Tíminn - 30.06.1974, Qupperneq 24

Tíminn - 30.06.1974, Qupperneq 24
24 TÍMINN Sunnudagur 30. júnl 1974. Kóngssonurinn og kóngsdótfirin á Spóni Framhald frá síðasta sunnudegi i þriðja sinn, kom kóngs- dóttirin út, til þess að heilsa upp á gestina. En er hún kom að vagnin- um, rétti bróðir hennar höndina út um vagn- gluggann og sló hana utanundir. Vagnstjórinn og hermennirnir urðu felmtraðir og óku af stað i skyndi og flýttu sér sem mest þeir máttu. Komu þeir um kvöldið að gestgjafahúsi einu og tóku sér þar náttstað. Þegar veitinga- maðurinn heyrði frá- sögn þeirra, þótti honum hún mjög undarleg. Hann lá vakandi alla nóttina og gat ekki um annað hugsað. Morgun- inn eftir, þegar gestirnir voru farnir, söðlaði hann bezta hestinn sinn og reið til konungs- hallarinnar og bað um að ná tali af kóngs- dótturinni, þvi að lif bróður hennar væri i veði. Kóngsdóttir lét bjóða honum inn i höllina, er hún heyrði þetta. Sagði hann henni siðan, hvers hann hefði orðið áskynja, og að það væri grunur sinn, að maður sá, sem hermennirnir hefðu flutt i vagninum, væri enginn annar en bróðir hennar. Kóngs- dóttir þakkaði honum kærlega fyrir þessar upplýsingar. Lét hún siðan kalla þernur sinar og skipaði þeim að finna alla gimsteinana sina og festa þá i annan glófann sinn. Siðan bjóst hún ferða- fötum, og flýtti sér af stað til höfuðborgar- innar i Portúgal. Kom hún þangað daginn áður en liflát bróður hennar átti að fara fram. Hún gisti á veitingahúsi einu um nóttina. Um kvöldið spurði hún veitinga- manninn, hvort nokkuð nýstárlegt hefði borið við þar i borginni, þvi að hún hefði veitt þvi eftir- tekt, að svo margir voru á ferli. ,,Það á að lifláta svikara einn á morgun”, svaraði veitinga- maðurinn. „Hann þykist vera kóngssonur frá Spáni.” „Skyldi ég geta fengið að sjá hinn dauðadæmda?” spurði kóngsdóttir. „Já, áreiðanlega. hann verður fluttur hérna fram hjá”, svaraði veitingamaður. „Kóngurinn ekur lika hér framhjá, þvi að hann ætlar að horfa á af- tökuna”. Morguninn eftir fór kóngsdóttirin snemma á fætur og bjó sig i drottningarskrúða. Skömmu seinna ók vagninn, sem bróðir hennar sat i, framhjá. Hendur hans voru bundnar á bak aftur. Siðan kom kóngurinn með fylgdarliði sinu. Þá fór kóngsdóttirin út á götuna. Hún féll á hné á veginum rétt fyrir framan reiðskjótann, sem kóngurinn sat á, Kóngurinn stöðvaði hest sinn samstundið og horfði með aðdáun á kóngsdótturina og mælti: „Stattu á fætur, fagra mær, það sæmir ekki að beygja sig svo djúpt fyrir hesti minum”. Kóngadóttir reis á fætur. Hún leit djarflega framan i konunginn með dökku augunum sinum. „Yðar hátign”, mælti hún, „ég verð að biðja yður stórrar bónar”. „Bæn þin er veitt”, svaraði konungur, „svo framlega, að hún sé ekki viðvikjandi svikaran- um, sem á að fara að lif- láta, — fyrir hann fæst engin náð”. Æfingabúningar Verð frá kr. 1800—4000 5P0RT&4L S cHEEMMTORGi | „Hvort hann er svikari eða ekki, skal ég láta ósagt, en getur kóngurinn sagt mér, hvers virði þessi hanzki er? ”. Þvi næst sýndi hún kónginum hanzkann, sem allur glitraði i gimsteinum. Kóngurinn leit á hann og hrópaði forviða: „Hann er dýrmætari en allir minir fjár- sjóðir”. „Yðar hátign! Hvað finnst yður sá maður eiga skilið, sem hefur rænt mig þvi, sem er mér miklu dýrmætara heldur en glófinn með öllum gimsteinunum? ’’ „Hann verðskuldar dauðann og ekkert annað”, svaraði konungur. „Þarna er maðurinn”, mælti kóngsdóttir og benti á Rauð. „Hann hefur rægt bróður minn og mig. Látið taka hann og lifláta, hann á ekki betra skilið, en ég krefst þess, að bróðir minn sé látinn laus hann er kóngssonur frá Spáni. Og fái ég ekki þessa ósk mina uppfyllta, mun ég láta safna liði, og að ári liðnu verður konungur- inn i Portúgal yfirunn- inn”. Þegar konungurinn heyrði þetta, varð hann mjög óttasleginn. Kóngssonur var látinn laus, en Rauður var lif- látinn i hans stað. Siðan fóru systkinin heim til Spánar. Kóngssonur tók við rikisstjórn, og stjórnaði landinu svo vel, að Spáni hefur aldrei verið betur stjórnað, hvorki fyrr né siðar. dHuuHnnnunun Kennarastöður 1^3 Sauðárkróki Nokkrar kennarastöður við barnaskólann og gagnfræðaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar m.a. islenzka, enska, handavinna pilta, söng- ur, ieikfimi pilta. Allar nánari upplýsingar veita skóla- stjórar. Fræðsluráð Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN frystiog kSelildefa ÞAKPAPPAIOGN íherttasfalt Armúli 38 II VIUKINl v Vestmannaeyjum • Sími 290 ■ Reykjavík • Sími 8-54-66

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.