Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 7 Pétur Guðjónsson: •• Onnur grein Varnarmálin Þar sem hið endanlega póli- tiska vald er i höndum hins al- menna borgara i lýðræðislegu þjóðskipulagi, fellur sú skylda á hinn almenna borgara að kynna sér, hver eftir sinni beztu getu, meginatriði þeirra mála, sem haft geta veruleg áhrif ef ekki úr- slitaáhrif á gengi og öryggi lýð- veldisins. Við erum búin að vera svo langt i burtu frá hinum stóra heimi i svo langan tima, að meðal okkar býr tilfinning um(að við sé- um svo óralangt i burtu frá öðrum löndum. Við verðum blátt áfram að setjast niður og hugsa til þess að gera okkur ljóst, að næsta land er orðinn nálægur nágranni, ís- landsálar eru orðnir klukkutima ferðalag á venjulegri farþega- þotu. En hvað skyldu tröllskessur vorra tima vera lengi að skálma þá? Miðað við þær flugvélar, er Rússar eru nú þegar með i fram- linu, er þetta orðið stundarfjórð- ungs verk. Má búast við.að-innan 5 ára verði þetta komið niður i 10 minútur. Við komum til með að sjá jafnvel farþegaflugvélar fara þessa vegalengd á hálftima innan tveggja ára, eða 1976 og það i reglubundnu flugi. Nei, tæknin er hér búin að orsaka svo snögga fjörbyltingu, að við erum sálar- lega langt á eftir. Miðað við ferðahraða áranna fyrir heim- styrjöldina er ísland að Vverða eyja i norska skerjagarðinum. Slik gjörbylting i tæknilegu til- liti kostar gjörbyltingu i sálarlegu og hugsanalegu tilliti, ef við eig- um ekki að vera fyrir utan veru- leikann. Ein aðalbreytingin, sem þetta orsakar, er eins og fyrr seg- ir, að Island hefur dregizt inn i brennipunkt átaka hernaðarstór- velda(og verður að kunna að sjá fótum sinum forráð við slikar að- stæður. Þótt við Islendingar séum ekki hernaðarþjóð, ráðum yfir svo til engri hernaðarlegri sérþekkingu, þá búum við yfir hernaðarlegum erfðavenjum. „Hennar strið i þúsund ár er eilift kraftaverk” hefði skáldið fullt eins vel getað sagt eins og „henn- ar lif”, þvi 1100 ára lif þessarar þjóðar á afskekktri eyju langt i norðurhöfum við heimskautsbaug hefur verið þrotlaust strið i póli- tisku tilliti við nágrannakonung- dæmin Noreg og Danmörku, það eru ekki nema 30 ár á þessu ári siðan fullnaðarsigur vannst i þeirri baráttu. En stórstyrjöldin, sem Is- lendingar hafa háð i þessar 11 aldir hefur fyrst og fremst verið háð gegn hinum óbliðu náttúru- öflum þessa lands. Það er einmitt i þessari styrjöld, sem mörg orrustan hefur tapazt við hræði- legt manntjón. Bændur landsins hafa þurft i allar þessar aldir að sækja óravegu inn á fjöll og öræfi þessa lands, eigandi von allra veðra. Við þurfum ekki að fara aftur til þeirra sorgaratburða, sem gerðust á Kili fyrir tveim öldum og beinin sjást enn eftir, til þess að vera minntir á þetta stríð. Ungur bóndi úr Borgarfirði varð úti i leitum i fjöllum við Holta- vörðuheiði nú fyrir rúmu ári. En stóru höggin hafa komið i átökun- um við Ægi konung. Svo stór hafa þessi högg verið, að sjósókn hefur lagtniður i verulegum mæli, eins og gerizt i Austur-Skaftafells- sýslu, er stór hluti skipa og manna glatast i einu veðri. Eða þá Halaveðrið, er milli 50 og 60 vaskir islenzkir sjómenn falla á nokkrum klukkutimum. Akveðinn þáttur I lifi manna og þjóða er undir láni kominn, og á þann þáttinn getum við haft tak- mörkuð áhrif . En það,sem skipt hefur sköpum um, hvort menn næðu landi eða sneru heilir heim af öræfum þessa lands, var oftast undir fyrirhyggju, kunnáttu og reynslu komið. Þeir menn, sem i forsvari voru, vissu hverjar hætt- ur voru fyrir hendi og bjuggu sig sem bezt þeir máttu. 