Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.06.1974, Blaðsíða 21
Sunnudagur 30. Júnt 1974. TÍMINN 21 Fræðsluferðir náttúru- fræðifélags í sumar Sýning í Gallerí gb Rvik. — Miövikudaginn 26. júni var opnuö sýning á verkum Hreins Friöfinnssonar i Galleri SOM viö Vatnsstig. Sýningin stendur til J0. júli. Hreinn Friöfinnsson er fæddur 1943 aö Bæ i Dölum. Hann hefur veriö búsettir i Amsterdam I Hol- landi siöan 1971. Fimm einkasýn-' ingar hefur Hreinn haldið I Hol- landi, og tekiö þátt i ýmsum’ samsýningum hér á landi og i Danmörku, Hollandi, Frakklandi og vföar. Fyrsta samsýningin, sem Hreinn tók þátt i, var SÚM I. i Asmunardal áriö 1965. Hreinn Friöriksson við eitt verka sinna. Sumariö 1974 verða að venju farnar þrjár éins dags feröir og ein þriggja daga ferð til alhliða náttúruskoöunar, á vegum Hins Islenzka náttúrufræöifélags. Sunnudaginn 7. júli verður farin grasaferö I Herdisarvik og Stakka vik undir leiðsögn Eyþórs Einars- sonar, grasafræðings. Sunnudaginn 21. júli verður farin fjöruferð i Hvassahraun undir handleiðslu Agnars Ingólfssonar, próf. Föstudaginn 16. ágúst—sunnu- daginn 18. ágústveröur ferö til al hliöa náttúruskoðunar I Mókolls- dal og viöar I Strandasýslu. Leif- ur Simonarson, jarðfræöingur leiöbeinir um steingervinga. Föstudaginn 16.8. verður ekið frá Reykjavik um Holtavörðuheiöi og Hrútafjörö i Steingrimsfjörð og tjaldað i grennd viö Mókollsdal. Á leiöinni veröur litið á gróöur i Holtavöröuheiði og skoöuð nákuöungslög viö Bæ I Hrútafiröi. A laugardaginn veröa m.a. skoöaðir steingervingar I Mókollsdal, Húsavikurkleif og viö Grýlufoss. Sunnudaginn 18.8. veröur ekið til baka til Reykja- vikur. Veröur þá fariö um Trölla- tunguheiöi, Króksfjörð, Gilsfjörö og suöur Heydal. Stanzaö verður viöa á þessari leið til náttúrskoö- unar. bátttakendur i þessari ferð þurfa að tilkynna þátt-töku og greiöa þátttökugjald kr. 2.500.00 I skrifstofu Náttúrufræðistofnunar tslands (simar 15487 og 12728) eigi síðar en 1. ágúst 1974. Þátt- takendur hafi með sér viðleguút- búnaö og nesti. Sunnudaginn 15. september verö- ur jaröfræöiferð I Hvalfjörð með Kristjáni Sæmundssyni, jarð- fræöingi. Gengið allan daginn. 171 í Félagi vinnuvélaeigenda AÐALFUNDUR Félags vinnuvélaeigenda var haldinn 27. april 1974 I veitingahúsinu Giæsibæ. Félagiö var stofnað I desember 1953 og efir þvl nú starfaö I 20 ár, en rúmlega 30 ár eru nú liðin frá þvi notkun jarövinnuvéla hófst i byggingar- iönaöi hér á landi. Félögum hefur fjölgaö mjög á s.l. ári og eru nú um 170, fyrirtæki og einstakling- ar. Engu aö siöur munu enn all- margir vinnuvélaeigendur vera utan félagsins og var sérstaklega bent á nauösyn þess, að allir, sem þennan atvinnurekstur stunda sameinist I félaginu til þess að styöja hina sameiginlegu hags- muni félagsmanna. Jón G. Halldórsson, viöskiptafræðingur, var endurkosinn formaður félagsins, en hann hefur gent for- mannsstarfi frá upphafi. Meöstjórnendur voru kosnir B. Óli Pálsson, sem veriö hefur I stjórn félagsins frá upphafi, Steingrlmur Jónasson, Guöni Sig- fússon og Marinó Sigurpálsson. Tveir hinir síöastnefndu voru kjörnir I staö Ásgeirs Jónssonar og Jóhanns Péturssonar, sem báöust undan endurkosningu. í varastjórn voru kjörnir: Ellert Skúlason og Ragnar Pétursson og endurskoöendur voru endur- kjörnir Tómas Grétar ólason og Ólafur Þorsteinsson. Fundarstjóri var Steinar