Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 23
Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 23 GULLLEITIN Norsk gamansaga eftir Frederik Kittelsen. Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. Tröllahaugi. Hver dagur bar einhverjar nýjungar i skauti sér. Jafnvel þótt hellirigning væri og þeir yrðu að vera inni, fannst þeim timinn aldrei lengi að liða. Einu sinni sagði Eðvarð frændi þeim endurminningar frá vig- stöðvunum, öðru sinni sýndi hann þeim safn af frægum koparstungu- myndum. Auk þessa átti hann ósköpin öll af bók- um, hernaðarsögur, sjó- ræningjasögur og ævin- týri. Tómasinu ráðskonu féllu drengirnir vel i geð. Hún sagði, að þeir „lifguðu svo upp” á bænum. Enginn bjó til eins góðan mat og hún. Hún matreiddi eitthvað nýtt á hverjum degi. Drengirnir kunnu vel að meta góðan mat og gómsætar kökur og dýrkuðu Tómasinu eins og hálfguð! ,,Heyrðu, það hlýtur að vera gaman að grafa eftir gulli”. ,,Já, og finna eitthvað, stóra hlunka kannski”. ,,Það er leitt, að Noregur skuli ekki vera stærri. Hugsaðu þér bara, ef hér væru ennþá ónumin svæði, full af gulli!” ,,Nú, þú veizt nú ekki nema svo geti verið! Það hefir bara enginn rannsakað það. Nóg er af fjöllunum hérna”. ,,Það væri nú bæri- legt, ef þau geymdu eitt- hvað af gulli”. ,,Það væri nú hægt að rannsaka það”. „Heldurðu að hinir strákarnir vilji koma með?” 0 Kettirnir ast inn i þorp i skjóli nætur. En alla jafna myndi ljón aldrei þora að leggja út i slikt ævintýri. Þau Ijón, sem ekki falla fyrir veiðimönnum og ekki eru drepin af meðbræðrum sinum, hljóta yfirleitt kvalafullan dauðdaga. „Konungur dýranna” finnur, hvernig kraftarnir þverra, tenn- urnar verða ónothæfar og það fær ekki lengur að vera með hjörð- inni. Að siðustu deyr það úr sulti. Tilveru sina endar það með þvi að vera étið af hýenum, sem áður flúðu, þótt ljónið gerði ekki annað en að reka upp öskur. Hlébarðinn Hlébarðinn, sem er útbreidd- asta dýr af kattaætt i Afriku, er i útliti eins og stór köttur. Fullorðið dýr er 60-65 sm hátt á herða- kambinn og vegur allt að 60 kg. Feldurinn er gulbrúnn með svört- um dilum, og þannig er einnig hið langa, sivala skott. Þéttur mjúkur feldurinn er mjög eftirsóttur. Hlébarðinn er einrænt rándýr. Það er aðeins um fengitimann, sem tvö dýr eru saman, en hann er mjög mismunandi eftir árs- timum. Aldrei fæðast nema þrir ungar i einu. Hlébarðinn er slunginn og þolinmóður við veiðar, og veiðir ekki nema á nóttunni. Á daginn liggur hann i felum i runnum eða klettaskorum. Hlébarðinn skiptir sjaldan um veiðisvæði. Hann yfir- gefur svæði sitt aðeins er hann telur sig i hættii, og kemur til baka, þegar hættan er yfirstaðin. Þessi stóri hljóðláti köttur, með ógnvekjandi vigtennur og klær, hefur hæfileika til að samlagast umhverfinu og felast. Það eru eingöngu hundar, sem geta rakið slóð hans, en þegar veiðimaður- inn kemur i bæli hans, er það yfir- gefið. Um heitasta árstimann heldur hlébarðinn sig við vatnsbólin, en þegar regntiminn hefst flytur hann sig á þau svæði, sem hann veit að antilópur, hérar og önnur dýr eru á beit, og þar sem villtar perluhænur halda sig. En hlébarðinn neitar ekki apakjöti, sem hann verður sér úti um þegar aparnir sofa i trjánum um nætur. Veiðir eftir sólsetur Soltinn hlébarði læðist um á veiðisvæði sinu eftir að myrkur fellur á, þar til hann sér eða finn- ur þef af bráð. Þá nálgast hann bráðina af mikilli varfærni og forðast að vera áveðurs við hana. Hann getur lika beðið þolinmóður i trjágrein, þar til bráðin gengur þar undir, og stokkið ofan á hana. Áður en fórnardýrið getur nokkra vörn sér veitt, bitur hlé- barðinn hálsæðarnar sundur eða brýtur