1 þessu ein- falda atriði liggur lykillinn að sigri islenzku þjóðarinnar, þvi þótt orrustur töpuðust, þá vannst styrjöldin, i þaðminnsta til þessa. Hér komum við að fyrstu reglu hinnar almennu herfræði: þekktu þinn eigin styrk, þekktu styrk óvinarins og gerðu ráð fyrir hinu versta. Almennur skilningur á þessum grundvallarlögmálum al- mennrar baráttu ræður framtið islenzku þjóðarinnar. Nú ræður og skiptir sköpum, hvort okkur tekst að færa þessi einföldu lifsins lögmál yfir á hínar mjög svo breyttu taðstæður, sem við nú stöndum andspænis, þvi ná- kvæmlega sömu grundvallarlög- málin eiga við I heiminum nú og i upphafi íslands byggðar. Mál- tækið segir: „Fáir kunna sig of vel i góðu veðri heiman að búa”. Það er nefnilega margt i þeirri þróun, sem við höfum fyrir augunum nú, sem er til þess fallið að slá ryki i augu manna og villa þeim sýn. Mikið tal hefur verið undanfar- in ár um afvopnun og minnkun herafla og hernaðarútgjalda. Stórir fundir hafa verið haldnir i Genf og Helsinki um allsherjaraf- vopnun, fundir eru i Vinarborg um gagnkvæma minnkun i her- afla I Evrópu, sem svo á að vera grundvöllur að öryggismálaráð- stefnu Evrópu. Bresjneff heim- sótti Bandarikin á siðasta ári og undirritaði marga samninga við Nixon. Allt eru þetta atriði, sem draga úr spennu, og svo halda sumir, að nú sé orðið svo friðvæn- legt i heiminum. Þá er spurningin þessi, hvar er að finna yfirlýsingar af hendi Sovétstjórnarinnar, þar sem hún lýsir þvi yfir, að hún sé hætt að vinna að þvi að færa öllum þjóð- um heims kommúnistískt stjórnarfar? Hefur eðli hennar breytzt? Nei, þvert á móti, þeir eru hér i harðri samkeppni við Kinverja um forustuhlutverk I kommúnistaheiminum og fara ekkert dult með það, þar sem það á við, að þeir vinni ötullega að þvi takmarki að gera alla heims- byggðina að kommúnistisku rikjasambandi. Og þeir hafa ekki afneitað þeirri kenningu Lenins, að öll meðul séu réttlætanleg til að ná þessu takmarki. Enda virð- ist ástandið heimafyrir i Sovét- rikjunum nú vera að færast óð- fluga aftur til Stalinstimans eftir þlðu Krútsjoffs. Eru hér nærtæk- ar sannanir um nýlegar og yfir- standandi ofsóknir gegn mennta- og listamönnum, sem krefjast þess að fá að njóta frelsis, rit- frelsis og annarra almennra mannréttinda. En það er viðar grunnt á þessum veikleika i mannlegu eðli og er skemmst að minnast, er ritstjórar Morgun- blaðsins glötuðu virðingunni fyrir ritfrelsinu út af einni landhelgis- grein Péturs Guðjónssonar. Pétur Guðjónsson <5 AL) GLYSI N GADEILD TÍMANS Umboðsmenn fyrir Skoda fólksbifreiðir og Tatra vörubifreiðir óskast Umsóknareyðublöð fóst d skrifstofu okkar Auðbrekku 44-46, Kópavogi, sími 42-600 Umboðsmenn óskast ó eftirtöldum stöðum: Akranesi Borgarnesi Stykkishólmi Patreksfirði Blönduósi Sauðárkróki Húsavík Egilssföðum Neskaupstað Höfn Vestmannaeyjum TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOOIÐ Á ÍSLANDI H.F. Steingrímur Hermannsson: Hvað gerðist í varnarmálum? á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjanesk jördæmi? A KJÖRDÆMISÞINGI Framsóknarmanna i Reykjanes- kjördæmi 25. nóv. s.l. var gerð eftirfarandi samþykkt i varnar- málum. Þingið fagnar þvi, ,,að nú stendur yfir formleg endurskoðun á varnarsamningnum við Banda- rikin frá 1951. Þingið telur, að ef endurskoðunin leiðir ekki til nýrra samninga við Bandarikja- menn á endurskoðunartimanum hljóti tslendingar að segja samningnum einhliða upp. Legg- ur þingiðáherzluá þástefnurikis stjórnarinnar og Framsóknar- flokksins, að