hafa markað i herstöðvarmálinu. Hið alvarlegasta i þvi máli er.þósú staðreynd, að þessi árás ritstjórans á stefnu flokksins hefur ekki haft meiri áhrif á forystumenn flokksins en svo, að hann er áfram látinn skrifa forystugrein- ar um herstöðvarmálið! Niðurlæging Timans i herstöðvarmálinu er, af þessum sökum og öðrum, orðin slik, að alls ekki verður lengur við unað. Það verður haft til marks um raunverulegan hug forystumanna Framsóknarflokksins, hvort sú niðurlæging verður látin halda áfram án nokk- urra aðgerðaaf þeirra hálfu — eins og reyndin hefur verið hingað til. Flokksmenn munu fylgjast vel með þvi, hvort róttækar aðgerðir, eða þegjandi samþykki, verð- ur inntakið i svari þeirra, þvi það mun sýna, hvort hernám Tímans er þeim raunverulega á móti skapi eða ekki. Verði svar þeirra þegjandi samþykki, hljóta herstöðvaandstæðingar innan Framsóknar- flokksins að draga af þvi rökréttar ályktanir, og gera nauðsynlegar ráðstafanir i samræmi við þá niðurstöðu. — E.J. LÝST YFIR STUÐN- INGI VIÐ TILLÖGUR SUF í HERMÁLINU Ljóst er, að tillögur þær um lausn herstöðvarmálsis, sem framkvæmdastjórn SUF samþykkti 29. jan. siðastlið- inn, hafa hlotið góðan hijóm- grunn meðal herstöðva- andstæðinga í landinu. Þykja þær eðiileg framkvæmd á fyrir- heiti málefnasamnings . . : stjórnarflokkanna um brottför hersins á kjörtimabilinu. Hér á eftir fara tvær samþykktir, sem gerðar hafa veriðsiðustu daga um hermálið, þar sem þessi afstaða tillagna SUF kemur skýrt fram. Á fulltrúaráðsfundi ÆSl 9. febrúar 1974 var samþykkt yfirlýsing ,,i tilefni þeirra tillagna og ályktána, sem fram hafa komið á siðustu dögum varðandi lausn herstöðvarmáls- ins”. Þar segir m.a.: 1. Fundurinn visar algerlega á bug hugmyndum Einars Ágústssonar utanrikisráðherra, sem hann kynni að hluta til I sjónvarpi 25. janúar s.l. Þar virðist vera um að ræða tilraun til að slá ryki i augu almennings, m.a. með tali um svokallaða hreyfanlega flug- sveit, þar sem i raun er aðeins um að ræða, að hér yrði skipt um flugsveit með reglubundnu millibili. Tillögur Einars Ágústssonar fela þvi ekki i sér brottför hersins og afnám her- stöðvarinnar, heldur fyrst og fremst endurskipulagningu bandarisku NATO-herstöðvar- innar á Islandi. 2. Fundurinn hafnar þeim undanslætti frá ákvæði mál- efnasamningsins um brottför hersins á kjörtimabilinu, sem felst i ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins frá 28. janúar siðastliðinn. Sérstaklega lýsir fundurinn furðu sinni á þvi, að miðstjórnin skuli fallast á frestun á brottför hluta herliðs- ins fram yfir lok kjörtimab 3. Fundurinn bendir á tiilögur framkvæmdastjórnar SUF sem rökrétta lausn á herstöövarmál- inu innan ramma málefna- samningsins. Þar er gert ráð fyrir algerri brottför hersins fyrir 1. marz 1975, og að her- stöðvarsamningurinn frá 1951 falli úr gildi. Þá er ekki gert ráð fyrir neinni sérstakri aðstöðu fyrir Bandarikjaher né NATO á islandi. I framhaldi af þessu krefst fulltrúaráðsfundurinn tafar- lausrar uppsagnar herstöðvar- samningsins og itrekar stefnu Æskulýðssambands Islands: ísland úr NATO, herinn burt.” Þá hefur SÍKN —Samtök is- lenzkra kennaranema — sent frá sér yfirlýsingu.