hrygginn i einu biti. Hann dregur dautt dýrið inn i skógar- þykkni, slitur innyflin út og gref- ur þau, eins og ljónið, undir föllnu laufi eða i jörð. Að þessu loknu hefst veizlan. Þegár hlébarðinn er mettur, reynir hann að varðveita afgang- inn, venjulega uppi i tré. Sézt hef- ur til hlébarða klifra með 30 kilóa þungan skrokk af antilópu upp i tiu metra hátt tré. Með þessu er hann öruggur um að ekkert hræ- dýr nái að stela fæðunni frá hon- um. Að þessu loknu fer hlébarð- inn að næsta vatnsbóli og þambar stórum, áður en hann leggur sig i skugga til að melta fæðuna. Hlébarðinn ræðst sjaldan á stór dýr. Þeim mun meira veiðir hann af meðalstórum og litlum dýrum, svo framarlega, sem þau hafa heitt blóð. Fyrir kemur, að hann ræðst á broddgölt, sem gerir hann sárri reynslu rikari. En hann virðist ekki mjög uppnæmur fyrir þvi, og menn hafa orðið vitni að þvi, að hlébarði hefur haldið veiðum áfram, eftir að hafa ráð- izt á broddgölt og fengið brodda i loppurnar. En þá lætur hlébarð- inn sér nægja að ráðast á litil dýr, sem hann þarf ekki að stökkva á. Hlébarðanum er þvi ekki lífs- hættulegt að ráðast á broddgölt, eins og ljóninu, sem drepst, ef það fær broddana i loppurnar. Ræðst á menn Hlébarðinn umgengst stærri dýr með virðingu og ræðst aðeins á þau, sem hann veit að hann ræð- ur við. Honum finnast villihundar sérlega gómsætir, og ræðst stund- um á þá, en þegar viliihundarnir eru margir saman i hóp, lætur hlébarðinn litið á sér bera og skriður i felur. Hlébarðinn flýr menn, en ræðst hiklaust á þá, ef honum finnst sér ógnað. Veiðimenn eru sammála um að hiébarðinn sé hættulegri en ijónið, ef hann er særður. Sá er einnig munurinn, að ráðizt hlé- barði á mann eða dýr, hættir hann ekki fyrr en bráðin er rifin i tætl- ur. Hlébarðinn er mjög slyngur að forðast gildrur, sem egndar eru fyrir hann. Kettan eyðir álika miklum tima i unga sina og ljónynjan. Ekki er vitað nákvæmlega hve lengi hún er að ala afkvæmi sin upp, en oft eru ungarnir með móður sinni þar til þeir eru búnir að ná sömu stærð og hún. Talið, er að af- kvæmin yfirgefi ekki móður sina fyrr en hún er farin að lita eftir nýjum maka eða eignast afkvæmi á ný. Þýtt Oó. 0 íþróttir uðurinn geysilegur á leik- vellinum. Það eru mikið af Júgó- slövum sem vinna i V-Þýzkalandi — og þeir hvöttu sina menn ákaft á meðan á leiknum stóð og þegar honum lauk með sigri Júgóslava, ruddust áhorféndaskarinn niður á völlinn til að fagna leikslokum. Júgóslavar léku góða knatt- spyrnu gegn Spánverjum og telja fróðir menn, að þeir komi til að veita Brasiliumönnum og Skotum harða keppni i riðli 2 i undanúr- slitunum i sumar. Það verður þó erfitt fyrir þá að komast i 8-liða úrslitin, þvi að Brasiliumönnum og Skotum er spáð miklum frama I HM og þeir eru orðaðir við heimsmeistaratitilinn. 0 Öryggismól ar leiðir til þess að koma sliku varnafyrirkomulagi formlega á. Er NATO þá nauðsynlegt fyrii Noreg nú i dag — með heildar- öryggishagsmuni landsins i huga? Svar mitt er já, og ég vil bæta þvi við, að þátttaka i NATO ei Noregi nauðsynlegri nú en áður Svar mitt mótast af öllum hinum miklu breytingum á sviði alþjóðamála, af þróun sambands- ins milli hinna tveggja risavelda af samskiptum Bandarikjanna og Efnahagsbandalagsins, af framvindu mála i Evrópu allri og af nýrri stöðu i öryggismálum, sem gæti orðið afleiðing af evrópsku viðræðunum, viðræðun- um um gagnkvæman og jafnan samdrátt liðsafla i Mið-Evrópu og SALT-sam ningunum. Þótt Bandarikin séu i raun sá aðili, sem tekur ábyrgð á öryggi Nor- egs á NATO vegum hefur það frá . upphafi verið stefna Norðmanna, að samstarfið um öryggismál eigi aö fara fram innan NATO, þar sem fjöldaaðild