Tíminn - 30.06.1974, Page 13

Tíminn - 30.06.1974, Page 13
Sunnudagur 30. júnl 1974. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. k- > Kjósendur dæma í dag fá kjósendur vald til að ákveða, hvernig stjórn landsins skuli háttað næstu fjögur ár. Það skiptir að sjálfsögðu miklu þá flokka, sem keppa um kjörfylgið, hver úrslitin verða. Þó varðar það kjósendurna sjálfa langmestu, hver dómur þeirra verður, þvi að hann getur ráðið miklu um lifskjör þeirra á næstu árum og jafn- vel um lengri framtið. Það er mikilvægt, að kjósendur vegi og meti vel menn og málefni og láti ekki blekkingar og dægurflugur villa sér sýn. Þeir mega ekki heldur meta eitt mál svo mikils, að vegna þess gleymi þeir öllum mál- um öðrum. Þeir verða að leitast við eftir beztu getu að vega málin i heild og láta úrskurð sinn vera i sem beztu samræmi við þá niðurstöðu, sem þannig er fengin. Framsóknarflokkurinn telur sig hafa reynt að leggja málin fyrir á þann hátt, að kjósendur fengi sem bezta vitneskju um störf hans, stefnu og fyrirætlanir. Fyrst og fremst hefur hann þó lagt áherzlu á, að kjósendur dæmi eftir verkun- um. Hann hefur bent á þær breytingar, sem urðu á stjórnarstefnu og stjórnarháttum eftir að hann fékk stjórnarforustuna fyrir tæpum þremur árum. Hann hefur bent, á að á þessum þremur árum hefur fiskveiðilögsagan verið færð út i 50 milur, ný stórsókn hefur verið hafin i byggðamálum, lifskjör alls almennings hafa verið bætt og þó alveg sérstaklega ellilifeyris- þega. Hannhefur bent, á að þótt stjórninni hafi ekki tekizt að ráða við verðbólguvandann hefur engin stjórn brugðizt eins fljótt við og núver- andi rikisstjórn, þegar sýnt var eftir kaup- samningana á siðastl. vetri, að þörf væri fyrir skjótar aðgerðir. Þar réði að sjálfsögðu Ölafur Jóhannesson forsætisráðherra mestu. Hann lét ekki heldur sitja við orðin tóm. Hann rauf þing- ið og lagði málin i hendur þjóðarinnar, þegar stjórnarandstæðingar og Karvelhluti Samtak- anna svonefndu, notuðu stöðvunarvald sitt til, að hindra allar raunhæfar aðgerðir. Hin traustu og ábyrgu viðbrögð ólafs Jóhannes- sonar undir þessum kringumstæðum, sönnuðu ótvirætt, að hann er nú sá stjórnmálaleiðtogi þjóðarinnar, sem hún getur bezt treyst. Framsóknarmenn telja ekki rétt á sjálfan kjördaginn, að halda áfram hörðum ádeilum á andstæðinga. En hann hvetur kjósendur til að bera saman verk hans og annarra flokka og þó fyrst og fremst aðalkeppinauts hans, Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði stjórnarforustuna á árunum 1967-1971. Muna menn ekki enn eftir gengisfellingunum, at- vinnuleysinu og landflóttanum, sem einkenndi þetta timabil? Þá er ekki úr vegi að benda á, hvort kjósendum þyki Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert fullnægjandi grein fyrir efnahags- stefnu sinni nú fyrir kosningarnar. Jafnvel stefna hans i varnarmálum, sem hann flaggar mest, er harla óljós, þvi að stundum má skilja hana svo, að hann vilji ekki aðeins óbreytt ástand, heldur stóraukna hersetu. Sérstök ástæða er til að vara við smáflokkun- um, þvi að á þeim getur ekkert traust samstarf byggzt, eins og svo glögglega kom i ljós á þvi kjörtimabili, sem nú er að ljúka, þeir valda að- eins upplausn og glundroða. Framsóknarflokkurinn bíður vongóður úrslita kosninganna i trausti þess að kjósendur láti dómgreind sina ráða. TÍMINN 13 Bent Albrectsen, Politiken: Kosningabaráttan snýst um Trudeau Kanadamenn ganga að kjörborðinu 8. júlí KOSNINGABARÁTTUNNI í Kanada lýkur 8. júli, þegar gengið verður að kjörborðinu. Flestum kjósendum virðist þessi barútta vera óþægileg og óþörf fyrirhöfn. Vorið hefir verið ákaflega votviðrasamt og sáning á sléttunum I vesturfylkjunum tafizt svo mjög, að hún er nú tæplega hálfnuð, en er langt komin um þetta leyti þegar sæmilega viðrar. Annirnar eru þvi meira en nægar. Ibúar iðnaðarsvæðisins um- hverfis Toronto voru farnir að búa sig undir sumarleyfið, eða að njóta sumarsins I ró og næði eins og vatnsmettað korn sléttubændanna. Andrúmsloft stjórnmálanna virðist ákaflega mollulegt, að minnsta kosti I samanburði við stóra grannrikið i suðri, þar sem eilíft uppþot virðist vera. Þessi samanburður veldur áhugaleysi, auk þess sem Pierre Elliot Trudeau er að efna til kosninga í annað sinn á tveimur