þar sem segir, að á fundi StKN 4. febrúar s.l. hafi verið gerð samþykkt, þar sem lýst sé yfir samþykki við tillögur SUF sem skref i rétta átt. Stjórn FUF á Akureyri. Aðalfundur FUF á Akureyri: Næsti áratugur verði tímabil félagshyggju Aðalfundur FUF á Akureyri var nýlega haldinn. Formaður félagsins, Ingvar Baldursson, gerði grein fyrir starfinu á siðasta starfsári, en það var með fjörugra móti, og þess að vænta að enn aukist starfsemin á nýbyrjuðu ári, m.a. vegna bæjar- stjórnarkosninganna. Var mikill hugur i fundar- mönnum að gera hlut flokksins á Akureyri sem mestan í þeim kosningum. A fundinum voru gerðar eftir- farandi samþykktir með sam- hljóða atkvæðum: „Aðalfundur FUF á Akureyri haldinn 28. des. 1973 skorar á allt félagshyggjufólk að standa i hvi- vetna vörð um vinstri stjórn þá, er nú situr að völdum og tryggja með þvi að málefnasamningurinn nái fram að ganga. Fundurinn skorar á félagshyggjufólkið að vinna að þvi, að næsti áratugur verði timabil félagshyggju I land- inu. Aðalfundur FUF á Akureyri 1973 telur það skyldu framkvæmdastjórnar flokksins að beita sér nú þegar fyrir viðræðum innan flokksins, sem miði að þvi að setja niður þær deilur, sem að undanförnu hafa verið milli flokksmanna. Aðalfundur FUF á Akureyri 1973 vitir harðlega þá ákvörðun Bjarna Guðnasonar að hætta stuðningi við stjórn hinna vinn- andi stétta og ganga i lið með ihaldsöflunum á Alþingi og gerast þar með niðhöggur vinstri stjórn- ar á íslandi.” Stjórn FUF er nú þannig skip- uð: Ingvar Baldursson, formað- ur, Hákon Hákonarson varafor- maður, Ingólfur Sverrisson ritari, Hanna Lisbet Jónmundsdóttir, Jóhann Karl Sigurðsson spjald- skrárritari, og meðstjórnendur þau Kolbrún Guðveigsdóttir og Kolbeinn Sigurbjörnsson. Ráðinn fram kvæmdastjóri Á stjórnarfundi þriðjudaginn 5.febrúar sl. samþykkti stjórn FUF að ráða Björn Björnsson framkvæmdastjóra félagsins. Kvöldsimi: 86196. A næstunni er fyrirhuguð mikil starfsemi hjá félaginu, og er ráðning framkvæmdastjóra gerð til þess að auðvelda það starf. Þetta neituðu ritstjórarnir að birta Stjórn SUF i Reykjavik, sú sem kjörin var I félagsheimili Fóstbræðra 24. október siðast- liðinn, hefur óskað eftir þvi að fá tvær neðangreindar tilkynning- ar birtar i Timanum. Henni var neitað um slika birtingu, þótt sú FUF-stjórn, sem kjörin var i Klúbbnum sama dag, geti birt yfirlýsingar I Timanum að vild. Stjórnin óskaði þá eftir þvi við SUF-siðuna, að þessar til- kynningar yrðu birtar, og þótti það sjálfsagt, þar sem rann- sóknarnefnd SUF sem fjallar um kærurnar vegna aðalfund- arins i Klúbbnum, hefur ekki enn lokið störfum, og niðurstöður i þvi máli liggja ekki fyrir. Á meðan svo er, ætti Timinn að sjálfsögðú ekki að birta tilkynningar frá öðrum aðilanum, en ekki hinum. Slfkri ritskoðunarstefnu hlýtur SUF að hafna. Vanþóknun á tiltæki 170 menninganna Stjórn FUF i Reykjavík hefur á fundi sinum 5. febrúar gert eftirfarandi samþykkt: „Stjórnin FUF i Reykjavík lýsir yfir fullum stuðningi sinu við þá stefnu Framsóknar flokksins og rikisstjórnarinnar að koma hernum úr landi. Jafnframt lýsir stjórnin vanþóknun sinni á þeim, er staðið hafa fyrir undirskriftum um áframhaldandi hersetið land. Sérilagi litum við alvar- legum augum á það tiltæki 170 framsóknarmanna að ganga i berhögg við stefnu Framsóknarflokksins og rikis- stjórnarinnar i þessu mesta sjálfstæðismáli islenzku þjóðar innar. Við bendum á, að það er vegið að áframhaldandi sam- starfi vinstri flokkanna Islandi. Er að þvi skömm mikil, að samvinnuhreyfingin, sem áður var eitt mesta sjálfstæðisafl þjóðarinnar skuli nú sitja uppi með forystumenn, sem leggja nafn sitt við slik bænarskjöl. Að lokum skorum við á framsóknarmenn að standa saman i stuðningi sinum viö flokkinn og rikisstjórnina þannig, að þjóðhátiðarárið verði ár, sem niðjar okkar geti minnzt með nokkru stolti, en ekki skömm.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.