Tíminn - 30.06.1974, Qupperneq 23

Tíminn - 30.06.1974, Qupperneq 23
Sunnudagur 30. júnl 1974. TÍMINN 23 Popp á ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar.... Brimkló í Austur- stræti og Raggi Bjarna á Lækjartorgi skólum borgarinnar, og 5. ágúst leika þeir fyrir dansi i Aðalstræti fyrir framan Vesturver. Mánudaginn 5. ágúst verður sú gamla hefð endurvakin að dansa á Lækjartorgi, og mun hljómsveit Það verður mikið um dýrðir á ellefu hundruð ára afmæli Islands- byggðar hér i borginni, sem annars staðar. Brimkló mun leika fyrir dansi 3. ágúst við einn af Hliómleikar með Pelican — í byrjun ógúst. Önnur L. P. plata í undirbúningi.... Pelican hefur heldur betur tekið á honum stóra sínum. Nýkomin er út tveggja laga hljómþlata, og um miðjan þennan mánuð kemur svo, ný LP. plata með hljómsveitinni. Ekki nóg með það, held- ur ætlar hljómsveitin að halda hljómleika i byrj- un ágúst. Pétur Kristjánsson upplýsti, að á þessum hljómleikum yrði ein- göngu flutt frumsamin músfk, og m.a. yröu þar lög af þá nýútkom- inni LP. hljómplötu, ásamt lögum af væntanlegri hljómplötu, sem verður einnig LP. Já, drengirnir eru bara rétt að byrja, þvi þeir stefna að þvi að taka upp aðra LP. plötu i haust. Með Pelican á hljómleikunum veröa 1-2 upprennandi popp- grúppur. Pétur upplýsti, að þeim hefði gengið vel að semja upp I þessa væntanlegu plötu, og væru bjartsýnir með framhaldið. Þá kvaðst hann ekki geta kvartað undan aðsókninni á böllunum hjá þeim, en þar hefur aðallega verið um aö ræða sveitaböll. Svo hafa þeir einnig komið fram i Tónabæ. m Pétur Kristjánsson. Honum tekst vel upp á tveggja laga plötunni. Fyrsta hljómplata hinna mjög svo dularfullu Stuðmanna fékk svo sannarlega ekki slakar mót- tökur. Nú er væntanleg ný hljóm- plata með þessari ágætu hljóm- sveit, og i þetta sinn syngja þeir á islenzku, svo það er anzi hæpið, að Stuðmenn séu grimuklæddir hljómlistarmenn frá Stóra-Bret- landi. — Amundi Amundason, út- gefandi plötunnar, harðneitaði að upplýsa hverjir Stuðmenn væru i raun og veru. Lögin á næstu plötu þeirra nefnast: „Gjugg i borg” og „Draumur okkar beggja”, Amundi sagði siðan mjög alvar- legur I bragði, að hann hefði sótt um styrk i sambandi við þessa plötu til menningarmálaráðs Norðurlanda, og i bigerð væri að senda hana á öll norræn bóka- söfn. Þá er væntanleg tveggja laga plata frá A.A.— hljómplötum með okkar ágæta poppara Jóhanni G. Jóhannssyni, sú síðasta af þeim þrem, sem teknar voru upp á sl. ári. Eru þetta hinir margumtöluðu stuðmenn? Pelican — tvö lög. Stereo. Upptaka: Shaggy dog stúdió. Útg.: Á.Á.-hljómplöt- ur. Bæði lögin á þessari hljóm- plötu eru eftir einn meðlim Pelicans, Omar Óskarsson, og má hann svo sannarlega vel við una með þetta sýnishorn af hæfileikum sinum sem tón- skáld á sviði popptónlistar. „Jenny darling” nefnist lag- ið á siðu A. Það er lag, sem nær strax sterkum tökum á hlustandanum og mun trúlega ná miklum vinsældum. „My glasses” gefur fyrra laginu litið eftir og er eitt þeirra laga, sem vinna geysilega mikið á, eftir þvi sem maður heyrir þau oftar. Textinn er ekki svo ýkja frumlegur, en hnyttinn er hann. I þessu lagi heyrist I hljóðfæri sem nefnist Kazoo, en það er eins konar endur- bætt útgáfa greiðu sem blásturshljóðfæri og kemur Nýjar plötur með skinandi vel út I þessu lagi. Pelican leikur þarna án að- stoðar hljóðfæraleikara og gerir góða hluti. Pétur Krist- jánsson syngur bæöi lögin og undirritaður hefur ekki fyrr heyrt honum takast eins vel upp. Hann á svo sannarlega skilið ærlegt uppklapp, dreng- urinn sá. Sá er þetta ritar, er áreiðan- lega ekki einn um að biöa spenntur eftir næstu plötum Pelicans. Hljóðritunin er ákaflega vel unnin, en hún fór fram I Bandarikjunum. — B.V. Ragnar Bjarnason Brimkló ásamt Jónasi R. Jóns- syni. Ragnars Bjarnasonar sjá þir um fjörið. Einn af hljómsveitarmeðlimum Brimklóar skrapp i sl. viku til Bandarikjanna þeirra erinda að kaupa hljóðfæri fyrir Brimkló, en hér er um að ræða pianó, bassagltar og sitthvað fleira, en piltarnir töldu sig geta fengið hljóðfærin á mjög hagkvæmu verði. „Þetta hefur gengið þrælvel”, sagði Arnar Sigurbjörnsson, er við ræddum við hann. „Viö höfum fengið plötutilboð frá vissum út- gefanda, en höfum enn ekki ákveðiö, hvort við tökum þvi. Ef af verður mun sú plata veröa LP. og koma út fyrir jólin.” Brimkló hefur haft yfirdrifið nóg að gera að undanförnu. Þeir félagar hafa bæði spilaö á Röðli og i Tónabæ, fariö vestur á land og austur fyrir fjall. ENGIN BYRJENDABRAGUR Stuðmönnum og Jóhanni G. væntanlegar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.