árum. AFSTAÐAN til umheimsins viröist ekki valda Kanada- mönnum neinum nýjum vanda, nema þá helzt ef litið er á afstöðuna til grannríkis- ins sem utanrikismál, en þá skyggir hún lika á allt annað. En afstaðan til Bandarikjanna er I eðli slnu miklu fremur innanrlkis- en utanrikismál. Hér áður var talað af hug- sjónahita um hlutverk Kanadamanna á alþjóðavett- vangi, eða hvort Kanada ætti að vera friðarboði eða púður- tunna, eins og hinn kunni, ný- látni blaðamaður James Mini- fie hjá CBS komst að orði. Þessi umræða virðist nú hljóðnuð, að minnsta kosti um sinn. Enginn atburður i um- heiminum virðist hafa raskað ró manna nema kjarnorku- sprenging Indverja. Kanada- menn hafa lagt mikið að mörkum I kjarnorkutækni og lita þvi svo á, að mörg heit hafi verið rofin með þessari sprengingu. EKKI má gleyma afstöð- unni til grannrlkisins I suðri. Trudeau forsætisráðherra sagði eitt sinn um þetta nábýli, að það væri eins og að sofa hjá ffl. Maður ætti á hættu að merjast til dauðs I hvert sinn, sem hann hreyfði sig. Verkföll I bíiaverksmiðjum sunnan landamæranna hafa valdið atvinnuleysi þúsunda Kanadamanna, sem starfa við bílahlutasmiðjur I Kanada. Margir landsmenn lita svo á, að hrindingar, pústrar og þungur þrýstingur sé einkum samfara lagningu hinna tröll- auknu ollu- og gasleiðslna, sem eiga að flytja gas og oliu frá Norður-Ishafinu og Alberta á markað I Bandarlkjunum. ALKUNNUGT er og viður- kennt, að Kanadamönnum væri gersamlega ofviða að kosta iðnvæðingu slna sjálfir og nýta auðlindir landsins. Þess vegna verður að seilast til suðurs eftir fjármagninu. Nábýli er þvl fyrirferðarmikið I deilunum um innanlands- málin, en þær snúast mest um efnahagsmál og einkum þó verðbólgu. Þegar visitala neyzluvöru- verðs tók stærri kipp en hún hafði gert s.l. 27 ár, rauf Flokkur þjóðlegra demokrata friðarsáttmálann, sem hann hafði gert við Trudeau um Stanfield. minnihlutastjórn Frjálslynda flokksins. Þá fékk Róbert Stanfield tækifæri til að fylkja Ihaldsflokknum til orrustu. Frjálslyndi flokkurinn er naumast frjálslyndur nema I gömlum efnahagsskilningi. Trudeau forsætisráðherra hefir valið þann kost, að hafa afskipti rlkistjórnarinnar af verðlags- og launamálum sem allra minnst. Keppinautar hans til hægri og vinstri tala hins vegar hátt og snjallt um hvers konar hömlur. Sósíalistar leggja til tvenns konar verð á nauðþurftum, en Ihaldsmenn vilja stöðva hækkanir verðlags og launa. ÞETTA virðist raunar vera meginvandinn, sem við er að etja I þessu merkilega landi, sem er 8000 kilómetra breið spilda norðan landamæra Bandarikjanna. Norð-vestur hluti landsins er þriðjungur af flatarmáli þess, en hann er svo strjálbýll, að hann sendir aöeins einn fulltrúa á þingið i Ottawa. Tungumálastrlð Englend- inga og Frakka er i algleym- ingi I Ottawa. Fyrir skömmu var borin fram tillaga um að senda alla opinbera starfs- menn I skóla að nýju til þess að þeir lærðu að tala bæði málin. Allt er þarna gjörólikt British Columbia á vestur- ströndinni, en hún dregur einkum dám af Kaliforniu. Aðalflokkarnir skipta meira að segja um svip og afstöðu eftir landssvæðum. Augljóst er og, að efnahags- aðstaða stórbóndans á slétt- unni, sem fjórfaldaði tekjur sinar á fjórum mánuðum árið 1974, er allt annars eðlis en fjárhagserfiðleikar iðnverka- mannsins i Toronto, þar sem verðbólgan gleypir æ meira af innihaldi launaumslagsins. ÞEGAR þannig stendur á Snýst kosningabaráttan eink- um um Trudeau sjálfan. Þessi óvenjulegi, siðhærði, franski Kanadamaður með „stæl- bindin” var afar vinsæll af al- þýöu manna fyrir nokkrum árum. I kosningunum 1972 snerust margir gegn honum og þá komst hann I mjög óþægilega minnihlutaaðstöðu. Toronto hefir löngum ráðið úrslitum I kosningum I Kanada. Þar sýnist afstaða manna til Trudeaus standa i járnum og hann reynir nú að efla vinsældir sinar á ný. Hann lætur lönd og leið háleitt hiut- verk Kanadamanna, sem friösemjanda milli Austur- veldanna og Vesturveldanna, en þvl é hélt hann hátt á lofti fyrir tveimur árum, og snýr sér nú einkum að innanlands- málum. Þessi einbeitning að sinu heima er ef til vill timanna tákn, og hún er að minnsta kosti afar áberandi i kosningabárattunni I Kanada i þetta sinn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.