Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 15. febrúar 1974 DOCHERTY HEFUR ÁHUGA Á HAY... DAVID HAY..hinn eftirsótti skozki miövallarspilari. JÖRGEN PETERSEN ...hinn snjalli vinstrihandarskotmaöur Helsingör, er nú markhæstur i dönsku 1. deildinni. Coventry kaupir... COVENTRY hefur nú fest kaup á bakveröinum PETER HINDLEY frá Nottingham Forest. Liðið greiddi 35 þús. pund fyrir þennan kunna bakvörð, sem er 29 ára gamall og hefur leikið yfir 420 leiki fyrir Forest. Jörgen Petersen er markhæstur — hann hefur skorað 102 mörk í dönsku 1. deildarkeppninni í handknattleik. Arhus KFUM hefur örugga forustu Árhus KFUM... heidur sínu striki í dönsku 1. deildar- keppninni í handknattleik. Liöiö vann Stadion 18:10 um síðustu helgi, en þá fóru eftirtaldir leikir fram í dönsku deildinni: HG—Fred.KFUM 18:17 Stadion—Arh. KFUM 10:18 Virum— Eftersl. 19:22 Stjernen—Helsingör 17:19 Staðan er nú þessi i dönsku deildinni: ArhusKFUM Helsingör Fred. KFUM Stadion HG Efterslægren Stjernen AGF Skovbakken Virum 13 250:194 22 14 261:227 21 14 274:245 18 13 226:219 15 14 239:212 14 14 252:248 13 13 209:214 11 13 198:226 10 12 175:197 8 14 215:317 2 Jörgcn Petersen, Helsingör er nú markhæsti ieikmaðurinn i 1. deildarkeppninni hann hcfur skoraö 102 mörk. önnur stór- skytta. Flemmipg Ilansen úr Frcd. KFUM er með 100 mörk. Markakóngskcppnin verður á milii þessara tveggja snjöllu leik- manna. TOMMY I)OCHERTY...fram- kvæmdastjóri Manchester United, er ekki búinn að gefast upp. Docherty, sem erákveð- inn i, að reyna að halda hinu fræga liði uppi i 1. deild, hefur mikinn áhuga að kaupa skozka landsliðs m a nninn DAVID HAY frá Ceitic. Docherty hefur haft augastað á Hay lengi, en eins og fram hefur komið hér reyndu þeir Docherty og Bill Nichoison, framkvæmdastjóri Tottenham, að kaupa Hay, fyrr á keppnistimabilinu. Celtic hcfur ekki viljaö selja Ilay, nema að fá góðan miðvallarspilara I staðinn. Docherty hcfur mikinn áhuga á að ná i Hay, áður en kaup- bannið skellur á, en það má ekki verzla með leikmenn i Englandi eftir 7. marz. United er nú tilbúið að láta irska landsliðsmanninn TIÍEVOR ANDERSON i staðinn fyrir Hay. Arsenal vantar nú markaskorara BERTIE MEE.... fram- kvæmdastjóri Arsenal hef- ur nú mikinn áhuga á aö kaupa markaskorarann DUNCAN McKENZI E frá Nottingham Forest. Mee er ekki ánægður meö árangur Arsenal-liðsins, sem hefur ekki gengið vel á keppnistímabilinu. Þessu fræga Lundúnaliði hefur ekki gengiö eins illa í mörg ár. Þaö er nú í 13. sæti f 1. deildarkeppninni, en var í öðru sæti, þegar keppnis- tímabilinu lauk í fyrra. Astæðan fyrir lélegum árangri Arsenal á keppnistimabilinu er tvimælalaust sú, að framlinu- menn liðsins hafa brugðizt — þeim gengur illa að skora mörk. Bertie Mee, vill kaupa Duncan McKenzie Markaskorarar eins og John Radford og Ray Kennedy, hafa vart komizt á blað og sést það bezt á siðustu leikjum Arsenai, hingað til hefur miðvallarspilar- inn Alan Ball, skorað nær öll mörk liðsins. Bertie Mee hefur haft augastað á McKenzie um nokkurn tima, og nú er hann tilbúinn að greiða 200 þús. pund fyrir þennan snjalla leikmann Forest, en hann er pott- urinn og pannan i sóknarleik For- est-liðsins. BYRJAR BANKS AFTUR? BANDARtSKA knattspyrnu- iiðið Seattle, hefur nú boðið hinum heimsfræga markverði GORDON BANKS, að gerast markvörður hjá iiðinu i sumar, þegar bandariska knattspyrnan hefst i april og stendur yfir i fjóra mánuði. Banks, sem hætti að leika knattspyrnu á siðasta keppnistimabili, eftir að hann hafði lent i bilslysi, kynnir sér nú boð Seattle.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.