stefnt skuli að þvi, að bandariska herliðið hverfi af landi brott fyrir lok kjörtima- bilsins.” t Timanum s.l. laugardag gerir Jón Skaftason, „að gefnu tilefni” athugasemdir við skrif SUF-siðunnar um hans þátt i þessari samþykkt. t það mál mun ég ekki blanda mér. 1 lok athuga- semda Jóns kemur hins vegar, eins og skollinn úr sauðaleggnum, eftirfarandi setning: „I stjórnmálanefnd þingsins Athugasemd I frétt um rafmagnsbilanir á Austurlandi, sem birtist i blaðinu hinn 13. febrúar, hefur prentvillu- púkinn brugðið á leik. Þar stendur á einum stað, þar sem sagt er frá þvi að rafmagnsstaur- ar hafi brotnað, að þeir hafi verið „flestir i Jökulsárhlið i Jökul- dal”. Hér átti auðvitað að standa „flestir I Jökulsárhlið og Jökuldal”. Þá er i annarri frétt I sama tölublaði talað um „Rauðasand á Barðaströnd”. Þetta er að sjálf- sögðu ekki rétt. Hitt er svo annað mál, að Rauðisandur er i Barðastrandar sýslu Varahlutir Cortina, Volvo, Willys, Austin Gipsy, Land/Rover, Opel. Austin Mini, Rambler, Chevrolet, Benz, Skoda, Tra- bant. Moskvitch. ! Höfum notaða varahluti i þessar og flest allar eldri gerðir bila meðal annars: Vélar, hásingar og girkassa. Bilapartasalan Ilöfðatúni 10, simi 11397. lögðum við Steingrimur Her- mannsson til, að siðasti liður samþykktarinnar félli niður.” Þar sem Jón fjallar að öðru leyti aðeins um miðhluta samþykktarinnar, þ.e. uppsögn varnarsamningsins, og birtir ekki samþykktina i heild, virðast margir misskilja þessa setningu þannig, að ég hafi lagt til, að at- riðið um uppsögn félli niður. Þetta er að sjálfsögðu mis- skilningur. Hið rétta er, að ég hafði orð á þvi, að siðasta setningin um, að stefnt skuli að þvi, að herinn fari á kjörtima- bilinu mætti falla niður. Þetta studdi Jón. Bæði er það, að i min- um huga er það aukaatriði, hvort herinn fer á einu ári eða þremur eins og ég hef oft sagt, og i öðru lagi sýnist mér allt sem máli skiptir, þegar komið i fyrri hluta samþykktarinnar. Með þvi var samþykkt, að segja bæri varnar- samningnum einhliða upþ, ef við- unandi breytingar fást ekki á endurskoðunartimabilinu. Einnig er rétt að hafa i huga, að við höfum i þingflokki Fram- sóknarflokksins samþykkt til- lögur að umræðugrundvelli við Bandarikjamenn. Ef þær leiða ekki til samkomulags má vera ljóst, að til uppsagnar á að koma samkvæmt þeirri samþykkt, sem gerð var á kjördæmisþinginu. Um það virðist óþarft að deila. Við skulum vona, að ekki komi til þess. Vonandi næst samkomulag. Menntamálaráðuneytið Auglýsing um leyfi til rekstrar sumardvalarheimila fyrir börn Menntamálaráðuneytið vekur athygli á þvi að sækja þarf uin leyfi til ráðuneytisins tii þess að reka sumar- dvaiarheimili, sumarbúðir og önnur barnaheimili. Sérstök umsóknareyðublöð i þessu skyni fást i ráðu- neytinu og hjá Barnaverndarráði Islands og barna- verndarnefndum, Umsóknum fylgi umsögn héraðslæknis og barna- verndarnefndar, heilbrigðisvottorð heimilisfólks, svo og sakavottorö umsækjanda, ef sótt erum i fyrsta sinn. Þeir aðilar, sem fengu slik leyfi siðastliðið sumar eöa fyrr, þurfa að sækja um leyfi á ný til ráðuneytisins. M Iðjuþjálfari iVr • N Í'S >W* i rr v, r\ 'rý Staða iðjuþjálfara viö Hjúkrunar- og Endur- hæfingadeildir Borgarspitaians er iaus til umsóknar og veitist eftir samkomulagi. Iðjuþjálfaramenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 12. marz 1974. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir. Reykjavik, 13. febrúar 1974 Zf r-4.' m T/ ■■' •V y . v>> rT >. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.