Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 15 NORSK ÖRYGGIS- MÁL í ALÞJÓÐ- LEGU SAMHENGI Erindi Guttorms Hansens, forseta stórþingsins, á ráðstefnunni Island-Noregur NorBmönnum er eins og öðrum smáþjóðum i veröldinni nauðsyn- legt að átta sig á þvi, að vér stöndum nú á krossgötum eða timamótum i alþjóðamálum. Þau nær 30 ár, sem liðin eru frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar, má i stórum dráttum lita á sem eftir- striðsár. Þær rikjaheildir og þau vandamál, sem þessi styrjöld hafði i för með sér, hafa fram til siðustu tveggja eða þriggja ára mótað allt ástand á alþjóðlegum vettvangi. Noregur hefur eins og önnur Evrópulönd búið við þetta ástand og orðið að laga stefnu sina að þvi. Pólitiskt mat vort og athafnir hafa takmarkast af heimsástandi eftirstriðsáranna. Sambúð risaveldanna 1) Það, sem gerzt hefur á siðustu árum, heimilar oss hins vegar að fullyrða, að nú sé eftir- striðsárunum lokið. Það, sem nú gerist á alþjóðavettvangi, fer eftir öðrum leiðum og er að sækja i mynztur, sem er talsvert annað en það, sem vér þekkjum frá öll- um eftirstriðsárunum. Það, sem vér nú köllum hjöðnun i samskiptum risaveldanna, er staðreynd, þrátt fyrir hættu- stundirnar, sem vér lifðum i tengslum við siðustu styrjöld fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi átök draga á margan hátt fram, hversu langt hjöðnunin milli risa veldanna er komin og ýmsar af leiðingar þessarar hjöðnunar- stefnu fyrir önnur lönd. Vafalitið eykur hið nýja ástand lifsöryggi vort, en á sama tima verður erfiðara fyrir oss að fylgjast með og túlka einstök atvik og atburði. Þróun siðustu mánaða veitir þessari fullyrðingu minni einnig haldbetri forsendur. Það er ekki unnt að skilgreina og fastmóta hlutverk eigin lands hvorki i veröldinni allri né Evrópu, án þess að lita bæði til hjöðnunarþró- unarinnar milli risaveldanna tveggja og þeirrar auknu al þjóðahyggju, sem vart verður i tæknimálum og efnahagsmálum. Hún er hvorki bundin við einstök lönd né pólitísk landamæri og er á góðri leið með að skapa allt annað mynztur i alheimsviðskiptum og framleiðslu, og hún hefur áhrif á alla þróun alþjóðamála. Til marks um þessa þróun er nóg að nefna það, sem gerðist 1972 og 1973, þegar samskipti risaveld- anna tveggja gjörbreyttist og þriðja stórveldið i 'héiminum, Kina, varð beinn þátttakandi i alþjóðastjórnmálum. Og hér er raunar fyrst og fremst sam- bandið milli Bandarikjanna og Kina og milli Kina og Japan, sem sýnir okkur nýjungarnar. Ég er ennig þeirrar skoðunar, að á þessu ári muni löndin á svæðinu frá Pakistan til Indókina láta til sin taka. 7 Það, sem vér sjáum og vekur athygli vora nú, eru hræringarn- ar, sem alls staðar verður vart, en það er erfiðara að koma auga á það mynztur, sem af þeim skap- ast, þegar frá liður. Athafnir mannanna, sem vinna að þvi að draga úr spennunni milli austurs og vesturs, munu sjálfar skyggja á takmark stefnunnar, sem þeir eru að framkvæma. Þess vegna getum vér auðveld- lega látið blekkjast i létti vorum yfir auknu öryggi og gleymt þvi, að vér búum i litlu landi, sem verður að haga stefnu sinni eftir þvi mynztrí, sem kemur i kjölfar núverandi breytinga. t utanrikis- málum almennt, eins og i öryggismálum, og er mjög mikil- vægt á timum eins og vér nú lif- um, að smárikin gæti framtiðar- hagsmuna slnna. Það