Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1974, Blaðsíða 3
• Föstudagur 15. febrúar 1974. TÍMINN 3 Reykholt í Biskupstungum: AAikið af heitu vatni til viðbótar BISKUPSTUNGNAHREPPUR og landeigendur I Reykholti i Biskupstungum hafa fengið aðstoð Orkustofnunar til þess að bora eftir heitu vatni að Iteykholti, og hefur það nú þegar borið ágætan árangur. I Reykholti er hver, sem gýs fjórtán sekúndulitrum, en sýnt þótti, að þetta vatnsmagn myndi ekki nægja þeirri byggð, er þarna hefur risið, svo að til frambúðar væri. Hvort tveggja er að gróður- húsum hraðfjölgar I Reykholti og sveitarfélagið hefur þar með höndum miklar byggingarfram- kvæmdir. Er verið að koma þar upp stórri sundlaug, nýr kennara- bústaður hefur þegar verið reist- ur og bygging annars hefst í vor. Sfðast liðinn föstudag var borinn kominn niður á 740 metra, og féll þa niður um tvo metra, en þar var fyrir mikið af heitu vatni. Á laugardaginn var holan látin gjósa, og koma nú þarna upp að minnsta kosti tuttugu sekúndulitrar af meira en hundrað stiga heitu vatni. Það verður þvi ekki þurrð á heitu vatni i Reykholti i Biskups- tungum um sinn, þótt byggð og ylrækt aukist þar. VEÐURTEPPT FÓLK FLUTT í ÞYRLU LANDHELGISGÆZLAN lagði I gær til þyrlu til þess að selflytja fólk, sem setið hefur teppt i Króksfjarðarnesi siðan á laugardaginn, suður að Stórholti i Saurbæ, alls tuttugu og fimm manns. — Þetta fók fór vestur i Reykhólasveit á bil frá okkur til þess að vera við jarðarför, sagði Jóhannes Ellertsson hjá Vestfjarðarlei ð, en komst ekki til baka vegna fannalaga. Annar bill okkar mun svo taka við þvi i Stórholti og aka þvi i bæinn. Svinadalur milli Saurbæjar og Hvammssveitar var rudd- ur, og var verið að hreinsa veginn i gær um svipað leyti og á þyrluflutningunum stóð, og eru snjóþiljurnar þar, beggja megin vegarins, fimm til sex metra háar. Gilsfjörðurinn er afturá móti alveg ófær. Að visu var byrjað að ryðja veginn vestan frá i gær, og komust ruðnings- tækin að svonefndum Slitrum en þá hafði skeflt svo i snjótraðirnar, er þegar höfðu verið gerðar, að þær voru orðnar ófærar. Mun ekkert áhlaupaverk að ryðja veginn um Gilsfjörð, og litið stoða á meðan hreyfing er á snjónum. SENDITÆKI Á ÞORSKINN — viðtal við Sigurð Lýðsson, deildarstjóra raftæknideildar Hafrannsóknastofnunarinnar —hs-Rvik. A þriðjudaginn var frétt I blaðinu undir sömu fyrir- sögn, sem fjallaði um tilraunir Norðmanna til að fylgjast með göngum þorsksins við Lófóten með sérstökum senditækjum, sem gæfu frá sér merki til mót- Stjórn stúdenfaróðs: Vítur ó sovézk stjórnvöld STJÖRN SHI fordæmir harðlega handtöku sovézkra rit- höfundarins, Alexanders Solzhenitsins, og þá ákvörðun sovézkra stjórnvalda að gera hann landrækan. Með þessu örþrifaráði sinu hafa sovézkir ráðamenn loks viður- kennt, að staðhæfingar Solzhenitsins um skort á almenn- um mannréttindum og tjáningar- frelsi i Sovetrikjunum, hafi við rök að styðjast. SJ—Reykjavík. — Heildar- skemmdirnar á rafmagnslinum I óveðrinu nú I vikunni eru nálægt 300 stólpar, sem hafa brotnað, auk þess hefur vir eyðilagzt, einangrarar, þverslár o.fl. sagði Valgarð Thoroddsen rafveitu- stjóri I gær. — Starfsmenn Raf- magnsveitna rikisins eru allir önnum kafnir við að drifa raf- magnið í samband, og við höfum ekki haft tima til að reikna út peningahliðina