Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 15. febrúar 1974. Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN * ■SiS m STORU KETTIRNIR I AFRÍKU LÍFSVENJUR LJÓNA OG HLÉBARÐA ■■■hi Ljónynjur bera mikla umhyggju fyrir afkvæmum íf sinum, enda eru þau ekki fær um að afla sér fæðu fyrr en um tveggja ára aldur. Hlébarðinn er mjög fimur að klifra. Rekist hann á fiokk villihunda klifrar hann upp í tré, þar sem hann er óhultur. Á jörðinni lifa um 4000 dýrategundir. Hver teg- und er búin sérstökum eiginleikum og hefur sin sérkenni og lifsvenjur. Ljónið, hinn óútreiknan- legi konungur dýranna Konungur dýranna er i útliti glæsilegt dýr af kattaætt. En Ijón- iö sker sig úr öðrum dýrum teg- undarinnar með félagslyndi sinu, veiðivenjum, með makkanum, og svarta dúskinum á skottinu. Gáfnafar ljónsins er ekki dregið i efa. Samskipti ljóna innbyrðis eru miklu þroskaðri en annarra dýrategunda. Séu þessi dýr lokuð inni, eru þau fær um að sýna vináttu, sem er óeigingjörn og varanleg, hvort sem er dýrum af annarri tegund eða mönnum. Iðu- lega hafa menn veitt athygli vináttuböndum, sem tengzt hafa milli ljóna og geita eða hunda, og kemur þá aldrei fyrir, að ljónið skaði vini sina. Stærð karlljóna er oft ýkt, en er samt umtalsverð. Ljón mælast allt að 3,5 metrar að lengd frá trýni til rófubrodds. (En þá er svarti hárdúskurinn ekki mældur með). En yfirleitt eru karlljónin um 2 metrar að lengd og kven- ljónin um hálfum metra styttri. Karlljón vegur að meðaltali 180 kg. en dæmi eru um stór ljón, sem vega allt að 225 kg. Kvenljónin vega yfirleitt um fjórðungi minna. Lengi var haldið, að ljónin ættu sama maka allt lifið, eins og úlfarnir. En raunverulega eru lifsvenjur þessara stóru kattkatta svipaðar og hjá öðrum hjarðdýr- um. Auðvitað eru ljónin sérstök vegna félagslegrar hegðunar, en undir sérstökum kringumstæð- um, eins og til dæmis i friðuðum þjóðgörðum, geturmaðurrekizt á hópa, sem telja allt að 30 dýr, sem stjórnað er af einu karldýri, en hjörðin samanstendur af mörgum kvendýrum, ungum karldýrum og hvolpum, allt að eins árs göml- um. Það er aðeins þegar dýrin hvilast, að „húsbóndinn” tekur sig út úr flokknum. Fyrir kemur, að ungt karlljón, þriggja eða fjögurra ára, gerist fullfrekt til kvendýranna og gerir foringjann afbrýðisaman . Er þá eljarinn miskunnarlaust rekinn úr hjörðinni. Unga ljónið leitar þá uppi smáhóp dýra á svipuðum aldri og slæst i þeirra hóp. Þegar kvenljón verður breima, yfirgefur hún, ásamt stóra karl- ljóninu hópinn, og leitar afdreps, en nokkur fifldjörf ung ljón fylgja á eftir, en halda sig i hæfilegri fjarlægð. En ef eitthvert þeirra verður of nærgöngult, er stóra sterka ljóninu að mæta. Að nokkrum dögum liðnum snýr par- ið til baka og samlagast hjörðinni á ný. A þessu timabili gætir karl- ljónið ljónynjunnar af mikilli kostgæfni og afbrýðisemi, en hún sýnir engan auðsæjan áhuga á þvi, sem fram fer. Venjulega eru það ljónynjurnar sem standa vörð og vernda hjörðina. • : : . . m, Ljón eru félagslynd dýr. Hér gæðir heil fjölskylda sér á sebradýri, sem nýbúið er að fella. Mæður og ungar eru ó- aðskiljanleg Ljónshvolpar fæðast ekki á neinum sérstökum árstima, en þeir fæðast 108 dögum eftir getn- að. Venjulega gýtur ljónynja þrem eða fjórum hvolpum, en oft eru þeir fimm eða sex. Hvolparn- ir fæðast með dökkrauða dila á feldinum, sérstaklega á höfði, og svarti hárdúskurinn er enn ekki kominn á skottið. Aftur á móti eru móleitir og svartir hringir á feld- inum. Feldurinn er mjög þéttur og sterkur, sem bendir til þess að fyrr á timum hafi ljónið lifað I kaldara loftslagi en nú. Fyrstu tvo mánuðina eftir að hvolparnir fæðast eru þeir og mæðurnar óað- skiljanleg. Þegar hvolparnir fara að éta, gefa mæðurnar þeim litil kjötstykki. Þegar hvolpurinn er um það bil ársgamall, getur hann fyrst farið að nota tennurnar að gagni, en enn verður að liða ann- að ár, þar til hann getur farið að veiða. Á þessu timabili er