er erfitt fyrir litið land, en þetta er i min- um augum það verkefni sem nú er ofar öllum i norskum utanrikis- og öryggismálum. Þess vegna vil ég ekki, aö viðfangsefni mitt i þessu erindi takmarkist við sam- bandiö milli Noregs og NATO, heldur mun ég reyna að fjalla um málið I viðtækara samhengi. En fyrst er rétt að athuga, hvað gerzt hefur f norskum utanrikis- og öryggismálum, frá þvi að vér urðum aðilar að Atlantshafs- bandalaginu fyrir 25 árum. Skilgreining Holsts 2) Félagsskapur Atlants- hafsrikjanna er lykilorðið I norskri utanriksstefnu allan sjötta áratuginn og fram á þann sjöunda. 1949 tengdum vér öryggisstefnu vora stefnu þjóð- anna við Atlantshaf, sú ákvörðun hefur verið nefnd liftaugin i norskri utanrikisstefnu. Mikil- vægasti aðilinn að þessu sam- starfi voru Bandarikin, og ábyrgð þeirra skiptir sköpum fyrir öryggi Noregs innan bandalags- ins. A þeim árekstratimum, sem einkenndu eftirstriðsárin, og þar með stefnumótun i Evrópu, var staða lands vors mjög sérkenni- leg. Vér stóðum i jaðrinum miðað við þungamiðju evrópskra stjórnmála, Mið-Evrópu, en vor- um jafnframt i miðju kjarnorku- jafnvægisins milli risaveldanna. Johan Jörgen Holst, rannsókna- stjóri Norsku utanrikismála- stofnunarinnar, hefur lýst stefnu vorri á þennan hátt: „Norsk öryggisstefna var við þessar aðstæður mótuð með þvi að tengja saman tryggingu (NATO) og friðmæli (bann við kjarnorkuvopnum og erlendum herstöðvum) og auk þess ábyrgð risaveldis (Bandarikin) og póli- tiskar skuldbindinar (Vestur- Evrópa).” Ég er þeirrar skoðunar, að skil- greining Holsts sé hárrétt á þeirri öryggisstefnu, sem var mótuð á eftirstriðsárunum á grundvelli þess ástands, sem vér höfum búið við i þessi 25 ár. Þessi flétta i öryggismálunum olli þvi, að vér vorum mjög næmir fyrir öllum breytingum i sambúð Bandar. og Sovétrikjanna, og lega vor frá hernaðarl. sjónarmiði hafði i för með sér, að i öryggismálum urð- um vér hliðarriki, á þann hátt, að samskipti Sovétríkjanna og Bandarikjanna höfðu á hverj- um tima áhrif á stöðu vora og at- hafnafrelsi. Með utanrikisstefnu sinni hafa þvi Norðmenn mjög lagt sig fram um að draga úr deilum milli austurs og vestur, og þeir hafa gert það á marg vislegan hátt. Vér höfum svo lengi búið við þetta ástand, að enn i dag búum vér flestir við það i huga vorum, þótt það sé ekki sama og áður. Það hefur raunverulega dregið úr spenn- unni milli austurs og vesturs, fyrri deilur hafa hjaðnað. Vér höfum ekki lengur mikilvægu hlutverki að gegna sem málamiðlari milli risaveldanna. Þau ræða nú beint hvort við annað og stjórna gangi mála. Vegna hjöðnunarinnar eru að- stæðurnar nú allt aðrar i utan- rikismálum. Höfuðmarkmið utanrikis- og öryggisstefnu er ekki lengur að draga úr spenn- unni, nú er það fremur árangur hjöðnunarstefnunnar, sem veldur oss vandræðum. Og nú verðum vér að móta utanrikis- og öryggisstefnu vora á þessum grundvelli. Hér skiptir mestu að gæta mikilvægra þjóðar- hagsmuna vorra i heimi, sem er að breytast, og þar sem önnur heimsmynd er i mótun. Ábyrgð Bandarikjanna 3) Helzta forsendan fyrir aðild Noregs að NATO er ábyrgð Bandarikjanna. Þess vegna mun þróunin i samskiptum Bandarikj- anna og Vestur-Evrópu og sambúð Bandarikjanna og Sovét rikjanna, framvinda mála innan Bandarikjanna og i pólitísku samstarfi Efnahagsbandalags- landanna