ennþá. É þori ekki að gizka á neinar tölur um tjónið að svo komnu máli. Það eru alltaf við og við að ber- ast fréttir af skemmdum og bil- unum. Simasambandserfiðleikar hindra enn, að hægt sé að gera sér fulla grein fyrir ástandinu. Rafveitustjórar okkar úti á landi hafa vinnuflokka til að sinna viðgerðum og efni til vara, en þessi ósköp, sem nú hafa dunið yfir, gerðu það að verkum, að það þarf að senda vinnuflokka og efni frá Suðurlandi og Reykjavik. Vinnuflokkur, sem hefur verið i Skaftártungu við sveitarafvæð- ingu, fer norður. Annar vinnu- flokkur, sem var i Skagafirði, verður að fara til Eyjafjarðar, en þar urðu mestar skemmdir á rafmagnslinum og stólpum. Fjörutiu stólpar eru brotnir á Vestfjörðum, sagði rafveitustjóri ennfremur. Þar hafa þó ekki orð- ið svo mikil vandræði, þótt linur hafi farið þvi diselstöðvar eru til vara i hverjum firði. I Ölafsfirði er rafmagnið að komast i lag að fullu. Grenvikingar eru búnir að fá vararafstöð. 1 linunni þangað, við norðanverðan Eyjafjörð, fóru 60 staurar. Þar féll snjóflóð og Ising var 20 cm. Þar er verið að vinna að viðgerðum af fullum krafti, tökutækja i landi eða um borð I skipum. Þótti þetta nýstárlegt, og leitaði blaðið þvi frekari upp- lýsinga hjá forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar. Sagðist hann þá vita um þennan mögu- leika, en slikar rannsóknir væru áreiðanlega fokdýrar og erfiðar I framkvæmd hér við land. Sigurður Lýðsson, deildarstjóri raftæknideildar Hafrannsókna- stofnunarinnar, veitti blaðinu I gær frekari upplýsingar um þessi mál, sem jafnframt eru á nokkuð annan veg en upplýsingar for- stjórans. Sagði Sigurður, að fyrir framan sig hefði hann úttekt á þvi, sem skrifað hefði verið um þessar rannsóknir um allan heim undan- farin ár, og væri skráin yfir heim- ildir einar um fjórar blaðsiður, svo ekki væru þessar rannsóknir beint nýjar af nálinni. Hann sagði, að mjög auðvelt væri að framkvæma þetta, og hefði hann undanfarin 8 ár verið eins og raunar annars staðar, en á mörgum stöðum er rafmagn komið i lag aftur. Eftirfarandi skýrlsa um sima- bilanirlá fyrir Igær. Skemmdir: Staurabrot sem vitað var um: Staðarsveit, Snæfellsn. 54 Breiðavik, Snæfellsn. 15 Fellsströnd, Dölum 10 Selströnd, Strandasýslu 6 Sigluneslina 6 Fljótin, Skagafirði 80 öxnadalur, Eyjafirði 6 Grenivikurlina, Eyjafirði 40 Núpasveit, Axarfirði 43 Jökulsárhlið og Tunga Héraði 15 275 Unnið var að viðgerðum á öll- um þessum stöðum eða áttu að hefjast i gær erfiðast er að koma viögerðarmönnum i Fljótin i Skagafirði. úr Reykjavik áttu að af og til að ympra á þessu, en þvi miður talað fyrir daufum eyrum. Sagði hann, að mjög raunhæft væri að gera þessar rannsóknir á þorski hér við land, og hefðu slik- ar rannsóknir verið gerðar bæði i Bretlandi og Bandarikjunum. Ennfremur hefði þessi tækni ver- ið mikið notuð við rannsóknir á laxi, m.a. hvernig hann gengi i árnar. Sigurður sagði, að slikir sendar væru ómetanleg hjálpartæki við athuganir á hrygningargöngu þorsksins, og þá væntanlega hvar hún færi fram, ennfremur til upp- lýsinga um dýpi og hitastig sjávarins, sem fiskurinn héldi sig á. Væri jafnvel hægt að fylgjast með hjartslætti fisksins með full- komnum tækjum. — Þessar tilraunir þurfa ekki að vera dýrar, sagði Sigurður, þvi I öllum rannsóknaskipum stofn- unarinnar eru móttökutækin