Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 30. júni 1974. i vWHi Ktu X Ttwm'f* * ff* ?' Tfc»f«ifsfí: : Krk, Jf. S« ?l(«:5*-4 %C»i. TkfSif'WMIl; BRÚÐKAUP HANNESAR HAFSTEIN OG RAGNH. MELSTEÐ 15-. OKT. 1889. húsunum, sem myndin sýnir. Litla, lága húsiö er eitt hiö snotrasta, þó sum hin láti meira yfir sér! gekk jafnan undir nafninu „Pétur i Gránu”, þvi að hann veitti lengi Gránufélags- verzluninni forstöðu. Ég man vel eftir Pétri á unglingsárum minum, þvi að á haustin komu Akureyrarkaup- menn: Pétur, Asgeir, Kolbeinn o. fl. út á Arskógsströnd að kaupa fé á fæti til slátrunar. Þeir buðu í dilkana og var féð siðan rekið til Akureyrar. Einu sinni I kaupstaðarferð gaf Þór- anna mér saft að drekka og þótti mér það sem guðaveigar. Veðursælt þykir á Akureyri. En út af bliðunni getur brugðið. Hér er birt mynd af hafís á Pollinum á Akureyri 12. júli 1915. Og Vaðlaheiðin faldar hvitu. „Ertu kominn, landsins forni fjandi? Fyrstúr varstu enn að sandi, fyrr en sigling, sól og bjargar- ráö. Silfurfloti, sendur oss að kvelja, situr ei i stafni kerling Helja, hungurdiskum hendandi yfir gráð?” Svo kvað Matthias Jochumsson fyrir löngu, hann þekkti mörg harðindaár. Höldum vestur á bóginn. „Hver, sem litur Blönduósborg, burtu varpar allri sorg” o.s.frv. Þetta söng eða kvað húnvetnskt skáld fyrir okkur i gagnfræða- skólanum á Akureyri fyrir hálfri öld. Myndin, sem hér er birt af Blönduósi, mun vera tekin um 1910, að ég hygg. Þarna eru húsin flest úr timbri, sum liklega með torfþaki. Torf- bæir voru allmargir á Blönduósi, þegar faðir minn, Davið Sigurðsson, þá nýút- skrifaður Möðruvellingur, var heimiliskennari hjá Sæmund- sen kaupmanni, laust fyrir aldamót. Margt hefur breytzt siðan. Rosknir Húnvetningar kunna sennilega skil á öllum Hér sjáið þið gesta- og matseðilinn og sætaskipun við brúökaup skáldsins og stjórn- málamannsins Hannesar Hafsteins og Ragnheiðar Melsteð haustið 1889. Þarna hafa setið biskup, prestar, læknir, landshöfðingi, visinda- menn, kaupmenn, virðulegar frúr og ungfrúr o.s.frv., þ.e. helztu virðingarmenn þess tima. Menn kunnu að halda veg- legar veizlur þá, ekki siður en nú. Litum nú i Gróðrarstöðina á Akureyri á fögrum sumardegi 1916 eða 1917 (?) Þar sitja þá við kaffiborðið, undir laufhvelfing- um trjánna, Guðrún Björns- dóttir, Stefán Stefánsson skóla- meistari og frú hans Steinunn Frlmannsdóttir og yzt t.h. frú Þóranna Pálmadóttir. Guðrún (frá Veðramóti, kona Sveinbjarnar Jónssonar byggingameistara), var ein- hver fyrsta sérmenntaða Is- lenzka garðyrkjukonan. Hún læröi garðyrkju i Oslo og Reinstad við Drammen 1913- 1914, og var siðan á námskeiði i landbúnaðarháskólanum i Asi vorið 1915. Kom um sumarið til Akureyrar og stýrði garðyrkjunni þar I gróðrar- stöðinni 1915-1923 og hélt árlega garöyrkjunámskeið. Stefán, skólameistara og höfund Flóru tslands, þarf ekki að kynna. Hann hafði brennandi áhuga á allri ræktun og frú Steinunn hafði .jafnan margt fagurra blóma d stofum sinum i gagn- fræðaskólanum. Stefán var einn af forgÖBgumönnunum að stofn- un gróðrarstöðvarinnar. Frú Þóranna" var dóttir Pálma Prests á Felli og siðar á Hófsósi, gift Pétri Péturssyni kaupmanni á Oddeyri. Hann Gesta- og matseöill við brúðkaup Hannesar Hafsteins og Ragnheiðar (1889) t gróðrarstöðinni á Akureyri (1916) Hö[is & Hi\ureyi-A)-hö|n IZjuli Hafis á Akureyrarhöfn 12. júli 1915 A Biönduósi 1910 Ingólfur Davíðsson: U.'.SJL wyyyi vy ww r I I i gamia a aga XXVIII BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ T.d. vélar, girkassar, drif i Benz ’59-’64, Opel ’62-’66, Moskvitch ’59-’69, Vauxhall Viva, Vauxhall Victor, og flest annað i eldri teg. bila, t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali. Ýmislegt i jeppa. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.