Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 12
12 (TÍMINN Sunnudagur 30. júni 1974. Framsóknarmenn vinna bezt á örlagastundum HÚSFYLLIR VAR á framboðsfundi B-Iistans I Reykjavik r Háskólabbiói. Þar fluttu ræbur þeir Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Sverrir Bergmann læknir, Einar Agústs- son utanrikisráðherra og ólafur Jóhannesson forsætisráöherra. Var máli þeirra afbragftsvel tekið af fundarmönnum ou urðu sumir ræðumanna hvað eftir annað að gera hié á máli sinu vegna lófaklapps. Ræða Þórarins Þórarinssonar ó fundi B-listans í Hóskólabíói síðastliðið fimmtudagskvöld Flokkur, sem efnir loforð sín Það er ekki úr vegi á þessum stað og þessari stund að rifja það upp, sem Framsóknarflokkurinn lofaði fyrir siðustu kosningar. Framsóknarflokkurinn lofaði að beita sér fyrir útfærslu fisk- veiöilögsögunnar i 50 mílur. Þaö hefur verið efnt. Framsóknarflokkurinn lofaði að beita sér fyrir þróttmikilli byggðastefnu, sem er ekki siður til hags Reykvikingum en öðrum landsmönnum. Það loforð hefur verið efnt. Framsóknarflokkurinn lofaði að beita sér fyrir bættum kjörum almennings. Þaö loforö hefur veriö efnt. Þjóðin hefur aldrei búið við betri kjör. Framsóknarflokkurinn lofaöi að beita sér fyrir auknum lif- eyrisbótum til aldraðs fólks. Það loforð hefur verið efnt. I dag eru lifeyrisbæturnar nær 300% hærri hjá þeim, sem ekki hafa aörar tekjur, en þær voru fyrir þrem árum. Aldrei brugðizt eins fljótt við vandanum Þannig má halda áfram að telja þau loforð, sem Framsóknar- flokkurinn hefur efnt. En nú kunna einhverjir aö spyrja: Lofaði flokkurinn ekki að draga úr veröbólgunni og hefur það veriö efnt? Það er satt, aö ekki hefur tekizt að hefta verðbólguna. Orsakir þess eru m.a. miklar verðhækkanir á aöfluttum vörum mikil þensla vegna Vestmanna- eyjagossins og misheppnaðir kaupsamningar siðastliðinn vetur. Sameiginlega hefur þetta orsakað verðbólgu. En það hefur aldrei verið brugðizt skótar við slikum vanda en einmitt nú. Kaupsamningunum var lokið 18. febr. og var þá fyrst sýnt, hvað verða vildi. Mánuði seinna* for- sætisráöherrann fyrir þingflokk- ana tillögur um ákveðin úrræöi, jafnframt glöggum upplýsingum um efnahagsþróunina, ef ekkert yrði að gert. Og forsætisráð- herrann gerði meira en að bregðast þannig fljótt við vand- anum. Hann rauf þingið og efndi til kosninga, þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar beittu stöðvunarvaldi til aö koma i veg fyrir lausn vandans. Ég fullyrði, að aldrei áður hefur Islenzkur stjórnarleiðtogi tekið með eins mikilli festu og röggsemi á efna- hagsmálunum og Ólafur Jóhannesson á þessu vori. Þing- flokkur Framsóknarflokksins studdi forsætisráðherran óskiptur og einhuga I þessum aðgerðum. Það hefur þannig ekki staðið á Framsóknarflokknum að fást við efnahagsvandann. Sókn Sjólfstæðis- flokksins Þrátt fyrir þetta er þvi ekki að neita, að úrslit nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga geta bent til þess, að Sjálfstæöis- flokknum vaxi fylgi, og jafnvel geti svo farið, að hann og Alþýðu- flokkurinn fái meirihluta að nýju. Hafa menn gert sér næga grein« fyrirhvaö þetta myndi þýða? Hafa menn gert sér grein fyrir þvi, hvaða áhrif það hefði á land- helgismálið? Vita menn ekki, að á næsta ári falla samningarnir við Breta úr gildi, og hvernig halda menn að nýir samningar yrðu, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráða? Vita menn ekki, að 10. júli næstkomandi kveður alþjóða- dómstóllinn I Haag upp úrskurð i landhelgismáli Breta og Islend- inga og að margir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir þvi, að Islendingar veröi að hlita úrskurðinum, hver sem hann verður? Vita menn ekki, að foringjarSjálfstæðisflokksins vilja hafa hér varanlega hersetu, og ganga þvi miklu lengra en gert