Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. júni 1974. TÍMINN 17 Alþjóðleg jarðfræðirdðstefna: r MYNDUNARSAGA ISLANDS OG NORDUR-ATLANTSHAFS Alþjóðleg ráðstefna jarðvisinda- manna verður haldinn f Haga- skólanum i Reykjavik dagana 1-7. júli. Munu koma til hennar um S0 erlendi.r jarðfræðingar auk all- margra islenzkra visindamanna. Verður einkum fjallað uin myndunarsögu islands og Norður-Atlantshafs, svo og ný- Iegar jarðskorpuhreyfingar þar. Jarðfræðingafélag islands stendur fyrir ráðstefnunni i sam- vinnu við Náttúrufræðistofnun Islands, Norrænu Eldfjalla- stööina, Orkustofnun, Raun- visindastofnun Háskólans, Rann- sóknarráö rikisins o.fl. aðila, en fjárhagslega er ráðstefnan studd af Visindanefnd Norður-Atlants- hafsbandalagsins, Visindasjóði og alþjóðlegum jarðvisinda- nefndum. Stúdentaráð mótmælir A FUNDI sfnum 27. júnf gerði stjórn SHÍ svofeiida ályktun: „Stjórn SHI fordæmir harðlega þær árásir á tjáningarfrelsi og frjálsa skoðanamyndun, sem 12 forystumenn undirskriftasöfnun- ar „Varins lands” hafa nú uppi á hendur nokkrum einstaklingum, sem hafa leyft sér, að hafa gagn- stæðar skoðanir við þa a nernámi Islands. Meðal þeirra sem vl.-menn hafa stefnt eru núverandi og fyrr- verandi ritstjórar Stúdentablaðs- ins. Það kemur stúdentum ekki á óvart, að i hópi stefnenda er að finna háskólakennara, sem hafa áður sýnt hagsmunum stúdenta sérstaka óvild og hafa unnið gegn starfsemi SHI,meðþaðm.a. fyrir augum, að reyna að kippa grund- vellinum undan útgáfu Stúdenta- blaðsins. Með þessum aðgerðum sfnum eru þessir menn, að æskja þess, að stúdentar og aðrir starfsmenn háskólans taki til sinna ráða til að koma i veg fyrir að slíkir menn fái aö móta það álit háskólinn nýtur út á við”. Meðal hinna erlendu þátt- takenda eru ýmsir heimsþekktir jaröfræðingar, sem með rann- sóknum sínum á Norður-Atlants- hafi og viðar, hafa átt mikinn þátt i þeirri byltingu,er orðiðhefur á heimsmynd jarðfræðinnar undanfarin 10-15 ár. Að ráðstefn- unni lokinni verður farið með hina erlendu gesti i skoðunar- ferðir um landið. 1 undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar eru Guð- mundur Pálmason, Karl Grönvöld, Kristján Sæmundsson, Siguröur Steinþórsson, Sigurður Þórarinsson, Sveinbjörn Björns- son og Sveinn Jakobsson, en framkvæmastjóri er Leó Kristánsáon við Raunvisinda- stofnun Háskólans. Á viðreisnartíma Gylfi Þ. Gislason var spurður að þvi i sænska sjónvarpinu rétt fyrir kosningarnar 1971, hvers vegna Islendingar ættu nú heimsmet i verkföll- um. Hann svaraði þvi til, að i raun væru verk- föll ekki til á íslandi, þetta væri bara þannig, að i stað þess að fara i sumarfri, færi islenzkur verkalýður i verkfall. Þetta var áður en hann fór utan til framhaldsnáms. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra viðreisnar- stjórnarinnar, lýsti þvi yfir i viðtali i sænska sjónvarpinu rétt fyrir kosningar 1971, að ís- lendingar gætu engan iðnað byggt upp án hjálpar, bæði tæknilega og efnahagslega. Viðreisnarherrarnir trúðu hvorki á land sitt né þjóð. Eina von þeirra þjóð sinni til bjargar var draumurinn um 20 erlendar álverksmiðjur. Viðreisnarárin voru ár niðurlægingar, þau voru ár hörmunga fyrir islenzka atvinnuvegi, jafnt sjávarútveg, iðnað og landbúnað. Þau voru ár atvinnuleysis og landflótta, þau voru stjórnarár manna og flokka, sem ekki trúa á landsitt og þjóð. Þeim árum megum við aldrei gleyma, þau gætu komið aftur. K. Sn. GJABAKKAVEGURINN FULLGERÐUR NÝI Gjárbakkavegurinn á Þing- vöiium er nú fullgerður og opinn fyrir almenna umferö. Hér á þessari mynd má sjá Indriða G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Þjóðhátiöarnefndar 1974, ræða við