Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 15. febrúar 1974. örlítill vottur af moskus frá jörðinni eða blómunum eða haf inu. Það var farið að nálgast háflæði, og brimið drundi meðfram ströndinni. Inni á landi heyrðist ekkert nema kvakið í smáfuglunum. Nú dró hver Japaninn af öðrum sig í hlé með alls konar afsökunum. Þegar vinur Eiríks hafði sýnt honum, hvar hann átti hvílustað og moskítónet í dagstofunni, gekk hann einnig til náða, og Eiríkur var einn eftir á verönd- inni með nóttina yfir sér og hafið framundan. Klukkan var orðin tíu, og utan f rá skipinu sáust aðeins akkerisljósin og bjarmi frá kortaklefanum. Þegar Eiríkur gekk of an af veröndinni og steig niður í sandinn, var rödd eða hugsun innra með honum, sem sagði honum, að það, sem hann væri að hætta sér út í, væri ekkert fyrir hann. Þetfa fólk væri ekki eins og ann- að fólk, og það væri honum sjálf um að kenna, ef það æst- ist upp á móti honum á þann hátt, að það hygðist kaf færa hann eða jafnvel drekkja honum. En þrátt f yrir þetta kom honum ekki til hugar að hugsa sig um. Hann hélt beina leið yfir sandinn, þangað til hann kom að þorpinu, þar sem hann stóð grafkyrr stundarkorn. Þarna var ekki nokkra sál að sjá. Honum á hægri hönd voru kofarnir, baðaðir mánaskininu, en þeir, sem voru honum á vinstri hönd, voru hjúpaðir skuggum. ( görðunum stóðu hvít, stinn blómin, draugaleg og án þess að bærast. Kofi ungu stúlkunnar var enn skuggum hjúpaður. Tunglskinið myndi ekki ná að skína á hann næstu klukku- stundirnar. Hann gekk þangað. Hurðinni hafði verið hallað aftur, án þess að hún lokaðist. Það var auðvelt að opna hana. Hann barði hljóðlega á hana og lagði við eyrun. Ekkert hljóð. Hann bankaði aftur, og nú heyrði hann lágt fótatak á mottunni innan við. Hann opnaði hurðina það mikið, að hann gat troðið sér í gegn, og á næsta andartaki hélt hann henni í faðmi sér. Hann reyndi að kyssa hana, en hún hafði hjúpað andlit sitt og höf uð í sjal, sem var þrungið ilmi, sem hann hafði aldrei áður f undið, furðulegur og dauf ur, en þó áfengur og hrífandi eins og töframeðal.... Gegnurr dyrnar barst bjarmi af tunglskininu og hvarf siðan af tur. Það var kominn tími til að f ara. Hann snéri sér við og við hreyf inguna snerti hönd hans hönd hennar. Hún kippti hendinni að sér. Hann reis upp af dýnunni, þriefaði eftir jakkanum sínum og fór í hann. í vasanum var eldspýtnastokkur, og hann kveikti á eld- ? ýtu. Hann stóð með brennandi eldspýtuna í hendinni og horfði framan í stúlkuna, þar sem hún hnipraði sig saman á dýnunni, eins og hún byggist við því, að hann myndi drepa hana. I ógnþrunginni skelfingu starði hann á hana. Svo brann eldspýtan út, og öskrandi tryllingslega hent- ist hann á dyr. Hurðin þeyttist í allar áttir, þegar hann henti sér á hana, og héngu tætlurnar einar eftir. Hann æddi niður að sjónum, eins og hann ætlaði að kasta sér út í, og þá var gripið í handlegginn á honum. Það var japanski vinur hans, sem hafði heyrt ópin í honum og leiddi hann nú aftur að símakofanum. Eiríkur skalf og nötraði eins og dauðskelkað barn. Máninn stóð lágt í vestri og skuggar mannanna tveggja voru langir, þar semþeir gengu eftir sandinum. Annar varð að styðja hinn. Frá þorpi kvennanna heyrðist ekki hið minnsta hljóð, og raunar heldur ekki neins staðar í námunda við þá. Aðeins hafið muldraði hljóðlega. önnur bók Land teistunnar I. Heim! „Girling forseti" hélt sem leið lá í gegnum Tsu-shima- sundið, og þaðan framhjá eyjaparadís Indlandshafsins við Osaka, þar sem háir verksmiðjuskorsteinarnir gnæfðu við bláma himinsins. Þarna kom Nielsen um borð, og frá