Tíminn - 30.06.1974, Síða 5

Tíminn - 30.06.1974, Síða 5
Sunnudagur 30. júni 1974. TÍMINN 5 Skóli fyrir afgreiðslufólk í bókabúðum Það þarf töluverða þekkingu til að bera til þess að geta verið góður afgreiðslumaður i bóka- verzlun nú til dags, þegar bóka- útgáfan er eins mikil og raun ber vitni. Þetta skilja Þjóðverj- ar vel, og þess vegna hefur verið komið upp skóla i Frankfurt am Main, þar sem afgreiðslufólk i bókaverzlunum getur aflað sér þekkingar og lært hvernig ber að hegða sér i verzluninni. Bókaverzlunarskólinn hefur meira að segja upp á þjálfunar- verzlun að bjóða, þar sem nem- endur skólans fá raunhæfa þjálfun. Þá má geta þess, að allt frá arinu 1972 hefur skólinn get- að boðið starfandi fólki i bóka- verzlunum upp á nokkurs konar framhaldsmenntun, eða nánar til tekið sex mánaða námskeið. Þá er reiknað með að fólkið hafi þegar starfað i bókaverzlunum i að minnsta kosti tvö ár. Um 80% allra þeirra, sem afgreiða i bókaverzlunum i Þýzkalandi eru konur. Margar þessara kvenna eru nokkuð við aldur, og hækkar meðalaldurinn á hverju ári. Hér á myndinni eru nem- endur i bókaverzlunarskólanum að fylgjast með fyrirlestri kenn- ara sins, en fyrir framan fólkið er likan að bókaverzlun, eins og hún getur bezt orðið, samkvæmt áliti þeirra, sem við skólann starfa. Volkswagen Golf — nýja bjallan fró Wolfsburg Þrátt fyrir það að bilaframleið- endur um allan heim hafa keppzt við að breyta bilunum sinum sem mest til þess að auka söluna hefur Volkswagen-bjall- an, eins og sá bill er gjarnan kallaður i Þýzkalandi, haldið út- liti sinu að mestu óbreyttu. Fólksvagninn hefur verið með vinsælustu bilum i heimi i ald- arfjórðung. Fljótlega er þó voná nýrri gerð af fólksvögnum i Wolfsburg. Hér er um að ræða VW Golf mjög litinn „stati- on”bil, aðeins 3.7 m að lengd. Golf billinn verður framleiddur með fimmtiu og sjötiu hestafla vélum, aflmiklum en spar- neytnum, að þvi er framleiðendur segja. Hann verður búinn framhjóladrifi og alls konar öryggisbúnaði. Þá er hurð aftan á bilnum, eins og sjá má á myndinni og hægt er að leggja niður aftursætin og þannig er hægt að koma fyrir miklu af farangri i bilnum, ef fólk ætlar ser t.d. i ferðalög. Þar eiga 40 þúsund að borða samtímis Þegar lokið verður byggingu matsala við Kamabilaverk- smiðjurnar i Tariu i Sovét- rikjunum eiga þar að geta borð- að 40 þúsund manns samtimis. Það virðist i fljótu bragði nokk- uð há tala, en mun samt vera sönn. Þegar er búið að byggja aðeins litinn hluta matsalanna, og þar eru nú sæti fyrir 1400 manns. Afgreiðslan á að verða svo hröð, að fólk á ekki að þurfa að eyða nema 15 minútum af 45 minútna matarhléi sinu til þess að snæða. En hvernig er eigin- lega hægt að gefa svona mörgu fólki að borða á svona stuttum tima? Það gengur einungis vel fyrir sig með þvi móti að skipu- lagið sé allt hið bezta. Hver starfsmaður hefur sérstakan miða, þar sem á er ritað sætis- númer og einnig skálanúmer, svo hann þarf ekki að biða eftir þvi að komast i sæti eða troðast um i leit að sæti. Búið er að leggja á borðin, áður en máltið- in hefst, svo engin biðröð mynd- ast. Mikil vélvæðing er i eld- húsunum og þar vinna 36 mat- reiöslumenn auk aðstoðar- manna. Maturinn á að verða mjög fjölbreytilegur, svo fólk fáiekki leið á aðborða i þessum miklu matsölum. 