Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 30. júni 1974. A. Conan Doyle: Eimlesfin, sem hvarf _________________________________J störf einn míns liðs. Hvað vissi ég t.d. um hinar ensku járnbrautarlínu^ En peningar fá miklu áorkað hvar sem er i heiminum og mér heppnaðist að kaupa með til að stoðar einn hugvitsamasta og gáfaðasta mann í Eng- landi. Ég nefni engin nöfn, en að hinu leytinu vil ég ekki eigna mér einum öll afrekin. Hin enski félagi minn var alls trausts verður. Hann þekkti allar leiðir og línur, er til London lágu eins vel og sína eigin vasa. Hann útvegaði hóp áreiðanlegra verkamanna, sem treysta mátti. Við gátum keypt eða mútað nokkrum embættismönnum, og var einn meðal þeirra þýðingarmestur James McPherson, sem við álítum líklegastan til að vera varð stjóra á lest eða eimreið. Smith, kyndarinn, var einnig í okkar þjónustu. Reynt var að fá John Slater, vagn- stjórann, til fylgis við okkur, en hann var fullur þverúðar, svo að við þorðum ekki að trúa honum til málsins. Við vissum ekki fyrir víst, hvort Ameríku- maðurinn mundi biðja um aukalest, en okkur fannst það mjög líklegt, því að honum var mjög umhugað að komast tafarlaust leiðar sinnar til Parísar. Af jaessum ástæðum höfum við gert nakvæmar áætlanir um ferð með aukalest, löngu áður en skipið nálgaðist strendur Englands. Ykkur til gamans lét ég þess getið, að einn af trúnaðarmönnum okkar var jafn- vel í hafsögubátnum, sem fylgdi Amerikufarinu inn í höfnina. Strax eftir komu Caratals til Liverpool urðum við þess vísari, að hann grunaði hættu og var mjög var um sig. Félagi hans, Gomez að nafni, virtist vera heljarkarl, vopnaður vel, og var auðsjáanlega reiðubúinn að beita vopnum, ef þörf gerðist. Þessi náungi varðveitti skjöl Caratals, og auðvitað mundi hann verja þau og húsbónda sinn líka fyrir alla áreitni annarra. Telja mátti líklegt, að Caratal hefði hann að trúnaðarmanni en af því leiddi aftur að báðum varð að útrýma, til þess að hlutverk okkar væri að fullu leyst. Þetta hlutverk varð stórum einf aldara vegna þess að þeir vildu f á sérstaka aukalest. Af hinum þremur starfsmönnum á aukalestinni voru tveir leiguþjónar okkar. Hafði hvor þeirra um sig fengið svo háa upphæð greidda, að framtíð þeirra væri tryggð. Ekki vil ég halda því fram, að Engíendingar séu heið- virðari en almennt gerist um aðra menn, en þeir eru dýrari en f lestir aðrir, ef kaupa þarf þá. Ég hef þegar getið um hinn enska aðstoðarmann minn. Hann hef ur góða hæfileika og á sennilega mikla framtíð fyrir sér, ef snaran gerir þá ekki enda á æviferil hans fyrirtímann. Hann hafði alla stjórn á hendi í Liverpool, en ég tók mér stöðu á hótelinu í Kenyon, og fóru dulmáls- skeyti á milli okkar um allar ráðstafanir er gera þurfti Hann valdi sér nafnið Horace Moore og bað mjög ein- dregið um aukalest til London, í von um að verða sendur með sömu lest og Caratal. Hefði það getað orðið mjög hagkvæmt fyrir okkur, ef aðalráðgerðin hefði mis- heppnazt. Þá hefði félagi minn bara skotið báða Ameríkumennina og eyðilagt skjör þeirra. En Caratal var svo var um sig, að hann neitaði þverlega að leyfa nokkrum manni f ar með sér. Félagi minn fór þá brott af stöðinni, kom aðra leið að aftari vagninum inn i klefa varðmannsins McPhersons, og ferðaðist þannig sem laumufarþegi þrátt fyrir alla varkárni Ameríku- mannanna. Ykkur er nu líklega forvitni á að heyra, hvað ég hafðist að meðan þessu fór fram. Undanfarna daga hafði allt verið undirbúið, svo aðeins þurfti nokkur hand- tök til þess að fullkomna verkið. Hliðarsporið, sem við höfðum valið okkur, hafði verið rofið úr sambandi við aðalbrautina, svoað við þurftum aðeins að losa nokkra reina úr járnbrautinni og tengja við hliðarsporið. Fyrri daginn höfðum við tengt hliðarlínuna eins nærri aðal brautinni einsog hægt var án þess að vekja eftirtekt, svo ekki þurfti nema fáeina teina til að tengja hliðarsporið við á ný. Undirstöður teinanna höfðu aldrei verið teknar á brott, svo vinna við breytinguna varð mjög lítil. Hin fá- menni en ötuli vinnuflokkur okkar hafði komiðölluí lag löngu áður en aukalestin kom. Og þegar hún kom, rann hún svo auðveldlega