Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 8
Grænlenzka vinnu veitendafélagið sundrast — vegna ágreinings um stjórnmál TALSVERÐ ólga hefur veriö i Grænlandi aö undanförnu, og er orsökin sú, aö þjóðernistilfinning cykst hrööum skrefum meöal Grænlendinga, einkum ungu kynslóöarinnar. Ein afieiöingin er sú, að Vinnuveitendafélag Grænlands, DGA, er nú að klofna. Grænlenzkir iðnmeistarar eru i þann veginn aö segja sig úr þeim samtökum. Detta má rekja til þjóðþings- kosninganna i desembermánuði siðast iiðnum. Sumir félaganna i Vinnuveitendafélagi Grænlands, halda þvi fram, að stjórn þess, sem skipuð er dönskum mönnum, hafi án samráðs Grænlendinga i félaginu látið kosningarnar til sin taka. Forystumenn grænlenzku iðnmeistaranna, Peter Kristen- sen og Larsérak Poulsen, segjast ekki geta sætt sig við, að félags- stjórnin hafi þannig afskipti af stjórnmálum án samþykkis félagsmanna. Stjórn Vinnuveitendafélagsins studdi þá Knud Hartling og Nikolaj Ilosing i kosningunum, en þeir Peter Kristensen og Larserak Poulsen kröfðust þess, að birt yrði yfirlýsing frá þeim, um stuðning við hina fram- bjóðendurna, Lars Emil Johan- sen og Móse's Olsen. Þessari kröfu var hafnað. — Grænlendingum er alls staðar skákað til hliðar, segja þeir Kristensen og Poulsen, og þess vegna er einsýnt, að leiðir hlýtur að skilja þó að bæjarstjórinn i Godthaab sé okkur andvigur og segist ekki geta „stutt byltingar- kenndar fyrirætlanir” okkar. Formaður landráðsins er aftur á móti á okkar máli. Fremstir i flokki þeirra, sem gera nú kröfur um aukin völd og áhrif manna af grænlenzku ætterni, eru Jonathan Motzfeld, Móses Olsen og Lars Emil Johan- sen. Peter Kristcnsen Nikolaj Rosing Larserak Poulsen Föstudagur 15. febrúar 1974. Vínlandskortið reyndist falsað Konunglega brezka landfræði - félagið hefur orðið að lúta i lægra haldi. Sannanirnar voru of sterk- ar, og flestir viðurkenna nú að samtökin hafi látið ginnast. Spurningin er bara: iíver lék á þau? Orsök niðurlægingar sam- takanna er hið fræga Vinlands- kort, sem fannst fyrir niu árum. Þá var það kallað „kortafundur aldarinnar.” Kortið sýnir Norð- ur-Atlantshafið ásamt íslandi, Grænlandi og hluta þess lands, sem álitið er að sé Vinland. Kortið var fyrir niu árum talið sönnun þess, að Vinland, þ.e.a.s. Amerika, hafi verið þekkt fyrir daga Kólumbusar. Sá, sem teiknaði kortið, átti að hafa verið svissneskur munkur, sem notaði frásagnir norrænna vikinga, er höfðu heimsótt Vinland nokkrum öldum fyrr. Þegar kortið fannst, keypti ókunnugur listfrömuður það og gaf Yale-háskólanum i Banda- rikjunum. Nú er sá galli á gjöf Njarðar, að kortið er ekki eldra en frá 1920. Á fundi hjá Konunglega brezka landfræðifélaginu i London hófust ákafar umræður um kortið, og velflestir urðu að viðurkenna að þeir hefðu haft á röngu aö standa. Sá eini, sem vildi ekki láta sér segjast, var George Painter hjá British Museum, en hann var einn þeirra, sem rannsökuðu kortið, þegar það fannst. Painter sagði: ,,Hvað segðuð þið, ef allt i einu sannaðist að Charles Chaplin hefði skrifað dagbók Leonardos da Vincis?”