1 nágrenninu er svo starfrækt mjólkurstöð og grænmetisrækterþar einnig, og svo er verið að undirbúa upp- setningu kjúklingabús þarna, svo fljótlegt ætti að verða að afla matarins og koma honum i pottana. Myndin er úr þéttsetn- um matsal Kamabílaverk- smiðjanna. ¥ Æskan kaupir hljómplöturnar í Bandarikjunum er um það bil 41 milljón manns á aldrinum frá 14 til 25 ára, — en þessi aldursflokkur kaupir um 80% af öllum hljómplötum, sem seldar eru þar i landi. George Mihaly stendur fyrir rannsóknum á ýmsu viðvikjandi unga fólkinu i Bandarikjunum. Hann er formaður stofnunar, sem nefn- ist Gilbert Youth Research. A fundi, sem haldinn var i Holly- wood gerði George Mihaly grein fyrir rannsóknum sinum varð- andi unga fólkið i Bandarikjun- um. Þessi fundur var sam- bandsþing hljómplötuframleið- enda og eiganda hljómplötu- verzlana i Bandarikjunum. 1 greinargerð Mihaly kom fram að fólk á aldrinum 14 til 25 ára kaupir hljómplötur fyrir 135 milljarða dollara árlega! Þessi tala vakti mikla eftirtekt fólks i Bandarikjunum og var farið að tala um eyðslusemi i sambandi við þessi plötukaup, en fram- leiðendur sögðu, að unglingarir hefðu vel getað varið peningun- um til einhvers, sem væri verra en að kaupa hljómplötur! Ýmis- legt fleira kom fram i rannsókn Gilbert-stofnunarinnar, eins og til dæmis það, að af þessum fjölda ungs fólks (41 millj.) þá eru 16 milljónir i gagnfræða- skólum (high schools) og 9 milljónir unglinga i mennta- skólum (colleges), 90% af þessu unga fólki segist kaupa og lesa ýmiss konar timarit, 84% horfir á sjónvarp, 85% lesa dagblöð og 93% hlusta töluvert á útvarp, svo að maður skyldi ætla að unga fólkið i Bandarikjunum væri vel að sér á mörgum svið- um, en rannsóknarnefndin seg- ir, að val þeirra á lestrarefni og i sjón- og hljóðvarpi sé dálitið einhliða og of litiðkomi þar fram af fræðandi efni. En með tilliti til hljómplötukaupanna þá er val unga fólksins margbreytil. Þeir sækjast eftir þjóðlögum, jazzmúsikk, frægum popp- hljómsveitum og töluvert kaup- ir það af sigildri tónlist. Mikið er keypt af hljómplötum eftir sölu- listum, sem fyrirtækin gefa út, og er þá oft mikið um afslátt af fyrra árs plötum, og eins er hægt að fá að greiða með af- borgunum, og er það óspart notað. T.d. er mest af sigildri tónlist keypt þannig, segir George Mihaly forstöðumaður þessara rannsókna. X Þríburar í Vestur-Berlín skoða heiminn Fólk i Vestur-Berlin nemur staðar á götu og snýr sér við til þess að geta horft svolitið leng- ur á þá Marco, Ronald og Gabor Miiller, þegar þriburarnir aka fram hjá i vagninum sinum. Þrlburar eru yfirleitt heldur fágætir I Þýzkalandi, eins og reyndar viðast annars staðar, og vagninn þeirra er ekki siður óvenjulegur og sannarlega þess virði að lita á hann aftur, ef maður sér honum yfirleitt bregða fyrir. Krökkunum þykir lika gaman að horfa út um gluggann og virða fólkið á göt- unni og umhverfið allt fyrir sér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.