Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 24
'1 ' ..........................> Föstudagur 15. fcbrúar 1974. - [mo\ fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Kvöldvaka leikara NÆSTKOMANDI mánudags- kvöld, 18. febrúar kl. 20, halda lcikarar Þjöðleikhússins kvöld- vöku f Þjóöleikhúsinu, til ágóða fyrir félagssjóð sinn. Skemmti- dagskráin veröur afar fjölbreytt. stuttir grfnþættir, söngur, leik- þættir og listdanssýning. Um 40 listamenn taka þátt i kvöldvökunni, þ.á.m. flestir þekktustu leikarar Þjóðleikhúss- ins. Ennfremur kemur fram Is- lenzki listdanslfokkurinn, ásamt Júlfu Claire ballettmeistara. Kynnir verður Rúrik Haraldsson leikari, og sést hann I hlutverki sfnu á meðfylgjandi mynd. Nokkur ár eru nú liðin siðan slik skemmtun var haldin en þessar kvöldvökur leikara nutu mikilla vinsælda. Vegna mikilla anna leikaranna verður kvöldvakan sennilega ekki endurtekin. Aðgöngumiðasala hefst i Þjóð- leikhúsinu i dag, föstudaginn 15/2. ASÍ—VSÍ: Samkomulag um flokkaskipan -hs-Rvik. — Sáttafundur ASt og VSl hófst I gær kl. 2 e.h. en síðasti fundur stóð i tæpa 11 tima. ólafur Hannibalsson, skrif- Snjóflóð r I Önundar SJ-Reykjavik. Snjóflóð hafa fallið viða i önundarfirði. Eitt þeirra féll skammt frá barnaskólanum á Flateyri og yfir kirkjugarðinn. Rafmagnslaust var i gærkvöldi i innri hluta önundarfjarðar af völdum snjóflóbanna. stofustjóri ASt, sagði i gær, um það bil, sem fundur var að hefjast, að á fundinum f fyrridag og -nótt hefði nokkurn veginn náðst samkomulag um flokka- skipan hins almenna verkafótks, en hann væri ekki búinn að sjá, i hvaða formi hún væri. Þessi nýja flokkaskipan mun aðallega vera fólgin I þvi, að felldir verða niður nokkrir flokkar, svipað og gert var i samningum B.S.R.B. og rikisins, með það fyrir augum, að hinir lægstlaunuðu fái mesta hækkunina. Siðdegis i gær fékk blaðið þær upplýsingar á skrifstofu sátta- semjara á Hótel Loftleiðum, að ennþá væri verið að ræða grund- vallaratriði, en samkomulag væri komið á i stórum dráttum um flokkaskipan, og næst yrði prósentuhækkunin liklega tekin fyrir Frekar var búizt við löng- um fundi, svo sem verið hefur undanfarna daga. LOÐNA TIL SIGLUFJARÐAR — heildaraflinn orðinn 235 þúsund lestir —hs—Reykjavik. Aðalveiðisvæði loðnuskipanna i fyrrinótt var norðvestur af Vestmannaeyjum. Nokkrir bátar munu hafa verið austur i Meðaiiandsbugt, og enn aðrir voru komnir vestur fyrir Reykjanes og á vikurnar fyrir sunnan það. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur sagði i gær, að ekki hefði orðið vart við átu i loðnunni á Vestmannaeyjasvæðinu, svo hann vissi til. Hann sagði, að búið væri að kanna mjög itarlega um 80 milna svæði, frá 15 milum austan við Eyjar og vestur að Reykjanesi, án þess að nokkurs staðar hefði orðið vart við átu. Sagðist hann halda, að átuflekk- ina hefði jafnvel rekið með straumum frá ströndinni. Ekki sagðist Hjálmar hafa heyrt um það, að frekari teljandi vandræði hefðu orði vegna