ráða mestu um mótun norskrar utanrikisstefnu. Þetta mun að sjálfsögðu einnig setja svip sinn á öryggisstefnuna og ráða miklu um þátttöku Noregs I starfi NATO. Vegna þess, hve mikið er að gerast og hefur gerzt i breytinga- átt i þvi, sem vér köllum „Atlantshafsfélagsskapinn”, er nauðsynlegt að kanna i hverju þessar breytingar eru fólgnar. Sé litið bæði til Marshall-áætl- unarinnar og stofnunar NATO, sjáum vér, að Atlantshafssam- starfið hófst á timum, þegar Bandarikin voru rneiri máttar, Vestur-Erópa minni máttar, og stöðugir árekstrar kalda striðsins milli austurs og vesturs. Og póli- tisku landamærin lágu um hjarta Mið-Evrópu, til Tyrklands i suðri og Finnmerkur i norðri. Nú hefur þetta breytzt.Rikin i austri og vestri nálgast hvert annað hröðum skrefum. Bandarikin og Sovétrikin efla stöðugt tvihliða Guttorm Hansen, forseti norska Stórþingsins. samband sitt, ekki aðeins með þvi að ræðast við eins og á sjöunda áratugnum, heldur einnig með gerð samninga um viðskipti, tæknimál, visindi, og nú einnig um orkusölu. A sama tima hleyp- ur snuðra á þráðinn milli Banda- rikjanna og Vestur-Evrópu. Vor heimshluti er ekki lengur upp á aðra kominn. 1 Vestur-Evrópu gerist það þvert á móti, að Efnahagsbandalagið kemur fram sem efnahagslegt veldi, er skapar Bandarikjunum vandræði. Vafa- litið má búast við þvi, að i þeim samningum, sem framundan eru um alþjóðaviðskipti og gjaldeyr- ismál, verði hagsmunaárekstur milli Bandrikjanna og Vestur- Evrópu, fyrst og fremst Efnahagsbandalagsins. öryggis- vandamál munu einnig auðveld- lega geta blandazt inn i þessar viðræður, til dæmis spurningin um samdrátt bandarisks herstyrks i Evrópu og skiptingu varnarþátttökunnar, bæði fjár- hagslega og á annan hátt. Enn er erfitt að mvtiria sér nokkra skoðun um það, hvaða ahrif slikir árekstrar kunna að hafa áAtlants- hafssamstarfið, hvort þeir muni veikja það eða styrkja. Þó má segja, að tvennt liggi alveg ljóst fyrir. 1 fyrsta lagi leggja Efnahagsbandalagslöndin sig fram um að ná samstööu, ekki aöeins i efnahagsmálum, heldur einnig i öryggismálum. Um þau mál eru skiptar skoðanir innan bandalagsins, en allt er gert til að samræma sjónarmiðin. Og innan Efnahagsbandalagsins hefur mótazt sameiginlegt sjálfstraust aðildarlandanna, og það er póli- tiski þátturinn i þessari mynd. í öðru lagi er þess að gæta, að Bandarikin koma ekki lengur fram gagnvart Vestur-Evrópu i gervi fööurlegs frænda. Vér hitt um ekki fyrir Bandarikin með Marshall-áætlunina, heldur land með allt aðra stefnu. Bandaríkin hafa reynt margt á þeim árum, sem liðin eru, og þau eru að endurskoða afstööu sina til heimsins — einnig til Vestur- Evrópu. Vér hittum ekki nú fyrir Bandarikin með hugsjónastefnu sina, heldur með raunsæja utanrikisstefnu, sem grundvall- ast á hreinum eiginhagsmunum. Bandarikin vilja halda áfram að vera risaveldi, ekki af þvi að gegna hlutverki ,alheimslög- reglu”, heldur með samningum við aðrar valdmiðstöðvar: Sovét- rikin, Kina, Japan og Efnahags- bandalag Evrópu. Bandaríkin og V-Evrópa 3a) Þeim sem yfirsést þetta tvennt i annars ófullgerðri mynd alþjóðamálanna, yfirsést eitt af höfuðatriðunum. Oss skiptir það talsvert miklu, hvernig sambandi Bandarikjanna og Vestur-Evrópu er háttað, og einnig á hvern hátt sambúð þeirra við Sovétrikin breytist. A utanrikisráðherrafundi NATO