þjóðanna gerir Norðmönnum samstarfið við stórveldið miklum mun léttara. Fyrir Noreg þýðir aðildin að NATO einnig skipulagsbundið samstarf við rikin i Efnahags- bandalagi Evrópu, en það er ákaflega mikilsvert fyrir oss Norðmenn i núverandi stöðu. Astandið á meginlandi Evrópu hefur ekki sömu áhrif nú á öryggi Noregs og það hafði á dögum hins kalda striðs, heldur er annar hlutur kominn til. Hér á ég við aukningu hernaðarmáttarins i næsta nágrenni Noregs, sem er ekki miðuð við það svæði eitt, heldur allan heiminn, þ.e. þróun- ina á hafsvæðunum við Noreg. Hin hernaðarlega þróun á þessu svæöi er verulega frábrugðin hjöðnuninni á meginlandi Evrópu. Þessi efling sovézka sjóherstyrksins á vafalaust rætur að rekja til hnattrænna hernaðar- sjónarmiða, sem ekki beinast að Noregi einum út af fyrir sig. En sovézka flotaaukningin á Islands- hafi hefur að sjálfsögðu áhrif á Noreg vegna landfræðilegrar legu hans. Ég geng út frá þvi sem gefnu, að einnig hér á fslandi meti menn ástandið ótryggt vegna þessarar þróunar, sem varðar öryggi Islands. Þessi útþensla sovézka flotans gefur sovétstjórninni möguleika á þvi i hugsanlegum átökum að færa framvarnalínur sinar langt suður eftir, þ.e. að sundunum milli Grænlands, fslands og Bretlands. Það er augljóst, að þetta er sem ógnþrunginn skuggi fyrir Noreg, og að sú hernaðarstaða, sem nú er komin upp á hafinu hið næsta oss, gerir Atlantshafsbandalagið að algeru og fortakslausu grund- vallar atriði i öryggisstefnu vorri. Norrænt jafnvægi 6) Aðild vor að NATO verður einnig að skoðast i samhengi við hugtakið, sem kallað hefur verið ,,hið norræna jafnvægi”. Þetta jafnvægi byggist sem kunnugt er á þvi, að Danmörk, ísland og Noregur eru aðiljar að NATO, Sviþjóð er hlutlaust, og Finnland býr við sérstaka tegund af hlut- leysi, sem grundvallast á aðstoð- ar- og vináttusamningnum við Sovétrikin. Þetta jafnvægi hefur haft pólitisk áhrif á alla þróunina i Evrópu, og hin norrænu riki hafa hvert á sinn hátt getað stuðlað að varðveizlu friðar eða komið i veg fyrir ófriðlegar deilur, og þau hafa lagt sitt fram til hjöðnunar- innar með þvi að Norðurlönd hafa á margan hátt verið fastur punkt- ur með stöðugleikaáhrif i evrópsku samhengi. Þetta jafn- vægi er mjög viðkvæmt, og litið má út af bera, til þess að það haggist ekki og raskist. I öryggis- stefnu Norðmanna hefur þetta jafnvægi verið viðurkennt með stefnu vorri I herstöðvamálum og með þeim takmörkunum, sem vér höfum sjálfir sett oss i sam- bandi við herstyrk og hernaðar- leg umsvif fyrir norðan Lyngen- fjord i Troms-fylki, þar sem að- eins norskar hersveitir fá aö dveljast. Enginn vafi leikur heldur á þvi, að þátttaka fslands i hinum sam- eiginlegu vörnum, með starf- rækslu varnarstöðvarinnar á Keflavikurflugvellli, er mikil- vægt atriði i hinu norræna jafnvægi. Það er fslendinga eigið mál að afgreiða það, og að sjálf- sögðu mun ég ekki fjalla um það i þessum fyrirlestri fram yfir það. sem ég nú hefi sagt. Vegna þeirra hræringa, sem nú eiga sér stað, og hins breytanlega ástands, er mikilvægt að gæta hins norræna jafnvægis vel. En i sambandi við hið norræna jafn vægi er NATO fortakslaust nauðsynlegt, að minu mati, svo að hægt sé yfirleitt að tala um nokkurt jafnvægi. Noregur og olian Meðan íslendingar hafa á siðustu árum haft hugann við það, hvernig þeir eigi að vernda fiski- stofnana á hafinu umhverfis fsland, hafa Norðmenn hugleitt, hvernig þeir eigi að varðveita annars konar náttúruauðlind, þ.e. oliuna. Norðmenn hafa einnig augljósra hagsmuna að gæta sem strandþjóð og fiskveiðiþjóð, og þess vegna beita þeir sér fyrir 50 milna fiskveiðilögsögu og 200 milna auðlindalögsögu á