Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 10
10 iTÍMINN Föstudagur 15. febrúar 1974. VERÐUR EFNT TIL HUGMYNDA- SAMKEPPNI UM SKIPULAG ALÞING- ISSVÆÐISINS? Tillaga Eysteins Jónssonar, forseta sameinaðs Alþingis, í ,,þinghúsnefnd" Til umræðu var á Alþingi i gær þingsályktunartillaga Ragnars Arnalds og Svövu Jakobsdóttur um val á nýju byggingarsvæði fyrir Alþingi, rikisstjórn og helztu stjórnarstofnanir rikisins. Ragn- Halldór Kristjánsson Varamenn taka sæti t gær tók Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, sæti Stein- grims Hermannssonar á Alþingi. Halldór er fyrsti varamaður þingmanna Framsóknarflokksins I Vestfjarðakjördæmi. Steingrim- ur er i opinberum erindagjörðum erlendis. Þá tók Hjördis Hjörleifsdóttir sæti Hannibals Valdimarssonar á Alþingi i gær. ar Arnalds hafði framsögu fyrir tillögunni, sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna milliþinganefnd til að gera um það tillögur i samráði við skipulagsyfirvöld, hvar hag- kvæmast sé að velja nýjum bygg- ingum stað fyrir æðstu stjórn landsins, þar sem ljóst er orðið, að á núverandi miðbæjarsvæði i Reykjavik verður ekki i framtið- inni nægilegt landrými fyrir helstu stjórnarstofnanir rikisins. Á þvi svæði, sem valið yrði, skal m.a. gera ráö fyrir bygging- um fyrir Alþingi, rikisstjórn og ráðuneyti, Seðlabanka tslands, og aðrar rikisstofnanir, eftir þvi sem þurfa þykir. Þó skal gert ráð fyr- ir, að rikisstofnunum, sem ekki eru háðar æðstu stjórn landsins i daglegum störfum sinum, verði i framtiðinni valinn staður i þétt- býliskjörnum úti um land utan höfuðborgarsvæðisins. Forsætisráðherra kallar nefnd- ina saman til fyrsta fundar, en nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin skal hafa lokið störfum, áður en Alþingi kemur saman til fundar i október 1974.” Eysteinn Jónsson kvað þetta athyglisverða tillögu, og væri nauðsynlegt að taka þessi mál til nýrrar skoðunar. Það væri sin skoðun, að ekkert hæfilegt rúm væri fyrir stjórnarráðshús i mið- bænum. Hins vegar teldi hann enga ástæðu til að hnýta Alþingi og húsnæðismálum þess saman við húsnæðismál stjórnarráðsins og helztu stjórnarstofnana ann- arra. Hann vildi skilja þarna milli Alþingis og annarra stofnana rikisins. Eysteinn minnti á þingsálykt- un, sem samþykkt var 1961, þar sem forsetum Alþingis var falið, MlilFll— ■ ásamt fulltrúum þingflokkanna, að gera tillögur um framtiðar- húsnæði Alþingis. Þótt þessi nefnd hefði setið svo lengi að störfum, hefði sáralitlu verið komiö áleiðis i þessum málum. Hefði þessi þinghúsnefnd verið i eins konar sjálfheldu vegna þeirra skipulagsáforma, sem i gildi væru hjá Reykjavikurborg. Enn væri i gildi sú ákvörðun Reykjavikurborgar að byggja ráðhús við norðurenda Tjarnar- innar, og ennfremur stæði það enn i aðalskipulagi borgarinnar, að framlengja ætti Grettisgötu vestur á bóginn og gera hana að meiri háttar umferðaræð, sem lægi um miðbæinn á milli Austur- vallar og Alþingishússins. Nú mætti ráða i það, að horfið yrði að fullu frá þvi að reisa ráðhús I Tjarnarendanum, og Eysteinn kvaðst vona, að einnig yrði horfið frá þeim áformum að láta meiri- háttar umferðaræð skera á milli Austurvallar og Alþingishússins. Þinghúsnefndin hefði sótt um það til borgaryfirvalda, að Kirkjustræti yrði lokað fyrir bif- reiðaumferð, og þannig gert frið- sælla f kringum Alþingi. Þá skýrði hann frá þvi, að hann hefði á fundi þinghúsnefndar 25. f.m. lagt fram tillögu um húsnæðismál Alþingis, svohljóðandi: „Þinghúsnefnd Alþingis efni, i samráði við skipulagsyfirvöld Reykjavikur og Arkitektafélag íslands, til samkeppni um hús- næði fyrir Alþingi á þinghús- lóðunum á milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis annars vegar og Tjarnargötu og Templarasunds hins vegar, og nýtingu svæðisins alls. Samkeppnin fari fram skv. samkeppnisreglum A.l.” Eysteinn sagði, að þessi tillaga hefði verið lögð fram til kynning- ar á þessum fundi nefndarinnar. Skoðanir væru nokkuð skiptar um framtiðarstefnuna i þessu máli, og