Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 1
ÆHGIR" Aætlunarstaðir: Akranes - Blönduós Flateyri - Gjögur Hólmavík - Hvammstangi Rif - Siglufjörður Stykkishólmur Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? ‘Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga kl. 1 til 3 Sími 40-102 Frakkar hafna lögsögu Alþjóða dómstólsins HHJ-Reykjavlk — FRAKKAR hafa tilkynnt, að þeir telji sér ekki lengur skylt að hlita lögsögu Al- þjöðadómstólsins. Tilkynning þessa efnis barst lögfræðideild Sameinuðu þjóð- anna hinn 10. janúar s.l. Þar sagði, að af hálfu Frakka væri úr gildi fallin viðurkenning þeirra á Alþjóðadómstólnum frá 20. mai 1966. Þau riki, sem viðurkenna lög- sögu Alþjóðadómstólsins, eru nú 45 talsins. Vík í Mýrdal: Harðar deilur um elliheimili Gsal-Reykjavik — Allháværar deilur eru I Vik i Mýrdal um elli- heimili, sem þar á að rísa fyrir héraðið. Forsaga málsins er sú, að árið 1928 var stofnaður sjóður til minningar um hjónin Halldór Jónsson og Matthiidi óiafsdóttur frá Suðurvik og dætra þeirra hjóna, Sigurlaugar og Guðlaugar, til byggingar elliheimilis i Vik i Mýrdal. t sjóðsskrá var gert ráð fyrir að rétt til vistar á heimilinu ætti fóik, sem hefði lögheimili á svæðinu frá Markarfljóti að Mýr- dalssandi, en á þeim tima var áðurnefnt svæði ein félagsleg lieild, þar sem Markarfljót var óbrúað. Tlminn ræddi i gær við Vigfús Magnússon héraðslækni i Vik, en hann á sæti i stjórn sjóðsins. — Við stjórnarmeðlimir erum afskaplega óhressir yfir þvi, hvernig staðið hefur verið að máli þessu af hálfu sýslumannsins, en hann er formaður sjóðsstjórnar, sagði Vigfús. — Sýslumaður lét hanna teikn- ingar að elliheimili i algjöru heimildarleysi að okkar áliti, án vitundar okkar og samþykkis, — og við hljótum að lita á það sem nokkuð alvarlegan hlut. Sagði Vigfús, að kostnaður við gerð teikninganna hefði numið hátt I hálfa milljón króna. — Margoft höfum við beðið hann aö halda fund um málið með stjórn sjóðsins og fengum loks loforð af hans hálfu um, að fundur yrði haldinn fyrir 16. febrúar. Samt bólar ekkert á fundarboði og i dag er sá fjórtándi, sagði Vig- fús. Enn er þvi allt á huldu, hvenær og hverjir eiga að standa að byggingarframkvæmdum. Sjóðurinn hefur ekki bolmagn til aö byggja elliheimili, samkvæmt teikningum Einars Oddssonar, sýslumanns, en þar er áætlaður heildarkostnaður 65 milljónir króna. 1 sjóðnum eru aðeins 4 Framhald á bls. 6. Eldurinn I Fóðurblöndunni var ekki mikill, en reykurinn var þvi meiri, og um tima sáu menn ekki handa sinna skii i næsta nágrenni við húsið. (Timamynd Róbert) ELDUR í FÓÐURBLÖNDUNNI Nokkrar skemmdir urðu ó húsi, vélum og fóðri Klp-Reykjavfk. Um kiukkan fimm i gærdag kom upp eidur i Fóðurblöndunni h.f. við Granda- veg. Eldurinn kom upp i vél, sem sekkjar iyfrarmjöl, og náði hann að breiðast út frá henni og i þakið, áður en slökkviiiðið kom á staðinn og réð niðurlögum hans. Verið var að gera við vélina, og er talið, að neisti frá logsuðutækj- um hafi komizt I eldfimt efni og valdið brunanum. Eldurinn fór upp með vélinni og komst þaðan i þakið og stokka yf- ir