sildar- innar fyrir Suðurlandi, en eins og kunnugt er varð nokkuð vart við sild I förmum einstakra loðnu- skipa ekki alls fyrir löngu, og kom jafnvel til tals að loka einhverjum svæðum, ef frekari brögð yrðu að þessu. Fjögur skip voru i gær á leið til Siglufjarðar með tæp 1000 tonn, en flest þeirra fóru vestur fyrir land og þannig norður. Sigurður mun þó hafa farið eystri leiðina með 700 tonn, en ennþá hefur eng- in loðna borizt til Raufarhafnar. Um kl. 18 i gær var heildarafl- inn orðinn rúmar 235 þús. lestir, og frá miðnætti var aflinn orðinn 9.270 lestir. Frá þvi kl. 18 i gær til miðnættis tilkynntu þessi skip um afla: Elliði 100, Náttfari 230, Tungufell 230, Alsey 100, Hilmir 270, Sigur- björg 70, Hrönn VE 150, Húnaröst 60, Asberg 400, Vörður 160, Fylkir 50, Venus 50, Arsæll Sigurðsson 160, Gullberg 120, Albert 150, Faxi 180, Höfrungur II 150, Ásborg 140, Lundi 130. Frá miðnætti og fram til kl. 18 i gær tilkynntu 58 skip um afla, samtals 9.270 tonn: Gunnar Jóns- son 90, Arnar 210, Jón Helgason 90, Hrafn Sveinbjarnarson 70, Kópur 100, Haraldur 150, Þor- björn II 70, Sandafell 130, Huginn II 90, Járngerður 50, Hrafn Svein- bjarnarson III 100, Ásver 100, Isleifur IV 90, Bergur 100, Hamravik 100, Heimaey 100, Skagaröst 80, Hafrún 190, Jón Garðar 160, Vonin 180, Tálknfirð- ingur 220, Þórkatla II 180, Haf- steinn 230, Hafberg 90, Arney 30, Öli I Tóftum 80, Sigurður 700, Kristbjörg 230, Elias Steinsson 70, Grimseyingur 200, Harpa 110, Kap II 60 Harpa RE 330, Gissur 50 Ólafur Tryggvason 50, Keflvikingur 200, Jóhannes Gunn- ar 110, Surtsey 40, Oddgeir 170, Glettingur 180, Steinunn 25, Halkión 220, Baldur 190, Grind- vlkingur 100, Helga RE 230, ísleif ur 240, Bylgjan 180, Rauðsey 110, Venus 150, Ölafur Sigurðsson 130, NTB-Solsjenitsín dvelst enn i Þýzkalandi og hefur verið gefið út útlendingavegabréf honum til handa. Hann sagði við fréttamenn, að sér liði vel, og nú biði hann þess eins, að kona hans og börn fengju að fara úr landi. Helztu áhyggjur sinar kvað hann vera þær, að eiginkona sin fengi ekki að taka með sér handrit og Asgeir 340, Skógey 70, Héðinn 420, Óskar Magnússon 420, Árni Magnússon 130, Guðrún 170, Vörður 215 og Helga Guðmunds- dóttir 350. Reyndist fótbrotinn MIÐVIKUDAGINN 6. febrúar, s.l. varð maður fyrir bíl á bila- stæðinu við áfengisútsöluna við Laugarásveg. Maðurinn hrasaði þarna og varð fyrir bil sem I sama mund var ekið um stæðið. Maðurinn taldi sig vera ómeiddan, en siðar kom i ljós, að hann var fótbrotinn. Rannsóknarlögreglan óskar eftir þvi að ökumaður bif- reiðarinnar, svo og vitni, sem urðu að þessu óhappi, hafi sem fyrst samband við hana að Borgartúni 7. minnisblöð, sem hann hefði orðið að skilja eftir, þegar hann var fluttur úr landi. Solsjenitsín kvaðst hafa verið sakaður um landráð, þegar hann var handtekinn af öryggislögreglunni rússnesku og átt dauðadóm yfir höfði sér, en siðan verið sviptur rikis- borgararétti og fluttur úr landi. r Solsjenitsín