myndu nú þinghúsnefndar- menn huga að þessari tillögu um hrið, þar til hún yrði tekin til af- greiðslu. Það væri sin skoðun, að gera ætti svæðið i kringum Al- þingi og Dómkirkjuna að friðsæl- um reit og fögru almennings- svæði i miðborginni. Alþingi ætti nú öllhús og lóðir á milli Tjarnar- götu, Lækjargötu, Vonarstrætis og Kirkjustrætis, að Oddfellow- húsinu undanskildu, og þyrfti Al- þingi einnig að eignast það. Ey- steinn taldi enga ástæðu fyrir Al- þingi að flytjast af glæsilegasta stað miðborgarinnar. Eysteinn Jónsson — forseti sam- einaðs Alþingis Auk þeirra Ragnars og Ey- steins tóku þátt i þessum umræð- um Svava Jakobsdóttir og Asberg Sigurðsson. Iðnaðarmenn leigja út Gsal-Reykjavík — i dagblöðum á miövikudaginn s.l. birtist auglýsing frá Landssambandi iðnaðarmanna, þess efnis, að til leigu væri verzlunarhúsnæði að Hallveigarstig 1 (Iðnaðarhúsinu) Frumvarp Steingríms Hermannssonar: Heimilt verði að stöðva byggingu fiskvinnslustöðva Steingrimur Ilermannsson mælti á miövikudag fyrir frum- varpi sinu um leyfi til fjölgunar vinnslustöðva sjávarafla við viss skilyrði. Frumvarp þetta flutti Stcingrímur á siðasta þingi, og endurflytur það nú með nokkrum breytingum. Frumvarpið varð ekki útrætt á síöasta þingi, en sjávarútvegsnefnd bárust umsagnir fjögurra aðila, og voru 3 jákvæðar. Máli sínu til stuðnings ræddi Steingrimur það ástand, er nú rlkti i rækjuveiðum og vinnslu á Húnaflóasvæðinu. I máli hans kom þetta m.a. fram: „Strandamenn riðu á vaðið með rækjuveiðar i Húnaflóa eftir að þorskveiði þar brást. Má segja aö rækjuvinnsla hafi hreint og beint haldið byggð við á Hólma- vik og Drangsnesi, og þá að sjálf- sögöu á langtum stærra svæði þau 10 ár, sem siðan eru liöin Aðrir hafa sótt i þessa rækjuvinnslu, eins og vel er skiljanlegt. Annars er nú komin vél á Skagaströnd, og önnur á Hvammstanga. Samkv. nýlegum upplýsingum er fram- leiðslugeta þessara véla og vinnslustöðva nú samstals 4215 tonn á ári. Hins vegar hafa fiski- fræðingar ekki taliö öruggt að leyfa veiði nema á 1700 tonnum á vertiðinni 1972-1973, og sömuleiðis sama magn á þeirri vertið, sem nú stendur yfir. Þetta er aðeins 41.2% af framleiðslugetu þessara vinnslustöðva. Nú hefur frétzt, m.a. birzt i fjölmiðlum, að til standi að setja upp jafnvel tvær stórvirkar vinnsluvélar á Blöndu- ósi. Mér sýnist að menn geti ver- iþ samamála um, að þá muni keyra um þverbak. Framleiðslu- Steingrlmur Hermannsson. getan verður þá orðin margfalt meiri heldur en það rækjumagn, sem fiskifræðingar telja, að veiöa megi. Þvi lagði ég fram fyrir- spurn til sjávarútvegsráðherra um þetta mál fyrir nokkrum dög- um. Þar komu fram ýmsar at- hyglisverðar upplýsingar. Sjálfur hæstvirtur ráðherra lýsti þvi, að hann væri sammála þvi, að þarna þyrfti að verða samræming á. Hann lagði hins vegar áherzlu á, að ekki væri til staðarlagaheimild sem gerði sjávarútvegsráðuneyt- inu kleift að takmarka vinnslu- stöðvar, þótt það heföi samkvæmt lögum um botnvörpuveiðar heim- ild til að setja ýmis skilyrði við þeim undanþágum, sem ráðu- neytið veitir samkvæmt 10. gr. þeirra laga til rækjuveiða. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum . með þetta svar, þvi að ég taldi mig hafa ástæðu til að ætla að unnt væri að koma i veg fyrir óeðlilega fjölgun vinnslustöðva með þeim takmörkunum, sem sjávarútvegsráðuneytið getur sett fyrir leyfum til rækjuveiða. Menn eru nokkuð óákveðnir um það atriði, hvernig beri að tak- marka byggingu vinnslustöðva, hvort það beri að gera með leyf- um eins og lagt er til eða gegnum lánastofnanir. Nú er hins vegar ljóst, að lánastofnanir hafa ekki aö öllu leyti vald á þessu. Sumar slikar stöðvar eru reistar án þess að leita þurfti eftir fjármagni til lánastofnana og er þá ljóst, að ekki verður með þvi móti komið i veg fyrir, að þær verði reistar. Einnig kemur fram hjá þessum aðilum, að þarna þurfi að verða nokkur samræming á. Sömuleiðis er ljóst, að byggðasjónarmiö þarf að taka inn i þessa mynd, og það verður að likindum