J. Lúöviksson og fundarritari Vikar Davlösson. Þessi mynd er tekin I Kópavogsgjánni en þar er verið að vinna við gerð akbrautar með hitalögnum. Þar sem talið er, að mikill umferðarþungi verði um þennan nýja veg, var gripið tii þess ráðs aö setja I hann hitalagnir til þess að fria hann viðsnjó og hálku. Timamynd: Róbert. Fjölmenni ÞJÓÐHATIÐ Vestur-Skaftfell- inga hófst kl. 10.30 17. júni meö þvi aö biskupinn yfir íslandi vigði Minningarkapellu séra Jóns Steingrimssonar á Kirkjubæjar- klaustri. Athöfnin hófst með skrúögöngu, en á meöan var hringt veglegri kirkjuklukku, sem er gjöf Sparisjóðs Vestur- Skaftafellssýslu. Sólskin var og mjög gott veöur á meöan á vigslunni stóö. Viö at- höfnina voru auk biskups prest- arnir séra Björn Magnússon pró- fessor, séra óskar Þorláksson dómprófastur, séra GIsli Brynj- ólfsson fyrrverandi prófastur, séra Valgeir Helgason prófastur, séra Þorsteinn Lúter Jónsson og séra Brynjólfur Gislason. Mikill fjöldi fólks var við athöfnina, og var hátölurum komið fyrir úti, svo aö þeir, sem ekki komust inn, gátu fylgst með þvi, sem fram fór. Viö athöfnina söng kirkjukór Prestsbakkakirkju á SIÖu, organ- isti Andrés Einarsson. Sóknar- presturinn, séra Sigurjón Einars- son, predikaði. Skirt var eitt barn, dóttir hjónanna Birgis Jónssonar og Bryndisar Guð- geirsdóttur á Kirkjubæjar- klaustri. Minningarkapellan er byggð rétt austan við gamla kirkjugarö- inn, þar sem kirkja stóð til 1859, aö hún var flutt að Prestsbakka, en þá herjaði sandfok staðinn að Klaustri. Hefur byggingin staðið i 5 ár, en hún hófst með þvi, að 8. júni 1969 helgaði vigslubiskup Skálholtsbiskupsdæmis kapellu- grunninn, en strax á eftir hófust framkvæmdir. Frjáls framlög og áheit hafa myndað þann tekju- stofn, sem kapellan er reist fyrir, en töluverðar skuldir hvila á henni nú að lokinni byggingu. Arkitektar eru Helgi og Vil- hjálmur Hjálmarssynir, verk- fræöingur Vifill Oddsson og kap- ellusmiður Valdimar Auðunsson bóndi i Asgarði I Landbroti. Tré- smiöja Kaupfélags Skaftfellinga hefur smlðað allar innréttingar, en raflagnir hefur annzt verk- stæöi Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. í tilefni vigslunnar og á vígslu- degi bárust margar góðar gjafir. Þau hjónin Páll Pálsson og Magn- ea Magnúsdóttir I Efri-Vik i Landbroti gáfu vandað orgel á- samt 10 sálmabókum og Sálma- söngsbók. Kirkjuklukkan er gjöf Sparisjóös Vestur-Skaftafells- sýslu. Hökull ofinn af Unni Jóns- dóttur er gjöf Helgu Jónsdóttur. Fjólublár hökull, enskur, er gjöf Helga Vigfússonar, grænn hökull, enskur, er gjöf kvenfélags Kirkjubæjarhrepps, sem einnig gefur rikkilin. Þjónustukaleikur og patina af silfri er gjöf Gyðriðar á þjóðhátíð V-Skaftfellinga Pálsdóttur I Selgbúöum, sem einnig gefur altarisdúk, sem hún hefur sjálf saumaö. Kaupfélag Skaftfellinga gefur skirnarfont á- samt silfurskál, sem Leifur Kal- dal gullsmiður er að smiða. Alt- arisstjaka af silfri gefa börn Erl- ings Filippssonar grasalæknis, sem Leifur Kaldal gullsmiður er aö smlöa. Bjarnveig Bjarnadóttir gefur predikunarstól. Þeir bræö- ur Siggeir og Valdimar Lárussyn- ir á Kirkjubæjarklaustri heimila kapellunni 5 kflóvött til upphit- unar og ljósa frá einkarafstöð sinni án endurgjalds, og Jón Viggósson málarameistari gaf vinnu slna viö að mála kapelluna aö innan. Auk þessa bárust kapellunni á vigsludegi þessar peningagjafir: Frá nokkrum afkomendum