hafrétt- arráðstefnunni. Frá öryggis- málasjónarmiði er augljóst, að oliufundirnir koma oss i enn meiri vanda en áður. Þess vegna ætla ég að minnast á nokkur atriði i þvi sambandi nú að lokum. Olia þýðir vandræði, segir orðtak I þeim löndum, þar sem svonefnt oliuævintýri hefur gerzt. Atburðir á siðustu mánuðum sýna, að olia getur einnig þýtt vandræði hjá þeim, sem hafa hana ekki, en það er annað mál. Oliuvinnsla á norska landstöpl- inum ( ,, landgrunnssökkiinum”) takmarkast nú við Norðursjávar- svæðið og nær ekki norður fyrir 62. breiddargráðu. öryggisvandamál munu fara að gera vart við sig, þvi lengra norður með ströndinni sem haldið er, og einkum þegar komið verður norður I Barentshaf. Nú þegar vakna margar spurningar um öryggishagsmuni og hernaðar tækni i þessu sambandi. sem ég . ætla ekki að fjalla um hér. Miklu mikilvægari nú er spurningin um það, hvernig eigi að halda fram rétti Norðmanna til þess að nýta auðlindir, bæði i hafi og undir, með svo geysilegri útfærslu á norsku yfirráðasvæði. Þá koma upp erfið vandamál i sambandi við vernd stöðvanna.sem auðlind- irnar eiga að nytja, svo sem borturna-og framleiðslupalla. Ný viðhorf i norskum öryggis- og varnarmálum munu af þessum sökum verða lögð fram af fullum þunga i Noregi á næstu árum. Mjög mikilvægt er að geta sameinað þetta tvennt: að geta gert varnirnar sterkari i samræmi við nýtt hlutverk og aukið álag vegna oliuvinnslunnar meðfram ströndinni, og að geta gert pað á svo trúverðugan hátt, að enginn geti sakað oss um aukin hernaðarumsvif I skjóli oliustöðv- anna. Á komandi mánuðum og næstu árum munum vér sjá, hvert straumurinn liggur i alþjóðamáJumog hvernig hið nýja mynztur verður. öll hin óliku atriði, sem ég hef nefnt, munu hafa sin áhrif: Samband risa- veldanna, tengsl Bandarikjanna og Evrópu, þróun Efnahags- bandalags Evrópu, stefna Kinverja gagnvart Sovétrikjun- um, Bandarikjunum og Evrópu. öryggismálaráðstefnan, hinn gagnkvæmi samdráttur liðsafla, ný hertækni, efnahagsþróun i heiminum öllum, auðlindakrepp- an o.s.frv. Höfuðmarkmið smá- rikjanna verður að geta haft sveigjanlega utanrikis- og öryggisstefnu, sem grundvallast á þvi að gæta vel sinna eigin öryggishagsmuna. Hér gildir að hafa festu, styrk, þjóðlega einingu og hæfileika til þess að meta stöðuna raunsætt. Ég er sannfærður um það, að gildi NATO-aðildar Noregs mun aukast fremur en rýrna á næstu árum. Aðildin að Atlantshafs- bandalaginu hefur verið megin- stefnan i norskum stjórnmálum i fjórðung aldar, og hún hefur sannað mikilvægi sitt i sambandi við að komast hjá pólitiskum þrýstingi, sem sameinaður er hernaðarlegu valdi. Allt, sem unnt er að eygja nú, bendir til þess, að NATO verði enn sem fyrr hornsteinn i norskri öryggisstefnu. liii Íí fflít Framsóknarmenn Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra fer fram að Hótel Varöborg , Akureyri, laugardaginn 16. marz. Þingið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvislega. Stjórnin. Framsóknarvist ó Snæfellsnesi Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi byrja hina árlegu spilakeppni sina að Breiðabliki laugardaginn 23. febrúar kl. 21.00. Aðalvinningur er Mallorcaferð fyrir tvo. Góðir vinningar öll kvöldin. Stjörnirnar. Hvergerðingar Skoðanakönnun um framboð framsóknarmanna við næstu sveitarstjórnarkostningar fer fram n.k. laugardag og sunnudag 16og I7feb.kl. 14—17 báða dagana. Stuðningafólk Framsóknar- flokksins er eindregið hvatt til að fjölmenna. Kosning fer fram i kaffistofu Ullarþvottarstöðvarinnar. Simi á kjörstað 4211. Vin- samlegast hringið eftir upplýsingum eða aðstoð. Framboðs- nefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.