Tíminn - 06.10.1974, Síða 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 6. október 1974.
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga xui
1 siðasta þætti var fjallað um
Flateyjardal og birtar myndir
frá Brettingsstöðum meðan þar
var enn „lif i landi”. Skal hér
ofurlitlu aukið við og einnig litil-
lega minnzt Flateyjardals-
heiðar. Fyrst gefur að lita Efri-
Brettingsstaði ári 1971. Þar sér i
kirkjuna t.v., en fyrir miðju er
torfskemma með timburþili.
Bæöi kirkjan og skemman nú
horfnar. Onnur myndin sýnir
fólkið rif ja hey á túninu sumarið
1950. Haustið 1953 er fé réttað i
siðasta sinn á Nausteyri
Brettingsstöðum. Vikurhöfði
blasir við. A Nausteyrarlandi
eru enn til búðabrot, leifar
gamalla verðbúða. Þar lágu að-
komumenn við til útróðra, fyrr
á tið.
Ein myndin sýnir sauðfé
Brettingsstaðabænda tekið um
borð i báta og flutt til Flateyjar,
haustið 1953. Byggðin var þá að
fara i eyði.
Ekki veit ég hvenær myndin
af ibúðarhúsinu á Jökulsá var
tekin. Húsið sómir sér vel, þó
jörðin væri lægst metin jarða á
Flateyjardal, aðeins 4.5
hundruð að fornu mati. Fyrr á
öldum var túnið þýft og fóðraði
tæpast eina kú. En mikil
breyting er orðin. Frá
1855—1899 eru taldir 15 búendur
á Jökulsá, en siðan tveir, þ.e.
Sigurður Hrólfsson bóndi og
skipstjóri 1899—1921, og Grimur
Sigurðsson, siðasti bóndinn á
Jökulsá, 1921—1946. Grimur
nytjaði einnig Vik hin siðari ár.
Kona Grims Hulda Tryggva-
dóttir frá Brettingsstöðum.
Um Asbjörn á Knarrareyri,
Urðarkött (siðar kallaðan
Finnboga ramma), Brettings-
staðamenn hina fornu o.fl. fólk
Flateyjardals á söguöld, má
lesa i Finnbogasögu ramma
Flateyjardalsheiði liggur
suður af Flateyjardal og er
raunar framhald hans, dalur
milli hárra fjalla, þrátt fyrir
heiðarnafnið, og nær allt til
Fnjóskadals.
Strjál og fremur óregluleg
byggð hefur þarna verið, enda
óþurrkasamt á sumrin og snjó-
þungt á vetrum. En viða all-
grösugt og gott til beitar. Heiðin
er nú notuð sem afréttarland Ot-
Fnjóskdæla og Suður-Höfð-
hverfinga. Flateyjardalsheiði
er nú I óbyggð. Siðast var búið á
Kambsmýrum, eða til 1929. Ey-
vindará við samnefnda þverá
fór i eyði 1872. Sjást þar bæjar-
rústir i túni. Bærinn Heiðarhús
stóð i brekkuhalla við smágil og
var I byggð til 1904. Þar gistu oft
gangnamenn. Nú er bærinn
horfinn, en þar stendur nú ný-
uppbyggt, myndarlegt sæluhús.
(Fræðslu um Flateyjardalsheiði
og — dal er að fá i árbók Ferða-
félags íslands 1969. Suður-Þing-
eyjarsýsla” eftir Jóhann
Skaptason). Dalsá ber vatn
þveránna út i Skjálfanda. En
fyrir mörgum þúsundum ára er
talið að Fnjóská hafi gegnt þvi
hlutverki. Hún hafði þá ekki
brotið sér leið um Dalsmynni til
Eyjafjarðar, heldur beljaði út
Flateyjardalsheiði og um
Flateyjardal út i Skjálfanda. Á
Kambsmýrum, sem lengst
héldust i byggð, er mikið og
fagurt engjaland, talið „tólf
karla engi”, þ.e. entist tólf
körlum til sláttar sumarlangt.
t réttinni á Nautseyri (1953).
Heyskapur á BrettingsstöAum (1950).
Klrkja, skemma og fbiiftarhús á Efri-Brettingsstftftum (1041)
Fé flutt frá Flateyjardal til Flateyjar (1953)
Bæjarrústir á Eyvindará á Flateyjardai.