ljónynj- an óþreytandi lærimeistari. Þegar timi er til kominn, tekur ljónynjan hvolpa sina með á veið- ar og kennir þeim að ráðast á dýr. Fyrir kemur, að móðirin kemur með lifandi dýr til unga sinna og bitur hún þá fast i herðakamb þeirra, en hvolparnir einbeita sér að afturpartinum. Þegar ljónsungarnir komast á legg, fer móðirin ýmist með þeim, er þeir stofnsetja nýja hjörð, eða lætur þá fara sina leið og heldur áfram að vera i sinum gamla flokki. Það kemur mjög sjaldan fyrir, að ljónynja eignist afkvæmi á ný, fyrr en siðasti hóp- ur hennar er vaxinn úr grasi. Undirgefni við hinum eldri Ungu ljónin i hjörðinni eru ekki öfundsverð af stöðu sinni. Mæð- urnar lita eftir þeim, en hið sama er ekki að segja um foringj- ann — föðurinn — og hin karlljón- in. Þegar veiðidýr er að velli lagt, gengur elzta ljóniö yfir og étur nægju sina af gómsætustu bitun- um, og kærir sig kóllótt um yngri dýrin. Það er algengt að sjá full- orðin ljón háma i sig fallið veiði- dýr, en hvolparnir halda sig i tilhlýðilegri fjarlægð, þótt þau séu meira en fús til að taka þátt i veizlunni. Undantekningar eru, þegar bráðin er meira en nógu stór til að hún sé næg máltið fyrir allan hópinn, þá eru stóru ljónin siður eigingjörn, en samt verða hvolparnir að treysta á forsjá mæðra sinna til að fá fylli sina. Þetta er ástæðan til þess að ekki kemst nema helmingur hvolpa á legg úr hverjum systkinahópi. Barátta upp á lif og dauða er ekki sjaldgæf meðal fullorðinna karlljóna, og eru klærnar skæðari vopn en tennurnar. Ljónynjurnar berjast einnig oft sin á milli. Þeir bardagar eru mun hatrammari en milli karldýranna, og lýkur þeim oftast á þann veg, að sú sem verður undir, er bókstaflega tætt i smástyfeki. Ljón, sem ekki er i veiðihug, er langt frá þvi að vera þögult. Ef það lendir af einhverjum ástæð- um utan hjarðarinnar, lætur það til sln heyra, og öskrin heyrast langar leiðir. En ljónin tjá sig á margan annan hátt. Tvö ljón, sem eru á ferð sman, „ræða” i sifellu saman með kumri eða stunu- hljóðum. Það er þeirra samtals- form. Á næturnar gefa þau frá sér skræki eða hrotuhljóð. Ljón, sem undirbýr árás, gefur frá sér djúpraddað ógnandi urr. En hljóð, sem ljón gefur frá sér, er það er sært, fallið i gildru, eða . illa er komið fyrir á annan hátt, er djúpt, hást og langvarandi. Þegar svo er komið, leggur ljónið höfuðið á jörðina, slær skottinu til hliðanna, og allur likaminn er spenntur og viðbúinn að stökkva. A þennan hátt metur ljónið and- stæðing sinn. Almennt er haldið, að ljónið veiði aðeins á næturnar. En það á ekki við nema á þeim svæðum, þar sem ljóninu er ógnað. Þar sem ljónið þarf ekki að óttast mennina, veiða þau allt eins á daginn, að undanskildum þeim tima, þegar það liggur fyrir og hvilist. Gönguhraði ljóns er um fjórir km á klukkustund. Ef það er að flýta sér, ferðast það við- stöðulaust þrjá til fimm km. Þá stanzar það og veltir sér á jörð- inni, og heldur siðan áfram. Oðru hvoru stanzar það við tré og hvessir klærnar og rannsakar umhverfið, áður en það heldur aftur af stað. A þennan hátt ferð- ast ljónið langar vegalengdir i leit að bráð. Hlébarðinn er útbreiddasta kattdýr I Afriku. Honum fækkar ört þvi að feldur hans er mjög eftirsóttur, og er hann þvl eitt verðmætasta veiðidýr I Afriku. Gáfað veiðidýr Ljónið veiðir allar dýrategund- ir, sem bita gras. Fari svo, að það drepi hýenu, sjakala eða villi- hund, er dýrið látið liggja ósnert. Ljón hlýtur að vera langt leitt af hungri, ef það snertir við slikum mat. En þau dýr, sem nefnd voru, hefna sin aftur á móti með. þvi að ráðast á yfirgefin gömul ljón, sem fara ein saman, eða særðar ljón- ynjur, sem orðnar eru of mátt- vana til að verjast. Þegar ljón er á höttunum eftir ákveðinni bráð, sýnir það góðar gáfur og ágæta skipulagshæti- leika. Þegar ljón veiða saman i hópi og sjá eða finna lykt af bráð, leggjast þau flöt á jörðina. Siðan fara nokkur þeirra af stað og koma sér fyrir á réttum