. Hins vegar virðast sannanir visindamannanna vera næstum óyggjandi. í blekinu sem kortið er teiknað með, er efni, sem fyrst var byrjað að nota i blek eftir 1920. En þótt hinir lærðu séu yfirleitt sannfærðir um, að þeir hafi verið hafðir að ginningarfiflum, þá veit enginn enn, hver stendur á bak við fölsunina. Sá fyrsti, sem dró kortið fram i dagsljósið, er látinn. Það var ttali, sem bjó á Spáni. Sömuleiðis eru báðir látnir, brezki bóksalinn, sem seldi kort- ið, og visindamaðurinn sem staðfesti.að það væri ófalsað. Sá eini, sem eitthvað getur sagt með vissu um kortið, er Laurence Wirte i Bandarikjunum. Hann er sá maður, sem keypti kortið fyrst árið 1957. Hann skrifaði bréf, sem fjallar um sögu kortsins, en það bréf má ekki opna fyrr en eftir 9000 ár! -gbk. OLIUDEILAN ÚTKLJÁÐ Bandariskir yfirmenn a borpöllum á norska oliu- svæðinu i Norðursjó hafa nú neyðzt til þess að láta undan siga, en þeir höfðu haft i hótunum við þá starfsmenn oliuleitarfélaganna, sem voru skráðir félagar verkalýðs- félaga. Norsku sjómannasamtökin undu ekki þessu atferli Bandarikjamannanna, og á fundi með fulltrúum sjómannasamtakanna og hin- um norsku eigendum borpallanna fyrir skömmu, náðist samkomulag um, að komið yrði i veg fyrir slfk bolabrögð i framtiðinni. Ritskoðun hert í S-Afríku Tillaga suður-afrikanskra yfir- valda um strangari ritskoðun bókmennta og lista hefur vakið geysilcga athygli i Cape Town. Og i fyrsta sinn i sögu landsins liefur bók eftir suður-afrikanskan liöfund verið bönnuð. Þetta gcrðist nýlega, en höfundurinn, André Brink, er meðlimur i hópi afrikanskra-rithöfunda, og út- gefenda sem þekktur er undir nafninu „Sestigers”. IIin nýja rit- skoðunarhugmynd er I samræmi við þá stefnu, sem forsætisráð- herrann, Johannes Vorster, hoðaði i fyrra með lagasetningu um strangara eftirlit með blöðun- um. Fréttaskýrendur i Cape Town lita á þetta sem eina af mörgum leiðum yfirvalda til að herða á eftirlitinu i landinu, en efast um leið um, að hug- myndirnar varðandi blöðin komist i framkvæmd á þessu ári vegna væntanlegra kosninga. Svo aftur sé vikið að hinum nýju tillögum suður-afrikanskra yfirvalda um ritskoðun, þá hafa þær það m.a. i för með sér, að réttur rithöfunda til áfrýjunar úrskurði ritskoðunarnefndar fyrir dómstól er afnuminn. Rikisstjórnin hefur einnig lagt til, að eftirlit með kvikmynd- um verði verulega hert með þvi að klippa burt allt ádeiluefni á filmum, ásamt þvi að koma upp nýju og einfaldara kerfi til aldursákvörðunar kvikmynda” húsagesta. Samkvæmt þessum nýju ritskoðunartillögum stjórnarinnar verður hlutverk hæstaréttar landsins minnkað i lagalegt eftirlit með hugsanleg- um mistökum þeirra yfirvalda, er ritskoðunina annast. Rit- skoðunardeildin á annars að vera undir stjórn tveggja yfirmanna, með þrjá aðstoðarmenn, sem skipaðir yrðu af innanrikisráð- herranum, Connie Mulder. Þeir eiga siðan að stjórna nokkrum ritskoðunarnefndum, en yfir- menn nefndanna verða skipaðir af rikisstjórninni. Þetta eru helztu atriði tillaganna. Eins og áður sagði hafa tillögur þessar vakið mjög mikla and- stöðu meðal almennings, list- amanna og frjálslyndra manna CHILE NYTUR NU FULLS FJÁR HAGSSTUÐNING FRÁ USA Ted Kennedy þungorður og krefst stefnubreytingar Herforingjastjórnin I Chile, undir