bíður nú eftir f jölskyldunni Neyðarástand sunnan fjalls á Snæfellsnesi: FJÖLSKYLD.UR FLÝJA VEGNA HUSKULDA — jafnvel alla leið til Reykjavíkur SP-Reykjvik. —r Þórður Gislason á ölkeldu i Staðarsveit á Snæfells- nesi hringdi i okkur i gærmorgun og sagði, að skapazt hefði alvarlegt ástand á þessum slóðum vegna óveðursins.i Það var aðfaranótt þriðju- dags siðastliðins, er gerði aftakaveður á norðaustan og stóð i um sólarhring. Tjón varð töluvert, en þó tilfinnan- legast á ra f- og simalin- um, en mikil ising fylgdi óveðrinu. A svæðinu frá Ólafsvik suður i miðja Staðarsveit brotnuðu hvorki meira né minna en 50-60 raflinustaurar og álika margir simastaurar. Varð þá rafmagns- laust á öllu svæðinu sunnanfjalls á Snæfellsnesi, eða á svæði, er nær yfir fimm hreppa, að Hitará. Slmasambandslaust varð úr Breiðuvikurhreppi og helmingn- um af Staðarsveit og er enn. Þórður sagði, að talið væri, að rafmagnslaust yrði á svæðinu a.m.k. þessa viku. Rikir nú nánast neyðarástand þarna eink- um vegna kulda en hús eru al- mennt kynnt beint með rafmagni eða ■ miðstöðvarhitun, sem knúin er rafmagni að einhverju leyti. Vissi Þórður til þess, að nokkrar fjölskyldur á svæðinu hefðu hreinlega flúið heimili sin af þessum sökum og farið á aðra bæi, þar sem aðstæður eru betri. Einnig er til, að fólk hafi „flúið” alla leið til Reykjavfkur. Skólahald i barna- og unglinga- skólanum að Lýsuhóli hefur fallið niður vegna rafmagnsleysis og ekki er vitað, hvenær það hefst á ný. — Auk þeirra erfiðleika, sem ég hef þegar nefnt, er ástæða til að nefna, að I rafmagnsleysinu eru aöstæður ekkert sérlega auðveldar á stóru kúabúunum með rafmangsknúin mjaltavéla- kerfi, og einnig liggur mjög mikið af matvælum I frysti- geimslum heimilanna undir skemmdum, ef þetta rafmagns- leysi varir mikið lengur. Þess má geta, að á svæðinu, sem orðið hefur svo hart úti, eru um 700ibúar,á um 120heimilum. Nánast er snjólaust á svæðinu, en svellalög mikil, og kvað Þórður ekki þurfa að kvarta yfir sam- göngum. Nixon neitar enn að afhenda gögn NTB-Washington — Jaworski, rannsóknardómari i Watergate- málinu, upplýsti í gær, að Nixon forseti hefði neitað að ieggja fram hljóðritanir og skjöl, sem dóms- málaráðuneytið bað um að fá að- gang að i fyrri viku. Jaworski tilkynnti ennfremur, aö hann myndi hafa samráð við Watergate-nefnd öldungadeildar- innar um, hvernig hann ætti að bera sig að i málinu. James St. Clair, lögfræðilegur ráðunautur forsetans i Water- gate-málinu, tilkynnti Jaworski með bréfi, að hann samkvæmt skipun frá forsetanum gæti ekki afhent gögn þau, sem óskað væri. Samkvæmt réttarúrskurði i fyrra hafa fulltrúar dómsmála- ráðuneytisins ,vald til að fara lagaleiðina til að skipa forsetan- um að afhenda gögnin. Ef sú leið verður farin, getur komið til ágreinings milli Hvita hússins og réttarkerfisins. Svipað var ástatt i málunum i fyrra, þegar Nixon rak Cox úr starfi rannsóknar- dómara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.