i desember s.l. kom til fyrsta árekstursins milli Banda- rikjanna og evrópsku aðildar- landanna, einkum við Frakkland. Ég lit á þetta sem fyrsta hags munaáreksturinn, eftir að sambandið milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna hefur breytzt frá þvi, sem áður var. Menn voru einkum ósammála um samning- inn milli Bandarikjanna og Sovét- rikjanna, sem var undirritaður 22. júni i fyrra,þegar Brésnjeff heimsótti Nixon. Þá var einnig deilt um atburðina i tengslum við deiluna fyrir botni Miðjarðar- hafs. Loks eru skoðanir skiptar um ræðu Kissingers frá 23. april i fyrra, þar sem hann hreyfði hug- myndum um nýja sameiginlega yfirlýsingu um Atlantshafssam- starfið i framtiðinni. Það, sem gerðist á þessum fundi, sýndi, að Bandarikin hafa einkum auga- stað á þeim átta Efnahagsbanda- lagslöndum, sem eru aðilar að NATO, og sú hætta er fyrir hendi, að þar geti myndazt öxull milli Bandarikjanna og Efnahags- bandlagsins innan NATO. Enn geta Efnahagsbandalagslöndin ekki talað einni röddu, en ljóst er, að pólitiskur vilji er innan banda- lagsins til að ná þessu marki. Vér höfum einnig séð þetta á öðrum vettvangi, til dæmis á öryggis- málaráðstefnu Evrópu. Ég tel 'nauðsynlegt, að Norð- menn beiti sér gegn þvi innan NATO, að slikur öxull myndist innan bandalagsins milli banda- rikjanna og Efnahagsbandalags- landanna, og þessir aðilar taki raunverulega allar ákvarðanir, sem siðan séu formlega staðfest- ar á vettvangi NATO. Og norskir talsmenn hafa lika oftar en einu sinni lýst þvi yfir, að enn sem fyrr veröi varnarsamstarfið og mótun öryggisstefnunnar að fara fram innan NATO og ekki flytjast i neinu til Efnahagsbandalagsins. Það er varla á valdi Noregs að stööva slika þróun, ef hún byrjar, en vér verðum að leggja lóð vort á vogarskálina gegn henni. Þjóðar- átkvæðagreiðslan, og siðan við- skiptasamningur vor við Efnahagsbandalagið, hafa mark- að samstarfsramma vorn við Vestur-Evrópu gegnum banda- lagið. Vér verðum að taka af- leiðingum sliks ramma — og ekki fallast hendur. En þeir menn tala af léttúð, sem halda þvi fram, að staða Noregs sé nákvæmlega sú sama og áður og það hafi litil sem engin áhrif á oss, sem kann að gerast. Þessir menn stinga höfðinu I sandinn. Öll stjórn- málaþr. i heiminum hefur áhrif á oss, og eigin ákvarðanir vorar um samband lands vors og tengsl við alþjóðlegar og svæðisbundnar stofnanir og valdmiöstöðvar hafa auðvitað mikla þýöingu. Sú stað- reynd, að Noregur ákvað að breyta ekki sambandi sinu viö Efnahagsbandalagiö, þýðir auðvitað ekki, að ákvörðunin hafi ekkert i för með sér. Noregur og Nato 4) Hér á eftir ætla ég að reyna að draga nokkrar ályktanir um norska utanrikis- og öryggis- stefnu, einkum i sambandi við NATO. í fyrsta lagiverðum vér að gera oss ljóst, að ekki er lengur grund- völlur fyrir sams konar Atlants- hafspólitik og þá, sem rekin var á sjötta og sjöunda áratugnum, með þáverandi pólitisk stefnumið fyrir augum. Vér verðum að miða öryggisstefnu vora við þá möguleika, sem nú eru fyrir hendi, — vér verðum að viður- kenna núverandi tilvist þeirra, laga oss að þeim og reyna að færa oss þá i nyt i mótun öryggisstefn- unnar. 