var i undirskriftaskjali Varins lands,, þar sem aðeins var varað við skjótri uppsögn varnar- samningsins? Og hafa menn gert sér grein fyrir þvi, hvað það þýddi I efnahagsmálum, ef Sjálf- stæðisflokkurinn fengi völdin og gera þyrfti róttækar efnahags- ráöstafanir? Muna menn ekki eftir gengisfellingunum, visitölu- bönnunum, atvinnuleysinu og landfióttanum? á viðreisnar- árunum, þegar Sjálfstæöis- flokkurinn haföi stjórnar- forustuna og réð mestu um stjórnarstefnuna? Á að sundrast í smóhópa eða fylkja liði? En ýmist hafa alltof margir gleymt þessu, eða átta sig ekki á málavöxtum. Þvi er það stað- reynd, að Sjálfstæöisflokkurinn er I sókn. Hvernig á að mæta þeirri sókn? Hvort er sigurvæn- legra I striði, að skipta sér i smá- hópa eða fylkja liði? Sókn ihalds- ins nú verður ekki meö árangri hrundið á þann hátt, að and- stæðingar þess fylki sér i sundur- lynda og ósamþykka smáhópa. Svarið við sókn ihaldsins er ekki nema eitt. Það er að afla stærsta flokk Ihaldsandstæðinga, Fram- sóknarflokkinn, og gera hann enn stærri og áhrifameiri. Þetta ætti að vera frjálslyndu og umbóta- sinnuðu fólki enn auðveidara, þar sem stjórnarforusta flokksins á undanförnum árum hefursýnt, að hann er það forustuafl sem bezt má treysta. íhaldsþjónusta Alþýðubanda- lagsins og AAöðruvellinga Það furðulega hefur gerzt i þessari kosningabaráttu, aö Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið eindregna liðveizlu þeirra, sem nú telja sig mesta vinstri menn. Nýrri viðreisnarstjórn verður örugglegast atstýrt á þann hátt, að Framsóknarflokkurinn fái sem flesta kjördæmakosna þingmenn, en aörir Ihaldsand- stæðingar sem flesta uppbótar- menn. Þrátt fyrir þessa stað- reynd, ganga foringjar Alþýðu- bandalagsins og Mööruvellingar nú berserksgang til að fella sem flesta kjördæmakosna þingmenn Framsóknarflokksins. Hér I Reykjavik. er það nú keppikefli Alþýðubandalagsins aö Svava Jakobsdóttir felli Einar Agústsson, en keppikefli Möðru- vellinga er, að Magnús Torfi felli Einar. Þess vegna kappkosta þessir kump&nar nú ósanninda- áróðurinn um umframatkvæði Framsóknarflokksins. Þó er þeim vel ljóst, að fyrir hvern kjör- dæmakosinn þingmann, sem þeir vinna af Framsóknarflokknum missa þeir i staðinn uppbótamann til Sjálfstæðisflokksins. Þannig er það nú eins og aðaltakmark þessara félaga að ganga erinda Sjálfstæðisflökksins og fjölga uppbótarmönnum hans sem mest. Og svo látast þessir ihalds- þjónar vera einlægir vinstri menn. Fylkjum liði um Einar Ágústsson Það er ekki neitt nýtt, að Fram- sóknarmenn hafi þurft að verjast ásókn úr ýmsum áttum. En þá hafa Framsóknarmenn jafnan barizt bezt, þegar mest hefur veriö að flokknum sótt. Þess vegna hefur hann frá upphafi haldið þeirri stöðu að vera stærsta og öflugasta umbótaaflið á sviði stjórnmálanna.Það er þessi harða barátta, sem hefur styrkt flokkinn og hert, og skapað honum það sjálfstraust, aö hann hefur jafnan þorað að vera ábyrgur flokkur. Nú um þessar mundir er reykviskum Fram- sóknarmönnum sagt, aö hin sam- eiginlega sókn andstæðinganna valdi þvi, að Einar Agústsson sé i hættu. Við berum ekkert á móti þvi, en við ætlum að snúast við á okkar venjulega hátt. Við förum af þessum fundi staðráðin I þvi að láta ekkert ógert til að tryggja kosningu Einars Agústssonar. Viö getum gengið ánægð til leiks, þvi að það er gott að vinna fyrir Einar Ágústsson. Slikan orðstir. hefur hann getiö sér sem glæsilegasti fulltrúi þjóðar sinnar á undan- förnum þremur árum. Og það er ekki siður gott að vinna fyrir Framsóknarflokkinn eftir hina einbeittu og ábyrgu forustu for- sætisráðherrans á nýloknu þingi. Látum það nú enn sjást, að Framsóknarmenn vinna bezt á hættustundum. Tryggjum örugga kosningu Einars Ágústssonar á sunnudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.