út á hliðarsporið að hinir tveir far- þegar urðu þess ekki varir. Það hafði verið áformað, að Smith, kyndarinn, skyldi ráðast á vagnstjórann Jóhn Slater og svæfa hann með klóroformi, svo hann gæti orðið samferða farþegunum tveimur. Aðeins í þessu eina atriði misheppnaðist fyrir ætlun okkar, þegar undan er skilin hin glæpsamlega yfir- sjón McPhersons, er hann skrifaði konu sinni frá New York. Kyndarinn hagaði árás sinni svo klaufalega, að Slater féll út af eimreiðinni og þótt okkur vildi það til hamingju, að han beið bana í fallinu, þá var þetta atvik lýti á framkvæmd, fyrirtækis" okkar, sem annars var meistaraverk. Sérhver glæpamálasérfræðingur mun játa það að atvikið með John Slater sé einasti gallinn á hinni snilldarlegu ráðagerðokkar. Maður sem unnið hef- ur jafnmarga glæsilega sigra eins og ég hef gert, getur vel verið svo hreinskilinn að benda á John Slater, sem galla á verkinu. En nú víkur sögunni að aukalestinni, sem komin var út á tveggja kílómetra langt hliðarspor, sem lá eða hafði legið beint að opi Heartseasenámunnar, einnar af stærstu kolanámum Englands. Þér munuð líklega spyrja hvernig það megi vera, að enginn sá lestina fara um þessa niðurlögðu hliðarlínu. Svarið er einfaldlega það, að alla leiðina lá sporbrautin eftir dalverpi eða lautar- Förum í r,,eltum foringjann”) v ... , ... Ég verð / V t>ess lika foringinn. / Af hverju vilt\ /Allt i lagi\ ( þú alltaf vera ) ÍÞú mátt vera foringinn? Mig langar V foringinn. HL.OÐVA 1 SUNNUDAGUR 30. júni 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Norska útvarpshljómsveitin leikur norsk lög: öivind Bergh stj. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sinfónia i D-dúr eftir Cherubini. Kammersveitin i Prag leik- ur. b. Konsertsinfónia fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Stam- itz. Emmanuel Koch, Paul Lambert og Einleikara- sveitin i Prag leika, Gery Lemaire stj. c. Pianókon- sert nr. 24 i c-moll (K491) eftir Mozart. André Previn og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika, Sir Adrian Boult stj. 11.00 Messa i Dómkirkjunni (Hljóðrituð við setningu prestastefnu sl. þriðjudag). Séra Eirfkur J. Eiriksson prófastur predikar. Séra Andrés ólafsson og séra Bragi Friðriksson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Mér datt það I hugEinar Kristjánsson frá Hermundarfelli rabbar við hlustendur. 13.45 tslensk einsöngslög Sig- urður Björnsson syngur lög eftir Skúla Halldórsson við undirleik höfundar. 14.00 Dagskrárstjóri I eina kiukkustund Stefán Agúst Kristjánsson ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónieikar: Frá útvarpinu I Frankfurt Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins og Edith Mathis söng- kona flytja Sinfóniu nr. 4 i G-dúr eftir Gustav Mahler, Bernhard Klee stj. 16.00 TIu á toppnum örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar a. Tvær smásögur eftir Niko- laj Nosoff: „Siminn” og „Hafragrautur”. Siguröur Skúlason leikari les þýðingu Ragnars Þorsteinssonar. b. Sögur af Munda, — ellefti þáttur Bryndis Viglunds- dóttir lýsir geysimiklum reka og tilþrifum fólks við að koma honum á land. Einnig segir hún frá draumi og veruleika, þegar Mundi fór i fjallgöngu. 18.00 Stundarkorn með franska sellóleikaranum Paul Tortelier Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir Jökull Jakobsson við hljóðnemann I þrjátiu minútur. 19.55 Sinfóniuhljómsveit Is- lands leikur i útvarpssal Stjórnandi: PállP. Pálsson. a. Forleikur að,,SIgaunabar- óninum” eftir Johann Strauss. b. Ungverskur mars eftir Berlioz. c. „Raddir vorsins” eftir Jo- . hann Strauss. d. Rússnesk- ur polki eftir Graetsch. e. „Býflugan” eftir Rimsky- Korsakoff. f. „Vinarblóð”, vals eftir Johann Strauss. g. „Bahn frei” eftir Edward Strauss. 20.30 Frá þjóðhátið Vestur- Skaftfeilinga, dagskrá hljóörituð að Kleifum við Kirkjubæjarklaustur 17. þ.m. Hátiðina setur séra Sigurjón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri, herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up talar, Samkór Skaftfell- inga syngur ættjarðarlög undir stjórn Jóns Isleifsson-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.