Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 30. júnl 1974. Sunnudagur 30. júní 1974 -4? Vatnsberinn: (20. ian.-18. febr.) , Þaö litur út fyrir, aö þú hafir veriö mjög opinskár aö undanförnu, en þú ættir aö breyta "^®*1** þvl strax I dag. Svo ættiröu aö reyna aö leyna tilfinningum þinum betur en þú hefur gert. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Þú hefur veriö daufur upp á slökastiö, en frá þessum degi mun breyting veröa á. Samvizku- semin og góöur vilji munu hjálpa þér yfir alla erfiöleikana, og þú getur reitt þig á, aö betri tlmar eru framundan. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Taktu tillit til þeirra staöreynda, sem viö blasa, áöur en þú tekur ákvöröun, og vertu viss, þá mun allt fara vel. Haföu samband viö vini þina og kunningja I dag. Þaö lltur út fyrir, aö kvöldiö veröi I alla staöi hiö ánægjulegasta. Nautið: (20. april-20. mai) Þér er fyrir beztu aö fara eftir þeim ráölegging- um, sem þú færö I dag. Þú hefur þörf fyrir þær, og þær eru gefnar af góöum hug. Foröastu deilur um mál, sem skipta þig engu, og einbeittu þér aö aöalatriöunum. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú skaltfylgjast vel meö málum I dag, þvl aö þú getur dregiöýmsa lærdómá af þeim. Þaö er þörf á meira samstarfi, og þú skalt gera þitt til þess aö svo megi veröa. En þú skalt fara varlega I fjármálunum. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú þarft aö sinna betur þvl, sem tilvera þln byggist á. Þú þarft líka aö huga betur aö sam- bandinu á heimilinu, þaö er eins og þaö skorti eitthvaö á fullan trúnaö á þeim staönum og ástæöa til aö fara aö bæta úr. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þú gerir þér ljóst i dag, aö þú átt vini. Þú þarft á vináttu og trausti aö halda. Þaö er eins og tor- tryggni og óánægja séu aö ná tökum á þér. Mundu, aö þú ert ekki einn á báti. Hagaöu þér samkvæmt þvi. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sepU Misnotaöu þér ekki aöstööu þina I máli, sem mikil leynd hvllir yfir. Þaö fer illa, ef þú bregzt trúnaöi I dag. Þér hefur veriö treyst fyrir miklu, og afleiöingarnar geta oröiö hroöalegar, ef þú bregst þvl trausti. Vogin: (23. sept-22. oktj Rómantlkin er ofarlega á baugi I dag, sérstak- lega hjá unga fólkinu. Eitthvert tækifæri skýtur upp kollinum, og þú skalt endilega notfæra þér þaö. En treystu ekki einhverjum ákveönum vini eöa kunningja um of. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú skalt fara aö öllu meö gát I dag. Þú skalt varast nýjan kunningsskap umfram allt. Hug- sjónir kynnu aö vera notaöar til aö dylja raun- verulegan tilgang. Hérna gæti veriö eitthvaö sem varöaöi fjármál. Bogmaðurinn: (22. iióv-21. des.) Dagurinn er fremur rólegur, og þú ættir aö nota hann til hvlldar og hressingar. Þaö gæti svo fariö, aö stór átök væru framundan, og þá er , ekki verra að vera vel undir þau búinn, a.m.k. óþreyttur. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Agætur dagur. Þaö er einhver hætta á þvl, aö einhver reyni aö hafa áhrif á þig eöa jafnvel aö koma þér f vont skap, en þaö á ekki aö geta tekizt. Þetta er tilvalinn dagur til aö eyöa I fjölmenni, kvöldinu viö skemmtun. AUSTUR- FERÐIR Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — Gullfoss Um Selfoss — Skeiöaveg — Hreppa — Gullfoss. ; Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSt — Slmi 2-23-00 — ólafur Ketilsson. Fjölmenni við hátíðahöld S-Þingeyinga að Laugum — sem haldin voru DAGANA 16. og 17. júni var haldin hátið að Laugum i Reykjadal i tilefni 1100 ára búsetu á íslandi. Dagskrá hátlöarinnar hófst I I- þróttahúsinu á Laugum sunnu- daginn 16. júní kl. 14:00 á þvl aö framkvæmdastjóri þjóðhátlöar- nefndar, Arnaldur