stöðum, og varast ávallt að vera áveðurs við veiðidýrið. Hin ljónin i hópn- um fara i gagnstæða átt, og þegar þau eru komin á sinn stað, standa þau upp. Þegar bráðin verður vör viö hópinn, flýr hún i átt frá hon- um I flasið á þeim ljónum, sem eru falin og albúin að gera árás. Séu aðstæður erfiðar fyrir ljón- in, getur allur hópurinn legið grafkyrr i grasinu klukkustund- um saman og er þá aðeins eitt ljón á verði. Ljón, sem veiðir eitt sér, eða ljónynja með hvolpa, varast ætið að vera áveðurs við veiðidýrið, og ræðst aldrei á bráð- ina fyrr en á síðasta augnabliki. Ljón ráðast aðeins á dýr, sem eru á hreyfingu. Antilópurnar vita þetta, og þegar þær finna þef af ljóni i námunda við sig, standa þær grafkyrrar um stund, áður en þær stökkva skyndilega á brott með eldingarhraða. Impaladýrin komast oft undan ljónunum, ef þau eru ekki of mörg saman að veiðum, og geta þakkað það af- burða viðbragðsflýti. En ljónin ná næstum alltaf ungum, óreyndum dýrum, sem þá eru drepin og hlutuð sundur á nokkrum minút- um. Hættulegasti óvinur ljónsins, er maðurinn, þótt það komist iðu- lega undan árásum hans. En það er önnur tegund, sem fullorðnu ljónin kunna að varast, en þau yngri ekki, og það er broddgöltur- inn. Það friðsama dýr hefur stytt æviskeið margra ljóna. Ungu Ijónin álita þetta smá- vaxna dýr ágæta bráð. En eftir árásina komast þau á aðra skoð- un. Broddgölturinn reisir brodd- ana, og þeir stingast inn i loppu ljónsins. Þaðan fara þeir inn i æð- arnar og flytjast með blóðinu inn i skrokk þess, og það veslast upp, verður ekki fært um að veiða sér til matar og deyr úr hungri. Þegar ljón hvilast I skógar- jaöri, eru grasbitarnir óhræddir við þau, þótt þeir óttist þau ann- ars, og sýna engin óttamerki. Það er ástæðan til þess, að stundum má sjá antilópur á beit i aðeins tuttugu til þrjátiu metra fjarlægð frá ljóni eða hópi ljóna, sem liggja og mala eða gefa önnur hljóð frá sér. Þá vita antilópurnar að engin hætta er á ferðum. Þegar ljón hefur fellt dýr, byrj- ar það á þvi að sleikja blóðið. Sið- an opnar það kviðinn og grefur innyflin undir laufblöðum eða i jörðina. Siðan hámar það i sig mýkstu bitana, eins og læri og bóg. Höfuð, háls og seigari kjöt- bita lætur ljónið liggja, nema það sé aðframkomið af sulti. Hýenur eru ávallt nærri til að hirða leifarnar. Ljónið veiðir ekki bara til að drepa, eins og sum önnur rándýr. Það veiðir eingöngu, þegar það er soltið. Ljónið getur fastað dög- um saman, og er talið, að skýringin sé sú, að húð veiðidýr- anna er mjög þykk og seig, og að langan tima taki að melta hana. Reyndir veiðimenn telja, að ljónahópur, sem I eru fjögur dýr, drepi að jafnaði eitt stórt dýr, eins og antilópu á viku. Hver er svo afstaða ljónsins til mannsins? Eins og flest villidýr er það hrætt við að valda óróa. Eftir aldalanga reynslu af veiðimönn- um, fyrst svörtum, siðan hvitum, kýs ljónið að flýja eða fela sig, er það verður vart mannaferða. En auðvitað eru til undan- tekningar. Að undaskildum særð- um dýrum og þeim, sem elt eru, viljahefnasineða selja lif sitt eins dýru verði og hægt er, eru það nær eingöngu gömul ljón, sem fara einförum, sem ráðast á menn. Þau dýr eru ekki lengur hraust og sterk, og sifellt verður erfiðara fyrir þau að elta uppi og ráðast á dýr, sem eru frá á fæti, eins og antilópur, er halda fullri likamshreysti. Ef gömul kona eða drengur standa allt i einu frammi fyrir ljóni, er fyrsta viðbragð þess að þefa. En ef það sér, að fyrir- brigðið fyrir framan það flýr, gerir það hiklaust árás. Ljón ráð- ast á það, sem hleypur undan þeim. Þegar augu ljónsins opnast fyr- ir þvi, hve auðveld þessi bráð er, yfirvinnur það meðfædda andúð á lykt mannsins, og reynir að leita uppi aðra svipaða bráð. Þessar „manntur” hika ekki við að ráð- Framhald á bls. 23 Það cr ekki fyrr en ungarnir eru orðnir ársgamlir, að þeir verða færir um að tyggja mat sinn sjálfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.