1 öðru lagi gæti svo farið, að vegna hagsmuna bæði Bandarikj- anna og Efnahagsbandalagsins yrðu einhverjar breytingar á Atlantshafssamstarfinu. Þótt hér yrði e.t.v. ekki um beinar skipu- lagsbreytingar að ræða, mætti a.m.k. búast við breyttum vinnu- aðferðum og nýjum samböndum rikja á meðal, verði öxullinn „Bandarikin-Efnahagsbandalag- ið” þungamiðjan i hinu nýja Atlantshafssamstarfi. Þróunin gæti orðið sú meðal Evrópu- hópsins i NATO, að raunverulega yrðu ákvarðanir hans teknar meðal Efnahagsbandalagsrikj- anna, þótt endanleg og formleg ákvörðun yrði tekin hjá NATO. Að minu mati er það augljóslega i þágu norskra hagsmuna að vinna gegn slikri þróun, hagsmunir Norðmanna krefjast þess einmitt, að vér beitum oss fyrir þvi, að hinar raunverulegu ákvarðanir séu teknar innan NATO. Hér ætt- um vér að eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta með Kanada- mönnum og íslendingum, sem að þessu leyti eiga við sömu vanda- mál að etja og Norðmenn. Vér ættum að eygja hin sameiginlegu sjónarmið og möguleikann á þvi að koma fram saman i þessu máli og öðrum. Slikt samstarf hinna þriggja rikja, Noregs, Islands og Kanada, getur orðið nauðsynlegt til þess að hafa áhrif á þróun Atlantshafsbandalagsins, einkum með tilliti til Bandarikjanna og Efnahagsbandalags Evrópu. i þriðja lagi: Ahrif öryggis- málaráðstefnu Evrópu á öryggi Norgs eru enn óviss. Yrðu sjó- hernaðarvandamálin i Norður- höfum yfirleitt nefnd á nafn i hugsanlegri samþykkt um skipan öryggismála? Yrðu þau það ekki, yrði staða vor enn hættulegri. Vegna þess hvers eðlis þróunin er nú i vopnatækni má búast við þvi, að áhugi Bandarikjamanna, sjálfra þeirra vegna, á þessum hafsvæðum fari minnkandi. Bætt- ist það svo við, að ekki væri vikið að þessum vandamálum i Norðurhöfum i hugsanlegri samþykkt um skipan öryggis- mála i Evrópu, yrði okkur enn aukinn vandi á höndum, staða vor yrði erfið og athafnafrelsi vort skert. Þetta er og hlýtur að verða langmikilvægasta málið fyrir Norðmenn á öryggismálaráð- stefnu Evrópu. i fjórða lagi minnist ég á ábyrgð Bandarikjanna, sem er undirstaða aðildar Noregs að NATO. Vér verðum að reikna með þeim möguleika, að i nálægri eða fjarlægri framtið fækki i bandarisku varnarliði i Vestur- Evrópu. I þessu felst augljóst vandamál fyrir Noreg. Framar öðru krefjast hagsmunir oss Norðmanna þess, að vér komum i veg fyrir, að slik, hugsanleg liðs- fækkun veiki trúnaðinn á hinar bandarisku öryggisskuldbinding- ar innan Atlantshafsbandalags- ins. Hér hlýtur hin norska stefna að vera sú, að samningar um hernaðarjafnvægið verði skýrir og óyggjandi, og að sá liðssam- dráttur, sem samið kynni að verða um, — en ákvarðaðist ekki aöeins með tilliti til meginlands Evrópu eöa innanrikisstjórnmála i Bandarikjunum. Þátttaka i Nato nauð- synlegri en áður 5) Tryggingin fyrir hjálp utanað á hernaðarlegum hættu- timum er grundvöllur aðildar vorrar að NATO. Hafi liðssam- drátturinn, ( sem ég held varla að við komumst hjá vegna hreinne innanlandsstjórnmála i Banda rikjunum), i för með sér, ai talsvert dragi úr styrkleikr hinnar utanaðkomandi aðstoðar i hættutimum, veikist öll aðstað£ vor mjög verulega og alvarlega Hér er spurningin um traustið og trúnaðinn einkum mikilvæg Kæmi slikt til, yrði Noregur að fá sér þennan hugsanlega liðssam drátt bættan með samnings bundnu varnafyrirkomulagi ai ýmsu tagi, sem auðveldaði ýmiss konar aðstoð erlendis frá. Hægt er aö gera sér i hugarlund nokkr- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.