fyrir hendi, þar sem eru asdictækin, en sendana erhægt að fá keypta, t.d. i Bandarikjunum, i mismunandi fara menn á Snæfellsnes og i Saurbæ. Ráðgert var að senda efni i flugvél frá Húsavik til Kópaskers ásamt tveim við- gerðarmönnum til viðbótar við þá, sem fóru á þriðjudag. Viðgerðarefni var sent meö Landhelgisgæzluþyrlu, sem átti erindi I Króksfjarðarnes i sam- bandi viðfólksfiutninga. Simasamband hafði komizt á við eftirtalda staði: Kópasker. Raufarhöfn, Þórshöfn, Lindar- brekku og Hafrafellstungu Skálavik, tsafjarðardjúp og Haga i Barðarstrandarsýslu. Vonazt var eftir að samband kæmist á milli Reykjavíkur og Isafjarðar, um Patreksfjörð i gær, og ráðgert var, að við- geröarmenn færu með Djúpbátn- um frá Isafirði til Flateyrar i gærmorgun. stærðum, og verðið er 30-50 dalir, en hægt er að smiða slika senda hérlendis fyrir lægra verð. Sendi- styrkurinn fer svo eftir stærð sendanna, sem aftur er háð stærð fisksins, en auðvelt ætti að vera að fylgja fiskinum eftir á skipi. Mætti þá fá mikilvægar upp- lýsingar um það, hvernig t.d. þorskurinn gengi i netin. Sigurður sagði, að Menningar- stofnun Bandarikjanna hefði ekki alls fyrir löngu haldið ráðstefnu um nýtingu hafsins, og þá' hefði visindamaður, sem þar hélt fyrir- lestur, sýnt einn slikan sendi, sem var á stærð við vindling. Sigurður Lýðsson sagði að lok- um, að full ástæða væri fyrir Is- lendinga að hagnýta sér mögu- leika þessarar tækni, og þótt fyrr hefði verið. Fatlaða vantar verkefni SJ-Reykjavik t þessari viku aug- lýsti Landssamband fatlaðra eftir vinnu handa ibúum dvalar- heimilis fatlaðra að Hátúni 12. Fólk þetta getur ekki sótt vinnu úti i bæ, en i dvaiarheimilinu er sérstök vinnustofa, þar sem það getur unnið ýmis störf. — Við höfðum fyrst og fremst einhverja létta frágangsvinnu i huga, t.d. pökkun eða eitthvað þess háttar, sagði Theódór Jóns- son, formaður Landssambands fatlaðra, i viðtali við Timann i gær. Þvi miður höfum við ekki fengið nein verkefni ennþá eða tilboð. t haust fengum við smá- verkefni, sem var mjög hentugt. Það var innpökkun á póstkortum frá Sólarfilmu. Yfirleitt hefur þetta fólk tak- markaða starfskrafta og vinnur sér þá kannski inn 1500-2000 kr. á mánuði, og raunverulega hefur það ekkert upp úr þvi. Hins vegar hafa flestir gaman af að vinna. Það er aðeins einstaka fólk hér, sem hefur alveg heilar hendur og getur afkastað meira. „Staurarnir brotnuðu eins og eldspýtur" Nú er lífið þó að færast í samt lag á Ólafsfirði SJ-Reykjavík — Það var stórhríð hér frá þvi á mánudag þangað til á miðvikudag síðdegis, og það hefur verið einhver almesti snjór, sem hér hefur komið, þaö gaf yfir allan varnargarðinn, sagði Björn Stcfánsson, skólastjóri barna- skólans á Ölafsfirðiog fréttaritari okkar á staðnum i viðtali við blaðið i gær. — A þriðjudag varð flóabáturinn Drangur aðsnúa við héðan. Hér var allt rafmagnslaust i tvo daga, og skortur á hita lika, þvi heita vatnið nægir varla til upphitunar. Rafmagn kom á miðvikudagskvöld, en þó er viða rafmangslaust, þvi loftlinur i bænum fóru einnig. Dagsbirtan verður t.d. enn að nægja við kennsluna, þvi skólinn er enn raf- magnslaus, og hiti er af skornum skammti, leikfimisalurinn t.d. kaldur. En það er verið að vinna að viðgeröum i bænum i dag. Viðgerðarmenn unnu sleitu- laust frá kl. sjö á miðvikudags- morgun