Tíminn - 30.06.1974, Síða 4

Tíminn - 30.06.1974, Síða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 30. júnl 1974. Heimilisljón Berberovsfjöldskyldunnar 1 borginni Baku I Sovétrikjunum býr fjölskyldan Berberov, mamman, pabbinn, niu ára dóttir og sjö ára sonur, amma og auk þess hundurinn Chapa og tvö ljón. I upphafi átti fjölskyld- an aöeins eitt ljón, en þaö drapst fyrir einu ári. Þegar konungur dýranna var dáinn gaf Kazan- dýragarðurinn Barberov-fjöl- skyldunni ljónsunga, sem var aðeins eins og hálfs mánaðar gamall, og var hann nefndur Konungur annarr, en sá sem dó haföi heitir Konungur. Ari siðar var Kongur II orðinn 160 kiló að þingd og 1,5 metrar á lengd. Konungur II er mjög vingjarn- legur og hið bliðlyndasta dýr. Fyrir fáeinum mánuðum fékk Gömul hjdtrú Um allan heim lifir gömul hjátrú góðu lifi og er viða i heiðri höfð ennþá. 1 ttaliu ber mikið é. þvi, að fólk trúi á gömul hindurvitni. T.d. i borginni Aosta við frönsk-itölsku landa- mærin talar fólk i fullri alvöru um það, að óbyrjur geti orðið ófriskar ef þær fara eftir gamalli hjátrú. Gömul sögn segir, að kona, sem vill verða barnshafandi, eigi að skriða i gegnum gat sem er á fornum múrvegg undir gömlu klaustri i Aosta. Óteljandi konur hafa um Barberovs-fjölskyldan annað ljón, og nú kvendýr, frá dýra- garðinum. Ljónin njóta þess að leika sér með börnunum, og þau leyfa þeim að toga i makkann á sér og hanga i halanum, og rymja aðeins ánægjulega i þess- um leik. Um þessar mundir er verið að taka sjónvarpskvik- mynd af ljónunum og eigendum þeirra. Hér sjáið þið svo þrjár myndir af ljónunum og vinum þeirra. Á einni myndinni situr Roman litli á baki hins fjórtán mánaða gamla Konungs. A ann- arri situr öll fjölskyldan við matborðið, og ljónin tvö borða hvort úr sinum dalli. A þriðju myndinni sitja börnin og ljónin uppi I rúmi hin ánægjulegustu. langan aldur skriðið i gegnum þetta skarð i múrnum, en litið hefur heyrzt um árangurinn. Þó má vera að hann sé einhver, þvi að varla væru konur annars að þessu öld eftir öld! Einnig er sagt að i Torino á Italiu sé gamall gosbrunnur, sem á að vera heilsulind og yngingar- brunnur. Fólk, sem komið er yfir miðjan aldur eða er enn eldra flykkist viðs vegar að úr heiminum að þessum fræga gosbrunni i Torino, og það drekkur af vatninu og baðar andlit sitt i þeirri trú að það verði hressara og unglegra á eftir!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.