færiböndum, sem lágu i loftinu Þegar Slökkviliðið kom á staðinn, var nokkur eldur i þakinu og mikill reykur inn i húsinu, sem var hálffullt af sekkjuðu fóðri. Vont var að komast að eldinum, og varð að rjúfa þakið á nokkrum kafla til að komast að honum. Eftir það gekk fljótt og vel að ráða niðurlögum eldsins, og var þvi verki lokið rúmlega tveim timum siðar. Embætti íslenzkuprófess orsins gleymt í 50 ór Hallvard Mageröy, nýi prófessorinn. Norðmenn ætluðu Sigurði Nordal það órið 1923, en hann fór aldrei til Oslóar og allt lenti í útideyfu FYRIR skömmu var Hallvard Mageröy skipaður prófessor i is- lenzku við háskólann i Osló. Þetta væri ekki svo mjög til frásagnar, ef þetta embætti hefði ekki mátt heita gieymt i fimmtiu ár, unz gulnuð skjöl um það uppgötvuðust fyrir nokkrum misserum. Við athugun á skjölum há- skólans árið 1969 rákust menn á að þetta prófessorsembætti hafði verið stofnað árið 1923, og við könnun sannaðist, að þeirri ákvörðun hefði aldrei verið breytt. En á fjárhagsáætlun há- skólans var þess siðast getið árið 1931. Þegar þetta embætti var stofnaö, var þaö ætlun forráða- manna háskólans að fá Sigurð Nordal til þess að gegna þvi. Hann sótti lika um það, og var skipaður i það, en siðan snérist honum hugur, enda hefði Is- lendingum verið mjög nauðugt að missa hann úr landi. Sigurður Nordal gegndi embættinu þvi aldrei, og þá áttu Norðmenn ekki völ á öðrum manni, sem þá fýsti að fá að háskólanum til islenzku- kennslu. Var fjárveitingin til þessa embættis siðan notuð á ýmsan hátt fram til 1931. Þá reið heimskreppan yfir , og stjórnvöld gripu til hvers konar sparnaðarráöstafana. Þá var fjárveitingin til embættis is- lenzkukennarans felld niður, en ákvörðunin um slikt prófessors- embætti þó ekki numin úr gildi. I fyrirlestraskrám háskólans var þess meira að segja getið allt fram á árið 1946. Eftir það var þess hvergi getið, unz það rann upp fyrir mönnum nær aldar- fjórðungi siðar, að það hafði end- ur fyrir löngu verið ákveðið að skipa islenzkuprófessor. Hinn nýi prófessor, Hallvard Mageröy, mun koma til tslands i sumar á landnámshátiðina, og mun þá færa Handritastofnun- inni veglaga bókagjöf frá Norð- mönnum. Hvað segja Rauð- sokkur? Gsal-Reykjavik — A þeim tima, þegar konur berjast af miklum krafti fyrir réttind- um til jafns við karlmenn, þá stingur það dálitið i stúf, að i hópi sem telur rúmlega 280 kvenmenn og aðeins 5 karl- menn, skuli hópurinn velja sér einn þessara fáu karl- manna, — án þess að við sé- um á nokkurn hátt að van- meta hann, — sem fulltrúa i nefnd hjá menntamálaráðu- neytinu. Hópurinn, sem hér um ræðir, eru nemendur við Hjúkrunarskóla Islands, og maðurinn heitir Sigurður Jónsson. Nemendur kusu hann sem fulltrúa sinn i nefnd, sem gera á tillögur um breytingar á hjúkrunar- námi. Við ræddum litillega við Sigurð i gær. — Jú, það er rétt, að ég hef verið valinn sem fulltrúi hjúkrunarnema i þessa nefnd. En hitt er annað mál, að mér finnst of mikið gert úr tilnefningu minni, þvi i öllum veigameiri embættum Framhald á bls. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.