ekki vel gert i sambandi við stofnlánasjóöi, sem starfa ekki samkvæmt þeim regl- um, sem um það veröa að gilda. Þvi er það meginbreyting, sem ég hef gert á þvi frumvarpi, sem ég flutti i fyrra, að ég geri nú ráð fyrir þvi, að þriggja manna nefnd, sem sjávarútvegsráðherra skipar, afgreiði umrædd leyfi. Ég gerði ráð fyrir þvi, að einn verði skipaður samkvæmt tilnefningu stjórnar Framkvæmdastofnunar rikisins, annar samkvæmt til- nefningu stjórnar Fiskveiðasjóðs Islands sá þriðji án tilnefningar. Mér virðist að með þessu móti fái öll þau sjónarmið aðgang að slikri leyfisveitingu, sem nauðsynleg eru, þ.e.a.s. það fáist samræm- ing milli þeirra fjármálastofn- ana, sem veita fjármagn til byggingar vinnslustöðva, þar komi inn byggðasjónarmið, sem fulltrúi Framkvæmdastofnunar rikisins hlýtur að hafa mjög i huga og þar komi inn sjónarmið sjávarútvegsráðuneytis sem það hefur lagt til grundvallar leyfis- veitingum til veiði á viðkomandi svæði. Það er aldrei eftirsóknarvert að þurfa að binda framtak manna leyfum, en þvi verður ekki komizt hjá, m.a. vegna þess, að sá afli, sem fiskimiðin gefa okkur, er takmarkaður. Við höfum samþykkt hér allir háttvirtir þingmenn, aö svo þurfi að verða (im ýmsar þessar veiðar, eins og t.d. rækju, humar, skelfisk annan o.s.frv. Þessar veiðar eru tak- markaöar og þvi jafnframt eðli- legt I þessu tilfelli, að byggingar vinnslustöðva séu samræmd þeim leyfum, sem veitt eru til veiða. Þessar veiðar eru ákaflega mikilvægar vi_ðkomandi byggðum eins og I þvi'dæmi, sem ég hef hér sérstaklega nefnt. Má segja, að heil byggðarlög byggist að meira eða minna leyti á þessum veiöum. Þvi er alls ekki þolandi, að utanaðkomandi aðilar, e.t.v. án nokkurra hagkvæmnistenglsa við byggðarlögin sem slik fari þar inn og ofbjóöi þeim náttúruauöæf- um, se hér er um að ræða, og vinni ómetanlegt tjón viðkomandi byggöarlögum á þessu svæði. Allt örðu máli gildir um það, ef byggðarlög á sliku svæði, sem eru i erfiðleikum, sæki um leyfi til að reisa vinnslustöð. Þá koma byggðasjónarmiðin þar inn i og þá þarf að meta það, hvort rétt mætt sé að skipta þeim afla, sem til skipta er með tillit til slikra þarfa og byggðasjónarmiða. Blaðinu lek forvitni að vita, hvernig málinu væri háttað og leitaði upplýsinga hjá Þórleifi Jónssyni, framkvæmdastjóra Landssambandsins. Sagði hann, að húsnæði þetta væri nokkuð stórt, 1000 fm væru á jarðhæð, en auk þess 500 fm i kjallara. — Við erum svona að athuga okkar gang, þreifa fyrir okkur og sjá hver viðbrögð manna eru. Húsnæðið er ekki bundið þvi, að einn aðili noti það, allt eins kemur til greina að skipta húsnæðinu, — i tvennt, þrennt, eftir þvi sem verkast vill. Sagði Þórleifur, að þeir hefðu lengi daðrað við þá hugmynd, að nota kjallaraplássið sem sýningaraðstöðu fyrir islenzkan iðnað, — og sú hugmynd væri ekki dauð. Hins vegar hefðu þeir ekki útfært hana til hlitar, enn sem komið væri. — Við erum mjög opnir fyrir öllum nýtingarhugmyndum á þessu stigi málsins, sagði Þórleif- ur. Þegar blaðið hafði samband við Þórleif á miðvikudaginn, höfðu margir spurt um húsnæðið. Framkvæmdastjórn hússins mun taka endanlega ákvörðun um hvernig húsnæðið verður notað. Afftur akfært milli Sauðár- króks og Hofsós GÓ.— Sauöárkróki. — Undan- farna daga hfa allar samgöngur um byggöarlögin austan Skaga- fjarðar teppzt vegna óveöurs og snjólaga, og f gærmorgun var ekki heldur komiö á slmasam- band milli Suöárkróks og Hofsóss. Þá var veriö aö ryöja veginn um Hegranes. Fram I Lýtingsstaðahrepp og Blönduhllö hefur aftur á móti veriö fært, þvl aö þar hefur minna snjóaö. Fyrri hluta dags i gær opnaðist svo leiðin milli Hofsóss og Suðár- króks, og var þegar byrjað að aka fiski úr togaranum Skafta til vinnslu I frystihúsinu á Hofsósi. En sem kunnugt er hafa Sauðár- krókur og Hofsós samtök um út- gerð hinna sakgfirzku skipa, og er nokkrum hluta aflans ekið til vinnslu á Hofsósi, þar eð skipin geta ekki lagzt þar að enn sem komið er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.