til kl. tvö nóttina eftir. Enda er allt að komast i lag. I frystihúsin lágu birgðir undir stórskemmdum. Staurarnir fóru eins og eld- spýtur i veðrinu. Einnig fór heilmikið af heimtaugum heim á sveitarbæina, en þær lágu þvert á norðaustanáttina. Nær 600 staurar skemmdust í óveðrinu Umferðarslysa- varnir Einn versti fylgikvilli nútimaþjóðfélags eru hin vax- andi umferðarslys og það likamlega og efnalega tjón, sem þeim fylgir. Umferðar- slysavarnir hafa verið efldar talsvertá undanförnum árum, og eiga frjáls félagasamtök ekki siður hlut þar að en opin- berir aðilar. Hinn eðlilegi opinberi aðili til að skipuleggja og hafa yfir- stjórn á umferðarfræðslu og umferðarslysavörnum er Umferðarráð. Það hefur unnið mikið starf undanfarirfár, en betur má ef duga skal. Fjár- ráð Umferðarráðs hafa veriö takmörkuð, og starfið ræðst að sjálfsögðu af þvi fjár- magni, sem til ráðstöfunar er hverju sinni. i frumvarpi þvi, er ólafur Jóhannesson, for- sætis- og dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir, að Umferðar- ráð fái nýjan og verulegan tekjustofn, þ.e. ákveðinn hluta af vátryggingariðgjöldum ökutækja Telja verður það eðlilegan tekjustofn, þvi að auknar umferðarslysavarnir eiga að stuðla að lækkun þess- ara iðgjalda, a.m.k. stuðla að minni hækkun þeirra en ella, en iðgjöldin ráðast að sjálf- sögðu af þvi heildartjóni, sem verður i umferðinni á ári hverju. Fjölþætt starf Umferðarráðs Er Ólafur Jóhannesson mælti fyrir þessu frumvarpi i cfri deild Alþingis, greindi hann frá fjölþættu hlutverki og starfi Umferðarráðs. Um það starf sagði hann m.a.: ,,Einn þáttur er umferðar- fræðsla i skólum. Hefur Umfcrðarráð frá upphafi lagt á það rika áherzlu, að efld verði umferðarfræðsla innan skólakerfisins, en hún hefur að áliti ráðsins vcrið i algjöru lágmarki og er þess að vænta, að bót fáist á þvi með nýrri skólalöggjöf og endurskoðun námsskráa. Hefur verið reynt að vinna að þvi ináli ineð ýms- um liætti. Tvivegis, árin 1970 og 1972 fór fram á vegum Umferðarráðs og i samvinnu við fræðslumáladeild mennta- málaráðuneytisins spurninga- keppni skólanna um umfcrðarmál með þátttöku allra 12 ára skólanema. Fór keppnin fram i þrennu lagi innan skólanna, i útvarpi og i sjónvarpi, þar sem tvö lið kjördæma kepptu til úrslita. Dreift hefur veriö i upphafi skólaárs bréfi, sem ber nafnið „Leiöin iskólann", til foreldra þeirra barna, sem þá hefja skólagöngu i fyrsta sinn, þar sem vakin er athygli á hættu þeirri, sem fylgir fyrstu skóla- göngu. Dreift liefur verið á vorin viðurkenningarmiðum vegna reiðh jólaskoðunar. Umferðarráð hefur beitt sér fyrir þvi, að bætt yröi dreifing kennslubóka á vegum Rikisút- gáfu námsbóka, og átti mcð fjárframlagi hlut að endur- skoðun kennslubóka um uin- ferðarmál fyrir skólabörn. A siðasta hausti stóð Umferðar- ráð fyrir þvi, að hingað til lands kom skólaráðgjafi Tryg Trafik i Noregi, og hélt hann hér námskeið fyrir kennara og lögreglumenn, auk opinbers fyrirlesturs. Þá hefur Umferðarráð liaft milligöngu um það, að nokkrir islending- ar kennarar og lögreglumenn, hafa sótt námskeið á vegum Tryg Trafik i Noregi. Almenn upplýsingastarf- semi á vegum Umferðarráðs liefur verið ýmiss konar. A sumrin hefur verið haldið uppi verulegu fræðslustarfi um i Framhald á 6 siöu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.