Bjarnason, bauö gesti velkomna og kynnti dagskrá fyrri dagsins. Slðan lék Sigrlöur Einarsdóttir tónlistar- kennari I Mývatnssveit á fiölu meö aöstoö Vladislav Votja, tón- listarkennara á Húsavlk, er lék á planó. Jóhann Skaptason sýslu- maöur flutti ávarp og opnaöi sýn- ingar, er settar höföu veriö upp i húsakynnum skólanna á Laugum. Forstööumenn sýninganna kynntu þær slöan. Séra Siguröur Guömundsson prófastur á Grenjaöarstaö kynnti bókasýningu, þar sem saman voru komnar flestar þær bækur, er samdar hafa verið af Þingey- ingum. Elzti höfundurinn á sýn- ingunni var Jón Pálsson, kallaður Marluskáld, dáinn 1471. Sá höf- undur, sem flest verk átti, var Jónas Jónsson frá Hriflu. A sýn- ingunni voru yfir 1000 bækur eftir rúmlega 200 höfunda. I tilefni sýningarinnar voru gefin út drög aö bókaskrá yfir þingeysk verk. Hróar Björnsson kynnti mál- verkasýningu, en þar voru sýnd málverk máluö af Þingeyingum. Sýnd voru alls 72 málverk og list- vefnaöur eftir 25listamenn. Elzta málverkiö var eftir Arngrlm Glslason, málað á 19. öld. Af þekktum málurum er áttu mál- verk á sýningunni má nefna Gunnlaug Blöndal, Valtý Péturs- son, Hring Jóhannesson og Jakob Hafstein. Iöunn Steinsdóttir húsfrú I My- vatnssveit las kvæðið Kross- saumur eftir skáldkonuna Huldu, og Hómfrlöur Pétursdóttir for- maöur kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyjarsýslu, kynnti hand- löasýningu, er kvenfélagskonur höföu sett upp I húsmæðraskólan- um á Laugum. Þar voru alls um 900 munir sýndir, ýmiss konar handiönaður úr margvlslegasta efni. Elzti munurinn var útskor- inn hluti úr hnífsskafti, er fannst I kumli I Böðvarsnesi I Fnjóskadal. Einnig fór fram verkleg sýning á gömlum vinnubrögðum I baö- stofu, sem sett var upp vegna sýningarinnar. Voru lesnir hús- lestrar og kveðnar rlmur af þeim, er önnuöust þessa verklegu sýn- ingu. Aö lokinni kynningu á sýning- um sungu Sigrún Jónsdóttir frá Rangá og Þráinn Þórisson eins- söng og tvlsöng. Aö lokum sungu allir viöstaddir „Blessuð sértu sveitin min”. Slöan dreiföust gestir á hinar ýmsu sýningar, og var mikil þröng á sýningastöðum fram eftir kvöldi. Sýningum var lokaö kl. 23:30. Kl. 17:00 var sýndur hluti hér- aðskvikmyndar Suöur-Þingey- inga, en þaö er litmynd, sem Eö- varö Sigurgeirsson, ljósmyndari á Akureyri, hefur unnib aö. Kom- ust færri aö en vildu, en kvik- myndasýningin stóö til kl. 19:00. Dagskrá 17. júní hófst kl. 13:30, og fór samkoman fram undir ber- um himni. Aö morgni 17. júnl var veður fremur óhagstætt til sam- komuhalds, súld og hæg norðan gola. Stuttu fyrir samkomusetn- ingu stytti upp, og viö upphaf dagskrár brauzt sólin fram úr skýjum skamman tlma. Hélzt veöur þurrt meðan útidagskráin fór fram. Lúðrasveit Húsavikur lék þrjú lög, meöan gestir streymdu á há- tlöarsvæöið, sem var I djúpri laut norðan Iþróttavallar á Laugum. Þar höföu ungmennafélagar sett upp mikinn pall og sviö vegna há- tlöarinnar. Aö loknum leik lúðra- sveitar setti Jóhann Skaptason sýslumaður hátíöina, og samkór Kirkjukórasambands Suöur- Þingeyjarsýslu söng þjóösönginn undir stjórn séra Friðriks A. Friörikssonar. Séra Sigurður Guömundsson annaöist helgiat- 16. og 17. júní s.l. höfn og kórinn söng. Dr. Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli flutti þjóöhátlðarræðu. Kór kirkjukórasambandsins frum- flutti tvö lög, ásamt Lúörasveit Húsavlkur, undir stjórn Vladislav Votja. Lögin voru Ar var alda (úr Völuspá) eftir Pál H. Jónsson og Gamla Island, lag eftir Steingrlm Sigfússon, skólastjóra Tónlistar- skólans á Húsavík, ljóð eftir Ein- ar Benediktsson. Bæöi þessi lög voru samin sérstaklega I tilefni hátlöarinnar. Guöfinna Árnadóttir húsfrú I Brúnahllö las ljóöiö Aldaslagur eftir Ellnu Vigfúsdóttur húsfrú á Laxamýri, og kórinn söng slðan ljóöiö viö lag eftir Sigurö Sigurö- jónsson á Húsavik. Ljóð og lag er helgað 1100 ára afmæli tslands- byggöar og frumflutt á hátlöinni. Heiörekur Guðmundsson skáld frá Sandi flutti ljóö, er hann haföi samiö fyrir hátlöina. Þá söng kór- inn „Þótt þú langförull legöir” undir stjórn Friöriks Jónssonar á Halldórsstööum og „Ris heil þú sól”, stjórnandi Jón Arni Sigfús- son I Vogum. Aö lokum söng kór- inn ,,Ó Guö þú sem rikir”, undir stjórn Þráins Þórissonar. Er hér var komið, var gert hlé á útisamkomu, og gestir notuöu timann til sýningaskoðunar. í hléinu fór fram glimukeppni milli Héraðssambands Suöur-Þingey- inga og Ungmennafélagsins Vik- verja I Reykjavlk. Keppnin fór fram I Iþróttahúsinu á Laugum og var liöur I Sveitaglimu tslands. Úrslit keppninnar urðu þau, að Þingeyingar sigruðu með 13 1/2 stigi gegn 11 1/2 stigi Vikverja. Að loknu hléi, hófst dagskrá á samkomusvæðinu aö nýju með söng Karlakórs Reykdæla. Stjórnandi var Vladislav Votja. Fram átti að fara bændaglima á palli á hátiðasvæðinu, en vegna aðstæöna féll sá liður niður. Kynntir voru fánar sveitarfélag- anna I sýslunni, er prýddu hátlö- arsvæðið. Sáu þar dagsins ljós fánar, er ekki höfðu verið uppi I áratugi, en jafnframt nýir fánar, er komu I staö glataðra. Haföi mikil vinna verið lögð i að finna sveitafánana og gera þá sýning- arhæfa. Voru listamenn fengnir til að mála nýja fána, og má þar nefna fána Bárðardals, sem er mynd af Aldeyjarfossi, máluð af Hringi Jóhannessyni listmálara, og fána Ljósavatnshrepps, mynd af Goðafossi, máluð af Aðalgeir Halldórssyni á Stóru-Tjörnum. Slöasti liðurinn, sem fram fór á útipallinum, var þjóödansasýning ungmenna I sýslunni undir stjórn Védlsar Bjarnadóttur, íþrótta- kennara á Húsavlk. Er hér var komið, var hátiðin flutt á Iþrótta- völlinn á Laugum, en þar fór fram hestasýning, er var I um- sjón hestamannafélagsins Þjálfa. Hestamenn fóru hringreið á vell- inum, sýndir voru klyfjahestar, m.a. hestar meö heybagga og timbur á klökkum. Þá sýndu fimm konur sööulreiö. Aö lokum fór fram naglaboöreiö. Nú var lokið öllum liöum úti- samkomunnar, og fóru margir samkomugestir á sýningarnar, sem voru opnar fram undir miö- nætti. Siöasti liður dagskrár var dansleikur, sem fram átti aö fara á útipalli. Er liöa tók á daginn kólnaöi, og um þaö leyti er úti- dagskrá lauk, fór aö rigna. Var horfiö aö þvl ráði að flytja dans- leikinn I Iþróttahúsíö á Laugum. Var dansaö fram til kl. 2:00 eftir miönætti. Samkomugestir neyttu veitinga I sölutjöldum, sem voru á vegum Kvenfélagasambands sýslunnar og Héraðssambandsins. Einnig voru veitingar á boöstólum I Sumargistihúsinu á Laugum. í sölutjaldi Kvenfélagasambands- ins voru eingöngu seldir islenzkir réttir, svo sem grasystingur, skyr og rjómi og flatbrauö með hangi- kjöti og Mývatnssilungi. Vöktu þessar veitingar forvitni margra. Seld voru merki, borðfánar og veggskjöldur meö mynd eftir Hring Jóhannesson, sérstaklega unnið fyrir hátiöina. í heild fór þessi 1100 ára þjóð- hátlö Suður-Þingeyinga mjög vel fram, og er almenn ánægja meö hana. Aætlað er aö um 4500 manns hafi komið I Laugar um helgina. Löggæzla var öflug og umferöarstjórn með ágætum, og ekki sást vln á nokkrum manni. í þjóöhátiöarnefnd Suöur-Þingeyj- arsýslu voru Jóhann Skaptason formaöur, Hróar Björnsson, Baldvin Baldursson, Hómfrlður Pétursdóttir, Séra Siguröur Guö- mundsson, Hermóður Guð- mundsson og Oskar Agústsson. Framkvæmdastjóri nefndarinnar. var Arnaldur Bjarnason. CROSLAND sigti fúst á smurstöðvum um land allt. sigti - Loftsigti Verjið vélina óhreinindum og notið CROSLAND sigti. Skiptið reglulega um sigti. í flestar gerðii bifreiða. Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.