séra Jóns Steingrimss.....kr. 3.000,- Frá Sveini Einarss ...kr. 5.000,- Frá Guðbj. Vilhjálmsd kr. 5.000,- Frá Einari B. Gislasyni og Vigdisi Andrésd......kr. 10.000,- Frá Guörúnu Jónsd .. .kr. 5.000,- Frá ónefndri konu á Kirkju- bæjarklaustri.........kr. 25.000,- Frá Þórði Stefánss.... kr. 5.000,- Frá Einari Erlendssyni og Þorgerði .............kr. 10.000,- Frá Jakobi Bjarnasyni............kr. 10.000,- Frá Guðrúnu Þorláksdóttur.........kr. 2.000,- Frá Ósk Gislad........kr. 5.000,- Gefiö i anddyri kapellunnar, að athöfn lokinni....kr. 27.560,- samkomunni og skemmtu menn sér vel, og sást ekki vín á nokkr- umi manni. Samkoman hófst með þvi, að séra Sigurjón Einarsson, form. þjóöhátiðarnefndar setti sam- komuna, siðan var heigistund, sem herra Sigurbjörn Einarsson biskup annaðist. Þá flutti Björn Magnússon prófessor hátíðar- ræöu.A milli atriða söng samkór Skaftfeilinga undir stjórn Jóns Is- leifssonar söngstjóra. Sýndir voru þjóödansar á palli undir stjórn Laufeyjar Eiriks- dóttur Iþróttakennara. Þá var sýndur leikþátturinn Fall Una danska, en sá þáttur er saminn i tilefni þjóöhátflSarinnar, en höf- undur er Gunnar M. Magnúss. Þess skal getið, að sagt er, að Skaftfellingar hafi vegið Una danska i Kálfagróf, rétt vestan viö þann stað, sem leikþátturinn fór fram. Þá fór einnig fram reiptog milli Skaftfellinga austan og vestan Mýrdalssands. Lauk þvi með jafntefli. Hátiðinni sleit Þorleifur Páls- son, settur sýslumaður Skaftfell- inga. Fyrirhugað var að dansa á palli til kl. 21,00, en vegna mikillar rigningar var hætt við það og dansað i félagsheimilinu fram eftir nóttu. Kynnir hátiðarinnar var Jón Helgason, bóndi i Segul- búðum. Kjarvalssýning: t tilefni þjóðhátiðarinnar var Kjarvalssýning i Kirkjubæjar- skóla á Kirkjubæjarklaustri, en þar voru til sýnis 45 málverk eftir Jóhannes Kjarval, sem aldrei hafa verið á sýningu áður. Flest þessi málverk málaði Kjarval á árunum 1940-1950, og eru þau öll i eigu Skaftfellinga búsettra i hér- aðinu. Gefin var út vönduð sýn- ingarskrá, en i hana skrifar forn- vinur listamannsins, Eyjólfur Eyjólfsson, fyrrverandi hrepp- stjóri að Hnausum i Meðallandi, um Kjarval. Var sýningin vel sótt og hin markverðasta i alla staði. 16. júni gekkst Ungmennasam- band Vestur-Skaftfellinga fyrir I- þróttamóti i tilefni þjóðhátiöar. Fór það fram á túninu á Prests- bakka á Siðu og var fjölmennt. Þá var veður hið bezta, og fór mótið mjög vel fram. Keppendur voru um 50 frá þremur ungmennafé- lögum sýslunnar. Keppt var i frjálsum iþróttum, handknattleik kvenna og knattspyrnu. 1 hand- knattleik vann lið UMF Drangs lið UMF Ármanns með 3:4, en i knattspyrnu vann lið Vestur- Skaftfellinga lið ungtemplarafé- lagsins Hrannar i Reykjavik með 3:0. Mótsstjóri var Emil B. Björnsson iþróttakennari. Listabókstafur Framsóknarflokksins er Útisamkoma að Kleif- um: I byggingarnefnd kapellunnar eiga sæti: Séra Sigurjón Einars- son form., séra Valgeir Helgason próf., séra Ingimar Ingimarsson, Gyðriður Pálsdóttir, Valdimar Lárusson, Valdimar Auðunsson, Þórður Stefánsson og Sveinn Ein- arsson. Sæti eru I kapellunni fyrir 76 manns, en auk þess má koma fyr- ir stólum, svo að segja má, að hún rúmi 100 manns. Kl. 2.00 e.h. hófst svo útisam- koma að Kleifum, sem er rétt austan við Kirkjubæjarklaustur I landi Markar. Fjölmenni var á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.