starfsmenn Vega- gerðarinnar, á þeim stað, þar sem vinnuflokkar hennar mættust á miðri leið og vega- gerðinni lauk. Vegagerðamenn kalla staðinn „Gólanhæðir” en flokkarnir mættust á staö, em er 4,4 kíló- metra frá Gjábakka og 3,9 kiló- metra frá vegamótum Leiruvogs. Þessi nýi vegur opnar alveg nýjan heim náttúrunnar á Þing- völlum. Á myndinni eru t.f.v.: Indriöi G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, Þórður Tyrfings- son, tæknifræðingur, Steingrimur Ingvarsson, verkfræðingur, og Jón Birgir Jónsson, deildarverk- fræðingur. Gjábakkavegurinn er nú tilbúinn fyrir almenna umferðog á myndinni sjást starfsmenn Vegagerðarinn ar ræöa viö formann Þjóðhátiðanefndar. Merkjasala Hvítabandsins Á næsta ári á Hvitabandið áttræðisafmæli, en það var stofnað 17. febrúar 1895 og er þvi eitt af elztu kvenfélögum landsins. Á þessum langa starfs- ferli sinum hefur félagiö unnið að fjölmörgum liknar- og menningarmálum. Stærsta átak þess var bygging Sjúkrahúss Hvltabandsins við Skólavöröustig á árunum 1932-’34. en það var siöan rekið sem sjálfeignarstofn- un I nfu ár, þar til eignin var af- hent Reykjavikurborg að gjöf. Ekki er ætlunin að rekja hér sögu Hvftabandsins eða telja upp þau verkefni, sem það hefur látið til sin taka. Það hefir æöi oft veriö i fararbroddi með þeim hætti aö leggja þeim nauðsynja- málum lið, sem ekki var á þvi stigi veitt nægileg forsjá af hálfu opinberra aðilja. Þótt þjóðfélags- umbætur hafi oft á tíðum gert af- skipti Hvitabandsins af sllkum málum ónauðsynleg þegar fram liöu stundir, hefir þennan félags- skap aldrei skort framsýni til að finna i samtimanum verkefni sem svipað var ástatt um og þörfnuðust hjálpandi handar. Eitt slikt mál er stofnun meðferðar-og skólaheimilis fyrir taugaveikluð börn I Reykjavik. Hvitabandið beitir sér einmitt nú fyrir þvi i samvinnu við stjórn Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna, að á vegum fræðsluráðs Reykjavikur geti slik stofnun tekið til starfa á komandi hausti. H vítabandskonur munu sunnudaginn 30. júni afla fjár i þessu skyni með merkjasölu og leggja með þeim hætti sitt lóð á vogaskálina til að hrinda þessu nauösynjamáli i framkvæmd. Lifshættir okkar tima og þau vandamál, sem eru fylgifiskar vaxandi þéttbýlis, leggja byrðar streitu og ofvaxinna viðfangsefna á herðar margra einstaklinga, stundum þyngri en þeir fá borið. Ekki sizt séu þaö ungar herðar og veikbyggöar. Þarfirnar fyrir hjálp þeim til handa, sem undir þessum byrö- um bogna fer þvi miður vaxandi. Hver sem kaupir merki Hvita- bandsins á sunnudaginn, leggur fram ofurlitinn skerf til þess að þau börn, sem verða skjól- stæðingar meðferöar- og skóla- heimilisins megi þar njóta hjálpar og handleiöslu til að sigrast á erfiðleikum og komast til heilsu og þroska. Kristján J. Gunnarsson Viljum ráða nokkra menn vana stjórn þungavinnuvéla Húsnæði og fæði á staðnum. Upplýsingar i sima 92-1575 Keflavikurflugvelli og 1-17-90 Reykjavik. íslenzkir aðalverktakar s/f EKKI ER SAMA JÓN OG SÉRA JÓN Þegar hraðbrautin austur um ölfus var gerð, voru allir landeigendur milli Ölfusár og Kamba taldir á að setja bætur fyrir landið i gerðar- dóm, nema eigendur öxnalækjar, Eyjólfur Konráð Jónsson og félagar lians, scm áttu hauk i horni, þar sem Ingólfur Jónsson var. BIl! á mynd- inni stendur á mörkum Öxnalækjarogstóra-Saurbæjar eins og merkja- girðingin sýnir, og var land sem afturhjóiin standa á, bætt með þrjátiu og sex krónum fermetrinn, en fyrir landið undir framhjólununt átti að gjalda þrjár krónur á fermetra. Þannig kom þetta fyrst frá rikis- valdinu i tið „viðreisnar”. Hver er skýringin? Ljósm: PÞ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.