Kaupmannahöfn var skipinu fyrirskipað að að halda til eyjunnar Yaku til þess að slæða á milli þeirrar eyju og eyjunnar Shima. Þar næst lá leiðin milli Pescadoranna og eftir Hainansundi aftur til Tonkin. Þar héltskipið kyrru fyrir um jólin, og á nýársdag var haldið til AAanilla. Þegar Eiríkur kom aftur um borð eftir leyfið í landi, hafði hann jaf nað sig það mikið, að engum datt annað í hug en að hann hefði haft gaman af ferðinni. AAeira að segja Jónas lét blekkjast, og það var ekki fyrr en nokkr- um dögum síðar, að hann varð var við breytingu hjá vini sínum. Eiríkur, sem alltaf hafði verið léttur í skapi, átti nú til að verða þunglyndur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Hann gekk nánast vélrænt að starf i sínu, og væri komið að honum övörum, mátti sjá í svip hans örvæntinguna,sem maður sér hjá þeim, sem sífellt þjást af tilhugsuninni um skuldir, eða þá er nýsloppinn úr lífs- HVEiy G E I R I D R E K I K U B B U R ''Þarna fer þaðv' Njósnaaugað okkar hefur leysjgeisla, J er það ekki? fr Lucky verð ,ur þarna L þangað til við, hreyfum okkurj Þettaer sigildN Daviös-og-Goliats-saga' Við komumst i^f skjól, en hvað svo? Þetta er allt þessum ókunna ao kennfM ___T T_______1-V 1 Hvert fór hann. Hann var hérna ei, Karl,- eru vampyr urnar liMiIiili Föstudagur 15. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- ' fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir les framhald sögunn- ar „Börn eru besta fólk” eftir Stefán Jónsson (12). Morgunleikfimikl. 9.45. Til- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.05 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les sögulok (13). 15.00 Miðdegistónleikar. Paradisarþátturinn úr óra- toriunni „Friði á jörðu” eft- ir Björgvin Guðmundsson við ljóðaflokk Guðmundar Guðmundssonar. Svala Nielsen, Sigurveig Hjalte- sted, Hákon Oddgeirsson og söngsveitin Filharmónia syngja með Sinfóniuhljóm- sveit íslands. Stjórnandi: Garðar Cortes. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorniö.. 17.10 (Itvarpssaga barnanna: „Jói I ævintýraleit” eftir Kristján Jónsson. Höfundur byrjar lesturinn. 17.30 Framburðarkennsla i dönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.15 Þingsjá.Ævar Kjartans- son sér um þáttinn. 19.30 Varnarmálin. Tvö stutt erindi flytja: Ólafur Ragnar Grimsson prófessor og Þor- steinn Eggertsson stud jur. 20.00 Sinfóniutónleikar. Frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i Frankfurt i októbers.l., a. Sinfónia iEs- dúr (K 543) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. b. „Dafnis og Klói”, sinfónisk atriði Ur samnefndum ball- ett eftir Maurice Ravel. 20.55 Hálf öld á Hrafnkelsdal. Kristján Ingólfsson ræðir við hjónin Aðalstein og Ingi- björgu á Vaðbrekku. 21.30 Útvarpssagan: „Tristan og ísól” cftir Joseph Bédier. Einar Öl. Sveinsson islensk- aði. Kristin Anna Þórarins- dóttir les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (5). 22.25 Kvöldsgan: „Skáld pislarvættisins” eftir Sverri Kristjánsson. Höfundur les (4). 22.45 Draumvisur. Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. | iiimi Föstudagur 15. febrúar 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Að Heiðargarði. Bandariskur kúrekamynda- flokkur. 3. þáttur. Skuggi fortiðar. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 21.25 Landshorn. Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 22.05 Gestur kvöidsins. Bandariski þjóðlagasöngv- arinn Pete Seeger syngur bresk og bandarisk lög og leikur sjálfur undir á gitar og banjó. Þýðandi Heba Júllusdóttir. 22.35 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.