forsæti Augusto Pinochet hershöfðingja, hefur orðið að þola harða gagnrýni, siðan hún tók völdin siðastliðið haust, og það ekki að ófyrirsynju, þvi að með hreinsunum sinum eftir valda- tökuna gekk hún svo langt, að sumir vilja likja við nasista, er þeir voru upp á sitt bezta. Alþjóðafangahjálpin hefur með- al annars ásakað herforingja- stjórnina um „viðtæk hermdar- verk”. En herforingjaklikan naut skuggans af oliukreppunni, ef svo mætti segja. Þegar svo aftur hef- ur vænkazt i oliumálum, má heyra ásakandi raddir viðar að. Edward Kennedy öldunga - deildarþingmaður, sem er for- maður þeirrar undirnefndar deildafinnar, er um málefni flóttamanna fjallar, hefur gagn- rýnt Chile-stjórnina og stjórnar- farið harðlega að undanförnu og krafizt greinilegrar stefnu- breytingar Bandarikjastjórnar gagnvart Chile. „Nú, fjórum mánuðum eftir að stjórn Allendes var steypt af stóli með ofbeldi, heldur herforingjastjórnin enn greinilega áfram að skerða mannréttindin,” hefur Kennédy sagt á þingi. Það sem talið er, að einkum hafi komið Kennedy til að gagnrýna Chile-stjórnina svo harðlega, er greinilegur velvilji stjórnar Nixons i garð hinnar nýju og sjálfstofnuðu stjórnar i Santiago, sem nú mun njóta fulls fjárhagsstuðnings frá Washing- ton, eftir að Bandarikjaþing samþykkti ný aukafjárlög, þar sem Chile nýtur verulegrar upphæðar. Sem svar við ásökunum Ted Kennedys hefur bandariska utan- rikisráðuneytið sagt, „að mjög erfitt sé að útvega raunveruleg sönnunargögn, er varpað gætu ljósi á fullyrðingarnar um viðtæk morð i Chile.” Ennfremur hefur sama ráðuneyti sagt, að her- foringjastjórnin i Chile „hafi hvað eftir annað neitað þvi, að hún aðhefðist nokkuð ómannúð- legt...” Og ennfremur hefur bandariska utanrikisráðuneytið bent á til stuðnings þeirri „skoðun” sinni, að ástandið sé og hafi verið eðlilegt i Chile, „að enginn hafi sótt um hæli i banda- riska sendiráðinu i Santiago.” Ætli það komi mörgum á óvart? Sem einn aðalmaður sins flokks, demókratafiokksins, tekur Ted Kennedy eflaust eitt- hvert mið af næstu kosningum, þvi að almenningur hefur viðast hvar, einnig i Bandarikjunum, ekki látið blindast af herforingjaglýju. S.P. yfirleitt, en Helen Suzman talsmaður suður-afrikansk: stjórnarandstöðuflokksins, Framfaraflokksins, hefur lýst til lögunum sem hræðilegum. Eink um óttast hún, að með þeim verð rétturinn til áfrýjunai ákvörðunar ritskoðenda ti dómstóla afnuminn. — Þetta ei ný, gróf skerðing, bæði á réttind um borgaranna og sjálfs réttar kerfisins, segir Helen. Einn úr hópi fyrrnefndra rit höfunda hefur sagt um nýju til lögurnar, að þær séu siðastí ögrun rikisstjórnarinnar baráttunni við afrikanska rit höfunda, sem hins vegar séi reiðubúnir að hefja baráttuna í nýjan leik. Við verðum að hafa ritskoðun en einnig frelsi, segir Connií Mulder innanrikisráðherra, sem stendur að baki tillagnanna. Þaf er auðvelt að kasta fram innihaldslausum orðum sem þessum, en hann hefur einnig hampað þvi, að i framtiðinn muni bann við bók eða kvikmynd i S-Afriku taka mið af athugunum eða ihugunum yfirvalda, sem sé alveg ný stefna i suður afrikanskri ritskoðunarpólitik S.P

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.